Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 B 29 Her8kipið Falmouth F 113 gerir aðför að Tý síðdegis 6. maí 1976. sjómílna hraða og var byrjaður að snúast. Þeir sem ekki höfðu sérstökum störfum að gegna í augnablikinu fóru flestir í þyrluskýlið þegar hringt var út. Það var opið og þaðan var gott að fylgjast með atburðum. Það var líka einn örugg- asti staðurinn á skipinu þegar í odda skarst. Þeir þremenningarnir höfðu lokið viðgerðinni frammí og voru á leið aftur í skipið. Ólafur Valur kom við i herbergi sínu en ólafur bátsmaður fór beint upp í brú. Hann staðnæmdist hjá Guðjóni þar sem hann stóð við stýrið. Þeir sáu stefni herskipsins nálgast miðsíðu Týs á ofsaferð. Guðmund- ur sló stjórnstöngum skrúfublað- anna á miðstillingu. { því skall herskipið á Tý. Brak og brestir, ærandi hávaði, kvað við þegar hár- beitt stefni herskipsins skall á Tý, sem lagðist á hliðina undan högg- inu og þessum heljarþunga og snarsnerist undan herskipinu, sem fylgdi ásiglingunni eftir með fullu vélarafli. Um leið skall sjórinn yfir. Mennirnir þrír sem voru afturá við vinduna höfðu lokið við að slaka út. Elías stóð á spilpallinum, en Sigurður og Sigurjón til hliðar við vinduna. Um leið og þeir sáu Falmouth koma inn á Tý á ofsaferð leituðu þeir handfesti en hér var aðeins um sekúndur að ræða. Elías greip utan um víratromluna en Sigurður og Sigurjón náðu í hand- föng á hurð. Straumröstin sem myndaðist þegar vaðpskipið snarsnerist á stefni Falmouth hafði næstum hrifið þá með sér en þeir neyttu ýtrustu krafta til að halda sér. Þetta var óratfmi. Var nú komið að endalokunum? Þeir fundu loks að mesta þungan- um létti, þeir komu úr kafinu og gátu aftir dregið andann. Mennirnir í þyrluskýlinu sáu hvað verða vildi þegar herskipið kom á þá. Þeir héldu sér þar sem handfesti var að fá. Egill mat- sveinn stökk upp í gúmmíbát sem fór á flot þegar skýlið hálffylltist. I vélarrúminu sáu menn að sjálf- sögðu ekki aðförina, en hrötuðu til við höggið og veltuna. Þeir sáu að um leið og skipið lagðist og snerist fossaði sjór niður um loftlúgu yfir stjórnborðsljósavélinni. Sam- stundis sló rafkerfi vélarinnar út, nú var aðeins annar rafallinn virk- ur. Nokkrum augnablikum síðar kvað við ærandi hávaði og aðalvél- in bakborðsmegin stöðvaðist snögglega. Skipið lá enn á hliðinni. Mennirnir i brúnni voru þögulir. Guðjón, sem hafði misst fótfestu en hékk á stýrinu, rauf þögnina. Nú fer hann yfir! Nei, svaraði skipherrann. Hann fer ekki yfir. Fleira var ekki sagt í bili. Hægt og hægt byrjaði Týr að rétta sig. Hann hafði snúist 180 gráður og nú lágu skipin síbyrt, bakborðssíð- ur þétt saman. Augnablik horfðust þeir í augu, skipherrarnir Guð- mundur á Tý og Plumer á Fal- mouth. Guðmundur kallaði afturá og var svarað að þeir þrír væru allir enn um borð. Hann bað ólaf bátsmann að fara að athuga hvað hefði skemmst. í sömu svifum kom Ólafur Valur í brúna. Guðmundur greip símann til vélarrúms: Er skipið lekt? Getið þið keyrt? Róleg rödd Stefáns Jónssonar 1. vél- stjóra: Já, við þurfum að athuga hluti en við getum keyrt. Það er ókei. Guðmundur Kjærnested sló báðum skrúfunum á fullt áfram. Bakborðsaðalvélin hafði verið ræst, en hún fór á yfirsnúning og hristi skipið. Guðmundur setti bógskrúfuna á til þess að losna frá herskipinu en hún virkaði ekki, sló út vegna þess að aðeins önnur ljósavélin var í gangi og nú skorti rafstraum. Skipin slógust saman á þungri öldunni. Hávaðinn var hrikalegur og þeir á Tý voru hræddir um enn meiri skemmdir. Týr rann aftur með herskipinu, straukst við byrðinginn og komst aftur fyrir. Um leið sá Guðmundur togarann Carlisle GY 681 — skipið sem hann hafði stefnt að fyrir áreksturinn — framundan til stjórnborðs. Stutt skipun til Guð- jóns við stýrið: Hart í stjór! Þeir fundu strax að nú lét Týr ekki að stjórn sem fyrr. Beygði hægar og nú vantaði bógskrúfuna til að snúa skipinu. Týr jók ferðina og lét þá betur að stjórn. Fór fyrír aftan togarann, hélt beygjunni og það kom gríðarlegur hnykkur þegar slakur dráttarvír varðskipsins dró klippurnar upp að togvírunum og klippti! Þá voru liðnar fjórar mínútur frá því að Falmouth sigldi á Tý. Hinn togarinn var með vörp- una úti stutt frá. Til þess að komast aftur fyrir hann varð enn að ná krappri beygju til stjórn- borðs. Guðmundur skipherra ætl- aði ekki að láta hann sleppa, var byrjaður að beygja að þessu skipi. 1. Falmouth siglir Tý uppi. 2. Falmouth beygir 30° i stjórnborða 3. Falmouth siglir á Tý. 4. Falmouth leggur Tý á hliðina. 5. Falmouth hefur snúið Tý 180° Haldið þið að þetta hafist? sagði hann. Ólafur Valur 1. stýrimaður sagði: Nei, Statesman er að koma hérna á okkur á fullri ferð. Jón heyrði flotaforingjann um borð í Galathea kalla á dráttarbátana til aðstoðar við ákeyrslurnar. Skip- stjóri Statesman svaraði: OK commander, you just stop the bastard. I’ll finish him off! (Allt í lagi foringi, þú stöðvar þrælmenn- ið. Ég geng svo frá honum). Nú kallaði Falmouth Tý upp á VHF-bylgjunni, spurði hvort þeir þörfnuðust aðstoðar. Þessu var svarað neitandi. Þurfum enga aðstoð frá ykkur. Ólafur bátsmaður hafði farið niður í gegnum þyrluskýlið, þar sem skipsmenn voru byrjaðir að ausa út úr skýlinu. Þeir voru allir blautir nema Egill matsveinn, sem hafði komist upp í gúmmíbátinn. ólafur fór aftur eftir þyrluþilfar- inu, sem nú vantaði að hluta. í sama bili kom Elías upp stigann frá skutnum, í gegnum „sáluhliðið" og bölvaði hressilega. Þeir Sigurð- ur og Sigurjón komu á hæla hon- um. Þeir voru holdvotir eftir kaf- færinguna. Þeir sögðust hafa verið að gefast upp þegar skipið loks rétti sig og þeir komu úr kafinu. Þar mátti engu muna. Þeir voru að ausa í þyrluskýlinu. Rödd skipherrans yfir hátalara- kerfið: Verið viðbúnir frekari ákeyrslum! Þeir flýttu sér að loka þyrsluskýlinu. Nú var enginn aft- urá, vindan í bremsu og 160 faðmar úti. Þeir fundu hnykkinn þegar klippurnar tóku togvírana, fundu glö^t óvenjulegan titring frá vél- arrúminu. Yfir hátalarakerfið skipsins önnur aðvörun: Hann kemur aftur! Þegar Guðmundur skipherra sá að þeir myndu ekki ná beygjunni að togaranum sem enn var að fiska, en menn þar frosnir af undrun yfir því sem á undan var gengið, sneri hann Tý á aðra stefnu. Ef togarinn bakkaði eins og þeir gerðu oft, gæti Týr lent á honum miðjum. Þetta var of áhættusamt. Nú skyldi haldið til lands og skemmdir athugaðar. Þeir í vélinni létu vita að sjór hefði nr. 8 væri lekt. Þó dimmt væri orðið sáu mennirnir í brúnni að Falmouth kom á eftir Tý á mikilli ferð bakborðsmegin og snarbeygði að varðskipinu: Önnur morðárás var hafin. Að sigla aftur á laskað varðskipið var hreint banatilræði við skip og menn. Um borð í Falmouth hafði allt verið í viðbragðsstöðu á þriðju klukkustund. Allir ofan þilfars með björgunarbelti, öllum vatns- þéttum skilrúmum lokað. Plumer skipherra áleit sig hafa greitt höfuðandstæöingi sínum, Guð- mundi Kjærnested, það högg sem dygði. Hér eftir myndi hann ekki ergja þá flotamenn og aðra með skyndiárásum þegar verst lét. Hann hafði ásamt foringjaliði sínu horft undir kjöl Týs, séð skrúfu skipsins þeyta sjóinn og hverfa inn í stefni freigátunnar og síðan gefið skipun um fulla ferð áfram þótt varðskipið væri komið á hliðina undan bryndreka hans. Hér skyldi kné látið fylgja kviði. Hann hafði heyrt fulltrúa flotastjórnarinnar, fylgdarmann óla Tynes íslenska blaðamannsins um borð segja: Guð minn góður, þeir ætla að hvolfa skipinu! Á eftir hafði sami maður spurt hvort þessar aðfarir væru að skipun flotastjórnarinnar. Plumer var harla ánægður með sjálfan sig þótt skip hans væri laskað. Hann áleit Tý og Guðmund skipherra Kjærnested úr leik. Hann trúði ekki sínum eigin aug- um þegar hann sá Tý fara aftur- fyrir Falmouth, beint að togaran- um sem hann átti að vernda og klippa af honum vörpuna. Yfirmenn á stjórnpalli Fal- mouth störðu á siglingu Týs og klippinguna eins og bergnumdir. Einn spurði í undrun: Hverskonar maður er eiginlega þessi com- mander Kjærnested? Plumer skipherra hrökk upp við ráma rödd skipstjórans á Carlisle: Þvílík svívirðing! Þið þykist ætla að passa uppá þessa djöfla. Þeir koma svo og klippa þó maður geti varla togað fyrir þrengslum vegna herskipa og dráttarbáta! Þið flota- menn eruð til einskis nýtir! Plumer skipherra varð óður af bræði. Þessa skyldi hefnt. Nú skyldi þessi maður, sem var orsök alls ófarnaðar, á botninn! Hann gaf skipun um fulla ferð áfram. Stáldrekinn tók kipp, skalf undan þrjátíu þúsund hestöflum vélanna sem nú var beitt til hins ýtrasta og hraðaaukningin var geigvæn- leg. Aðeins örskotsstund síðar, þegar freigátan hafði náð Tý á fullri ferð, gaf hann snögga skipun: Þrjátíu gráður í stjór! Guðmundur og aðrir á stjórn- palli Týs sáu herskipið beygja og æða að varðskipinu á fullri ferð. Það hófst á öldunni og skall á bakborðshlið Týs á sama stað og áður. Eini munurinn að nú vantaði stefnið á herskipið. Aftur lagðist varðskipið undan högginu og þung- anum. Falmouth, sem fylgdi eftir og nú betur en áður — ýtti varð- skipinu á undan sér og lagði það gjörsamlega á hliðina — sjórinn upp á brúarglugga — uns það snerist og byrjaði að rétta sig. Guðmundur skipherra Kjærnested hafði skorðað sig við stjórnborðið. Týr lá á hliðinni. Um huga hans fóru ótal hugsanir samtímis. Myndi skipið sökkva? Hverjar voru líkurnar á að skipshöfnin bjargaðist? Ætti hann að gefa fyrirmæli um að yfirgefa skipið? Hann sjálfur? Um borð í breska herskipið færi hann aldrei. Frekar að sökkva með Tý. Dráttarbátarn- ir, þeir voru á leiðinni til að full- komna verkið, höfðu þeir sagt. Það var sýnu skárra að sökkva fyrir herskipi en leiguofbeldismönnum á dráttarbátunum. Hávaðinn frá járni, rifnu stáli og ískur og surg þegar skipin níst- ust saman var yfirþyrmandi. Varðskipið var fast við herskipið en hafði rétt sig að mestu. Aftur í þyrluskýlinu höfðu menn haldið sér eins og hver og einn best gat meðan á þessu stóð. Nokkrir höfðu hlotið skrámur og mar. Aðrir sloppið við meiðsli. Þeir opnuðu dyrnar og litu út. ól- afur bátsmaður ætlaði út á þilfarið — en hann hikaði. Stefni herskips- ins náði langleiðina yfir þyrluþil- farið. Gat verið að herskipið hefði sniðið afturskipið af? Þá væri stutt í endalok þessa góða skips. Þeir sáu þó fljótlega að ástæða þess aö herskipið gein yfir Tý var að neðri hluti stefnis þess hafði rifnað af — var horfinn, hafði gjörsamlega eyðilagst við árekstrana. Týr rétti sig hægt — snerist í skarðakjafti herskipsins, það var eins og risastórt rándýr væri með annað minna í kjaftinum, sem væri að rífa sig laust frá rándýr- inu. Það gnast og ískraði 1 sundur- tættu stáli og þeir sáu eldglæring- ar og neistaflug þegar mættist stál í stál. Geysilegar skemmdir höfðu orðið á Tý, en afturskipið var enn á ssinum stað, þó allt í sárum. Guðmundur skipherra tók sím- ann til vélarrúms og fékk fréttir — góðar fréttir — að vélarrúmið væri ekki lekt. Hann óttaðist að Týr væri ekki sjófær, ekki þess megnugur að komast frá herskip- inu. Skipin voru enn föst saman. Hann setti stjórnstengur skrúf- anna fullt áfram og varðskipið reif sig laust frá bryndrekanum og skrönglaðist aftur með síðunni. Hver er stefnan til lands? 270 gráður svaraði 1. stýrimaður. Stýrðu 270 gráður, Guðmundur beindi orðum til Guðjóns við stýr- ið, sem endurtók skipunina. Þeir sáu að Statesman, sá sem átti að klára það þokkaverk að koma Tý á botninn, var skammt undan á fullri ferð. Guðmundur hringdi í vélarrúmið, talaði við Stefán 1. vélstjóra, sagði honum að nú yrði að keyra eins og mögu- legt væri. Þeir vissu að bakborðs- vél eða skrúfa voru í ólagi. Guð- mundur bað um að vélin yrði stöðv- uð og skrúfan fjöðruð. Nú náði Týr 17 mílna ferð á stjórnborðsvélinni einni. Dráttarbáturinn Statesman var í kjölfarinu. Þetta var æsileg kappsigling. Stefán yfirvélstjóri og menn hans keyrðu á útopnuðu og þó allir mælar væru komnir upp á rauðu strikin sem sýna hættumerki var ekki slegið af. Dráttarbáturinn kom nær, var eina skipslengd á eftir Tý. Guðmundur kallaði á Baldur, sem var næstur. Spurði Höskuld Skarphéðinsson hvort hann hefði fallbyssuna frammá klára. Ef Statesman næði Tý yrði að skjóta á dráttarbátinn. Fallbyssa Týs var fyrir framan brú og nýttist ekki til varnar undir þessum kringum- stæðum. ( fallbyssuna afturá, sem var með 47 mm hlaupvídd, voru ekki til kúluskot og púðurskot dugðu lítt við þessar aðstæður. Týr hafði einnig samband við óðin, sem var utar. Þessi harða kapp- sigling stóð í rúmlega 30 mínútur, inn fyrir 12 mílna mörkin. Þá gafst Statesman upp og sneri við. Nokkru síðar varpaði Týr akkerum á Berufirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.