Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 31
I MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR10-NÓVEMBER1985 B 31 Þessi komst í heimsmeta- bókina Cathy Bayle rann vann sér það til frægðar fyrir nokkru að komast í heimsmeta- bók Guiness og ástæðan var sú að hún náði því að vera hraðvirk- asti „snyrtisérfræðingur í heimi". Á 17.38 sekúndum sá hún um að mála manneskju í andliti og farða næstum allan likamann. Siðan þetta gerðist ferðast Cathy mikið og sýnir lipurheit sín. Hún rekur eigin snyrtistofu i Marbella á Spáni og kannski ákveða einhverjir íslendingar að kikja við hjá henni næst þegar farið er í sólarlandaferðina. Gráðugum augunum trúi ég hún gjóti... Brúðkaup Eloise M. O’Neill og Norman Hamilton að er flestum kunnugt að enskir hafa dálæti á ýmsum dýrum. Hinsvegar verður frú Wilkinson að teljast hafa tekið að sér gæludýr er til undantekn- ingar heyrir, en það er refurinn sem hún ber hér ( fanginu. Hún fékk hann sem yrðling, en hefur fóðrað hann og alið sem hundur væri. Og eins og gengur og gerist með slíka vini, þá tók hún rebba með sér eitt sinn á göngu i bæinn, eins og sagt er, en þar urðu slíkar freistingar á vegi lágfótu að út yfir tók, því ótal dúfur, spakar og sællegar spígsporuðu þar á torginu. Refurinn sleit sig lausan til að eltast við fiðurféð. Hann fór þó upp í fang „mömmu“ sinnar að lokum og varð vita- skuld að þola ákúrur fyrir óþekktina. Nýlega voru gefin saman í hjónaband i Milngavie, Glasgow, þau Eloise M. O’NeUl og Normann Hamilton. Eloise er mörgum kunn hér á landi, einkum þeim er ferðast hafa til Skotlands, en hún er um- sjónarmaður með öldruðu ferðafólki á vegum „Servisair" í Glasgow, en það félag er umboðsaðili Flugleiða. Norman Hamilton er aftur á móti ræðis- maður íslands í Glasgow og hitti hann konuefnið sitt í fyrsta sinn í Skosk-íslenska félaginu í Glasgow á meðan það var og hét. Eloise, foreldrar hennar og bræður bjuggu um tima i Reykjavik. Við hér i „Fólk í fréttum“ tökum okkur það bessaleyfi að senda brúð- hjónunum bestu hamingjuóskir frá kunningjum og öðrum, sem átt hafa við þau samskipti á liðnum árum. COSPER — Við höfum aldrei stigið á skíði fyrr, en við unnum skíðaferð til Akureyrar í happdrætti. Eigendur International Harvester og Volvo-bifreiöa meö Allison-sjálfskiptingum. Viö eigum síurnar fyrir sjálfskiptingarnar. VIOSKIPT AMENN ATHUGIÐ VARAHLUTA- OG VIOGERÐARÞJÓNUSTA Gerum viö allar geröir af sjálfskiptingum. Vatnagöröum 16. Sími 686120 og 686625. Eigum á lager KEHUR fyrir allar gerðir bíla Sérsmíðum einnig og vinnuvéla eftir pöntun SNJÓKEÐJU markaöurinn Smiðjuvegi 30 E-götu, Kópavogi. Sími 77066

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.