Morgunblaðið - 10.11.1985, Page 20

Morgunblaðið - 10.11.1985, Page 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 j Minningar um séra Matthías afa minn og heimili hans á Akureyri eftir Guðrúnu Þorsteinsdóttur Ég hef tekið saman og krota á blað minningar um afa minn séra Matthías og heimili hans á Akur- eyri. Fransmaðurinn segir: „Hvar er konan“, og þannig spyrja sjálf- sagt fleiri. Það kemur af sjálfu sér að ég gef svar við þeirri spurningu, því þessar endurminningar mínar hljóta að snúast jafnframt um hana ömmu mína, Guðrúnu Run- ólfsdóttur, þriðju konu skáldsins, Matthíasar Jochumssonar. Ég þekkti hann aðeins fjögur síðustu árin sem hann lifði. Þegar faðir minn, Þorsteinn Skaftason ritstjóri Austra á Seyðisfirði, dó þá fluttist móðir mín Þóra Matt- híasdóttir til foreldra sinna á Akureyri með okkur þrjár, ungar dætur sínar. Það var haustið 1916. Ég minnist þess að þegar Goðafoss lagðist að Torfunefsbryggjunni á Akureyri, var þar kominn hvíthærður öld- ungur, fjörlegur með óvenjulega útgeislan. Þetta var skáldið séra Matthías að taka á móti dóttur sinni og bjóða hana velkomna ásamt litlu föðurleysingjunum, dætrum hennar. Hann fór með okkur í bíl, einu bifreiðinni, sem til var í bænum, og var leigubíll, heim til sonar síns, Steingríms læknis, sem bjó í fallegu timbur- húsi nálægt spítalanum suður á brekkunni. Þar var tekið opnum örmum á móti okkur af Steingrími frænda og Kristínu konu hans. Um kvöldið fórum við með afa heim í húsið hans, sem var utar á brek- kunni, og þar beið amma okkar. Þetta hús höfðu þau látið byggja laust eftir aldamótin, snoturt hvít- málað timburhús með rauðmáluð- um gluggakörmum. Nú er þar Matthíasarsafn á neðri hæð hæð- inni. Húsinu hefur verið breytt á þann veg, að settur var á það kvist- ur og inngangur á norðurhlið með stiga upp á efri hæð hússins, þar sem ennþá er búið. Niðri voru þrjár góðar stofur, borðstofa, gestastofa og skrifstofa afa, auk þess eldhús, búr og stiga- gangur. Falleg forstofa, lítil við- bygging, var á suðurhlið hússins, og þar var oft setið á sumrin. Minnist ég þess hvað mér þóttu sólargeislarnir fallegir, sem komu inn um mislitar gluggarúðurnar. Á efri hæðinni voru suður og norður- herbergi. Norðurherbergið var svefnherbergi afa og ömmu. Þaðan var fagurt útsýni út Eyjafjörðinn, sérstaklega sumarkvöldin, þegar fjörðurinn, Kaldbakur, Vaðlaheið- in og allur himinninn ljómaði í kvöld- og miðnætursólinni. Yfir rúmi afa hékk eftirprentun af málverki Leonardo da Vinci „Hin heilaga kvöldmáltíð", en yfir rúmi ömmu var Rafaels Madonna. f barnaskap mínum spurði ég afa af hverju hann hefði ekki fallegu myndina af barninu og móðurinni fyrir ofan rúmið sitt. En þá svaraði afi: „Ég get alltaf horft á hana úr mínu rúmi.“ Svo fór hann að út- skýra hina myndina fyrir mér, og segja mér hvað postularnir hétu. Suðurherbergið, sem var falleg- asta herbergi hússins fékk mamma og við systurnar. Svo voru þarna fjögur súðarherbergi og nokkuð rúmgóður gangur. Þetta var gott húsnæði á þeirra daga mælikvarða. Kom sér það vel, því það var jafnan mannmargt í heim- ili hjá þeim afa og ömmu. Að vísu voru nú börnin þeirra komin að heiman, þau voru 9 sem komust upp en 2 dóu ung. Elsta dóttirin Matthea var þó aftur komin heim í foreldrahús með 2 börn sem þá voru á unglingsaldri, og nú bættist mamma við með okkur þrjár. Einnig var afasystir mín Þóra gamla þarna í skjóli bróður síns og tvær vinnustúlkur. Amma mín, Guðrún Runólfs- dóttir frá Saurbæ á Kjarlarnesi, var sterkur peráonuleiki. Stein- grímur sonur hennar segir í grein, sem hann skrifaði um móður sína: „Þegar faðir minn séra Matthías missti Ingveldi, aðra konu sína, þá var hann yfirkominn af harmi. Hann ákallaði Drottin sinn í bæn og ljóði og lét hörpuslátt fylgja. Guð svaraði honum með því að láta hann hitta bóndadótturina frá Saurbæ." Hús séra Matthíasar í brekkunni ofan við bæinn var skráð Eyra- landsvegur 3, en fólk fór að kalla það Sigurhæðir, eftir ljóðlínum afa: „Ógurleg er andans leið/upp á sigurhæðir". Það var ekki Matt- hías sjálfur, sem nefndi hús sitt svo, en nafnið festist við húsið. Það var mikið unnið á heimili afa og ömmu. Amma var áhuga- söm um garðrækt. Fyrir ofan húsið var stór kartöflu- og kálgarður. Reynitré og blómabeð sunnan við húsið, og brekkuna fyrir neðan, sem áður var óræktaður melur hafði hún látið þekja, gróðursett þar runna, ranfang, venusvagn og mjaðjurt. Þar óx líka hin yndis- lega, norðlenska fjóla í stórum breiðum, og gleym-mér-ei. Á góðviðrisdögum á sumrin fór- um við systur með ömmu og vinnu- manni, sem jafnan hjálpaði henni við útiverk upp í mógrafir. Þar var tekinn svörður. Amma var stjórn- söm og hélt öllum að vinnu, svo við hjálpuðum til við að hreykja mó. Annars voru þessar ferðir engu síður skemmtiferðir, því við höfðum kaffi á flösku í sokkbol, smurt brauð og kleinur með okkur. Afi var orðinn það aldraður, 15 árum eldri en amma, að hann fór ekki með í þessa leiðangra, enda hafði amma alltaf séð um allt veraldarvafstur og umstang heim- ilis og tekið þar með af honum áhyggjur, svo hann gæti gefið sig óskiftur að sfnum hugðarefnum. Fyrir þetta má þjóðin vera henni þakklát eða að minnsta kosti þeir sem kunna að meta skáldskap Matthíasar Jochumssonar. Afi fór daglega út, rölti um bæinn og heimsótti kunningja, sem hann átti jafnt meðal hárra sem lágra, á heimsins mælikvarða. Þegar hann kom heim úr þessum gönguferðum sínum fór hann oft beint upp brattann, heim að hús- inu, en ekki veginn, sem lá snið- hallt upp brekkuna. Þegar hann kom inn kepptumst við systur um að fá að reima stígvélin frá honum og færa hann f inniskóna, sem voru úr köflóttu, móleitu ullarefni, náðu upp á öklann og voru kræktir saman með látúnspennu að fram- an. Sfðan lagði afi sig útaf og breiddi fallega ullarteppið, sem amma hafði heklað, ofan á sig, en Valla litla, yngsta systir mfn, sem þá var 3—5 ára gömul, svæfði afa sinn, sat á skemli hjá honum og söng barnagæluna „Bokki sat i brunni". Ef hún var ekki viðlátin, þá sagði afi: „Hvar er nú barnið með hann Bokka?“ Ég minnist vetrardaganna þeg- ar amma sat við prjónavélina. Hún prjónaði sokka og nærföt, sem hún seldi og drýgði þannig tekjur heim- ilisins, og afköst hennar voru ótrú- lega mikil. Matthea saumaði, Þóra gamla spann, tætti eða kemdi ull í einu horni stofunnar. Móðir mín hafði sett á stofn hannyrðaverslun í bænum, svo hún var oftast að heiman, í búðinni sinni. Afi eirði illa f sinni fallegu skrifstofu og kom í margmennið í stofuna með lampann sinn og settist við skrif- púlt sem þar var. Við systurnar lékum okkur undir því við fætur hans, en það truflaði hann ekki frekar en annað skvaldur f stof- unni. Gunna og Matti, börn Matt- heu lásu lexíur við stóra borðstofu- borðið, og aldrei stóð á svörum hjá afa þegar þau spurðu um erlent orð. Þau þurftu enga orðabók. Þótt afi væri farinn að gleyma heiti á algengum hlutum, þá kom þýðing- in á ensku orðunum ósjálfrátt hjá honum. Síðdegis var útihurð skyndilega hrundið upp, fjörlegt fótatak heyrðist í ytri stofunni, stofudyr opnaðar og hressileg rödd bauð gott kvöld. Þar var kominn Stein- grímur Matthíasson. Afi leit upp úr bókinni sinni, og var sem hann yngdist allur þegar hann sá hver kominn var. Ámma stóð upp frá prjónavélinni og tók á móti kossi sonarins. Það lifnaði yfir öllum i stofunni. Steingrímur frændi hafði alltaf eitthvað áhugavert og skemmtilegt að segja. Ég man Guörún Þorsteinsdóttir. unni, sem er syðsti hluti Akur- eyrar, hin upphaflega Akureyri. Oddeyri er nyrst, en þar á milli Bótin, sem þá var lítil byggð, en varð seinna aðalathafna- og versl- unarsvæði bæjarins. — Fjaran var sá heimur sem við þekkjum best úr Nonnabókunum. Snotur timbur- hús undir hárri brekku með kart- öflu- og kálgörðum. Túnblettir með reynitrjám við húsin og spegil- sléttur Pollurinn fyrir framan götuna. Þessum bæjarhluta hefur verið haldið við, svo unun er að. Eiga Akureyringar heiður skilið fyrir það. Þeir geta verið stoltir af sínum bæ. Eg efast um að nokkurstaðar á byggðu bóli sé fallegri bær en þessi höfuðstaður Norðurlands. Sveitin í kring hin búsældarlegasta á öllu landinu. Enda kveður Matthías: „Eyjafjörð- ur finnst oss er,/fegurst byggð á Guörún Runólfsdóttir. landi hér“, og um Akureyri yrkir hann: Heil og blessuð Akureyri Eyfirðinga höfuðból. Fáar betri friðarstöðvar fann eg undir skýjastól. Hlýjan bauðstu börnum mínum blíðufaðm og líknarskjól. í Fjörunni var gott mannlíf. í litlu, snotru timburhúsunum bjuggu smiðir og aðrir iðnaðar- menn, sjómenn og verslunarmenn. Eggert Laxdal kaupmaður tók Matthíasi strax vel. Amma mín minntist oft á það, að frú Rannveig Laxdal hafði fyllt búrskápana á prestssetrinu matvælum þegar von var á prestsfjölskyldunni, svo að hún kom ekki að tómum kofan- um eftir hina löngu og erfiðu ferð að sunnan. Brátt eignaðist fjölskyldan vini í hverju húsi í Fjörunni. Matthías átti hauk í horni þar sem Guð- mundur Hannesson var, þá læknir á Akureyri, síðar prófessor við Háskóla íslands. Þeir Matthías urðu miklir vinir þó þeir hefðu ekki sömu trúmálaskoðanir, þá kunnu þeir að meta gáfur og mannkosti hvors annars. Svo fór að höfðingjarnir töldu sér heiður að hafa séra Matthías við veislu- borð sín. Við systurnar höfðum afar gaman af því, þegar mamma sagði okkur frá bernskuárum sínum í Fjörunni, um börnin sem léku sér á prestsbalanum. Matthías tók ríkan þátt í lífi barnanna og ungl- inganna. Hann samdi fyrir þau leikrit og ljóð. Skemmtilegt er ljóðabréfið, sem hann orti fyrir munn sonar síns Magnúsar til vinkonu hans Huldu litlu Laxdal, en Laxdalsfjölskyldan var þá flutt úr fallega, gamla timburhúsinu I Fjörunni, sem nú hefur verið gert upp, öllum til yndis og ánægju, og sest að í stóru, nýju húsi í Bótinni. Afi minn séra Matthías var ern og furðu hress þessi síðustu ár, þó að áður fyrr hefðu ýmsir kvillar hrjáð hann. En frostaveturinn skemmtilegur. Árni naut sín þó ekki nema í fárra vina hópi. En hann átti það til að standa upp í samkvæmum og halda snjallar og bráðfyndnar ræður, sem komu fólki á óvart. Við systurnar slógumst oft í för með afa á morgungöngum hans, og minnir mig að amma hafi hvatt okkur til þess. Hann var farinn að sjá illa, svo það var öruggara að við leiddum hann. Við hittum þá stundum Stefán skólameistara á förnum vegi, og gengu þeir þá saman suður brekkuna, gömlu mennirnir. Mér þótti mikið til um skólameistara, en var feimin við hann. Hann sagði þó fátt á þessum gönguferðum, en hlustaði brosandi og kíminn á afa, sem talaði þeim un meira. Það sem afi sagði fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér, en það skifti mig ekki máli. Aftur á móti lek mér forvitni á að vita hvað skólameistari væri að hugsa, og er mér það söm ráðgáta enn þann dag í dag, en af svip hans þóttist ég ráða, að hann kynni vel við sig í för með þjóðskáldinu og börnunum. Þegar Matthías kom fyrst til Akureyrar frá Odda á Rangárvöll- um, þar sem hann var prestur áð- ur, þótti sumum, sem töldu sig heldri menn, ekki mikið til þess koma, að fá fátækan barnamann að sunnan sem prest, þar að auki skáld. Séra Matthías settist að í Fjör- Matthías Jochumsson. það, að einu sinni endursagði hann sögu eftir Selmu Lagerlöf, sem hann var nýbúinn að lesa og hafði hrifist af. Oft sagði hann frá nýj- ungum í læknisfræði, sem hann var að lesa um í erlendum vísinda- ritum. Amma hafði læknishendur af guðs náð og skilning á öllu sem varðaði hjúkrun sjúkra, fylgdist með slíkum fróðleik af gaumgæfni. — Afi var tíður gestur á sjúkra- húsinu hjá syni sínum, ræddi við sjúklinga og hressti með sínu hlýja og örvandi viðmóti. Matthías naut mikillar virðing- ar og vinsælda á Akureyri. Það var varla haldið svo meiri háttar samkvæmi í bænum, að afi og amma væru þar ekki heiðursgestir. Hann var heiðursfélagi í stúdenta- félagi Akureyrar. Þegar fundir voru haldnir komu tveir góðvinir afa, þeir Árni Þorvaldsson og Bjarni Jónsson bankastjóri og sóttu hann og leiddu á milli sín, oft í hálku og illfærð á veturna. Mikill vinur séra Matthíasar var Stefán Stefánsson skólameistari, sá sérstæði gáfumaður og glæsi- menni. Hann skildi skáldið og kunni að meta ljóð þess að verð- leikum. Afi var tíður gestur á skól- anum og átti margar ánægju- stundir á kvöldskemmtunum þar. Góðir vinir hans voru einnig kenn- ararnir Brynleifur Tobíasson og Árni Þorvaldsson, sem ég nefndi áður. Árni var sérkennilegur og feiminn maður, en afi mat hann mikils, þótti hann gáfaður og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.