Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 Yelena Bonner er gísl á meðan Genfarfundurinn stendur yfír „Þaö voru einkum tvær ástæður fyrir því að ég kaus að yfirgefa Sovétríkin og setjast að á Vestur- löndum,“ sagði Michael S. Voslen- sky, prófessor og forstöðumaður Sovétrannsóknarstofnunarinnar í Miinchen, er blaðamaður Morgun- blaðsins hitti hann að máli á Hótel Loftleiðum í vikunni. Voslensky var 51 árs að aldri, háttsettur embættis- og fræðimaður, er hann kom vestur árið 1972. Kunnastur er hann fyrir bókina Nomenklatura, sem fjallar um valdastéttina í Sovétríkjunum og kom fyrst út fyrir fimm árum. „Ég var sagnfræðingur og stjórnfræðingur í Sovétríkjunum og hafði skrifað fjórar bækur og ótal greinar í blöð og tímarit. En í starfi mínu og skrifum varð ég ætíð að gefa mér niðurstöðurnar fyrirfram. Ég varð að álykta í samræmi við stefnu kommúnista- flokksins á hverjum tíma, en ekki á grundvelli röksemda og sjálf- stæðrar yfirvegunar. Fræðileg niðurstaða var aðeins rétt ef hún var í samræmi við hina opinberu línu. Þetta gat ég ekki sætt mig við til lengdar," sagði Voslenski. „Hitt atriðið, sem réð mestu um brottför mína, var einfaldlega sovéskt þjóðfélagskerfi. Sovétríkin erU sannarlega ekki það land, sem valdhafar láta í veðri vaka, heldur alræðisríki, þar sem stjórnað er af harðýðgi. Þjóðskipulagið sjálft viðheldur efnahagslegri og félags- legri stöðnun." Yurchenko verður skot- inn Ákvörðun Voslenskys að setjast að á Vesturlöndum vakti mikla reiði sovéskra valdhafa á sínum tíma. Leyniþjónustan, KGB, gerði tilraun til að ræna honum í Vínar- borg skömmu síðar. Það ráðabrugg mistókst og líka tilraun til að ráða hann af dögum með eitri (í Bremen í september 1981). Það lá því bein- ast við að spyrja hann um mál Sovétmannsins Vitaly Yurchenko, sem mjög hefur verið í fjölmiðlum undanfarna daga. Yurchenko, háttsettur yfirmaður í KGB, baðst hælis á Vesturlöndum í ágúst sl. og veitti Bandaríkjamönnum upp- lýsingar um njósnir Sovétmanna á Vesturlöndum, sem talið er að séu mjög mikilsverðar. Á mánudag birtist hann óvænt á blaðamanna- fundi í sovéska sendiráðinu í Washington og fullyrti að sér hefði verið rænt af bandarísku leyni- þjónustunni, sem hefði reynt að þvinga hann til sagna. „Yurchenko er áreiðanlega ekki frjáls maður," sagði Voslensky, „frekar en t.d. Oleg Bitlov, sem sneri heim til Sovétríkjanna með sams konar hætti í fyrra. Þessi atburður er settur á svið af sov- ésku leyniþjónustunni eftir að hún hefur rænt Yurchenko. Hann verð- ur skotinn, þegar hann kemur heim.“ Voslensky sagði, að hver sá sem kynnti sér alla málavöxtu gæti séð að sú saga sem Yurchenko sagði í sovéska sendiráðinu væri ósönn. Hann væri beittur hótunum á sama hátt og samherjar Stalíns, sem j átuðu á sig á hina ótrúlegustu hluti við Moskvuréttarhöldin á fjórða áratugnum. „Væri eitthvað hæft í sögunni hefði ekki verið staðið að þessu máli eins og gert var. Auðvitað gaf Yurchenko Bandaríkjamönnum upplýsingar og trúir nokkur því að William Casey, yfirmaður CIA, hefði boðið honum til kvöldverðar heima hjá sér ef hann væri fangi á valdi deyfilyfja?" Ekki „nýr stíll“ Sovét- leiðtoga „Allt talið um „nýjan stíl“ hinna nýju forystumanna í Sovétríkjun- um er ýkjukennt,“ sagði Vosl- ensky. „Þetta er í rauninni sá framgöngumáti sem tekinn var upp að Stalín látnum. Eru menn búnir að gleyma Nikitka Krusjeff og uppátækjum hans á Vestur- löndum? Og fundunum sem hann átti með Eisenhower og Kennedy? Hann var líka vinsæll í fjölmiðlum. Gorbachev fer troðnar slóðir í þessu tilliti. Það sem er nýtt og undarlegt í þeirri uppstokkun sem orðið hefur í leiðtogasveitinni í Sovétríkjunum er hins vegar Shev- ardnadze. Hann er gerður að utan- ríkisráðherra og er þó gersamlega reynslulaus á því sviði. Fyrirrenn- ari hans, Andrei Gromyko, er þrautreyndur maður og var skól- aður í utanríkisþjónustunni þegar hann tók við utanríkisráðherra- embættinu. Hann hafði sótt Yalta-fundinn með Stalín. En þetta boðar samt að mínu viti enga stefnubreytingu." Haldlaus rök gegn ferðafrelsi Sakharovs Talinu var vikið að máli andófs- mannsins Andreis Sakharov og konu hans Yelenu Bonner, sem búa í einangrun í Gorkí í Sovétríkjun- um. Voslensky var spurður um skýringu á þeim fregnum og myndum af Sakharov-hjónunum sem KGB hefur af og til sent til Vesturlanda. „Þeir vilja bara sýna að Sakh- arov er á lífi, enda þótt hann hafi verið í mótmælasvelti. Og líka að hann sé ekki alvarlega veikur. Þetta er gert til að lægja mót- mælaöldur á Vesturlöndum og friða þá sem óttast að hann sæti illri meðferð." Voslensky kvaðst eiga erfitt með að svara því hvort hann teldi að Sakharov yrði einhvern tíma leyft að fara frjálsum ferða sinna. Hann sagðist hafa trúað því um tíma að honum yrði sleppt og þá sem lið í viðleitni Gorbachevs til að sýna sig sem frjálslyndan mann. Öll þau rök, sem Sovétstjórnin bæri fram til að banna honum að fara úr landi, væru hins vegar haldlaus, enda hefði Sakharov ekki unnið við kjarnorkurannsóknir í nærri tvo áratugi. Hvað þá með konu Sakharovs, Yelenu Bonner? Nú hefur verið upplýst að hún fái að fara úr landi í lok nóvember til að leita sér læknishjálpar. „Frú Bonner fær ekki að fara úr landi fyrr en að fundi Gorbachevs og Reagans í Genf loknum,“ sagði Voslensky. „Það þýðir einfaldlega að hún er gísl Sovétstjórnarinnar á meðan á fundinum stendur. Það er verið að nota hana til að þrýsta á Bandaríkjamenn að hafa ekki hátt um mannréttindamál í Genf. Ef þeir gera mannréttindi að Rætt við Michael S. Voslensky, einn háttsettasta Sovétborgara sem sest hefur að á Vesturlöndum óþægilegu máli fyrir Sovétstjórn- ina á meðan á fundinum stendur, verður afstaðan til Yelenu Bonner endurskoðuð. En ég held að þrýst- ingur af þessu tagi borgi sig ekki. Hann skapar ekki gott andrúms- loft, hvorki í Genf né annars stað- ar. Vestrænir stjórnmálamenn átta sig á því hvað Gorbachev er að gera og sjá að hann uppfyllir ekki þau fyrirheit sem sumir bundu við hann. Dæmið um sov- ésku ritstjórana fjóra sem tóku viðtal við Reagan bandaríkjafor- seta fyrir nokkrum dögum og birtu aðeins brot af því með ýtarlegum athugasemdum í einu dagblaði er líka lærdómsríkt í þessu sam- hengi." Umbætur rekast á hags- muni valdastéttarinnar „Það er ágætt að leiðtogafundur- inn skuli haldinn í Genf,“ sagði Voslensky, „en það er varhugavert að búast við einhverjum raun- verulegum árangri af honum. Við verðum að hafa í huga að forseti Bandaríkjanna getur aðeins sam- þykkt það, sem líklegt er að kjós- endur fallist á, og leiðtogi Sovét- ríkjanna aðeins fallist á samkomu- lag, sem nomenklatura, valdastétt- in í landinu, getur sætt sig við. Bók í tilefni 150 ára afmælis Matthías- ar Jochumssonar Á MORGUN, mánudaginn 11. nóv- ember, eru lióin 150 ár frá fæðingu Matthíasar Jochumssonar. Af því tilefni kemur á morgun út bókin „Þjóðskáldið séra Matthías Joch- umsson“ eftir Ólaf I. Magnússon. Höfundur er fæddur á ísafirði en hefur verið búsettur í Reykjavík síðustu 30 árin. Hann var lengi starfandi sem gjaldkeri og bókari Háskóla íslands. Ólafur var spurð- ur um ástæðu þess að hann réðst í að skrifa bók um séra Matthías: „Ég var að skrifa þætti um leik- rit og leikritahöfunda — og kom að Matthíasi. Þátturinn um Matt- hías átti upphaflega aðeins að vera einn hluti bókar en textinn varð fljótlega miklu lengri en ætlað var þannig að ég freistaðist til að setja saman heila bók um hann,“ sagði ólafur. Hefurðu verið lengi að skrifa bók- ina? „Já, já. Það var um síðustu há- tíðar að ég ákvað að ráðast í þetta þannig að ég hef verið veturinn og sumarið að skrifa Ég stefndi að því að koma bókinni út á af- mælisdegi Matthíasar og mér sýn- ist það ætla að takast. Hann fædd- ist á Skógum í Barðastrandarsýslu 11. nóvember 1835.“ Ólafur gefur bókina út sjálfur — „ég fékk engan til að gefa hana út fyrir mig og vildi ekki bakka með þetta þar sem ég hafði verið lengi að. Ákvað því að gera það sjálfur. Það er spennandi — en ætli maður fari ekki á hausinn við þetta! Og þó, ég er vongóður um að hún seljist vel,“ sagði hann. Ólafur var spurður hvort hann hefði fengist mikið við skriftir um ævina: „Ég hef fengist mikið við að skrifa já — en það hafa nú mest verið tölur!“ svaraði hann að bragði; en hann starfaði sem bók- ari og gjaldkeri eins og áður sagði. „Annars er ég núna að skrifa um leiklist á Islandi á síðastliðinni Morgunblaftið/Bjarni Ólafur I. Magnússon, höfundur bók- arinnar um séra Matthías. Höfundurinn, Ólaf- ur I. Magnússon, gefur hana sjálfur út öld, og kannski skrifa ég um leik- list á ísafirði, ef aldurinn leyfir og guð lofar.“ Var mikill leiklistaráhugi á ísafirði er þú varst þar? „Já, það var mikill áhugi fyrir leiklistinni. Og þó maður hafi ekki haft mikinn tíma var alltaf gaman að vera með. Ég lék t.d. í Skugga- Sveini á ísafirði og einnig hef ég lesið mikið eftir Matthías, þannig að ég þekki verk hans vel.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.