Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 Þrettán dagar á fjöllum Morgunbladid/ Gísli B. Björnsson Tveir hópar hesta mætast á fjöllum. Þrátt fyrir að öðrum rekstrinum væri snúið við „á punktinum“ varð ekki hægt að koma í veg fyrir að þeir blönduðust saman. Séð inn með Langasjó. Fögrufjöll fyrir miðri mynd. þegar við komum fram á Herðu- breiðarháls. Við áðum i Eldgjá. Slógum upp rafmagnsgirðingunni og gengum sum að ófærufossi á meðan þeir sem áður höfðu komið þangað lögðu sig í góða veðrinu. Valur bóndi í Úthlíð og fjöl- skylda hans tók á móti okkur þegar við komum í Lambaskarðshóia. Þar er myndarlegt hús og aðstaða öll til fyrirmyndar. Og ekki var að spyrja að hugulseminni. Valur hafði komið með þrjá bagga af nýslegnu heyi með sér. Nú var komið að hápunkti ferð- arinnar, því daginn eftir var ferð- inni heitið meðfram Langasjó og í Grasver þar sem fyrirhugað var að gista næstu nótt. Spurningun- um rigndi yfir Val. Vorum við að leggja upp í einhverja svaðilför? Valur gaf greinargóð svör. Hann merkti inn á kort þær leiðir sem hann taldi greiðfærastar, en vildi hvorki hvetja okkur né letja til ferðarinnar. Nokkur spenna var í loftinu og kannski eilitill kvíði. En um kvöldið var slegið upp veislu. Og ekki var matseðillinn amalegur. Grillað lambalæri og laukar, salat og kartöflur sem rennt var niður með rauðvíni. Sannkallaður herramannsmatur. Á eftir var kaffi og „Reiðkórinn" söng, en þess ber að geta að allir ferðafélagarnir fá inngöngu í kór- inn. Ævintýri sem aldrei gleymist Morguninn eftir hófst undir- búningur og skipulagning af full- um krafti. Fjórir hestar voru vald- ir til þess að bera klyftöskurnar og nú var um að gera að hafa jafna þyngd í töskunum svo ekki færi að halla á klárunum. Mikið var spekúlerað. Hvað átti að taka með og hvað varð að skilja eftir, því nú yrði bíllinn hvergi nærri næstu nótt. Þegar búið var að raða ofan í töskurnar var þeim komið fyrir á klyfsöðlunum og brátt vorum við ferðbúin. Fljótlega var áð og hest- unum beitt vel og lengi, því ekki höfðum við hugmynd um hvernig hagarnir yrðu þennan dag. Skömmu eftir að lagt var af stað á ný sáu þeir sem voru í eftirreið- inni að töskurnar voru aðeins farn- ar að halla á einum klárnum. Ekki náðist samstaða um að stöðva reksturinn tafarlaust og það end- aði með að klyftöskurnar snöruð- ust og hesturinn steig i þær og sleit. „Leðurverkstæði" Gests var opnað og tókst að tjasla saman töskunum. Við áðum vel og lengi í Skæling- um. Þar er hraunið ákaflega fal- legt og sérkennilegt og hraun- drangar setja skemmtilegan svip á umhverfið. Enginn hafði áður farið þessa leið, enda hefur hún líklega ekki verið farin á hestum í 25 ár. Við vissum því ekkert út í hvað við vorum að fara. Við fórum vestan við Gretti sem er 948 metra hátt fjall og inn að Sveinstindi 1.090 metra háum, en þar endar vega- slóðinn. Nú sáum við hluta af Langasjó. Og ekki sveik útsýnið. Nokkuð var liðið á daginn og sólin því ekki mjög hátt á lofti, en þetta jók enn á fegurðina. Vatnið var dökkblátt og einnig var blámi yfir fjöllunum. Háskanef hér og þar Nú hófst löng og ströng ferð inn að Grasveri. Farið var meðfram átta lónum austan megin við Langasjó. Tmist austan eða vestan megin við þau. Allt samkvæmt fyrirmælum Vals. Ekkert undir- lendi var þarna og víðast hvar þurfti að fara einstigi í fjöruborð- inu og oft þurfti að fara út í vatn- ið. Þeir sem voru í forreiðinni þurftu að kanna leiðina og vera við öllu búnir, því reksturinn kom strax á eftir þeim. Við kviðum því að koma að Háskanefi og áttum von á að þar væru torfærur. Við fórum framhjá mörgum „háska- nefjum" og við eitt slíkt lentum við í hálfgerðum ógöngum. For- reiðin fór fyrir nefið, út í vatnið, en komst að því að stöðugt dýpkaði og stórgrýti var í botninum. Þá var ákveðið að snúa við, en lausu hestarnir voru flestir komnir út í vatnið. Þeim var snúið við og við tók snarbrött fjallshlíðin. Það gekk erfiðlega að reka hestana upp, en það tókst að lokum. Þá tók ekki betra við því við þurftum að komast niður aftur og sú brekka var ekki síður brött. Það var ein- mitt í þessari brekku sem loft- hræðsla þjakaði undirritaða. Ekki var um annað að ræða en setja tauminn upp á reiðhestinum og senda hann einan niður og renna sér síðan á rassinum niður mosa- vaxna hlíðina. Þegar komið var að hinu eina og sanna Háskanefi, reyndist það alls engin torfæra. Á þessum slóðum var ekki hægt að fara hratt yfir. Á milli lónanna voru snarbrattir hálsar og reyndi þá mjög á hesta og menn að komast upp þá og ekki síst að komast niður. En þrátt fyrir það fann maður ekki fyrir þreytu. Sennilega var það vegna þess að þetta var allt ævintýri líkast. Það sem fyrir augu bar var svo gjör- ólkt því sem maður hafði áður séð og það var góð tilfinning að vera þarna langt fjarri öllum manna- byggðum og fá að virða fyrir sér þessa fegurð með eigin augum. Mest var þó fegurðin þegar komið var í Fagrafjörð í Langasjó. Skuggar þverhníptra fjalla náðu langt inn á vatnið, og síðustu sólar- geislarnir glitruðu á vatnsfletin- um þar sem tvær heiðargæsir syntu, eins og þær væru einar í heiminum. Ekki létu þær þessa óvæntu ferðalanga trufla sig. Þessi fallega mynd hverfur örugglega ekki úr minni þeirra sem hana sáu. Vin í eyðimörkinni Það var komið yfir miðnætti þegar við komum í Grasver og nokkuð skuggsýnt. Þegar við komum yfir síðasta hálsinn sáum við áfangastaðinn blasa við okkur eins og vin í eyðimörkinni. Tjöld- um var slegið upp og strax farið Gód byrjun Dagurinn nítjándi júlí var sól- ríkur, eins og svo margir aðrir þetta einstaka sumar þegar veðrið lék við okkur Sunnlendinga. Nokk- uð var liðið á daginn þegar lagt var af stað áleiðis í Búrfell þar sem við gistum fyrstu nóttina. Mark- miðið var að láta alla njóta ferðar- innar sem best. Þess vegna var reynt að hafa dagleiðirnar fremur stuttar. Það gekk mikið á þegar hestarn- ir voru reknir úr réttinni og var eins gott að vera vel á verði. Annars gekk reksturinn ágætlega strax í upphafi. Fólkið skiptir sér í forreið og eftirreið. Forreiðin gætti að vega- mótum, opnum hliðum og öðru sem kunni að glepja fyrir hrossunum. Eftirreksturinn gætti þess að enginn hestur yrði eftir eða sneri við. Reynt var að leyfa hestunum að lesta sig - mynda einfalda röð. Þá sækjast þeir eftir að velja sem bestan ferðahraða - helst svo að kasti toppi. Þegar við komum að Ásólfsstöð- um í Þjórsárdal var okkur boðið í kaffi. Sigurður Páll Ásólfsson bóndi reið síðan með okkur í Búr- fell. Þar var hestunum beitt og siðan eldaður dýrindis matur í einum af starfsmannabústöðunum sem við höfðum fengið til afnota. Allir voru hinir ánægðustu enda lofaði fyrsti dagurinn góðu um framhaldið. Árekstur á fjöllum Við vöknuðum venjulega klukk- an átta á morgnana. Þá var út- búinn veglegur og kjarngóður morgunmatur sem var önnur aðal- máltíð dagsins. Á meðan var verið að undirbúa matinn var hestunum beitt. Eftir að menn höfðu lokið við að snæða var smurt brauð í nesti. Þetta tók allt sinn tíma og á eftir þurfti að ganga frá matar- kistum og svefnpokum o.fl. og setja í bílinn. Þá átti eftir að leggja á og koma sér af stað! Venjulega var ekki blásið til brottfarar fyrr en á hádegi. Og það var reyndar ágætt, því hestarnir nutu þess að hvíla sig eftir að sólin var komin vel á loft. Þá Iögðust þeir gjarnan og fengu sér lúr ef þurrt var og hlýtt. Þessi dagleið frá Búrfelli að Landmannahelli er ákaflega fögur, eins og reyndar allar hinar. Hekla skartaði sínu fegursta og að venju var létt yfir mannskapnum. Við áðum í Áfangagili við Heklurætur og borðuðum nestið. Þennan dag áttum við von á að hitta fyrir annan ferðahóp, hestamenn úr hestamannafélaginu Andvara i Bessastaðahreppi og vonuðum að það yrði á meðan við áðum. Einnig áttum við von á Birni og Þorbjörgu sem ætluðu að slást í hópinn þenn- an dag. En ekki bólaði á neinum. Við tókum því rólega í Áfangagili, bæði menn og hestar. Þegar við höfðum riðið þó nokk- uð langt sáum við hvar hópur hesta kom á móti okkur. Þetta var á brekkubrún og hópurinn sem á móti kom á talsverðri ferð. Þrátt fyrir að við náðum að snúa okkar rekstri við, svo að segja á punktin- um, var ekki hægt að koma í veg fyrir árekstur. Hóparnir blönduð- ust saman. Engin vandræði hlutust þó af þessu, en varð þess í stað hin besta skemmtun. Andvaramenn voru með kaðal í bílnum sem sveipað var utan um hrossahópinn. Síðan teymdu þeir hesta sína út úr hringnum, hvern á fætur öðrum. Ætlunin var að gista næstu nótt í Landmannahelli. Um það leyti sem við sáum í áfangastað fór að rigna hressilega. Hestarnir voru hinir sprækustu í rigningunni og var sprett úr spori síðasta spölinn. Eftir nokkra bið kom Jónas bíl- stjóri með þau Björn og Þorbjörgu og urðu fagnaðarfundir þegar þau bættust í hópinn. Oftast skildi bíllinn við okkur þegar við fórum úr náttstað og kom síðan til móts við okkur aftur í næsta náttstað. Þarna er ágætt hús og girðing fyrir hrossin sem var stór og víð- áttumikil en ekki að sama skapi grösug. Hestunum var því beitt annars staðar áður en þeir voru settir í girðinguna. Ákveðið var að setja upp rafmagnsgirðinguna sem var meðferðis til þess að hafa þá nærri okkur meðan var verið að ganga frá dótinu. Hestarnir voru lengi að venjast henni og sumir hverjir voru ákaflega hræddir. En smám saman róuðust þeir og lærðu að forðast strenginn. Eftir þetta kom rafmagnsgirðing- Áð í fógru umhverfi. Hekla í baksýn. in oft í góðar þarfir í ferðini og var óspart notuð. Við höfðum það gott í Land- mannahelli, þrátt fyrir rigning- una. Þarna dvöldu Sigurðar tveir og drengur með þeim og voru þeir við silungsveiðar í vötnunum þarna í kring. Þeir voru hinir hressustu og allir skemmtu sér konunglega yfir „tröllasögum“ sem þeir sögðu okkur úr Dölunum. Gildi landverndar Það rigndi enn þegar við lögðum af stað daginn eftir. Svolítill hroll- ur var í hrossunum og voru þau greinilega fegin því að komast af stað. Fjallstopparnir höfðu aðeins gránað um nóttina. En það hlýnaði þegar á daginn leið. Ferðinni var heitið í Kýlinga. Þar er lítill kofi sem kallaður er Höll og þótti mönnum það svolítið brosleg nafn- gift. Þegar við litum inn í dýrðina fóru sumir að efast um að við kæmumst þarna öll fyrir. Flestir ákváðu að fara með Jón- asi í bílnum i Landmannalaugar. og veitti ekki af að nota þessi fáu tækifæri sem gáfust til að komast í bað. Um það leyti sem við vorum að leggja af stað, kom landvörður- inn og hafði eitthvað út á veru okkar þarna í friðlandinu að setja. Hann fræddi þau Björn, Þorbjörgu og Kristján um gildi land- og gróð- urverndar á meðan við hin skemmtum okkur konunglega í Landmannalaugum. Meira að segja Snæi fékk sér snöggt bað. Þegar við komum aftur var landvörðurinn farinn og búið að færa hestana til samkvæmt beiðni hans. Við gættum okkur á að skilja engin ummerki eftir okkur nema ef vera skildi að kofinn var í heldur betra ástandi, en þegar við tókum við honum. Næsti dagur rann upp heiður og skír. Við drifum allt dótið út og lögðum það til þerris. Það var sannkölluð heppni að fá svona gott veður þennan dag, enda náttúru- fegurðin mikil á þessum slóðum. Útsýnið var sérstaklega fallegt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.