Morgunblaðið - 31.10.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 31.10.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 29 Mótmæli sauðfjárbænda á Nýja-Sjálandi: Slátruðu 2.500 kindum og grófu Christchurch, Nýja SjáUndi, 30. október. AP. FJÖGUR hundruð fjárbændur á Nýja Sjálandi gripu til óvenjulegrar aðferdar til að vekja athygli á erfiftri Achille Lauro-málið í Bandaríkjunum: Langflest- ir á bandi forsetans Washington. 30. október. AP. FJORIR af hverjum fimm Banda- ríkjamönnum eru sáttir vift þaft, hvernig Ronald Reagan Bandaríkja- forseti brást vift í Achille Lauro- málinu, samkvæmt því sem fram kemur í niðurstöftum skoftanakönn- unar, sem birtar voru í dag. Attatíu af hundraði aðspurðra í þessari könnun, sem Washington Post og NBC-sjónvarpsstöðin stóðu fyrir, voru samþykkir þeirri ráðsályktun að neyða egypsku þotuna til lendingar, að því er fram kemur i frétt um könnunina í Washington Post í dag. Hringt var í 1.506 manns frá fimmtudegi í síðustu viku til mánudags, að báðum dögum með- töldum. Sextíu og átta af hundraði þeirra, sem spurðir voru, töldu mikilvægara að leggja til atlögu við hryðjuverkamenn en viðhalda góðu sambandi við lönd eins og Italíu. Þó að flestir Bandaríkjamann- anna legðu blessun sína yfir hand- töku mannræningjanna, drógu þeir í efa, að hún mundi hafa nokkur áhrif í þá átt að draga úr hryðjuverkum. Fimmtíu og fimm af hundraði töldu, að handtakan breytti engu í þessu efni, 29% töldu að draga mundi úr hryðjuverkastarfsemi og 13% töldu að hryðjuverkum mundi fjölga. afkomu sinni. Reiftir lágu verfti á lambakjöti slátruðu þeir 2.500 ám í dag og fleygftu þeim í gröf eina. Bændurnir söfnuðust saman skammt frá borginni Christ- church, grófu þar gröf stóra og leiddu síðan ærnar fram á grafar- bakkann og skiptust á að skera þær á háls og varpa þeim síðan fram af barminum. Talsmaður bændanna, Alan Grant, sagði kindurnar aðeins að verðmæti einn nýsjálenzkur doll- ar, 25 krónur íslenzkar, á núver- andi verðlagi, en þeir vildu að ríkÍ8stjórnin tryggi þeim hundrað- kall í viðbót og að þeir fái jafnvirði 125 króna fyrir skepnuna. Grant sagði bændurna hafa gripið til þessa örþrifaráðs til að vekja athygli á bágri stöðu sinni. Kvað hann sauðfjárbændur standa frammi fyrir gífurlegum erfiðleik- um vegna hárra vaxta og lítilli eftirspurn eftir kindakjöti. Land- búnaðarráðuneytið áætlar að 2.000 bændur verði að hætta búskap í ár vegna slæmrar afkomu. Bretland: 10.300 kr. meðaltekjur á viku Loadon, 30. oklóhrr. AP. MEÐALTEKJUR brezkra launþega voru 171 pund á viku á 12 mánafta tímabili fram til sl. aprflloka, aft sögn brezka atvinnumálaráftuneytis- ins. Vikutekjurnar nema um 10.300 krónum íslenzkum. Er hér um að ræða 7% hækkun miðað við sama tímabil árið áður. Meðaltalið var ekki hið sama með- al karla og kvenna. Meðaltekjur karla reyndust 192,40 pund, eða um 11.500 krónur, en meðaltekjur kvenna 126,40 pund, eða um 7.600 krónur. Höfðu tekjur kvenna auk- ist örlítið meira en tekjur karla. KGB lét taka sovésk- an flóttamann af lífi New York, 30 október. AP. SOVÉTMENN létu Uka af I1T1 mann að nafni Nicholas Shadrin, fyrrum foringja í sovéska flotan- um, er hljópst undan merkjum ár- ið 1959 og gerðist njósnari Banda- ríkjamanna. Var hann staddur í Austurríki 16 árum seinna í leyni- legum erindagjörðum, er útsend- arar sovésku leyniþjónustunnar, KGB, klófestu hann. Það var bandaríska sjón- varpsstöðin NBC, sem sagði frá þessu í frétt í gær og vitnaði í ótilgreinda heimildarmenn inn- an leyniþjónustu Bandaríkj- anna, CIA. Eftir að Shadrin hafði leitað hælis vestra, dæmdu Sovétmenn hann til dauða, að honum fjar- stöddum, fyrir að hafa veitt Bandaríkjamönnum hernaðar- upplýsingar. Samkvæmt frétt NBC hefur fyrrverandi yfirmaður hjá KGB, Vitaly Yurchenko, sem nýlega leitaði hælis á Vesturlöndum, borið við yfirheyrslur, að Sovét- menn hafi rænt Shadrin í Vín- arborg 20. desember 1975 og fullnægt dauðadómnum yfir honum sama dag. Talsmenn CIA, utanríkisráðu- neytisins og dómsmálaráðu- neytisins hafa ekkert viljað láta hafa eftir sér um fréttina. Gagnrýna samstarfs- samning við Græningja Bonn, Vinlur l>ýnkal»n(li, 30. október. AP. HELMUT Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sagði á mánudag, að þaft hefðu verift „hörmuleg mistök“ aft efna til stjórnarsamstarfs með Græningjum, sem væru m.a. andvíg- ir aðild landsins að NATO. Kohl sagði þetta eftir að full- trúar Græningja á þinginu í Hess- en höfðu einróma samþykkt að taka þátt í samsteypustjóm með jafnaðarmönnum. Samkvæmt stjórnarsáttmálan- um kemur það í hlut Græningjans Joschka Fishers, fyrrum leiðtoga vinstrisinnaðra stúdenta, að gegna embætti umhverfismála- ráðherra í Hessen, en hann er einnig þingmaður Græningja á smbandsþinginu. Kohl sagði, að jafnaðarmenn í Hessen væru með þessu að leggja lag sitt við flokk, sem „er i nöp við iðnaðarsamfélagið og efast um réttmæti lýðræðisskipulagsins". Talsmaður Græningja á sam- bandsþinginu i Bonn, Rainer Trampert, hefur einnig gagnrýnt Hessen-samkomulagið, sem hann telur ótækt í grundvallaratriðum. Núeru þau ráð dýr sem leyst gætu vanda Ewinganna. Varla mundi það skipta sköpum þótt þeir bræður væru lokaðir inní SELKO skáp; svona rétt eins og ótíndir pörupiltar. En þeim yrði klárlega Ijóst hve mikill kostagripur SELKO — skápur er. Við í SELKO spörum nefnilega ekki hand- tökin við smíði skápanna okkar og skerum ekki efnið við nögl. Þeir eru nógu traustir til að þola brambolt þeirra bræðra og svo áferðar- fallegir að húsbændur á Southfork yrðu hreyknir af einum í stofu sinni. Tvískipting skápanna er hentug og gefur þeim skemmtilegt yfirbragð; hún kæmi sér mjög vel hjá þeim bræðrum núna. Þú ættir einnig að líta við hjá okkur og sjá skápana sem ekki hafa ennþá birst í Dallas þáttunum. Við framleiðum ekki aðeins frábærar hurðir! SELKO Auðbrekku 1-3, Kópavogi, sími 41380

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.