Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 1
3N9*gtittfrliifeife B PRENTSMIDJA MORG UNBLADSINS SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 BLAD TILHLOKKUNIN náði hámarki þegar ferðahópurinn safnaðist saman við Skaftholtsrétt í Hreppum þann 19. júlí í sumar. Ferðinni var heitið Fjallabaksleið nyrðri og um Fögrufjöll meðfram Langasjó, í Kirkjubæjarklaustur og Fjallabaksleið syðri heim. Þessi tilhlökkun hafði gert vart við sig af og til frá því í fyrra haust að ég heyrði fyrst minnst á þessa ferð. Kjarni hópsins hefur ferðast saman á hestum í 10 ár. Sumir hafa komið seinna inn í hann og aðrið komið með svona af og til. Þeir sem fóru í ferðina voru Andreas og Guðrún Bergmann, Kristján Guðmundsson, Margrét Hjaltadóttir, Gestur Einarsson, Valgerður Hjaltested, Gísli B. Björnsson, Lena Rist, Björn Guðmundsson og Þorbjörg Guðmundsdóttir sem komu til móts við hópinn í Landmannahelli, Haraldur Sveinsson, Ásdís Haraldsdóttir og bflstjórinn Jónas Bergmann. Hrossin voru fjörtíu og fjögur talsins og svo hundurinn Snæi. Hér á eftir verður reynt að lýsa þessari ævintýraferð, en eins og gefur að skilja verður stiklað á stóru. sjá bis. 6/7B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.