Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 Perur Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Perutréð er talið upprunnið í Mið-Asíu og suðlægari hluta Evrópu. Vitað er að perur voru notaðar til manneldis á yngri steinöld — 3.000 árum fyrir Kristsburð. Ummerki þessa hafa fundist hjá vatnabúum á Mondsee-svæðinu í Sviss. Nafn í Baska-máli gefur vísbendingu um peru- ræktun löngu áður en Keltar og Rómverjar komu til Spánar. I Ódysseifs- kviðu getur Hómer um perur hjá Hellenum, og í ritum Aristotelesar (384— 322 f.Kr.) og fleiri klassískra höfunda Grikkja er þeirra einnig getið. Róm- verjinn Cato, sem uppi var um 200 árum fyrir Kristsburð og frægur varð fyrir að enda allar ræður sínar með því að segja: „Svo legg ég til að Kar- þagó verði lögð í eyði,“ getur um nokkrar tegundir af perum í ritum sínu. Samlandi hans, Pliny, sem uppi var á dögum Krists telur ekki færri en 200 mismunandi tegundir af perum. hafa m.a. verið á markaði hollenskar Perur sjást á mósaíkmyndum sem perur sem heita Conference. Það grafnar hafa verið upp í Pompei. Peruræktun hefur haldist óslitið gegnum aldirnar og er orðin ómiss- andi efnahagsþáttur í landbúnaði ríkja eins og Bandaríkjanna, Þýska- lands, Belgíu, Hollands, Austurríkis og Ítalíu. A- og C-vítamín er í perum auk steinefna og joðs. Perur eru borðaðar ferskar og niðursoðnar og hafðar í alls'konar kökur og salöt. Perur eru mjög mismunandi bæði hvað lögun, útlit og mýkt snertir, enda eru þær fluttar inn frá mörgum heimshlutum. Nú afbrigði var fyrst ræktað í Englandi í lok 19. aldar. Bráðlega detta þær út af markaði en í staðinn koma aðrar perur, t.d. ítalskar sem heita Passa Crassana. Innflytjendur gæta þess að flytja alltaf nýjar perur inn, og eru markaðir breytilegir eftir árstíma. Því miður vitum við lítið um þær perur sem við kaupum úr búð. Það er eins með þær og aðra ávexti. Kaupmenn merkja ekki þessa vöru sem skyldi, þótt þeir fái allar upplýsingar um vöruna frá innflytj- endum. Sodnar perur (kompot) 1 kg þéttar harðar perur 'h lítri vatn safi úr 2 sítrónum 1 % dl sykur 1. Setjið vatn og sykur í pott. Kreistið safann úr sítrónunum og setjið saman við. Látið sjóða upp. 2. Afhýðið perurnar og skerið í tvennt, takið kjarnann úr þeim. 3. Raðið perunum þétt ofan í löginn. Látið sjóða við hægan hita þar til perurnar eru orðnar meyrar. Það tekur 10—20 mínútur. Stingið í perurnar með prjóni til að aðgæta hvort þær eru soðnar og takið þær upp úr leginum jafnóðum og þær eru soðnar. Gott getur verið að snúa perunum í pottinum, til þess að lögurinn nái að þekja þær allar. Annars verða þær brúnar. 4. Þegar perurnar eru soðnar, eru þær settar í skál og leginum hellt yfir. Athugið: Þessar perur eru góðar til að borða strax og þær eru orðnar kaldar með þeyttum rjóma eða ís, eða geyma og setja á köku eða nota í alls konar ábætis- rétti, Perurnar eru líkar niðursoðnum perum, en bragð- meiri. Kaka með soðnum perum og súkkulaði 4 egg 150gsykur lOOghveiti 'á tsk lyftiduft 1 kg soðnar perur með safanum (uppskrift hér að fram- an) 1—2pelarrjómi 1 pk (100 g) suðusúkkulaði 1. Þeytið eggin með sykri þar til þetta er ljóst og létt. 2. Sigtið hveiti og lyftiduft, blandið saman við hrær- una með sleikju. Setjið í smurt stórt mót (springmót). 3. Hitið bakaraofninn í 200°C. Setjið kökuna í miðjan ofninn og bakið í 15 mínútur. Stingið prjóni í kökuna til að aðgæta hvort hún er bökuð. 4. Takið kökuna úr ofninum og hvolfið henni í mótinu á bökunargrind. Látið hana standa þannig i 5 mínútur. Losið hana þá úr mótinu og kælið áfram á grindinni. 5. Setjið kökuna á fat og hellið safanum af perunum yfir hana. Raðið síðan perunum í þykkum sneiðum ofan á kökuna. 6. Þeytið rjómann og setjið ofan á. 7. Rífið súkkulaðið gróft og setjið yfir rjómann. 8. Berið kökuna fram sem eftirrétt eða meðlæti með kaffi. Fallegur peruábætisréttur eða kaka 50gsmjörlíki 50 g flórsykur legg 50 g hvieiti 'á tsk lyftiduft 7 peruhelmingar (uppskrift hér að framan) eða niður- soðnar perur 7 tsk góð rauð sulta 7 möndlur 1. Hrærið lint smjörlikið með flórsykri, bætið eggi í og hrærið vel saman. 2. Sigtið hveitið með lyftidufti og hrærið út í. Hrærið ekki lengi. 3. Setjið bökunarpappír eða smurðan smjörpappír inn í kringlótt lítið kökumót. 4. Raðið peruhelmingunum í hring á miðju mótsins, þannig að þeir myndi eins konar stjörnu. Látið skornu hliðina snúa niður. Látið mjórri enda peruhelminganna snúa að miðju. 5. Hellið deiginu yfir perurnar, jafnið yfir með sleikju. 6. Hitið bakaraofninn í 180°C og bakið kökuna f 30—40 mínútur. 7. Hellið heitu vatni á möndlurnar, látið standa í nokkrar mínútur, fjarlægið þá hýðið. Skerið möndlurnar í aflanga stafi. 8. Hitið pönnu, ristið möndlurnar á pönnunni. 9. Takið kökuna úr mótinu og setjið á fat, setjið 1 tsk af sultu í hverja holu á perunum, raðið síðan möndlunum fallega ofan í sultuna. Meðlæti: Þeyttur rjómi. Einnig er hægt að setja sætt vín t.d. sherry eða líkjör saman við perusafann og bera með kökunni. Kryddadar perur 5 meðalstórar þéttar perur börkur af einni lítilli sítrónu 250gsykur 4 dl vatn 5 dl vínedik 1 kanilstöng 5 sm biti fersk eða þurrkuð engiferrót örlítill rifin múskathneta V8 tsk ef þið notið tilbúið duft) 10 negulnaglar 1. Þvoið sítrónuna, afhýðið þunnt, skerið síðan í mjóar ræmur. 2. Setjið sykur, edik, vatn, kanilstöng, afhýdda engi- ferrót í sneiðum, ef hún er fersk, annars bitann í heilu lagi, múskat og sítrónubðrk í pott. Látið sjóða vð hægan hita í 5 mínútur. 3. Afhýðið perurnar, stingið úr þeim kjarnann, stingið einum negulnagla i hvern peruhelming. Setjið perurnar í pottinn og sjóðið við hægan hita í 10 mínútur. 4. Þvoið stóra krukku, setjið perurnar ásamt leginum í krukkuna. 5. Setjið tvöfalda plastfilmu eða lok á krukkuna. Geymið á köldum stað. Þetta er tilbúið eftir viku geymslu. Athugið: Þetta er mjög gott með fuglakjöti, t.d. jóla- rjúpunum, einnig skinku eða léttsöltuðu lambakjöti. Perur meö gúrku og osti 4 stórar perur safi úr 1 sítrónu 1 lítill pk gráðaostur 1 lítil dós kotasæla 1 dl salthnetur (peanuts) 1 lftil gúrka 1. Afhýðið perurnar, takið úr þeim kjarnann, skerið sfðan í aflanga frekar þunna báta. 2. Penslið perubátana vel með sftrónusafa. 3. Skerið gúrkuna f 10 sm langa mjóa stafi. 4. Raðið gúrkustöfunum og perubátunum á vfxl i hring á fati. 5. Hellið kotasælunni á sigti og látið renna af henni. Merjið gráðaostinn með gaffli. Blandið kotasælu og gráðaosti saman og setjið á miðju fatsins. 6. Setjið hneturnar ofan á ostinn. Meðlæti: Kex. Þeytið eggjarauðurnar... í sfðasta þætti í uppskriftinni Ffn súkkulaðiterta — stóð í fyrsta lið: Þeytið eggjahvfturnar með helmingi sykurs, en þar átti að standa: Þeytið eggjarauðurnar ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.