Morgunblaðið - 10.11.1985, Síða 39

Morgunblaðið - 10.11.1985, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 B 39** Fletch meé nefiö ofan f öllu. Fletch körfubottaenillingur aem apilar meö Harlem Wortd Trott- ers. Fletch sem Baba au Rum trúar- leiötogi, eöa hvaö? Laugarásbíó: Hinn undrafjölhæfi Fletch aö er eitthvaö bogiö viö Irwin Fletcher — hann skiptir um ham oftar en nœrföt. Þaö veröur aö teljast eölilegt því Chevy Chase leikur hann. Fletch heitir gripurinn, ári vinsæl mynd síöasta sumar, enda er Chevy vinsæll maöur og leikari, og Michael Ritchie leikstjóri hefur náö sér á strik eftir alltof langa viödvöl neöanjaröar (The Island, TheSurvivors, o.fl.) Sem sagt, Chevy leikur þúsund- þjalasmiö, eöa öllu heldur einstak- an hagleiksmann, örva- og boga- smiö. Þaö er honum lífsnauösyn, er manni taliö trú um á léttgeggjuö- um auglýsingabæklingum myndar- ínnar. Irwin Fletcher: fær rannsóknar- blaöamaöur, kvennagull, meistari dulargervisins og snöggasta lyga- tunga sunnan Grímseyjar. Irwin Fletcher: strandarróninn vonlausi sem leitar uppi vöövakipp- ur eins og Schwarzenegger tll aö slást viö. Irwin Fletcher: meö nefið ofan í öllu, sérstaklega þegar hann er nefbrotinn. Irwin Fletcher: skurölæknirlnn sem kann ekki aö fara meö hnifa. Irwin Fletcher: þaö er eitthvaö mikiö aö þér ef þú kaupir liftrygg- inguaf honum. Irwin Fletcher: körfuboltasnill- ingurinn hárprúöi og þeldökki, sem spilar meö Harlem World Trotters, kákasísku deildinni; sérlegur ráö- gjafi Kareems Abdul-Jabbar hjá Lakers. Irwin Fletcher: þjónninn sem enginn nennir aö bíöaeftir. Irwin Fletcher: flugvlrkinn sem þekkir ekki stél flugvélar frá nefi sínu. Ogsvoframvegis. HJÓ Veiðiklúbburinn Laugarásbíó sýnir um þessar mundir Veiöiklúbbinn (The Shooting Party), síöustu mynd James heitins Mason. Veiöiklúbb- urinn er albresk mynd, leikstjóri er Alan Bridges, handrit eftir Julian Bond, og í aðalhlutverkum eru nokkrir þekktustu stórleikarar Breta: James Mason, sem leikur ættföðurinn Sir Randolph Nettelby; Edward Fox, sem leikur hinn snobbaöa Lord Hartlip; og John Gielgud, sem leikur dýraverndun- arsinnann sem truflar skotveiöar aöalsins og leggur lif sitt þar meö í hættu. Sagan gerist í heimsstyrj- öldinni fyrri, en hún markaöi tima- mót fyrir háaöalinn breska, því nýir frjálslyndir tímar voru framundan. Boöoröiö: þér skuliö ekki myröa, sem dýraverndunarsinninn hampar frammi fyrir ginandi byssukjöftum snobbliösins, kann aö hljóma ein- kennilega þegar haföar eru í huga allar þær milljónir manna sem féllu í valinn á þessum árum. Þaö skyldu þó aldrei vera tengsl á milli „sak- lausra" skotveiöa og byssubardaga óvinaþjóöa í skotgröfum? Landeigandinn Nettelby (James Mason) og dýraverndunarsinninn Cardew (John Gielgud) ræðast viö í hita leiksins. Italía: „Amadeus" — yndisleg kvikmynd um mikilhæfan mann, vinsæl og umtöluö hér á landi sem annars staöar. Tinto Brass og Lykillinn Otalski kvikmyndaleikstjórinn Tinto Brass vekur upp úlfúö hvarvetna sem hann kemur og myndir hans eru eilíft þrætuepli gagnrýnenda, almennings og kvikmyndaeftirlitsins. Brass lauk nýlega viö myndina „Lykillinn" og hlaut hún ekki ósvípaöar móttökur hjá áöur- nefndum aðilum og fyrri myndir hans, en þeirra þekktustu eru aö sjálfstööu Salon Kitty og hin al- ræmda Caligula. Spurningin, sem fólk veltir fyrir sár, er ætíö hin sama: eru myndir Tinto Brass listræn verk eöa klúrt klám? Hiö eina sem menn eru sammála um er hiö augljósa: Brass er mjög snokinn fyrir hinum kynferóislegu átökum fólks. Brass segir aö Lykillinn fjalli um siöalögmál ánægjunnar i sinni nöktu mynd (byggir hana á bók eftir japanska rithöfundinn Tanizaki). Brass er ekkert banginn viö aö viö- urkenna aö hann lenti i hinum stök- ustu vandræöum meö aö koma erótískum hugleiöingu hins jap- anska skálds yfir á filmu. En þaö tókst meö dyggri aöstoö konu hans, segir Brsss. Frank Finley hinn breski leikur aöalhlutverkiö og þykir mörgum þaö kyndug hlutverkaskipan. Stef- ania Sandrelli, ítölsk þokkadís sem á stutt í fertugsafmæliö, þykir hins vegar stela senunni algjörlega, enda nýtir Brass sér hiö rómaöa líkamlega landslag hennar til hins ýtrasta, aðsögn. Utsendarar Vatíkansins reyndu aö fá myndina bannaöa meö lög- um, en Brass lét hart koma á móti höröu í réttarsalnum og komst dómarinn aö þeirri niöurstööu aö myndin væri ekki þess eðlis aö banna þyrfti hana. Brass var aö sjálfsögöu ánægöur meö þá niöur- stööu og er þegar farinn aö leita efnis í nýja mynd. Hann hefur hug á aö flytja til Bandaríkjanna, þars em hann er oröinn langþreyttur á sí- felldu nöldri kvikmyndaeftirlitsins og peningaleysi. HJÓ Tæplega 50.000 hafa séð Amadeus Aösóknin hefir veriö alveg glimrandi góö, segöi Friö- bert Pálsson, frsmkvæmdastjóri Háskólabíós um gengi myndar- innar, sem kvikmyndahúsió hefur sýnt í bráöum tvo mánuói. Friöbert sagöi aö tæplega 50.000 manns heföu séö myndina og værf þaö meiri aösókn en björt- ustu menn þoröu aö vona. Hann sagöi ennfremur aö Amadeus væri best sótta mynd Háskólabíós í ár, en eins og kunnugt er færir bíóiö myndir sínar yfir í minni sali Regn- bogans, þegar dregur úr aösókn. Friöbert bjóst viö aö Amadeus yröi sýnd þar fram til áramóta. Þess má geta aö aörar mikiö sóttar myndir Háskólabíós og Regnbogans þetta áriö eru Beverly Hills Cop, sem 52.000 manns sáu, Rambo sem 35.000 manns sáu og Vitnið sem 40.000 manns hafa séö, en hún er enn sýnd í Regnboganum. Næstamynd Háskólabíós veröur Astarsaga (Falling In Love) meö Robert De Niro og Meryl Streep og hefur þegar veriö sagt frá henni á þessarisíöu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.