Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 Á stjórnpalli Týs við Norðausturland í febrúar 1976, Guómundur Kjærnested skipherra, Birgir Jónsson 2. stýrimaó- ur, Sigurjón Jónsson vióvaningur. Við rífum þá á hol Um miðjan nóvember kemur síðari hluti ævisögu Guðmundar Kjærnested skip- herra á markaðinn. í þessum hluta bókarinnar segir Guðmundur meðal annars frá hinni hörðu baráttu sem hann og aðrir Landhelgisgæslumenn háðu á miðunum eftir útfærslu fiskiveiðilögsögunnar í §0 og síðan 200 mflur. Þetta var þrotlaust stríð við landhelgisbrjóta, dráttarbáta og herskip sem áttu að vernda þá við landhelgisveiðarnar. Sveinn Sæmundsson skráði bókina „Guðmundur skipherra Kjærnested“. Morgunblaðið birtir hér kafla úr bókinni um það þegar freigátunni Falmouth mistókst að sökkva varðskipinu Tý. Allt frá mánaðamótunum apríl/maí hafði upplausnarástand ríkt á miðunum fyrir austan. Bresku togararnir höfðu lítið sem ekkert getað veitt vegna aðgerða varðskipanna og hótanir um heim- siglingu voru sendar nær daglega. Freigáturnar sem breski flotinn hafði á miðunum ásamt dráttar- bátum komu ekki að því gagni sem til var ætlast. Góð sjómennska íslenskra varðskipsmanna, skip- herra jafnt sem áhafna, vó upp á móti þeim yfirburðum sem stærri og hraðskreiðari skip veittu breska flotanum. Þetta vissu bresku tog- araskipstjórarnir mæta vel. Þess vegna þorðu þeir ekki að hætta veiðarfærum sínum en létu reka eða lónuðu um. Einn skipstjórinn hafði kastað trollinu, vel varinn af öðrum skipum. Hann tilkynnti að ekki væru þessar veiðar fyrir heimamarkað heldur fyrir flotann á svæðinu. Síðdegis fimmtudaginn 6. maí barst togurunum skeyti frá bresku ríkisstjórninni þess efnis að varnir yrðu stórauknar á íslandsmiðum. Freigáturnar fengu ný fyrirmæli um að sýna hörku og tilkynnt var að tvær freigátur í viðbót yrðu sendar frá Bretlandi. Þegar kvöldaði varð stinnings- kaldi, sex vindstig af suð- suðvestri, þungur sjór og súld. ís- lensku varðskipin fjögur, óðinn, Baldur, Ver og Týr, sigldu innan um togaraflotann en freigáturnar Galathea F 18, Falmouth F 113, Mermaid F 76 og Gurkha F 122 ásamt dráttarbátunum Lloydsman og Statesman sigldu þétt með varðskipunum og sýndust til alls Ifkleg. Skipshöfnin á Tý sat að kvöld- verði, hafði nýlokið matnum og hlustaði á fréttirnar frá Reykja- vík, þegar hringt var úr brúnni. Herskip og dráttarbátur nálguð- ust. Skipherrann flýtti sér á stjórnpall. Skipið hafði verið á hægri ferð. Nú var hraðinn aukinn. Hringt í vélarrúm og vélstjóra á vakt tilkynnt að átök gætu verið framundan. Beðinn að setja báðar dælurnar fyrir stýrisvélina í gang. Freigáturnar Galathea og Falmouth náðu varðskipinu brátt og sigldu þétt sín að hvoru borði Týs. Dráttarbáturinn Lloydsman kom i kjölfarið. Þegar þessi stóri og kraftmikli úthafsdráttarbátur nálgaðist urðu varðskipsmenn að sigla með þeim hraða að dráttar- bátarnir næðu ekki að sigla á skip- in. Freigáturnar þrengdu að Tý og sigldu nokkra faðma frá honum. Herskipin höfðu hvatt togaramenn til veiða, nú skyldi vörnin verða algjör: engin varðskip mundu framar trufla landhelgisbrjótana. Eftir að hafa siglt meðfram Tý f tæpa klukkustund ákvað skipherr- ann á Galathea, sem jafnframt var yfirmaður flotans á Hvalbaks- svæðinu, að fara annað. Galathea og Lloydsman viku frá og hófu fljótlega að áreita önnur varðskip. Guðmundi skipherra Kjærnested var ljóst að ný fyrirmæli herskip- anna þýddu harðari baráttu, ósvífnari ásiglingar og að samtím- is yrði erfiðara að halda veiðiflot- anum í skefjum. Það var klukkan rúmlega átta um kvöldið. Týr á suðlægri stefnu. Falmouth nokkra faðma frá til bakborðs. Snögglega beygði herskipið á Tý, renndi að varðskipinu en tók síðan krappa beygju til bakborðs og sló skut- horninu í bóg varðskipsins. Það brast og brakaði í skipinu og það hallaðist við höggið en hélt sömu stefnu og ferð. Guðmundur bað ólaf Val 1. stýrimann að athuga skemmdirnar. Stórt gat hafði komið á bóginn um það bil einn metra fyrir aftan hnífil og þar bognuöu bönd og plötur í byrðingi. Þeir hófust strax handa að gera við skemmdirnar til bráðabirgða. ólafur Ragnarsson bátsmaður og Sófus Alexandersson háseti unnu að þessu ásamt Ólafi Val, sem stjórnaði verkinu. Týr hélt áfram að sex togurum, sem létu reka. Varðskipið Ver, skipherra Krist- inn Árnason, kom nú til Týs. Guðmundur sagði Kristni að fyigja sér eftir. Hann ætlaði að kanna til þrautar hvort einhverjir í flot- anum hefðu byrjað að fiska. í þessari ferð voru aðeins tveir stýrimenn á Tý. Birgir Jónsson 2. stýrimaður hafði verið afskráður vegna veikinda og farið í land í Neskaupstað tveim dögum áður. Þeir Ólafur Valur 1. stýrimaður og Tryggvi Bjarnason 3. stýrimað- ur gengu því tviskiptar vaktir. Nú var Tryggvi í brúnni ásamt Guð- mundi og Guðjóni Karlssyni, sem stóð við stýrið. Jón Steindórsson loftskeytamaður heyrði að her- skipin gerðu harða hríð að hinum varðskipunum. Nú var það Baldur, sem freigátan Mermaid lagði í einelti. Herskipsmenn kölluðu i Baldur, sögðust ekki ábyrgjast afleiðingarnar ef varðskipið reyndi að nálgast togarahópinn. Höskuldur Skarphéðinsson skip- herra á Baldri lét kvitta fyrir þessa orðsendingu, en setti síðan á ferð og stefndi að togurunum. Rétt áður hafði óðinn, skipherra Helgi Hallvarðsson, gert sig líkleg- an til þess að klippa á togvíra togarans Ross Ramillies GY 53. Freigátan Gurkha sigldi á óðinn bakborðsmegin og bægði honum þar með frá togaranum. Brúar- vængur óðins beyglaðist en gat kom á freigátuna að framanverðu. Á meðan þessu fór fram, fóru Týr og Ver að togurum sem létu reka en síðar að öðrum sem eftir hrað- anum að dæma gátu verið að veið- um. Freigátan Mermaid hafði nú gert alvöru úr hótunum sínum við Baldur. Hvað eftir annað reyndu herskipsmenn ásiglingar en Bald- ur var snar í snúningum, komst jafnan undan. Eftir margar ásigl- ingaratilraunir tókst freigátunni að sigla á Baldur sem sneri enn undan, en nú lenti herskipið á afturhorni Baldurs með þeim af- leiðingum að stórt gat kom á miðsíðu þess. Gatið var um hálfur metri á breidd og eins og hálfs metra langt. Þar með var freigátan Mermaid óvíg að sinni. Skömmu síðar reyndi Gurkha að sigla á óðin, sem tókst að víkja sér undan. Aftur reyndi herskipið og nú skullu skipin saman. Þeir sögðu í talstöðinni að skemmdir væru litlar. Um borð í Tý höfðu skipsmenn næstum lokið viðgerð. Troðið dýnum og teppum í gatið una“, varð þegar viss um að þeir tveir væru á veiðum. Hann til- kynnti Guðmundi skipherra þetta. Ertu viss um að hafa heyrt rétt?, spurði Guðmundur. Já, alveg viss, svaraði loftskeytamaðurinn. Ég heyrði til þeirra á VHF svo þeir hljóta að vera hérna. Guðmundur gekk að stjórntækjunum og jók ferðina. í tölvuradarnum sá hann tvö skip sem fóru með grunsamleg- um hraða, hann setti stefnu á þau. Augnabliki áður hafði hann orðið þess fullviss að þarna væru skipin sem Jón loftskeytamaður hafði heyrt í. Nú voru gefnar snöggar skipanir: Hringið út! Mann á stýrið! Um leið og sírenur varðskipsins gullu, hraðaði skipshöfnin sér í viðbragðsstöðu. Vélstjórar, sem voru á frívakt, komu í stjórnstöð vélarrúms. Nú var allt gert klárt til aðgerða. Á siglingunni hafði aðeins önnur ljósavélin verið í gangi. Nú var hin ræst og eftir andartak framleiddu báðir rafalar skipsins straum inn á kerfið. Nafnarnir ólafur Valur og ólaf- ur bátsmaður ásamt Sófusi voru enn að ganga frá f framskipinu, en þaulvanir menn fóru að vind- unni afturá, hásetarnir Elías Sveinbjarnarson, Sigurður Berg- mann og sá yngsti þeirra, Sigurjón Jónsson. Kallkerfið milli brúar og skuts var opið, rödd skipherrans í hátalaranum: Út með klippurnar! Slaka 160 föðmum! Á stjórnpallin- um var Guðmundur skipherra við Freigátan Salisbury siglir iTýviö Norð-Austurland. og skálkað fyrir með timbri. Rekið tréfleyga í til öryggis. Varðskipið og herskipið sigldu á mikilli ferð hlið við hlið. Sælöðrið gekk yfir þessa grámáluðu skips- skrokka þegar þeir hálsuðu sjóina á suðlægri stefnu, spýttist upp þegar stefnin stungust í ölduna og ýrðist aftur yfir yfirbygginguna. Það var eins og rúðurnar í brúnni grétu söltum tárum. Mennirnir í brúnni voru þöglir. Guðmundur skipherra stóð við tölvuradarinn, var að glöggva sig á hvort einhver skipanna sigldu með toghraða. Þeir fóru að tveim togurum sem lónuðu um. Skipherra Falmouth spurði tog- arana hvern af öðrum hvort þeir væru að fiska Þeir svöruðu því neitandi. Jón loftskeytamaður fylgdist grannt með þessum sam- tölum. Hann heyrði nú á tal tveggja á VHF-bylgjunni. Jón, þaulvanur samtölum við þessa karla og glöggur á „dokku ensk- stjórntæki vélanna fremst í brúnni. Hann kallaði í Jón loft- skeytamann bað hann vera á út- kíkki bakborðsmegin. Tryggvi stýrimaður tók sér stöðu stjórn- borðsmegin. Guðjón Karlsson kominn á stýrið. Klukkan var 21:52. Týr stefndi að tveim togurum og enn spurði Falmouth hvort þeir væru að veiðum. Annar skipstjór- inn svaraði: Já foringi, er að toga! Jón hafði vakandi auga með herskipinu, sem sigldi með sömu ferð 50 faðma til bakborðs. Um leið og skipstjóri togarans svaraði játandi sá hann að reykur gaus upp úr Falmouth og um leið beljaði ógnþrungin sírenan: Herskipið snerist hart á stjórnborða og Jón kallaði til Guðmundar: Hann er búinn að setja á ferð og kemur á okkur! Guðmundur sneri sér við og kallaði um leið til Guðjóns við stýrið: Hart í stjór! Týr var á 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.