Morgunblaðið - 10.11.1985, Side 5

Morgunblaðið - 10.11.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 B 5 „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“: „Heilbrigði byggist ekki eingöngu á Iækningum<É — segir Marc Danzon, upplýsingafulltrúi alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar „HEILBRIGÐI fyrir alla árið 2000“ nefnist herferð sem hrundið verður af stað á vegum alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, á ncsta ári. Herferðin hefst formlega í marz með ráðstefnu hér á landi, hún verður í Reykjavík dagana 19. til 21. marz næstkom- andi. Hér á landi var í vikunni staddur Marc Danzon, upplýsinga- fulltrúi Evrópuskrifstofu WHO, sem staðsett er í Kaupmannahöfn. Blaðamaður ræddi við Danzon. „Starfssvæði alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar eru sex, og er Evrópa eitt þeirra. Aðalskrifstofur stofnunarinnar eru í Genf í Sviss en skrifstofa Evrópudeildar er í Kaupmanna- höfn,“ sagði Danzon. Hann lagði áherslu á að herferðin sem hér um ræðir væri mjög mikilvæg fyrir Evrópudeildina, sem og aðrar deildir. „Þrjátíu og þrjú lönd í Evrópu taka þátt í herferð- inni. Fram hafa verið sett 38 markmið sem unnið verður að í heiminum. Sum fyrir vanþróuð lönd og önnur fyrir þróaðri þjóð- félög. Þar er um að ræða marg- vísleg atriði á öllum sviðum heil-, brigðismála. í þriðja heiminum eru t.d. sett á oddinn umhverf- ismengun, sbr. vatnsmengun, lífshættir fólksins, og ofneysla áfengra drykkja og annarra vímuefna," sagði Danzon. „í Evrópu verður fjallað um heilbrigðisrannsóknir, heilsu- gæslu, forvarnir og atvinnu- ástand, svo dæmi séu nefnd, ‘vegna þess að heilbrigði byggist ekki eingöngu á lækningum held- ur einnig á fyrirbyggjandi starfi þannig að til lækninga þurfi ekki að koma. Heilbrigði er t.d. hreint loft, hreint vatn, friður, atvinnu- öryggi, ánægjulegt líferni og jafnrétti. Og þetta finnaet*7nér afskaplega mikilvægi atriði," sagði upplýsingafulltrúinn. Tillaga kom fram um nefnt stefnumál WHO, ‘heilbrigði fyrir alla árið 2000“, á árlegu þingi stofnunarinnar í Amsterdam haustið 1984. f september í haust samþykfetu síðan öll aðildarlönd- in í Evrópu að taka þátt í her- ferðinni. „Þá undirrituðu for- ystumenn heilbrigðismála í við- komandi löndum sáttmála um þetta og nú er komið að því að kynna stjórnvöldum og almenn- ingi málið í öllum þáttökulönd- um.“ Hvers vegna eru fyrstu skrefin tekin á íslandi? „Það var Norðmaðurinn dr. Asvall, yfirmaður Evrópudeildar WHO, sem lagði til að ráðstefnan yrði hér á landi. Honum fannst það mjög vel við hæfi.“ Þess má geta að Asvall kemur einmitt hingað til lands í opinbera heim- sókn dagana áður en ráðstefnan hefst. Að sögn Danzon . koma fulltrúar flestra aðildalanda WHO í Evrópu á ráðstefnuna hér á landi í marz. ‘Þar verður her- ferðin endanlega skipulögð. Þar verður einnig fjallað um heil- brigðismál á fslandi. „Island er í mjög nánum tengslum við WHO - hér er sér- stök áætlun að fara í gang gegn langvinnum sjúkdómum, svo sem krabbameini og hjartasjúk- dómum, og sú starfsemi verður kynnt vel á ráðstefnunni." í framhaldi af þessu má nefna að auk áætlunar gegn langvinn- um sjúkdómum hafa yfirvöld áhuga á að leggja aukna áherslu á að draga úr slysum til sjós og lands á fslandi - og skýrast þau mál nánar á þinginu í marz. Morgunbladið/Emilía Marc Danzon, upplýsingafulltrúi Alþjóóaheilbrigðismálastofnunar- innar. Almar Grímsson, lyfjafræð- ingur, sem á sæti í stjórn alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar fyrir Norðurlönd, sagði í samtali við blaðamann, að það væri mikill heiður fyrir Island að þessi tímabæra heilbrigðisher- ferð færi af stað hér á landi. Kristniboðs- dagurinn Kristniboðsdagur þjóðkirkjunn- ar er í dag, en hann er haldinn annan sunnudag í nóvember. í frétt frá Biskupsstofu segir, að minnt sé sérstaklega á kristniboð- ið við guðsþjónustur í kirkjum landsins þennan messudag, eða þann næsta ef betur hentar í dreif- býli, þar sem prestar þjóna mörg- um kirkjum. Verður tekið við gjöf- um til kristniboðsins í messulok. í fréttatilkynningu biskups- stofu segir: „Biskupinn, herra Pétur Sig- urgeirsson, hefur skrifað bréf til presta og safnaða í tilefni dags- ins og segir þar m.a.: — Ég vil fyrir kirkjunnar hönd þakka lofsvert og fórnfúst framtak kristniboðsvina, sem gera það mögulegt að íslending- ar útbreiði fagnaðarerindið meðal heiðinna þjóða. Kristniboðið í Eþíópíu og Kenýa minnir mig á það sem Albert Schweitzer sagði um Lambarene, kristniboðsstöðina þar sem hann vann sín miklu störf. „Allt sem hér gerist á upptök sín í kærleiksríku hjarta." Þegar til kristniboðanna er hugsað og fyrir þeim beðið, verð- ur lifandi fyrir hugskotssjónum dæmisaga Jesú: „Hlýðið á; Sáð- maður gekk út að sá... Nú eru 20 íslendingar á vegum kristniboðsins í Eþíópíu og Kenýa, fjórar fjölskyldur, tvær í hvoru landi. I Eþíópíu hafa þau Ingibjörg Ingvarsdóttir og Jónas Þórisson starfað í Konsó, en nýverið hefur Jónas verið settur fjármálastjóri þess biskups- dæmis. I þeirra stað munu þau Guðlaugur Gunnarsson og Val- gerður Gísladóttir koma til starfa en þau eru nú í Sollamó. Valgerður verður þar á heima- slóðum, því að foreldrar hennar, Katrín Guðlaugsdóttir og Gísli Arnkelsson, voru um langt skeið kristniboðar þar. Bróðir Guðlaugs, Ragnar Gunnarsson, starfar ásamt konu sinni, Hrönn Sigurðardóttur, við hina nýju kristniboðsstöð í Kenýa sem Ísíendingar hafa komið á laggir í Pókót-héraði og þau séra Kjartan Jónsson og Valdís Magnúsdóttir eru núna að starfi meðal múslíma í Kenýa og eru þetta árið út við Indlands- haf. Aðstæður kristniboðanna eru margvíslegar. Víða er mótstaða stjórnvalda augljós, og kristnir menn hafa orðið fyrir verulegum þrengingum — annars staðar er starfsaðstaðan betri, en sameig- inlegt er öllu starfi kristniboða að verkefnin eru geysilega mikil. Kristniboðið er jafnframt þró- unarhjálp. Skólar og sjúkraskýli eru strax byggð á kristniboðs- stöðvunum enda er verkefni kristniboðsins að lina neyð og þjáningar manna, andlegar sem líkamlegar. í Konsó hefur verið hungursneyð eins og annars staðar í Eþíópíu, en allir sem hjálp þurftu, fengu hana og er það mikið þakkarefni. Mjög athyglisverðar tilraunir fara nú fram í Konsó á vegum kristni- boðsins í skógrækt og hafa tekist afar vel. Trjágróður er nú mjög á und- anhaldi í Eþíópíu, þar sem fæstir hafa annað til eldunar en spýtur og örsnautt fólkið hefur að sjálf- sögðu lítil tök á að gróðursetja ný tré, með þeim afleiðingum að uppblástur eykst mjög í landinu. Á síðasta ári bættust 642 nýir menn í kristnu söfnuðina í Konsó-héraði þrátt fyrir að erf- itt reynist fyrir presta að fá leyfi til þess að heimsækja söfnuði sína. Leiðtogar safnaðanna hafa þessvegna tekið að sér starfið að mestu og sýnt þar kjark og þroska. „Mótlæti og þjáning hefur orðið þeim hvatning til nýrra dáða fyrir frelsarann sem þeir hafa lært að þekkja betur gegnum þrengingar sínar," segir um þetta í bréfi frá Kristniboðs- samtökunum. Þar kemur og fram að kristni- boðsstarfið er alfarið borið uppi af frjálsum framlögum, og er fjárþörfin mikil, 4,5 milljónir á þessu ári. Sóknarprestar og bisk- upsstofa í Reykjavík taka m.a. við framlögum." FIMMTUDAGS- OG SUNNUDAGSKVÖLD VEITINGAHÚS AMTMANNSSTÍG1 RFi'KJAVÍK SÍMl 91-13303 essemm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.