Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 Chicago-blús á fslandi: Á fyrstu árum Buddy Guy í Chicago hitti hann Junior Weils og tókst með þeim slfk vinátta að þeir hafa verið nsr óaðskiljanlegir sfðan. Loksins gefst íslensku blúsáhuga- fólki kostur á að hlýða á nokkra af bestu blúsmönnum Chicagoblúsins, þegar sextett munnhörpuleikarans Junior Wells og gítaristans Buddy Guy heldur tónleika í Broadway nk. miðvikudagskvöld, 13. nóvember, á vegum Jazzvakningar. Þessir tveir kappar eru í fremsta flokki höfuðsnillinga blúsins i dag. Þeir eyddu æskuárunum í Chicago, þar sem þeir kynntust meisturum á borð við Muddy Waters, Willie Dixon, Little Walter, Elmore James, Otis Rush og Myers-bræðr- um svo nokkrir séu nefndir. Af þessum mönnum námu þeir meira og minna. í dag eru svo aðrir yngri blúsleikarar önnum kafnir við að nema fræðin af þessum tveimur heiðursmönnum. Eftir að Muddy Waters lést eru Junior Welles og Buddy Guy einskonar ókrýndir konungar Chicago-blúsins og segja má að engin rafmögnuð blússveit standi sveit þeirra á sporði nema hljómsveit B.B. King. Blúsinn í vöggugjöf Junior Wells fæddist árið 1934 í tónlistarborginni Memphis í Tennessee-fylki og var skírður Amos Wells Jr. í Memphis blómstraði blúsinn og lítill snáði með tónlistarhæfileika komst ekki hjá þvf að smitast, þegar karlar á borð við B.B. King og Howlin’ Wolf bjuggu og störfuðu í næsta nágrenni við stráksa. t sömu götu bjó munnhörpuleikarinn Junior Parker, sem smitaði Wells endan- lega með því að kenna honum nokkur undirstöðuatriði munn- hörpuleiks. Þegar foreldrar Junior Wells skildu árið 1946, fluttist móðirin með soninn til stórborgarinnar Chicago. Ekki minnkaði blúsáhug- inn við það því Chicago-blúsinn var á mikilli uppleið um þetta leiti. Junior keypti sér munnhörpu og reyndi síðan að komast inná blúsklúbbana, en hann var ekki nema rétt um fermingu og ekki hár i loftinu. Little Walter sem starfaði með Muddy Waters á þessum árum var heldur lítill eins og nafnið gefur til kynna. En honum þótti Junior Wells öllu smágerðari og kallaði hann því rækjuna. Þegar Little Walter hætti að spila með Muddy, tók Junior Wells sæti hans í sveitinni. Þannig komst rækjan til manns og hefur æ síðan þótt einhver besti blúsmunnhörpuleikari heims, enda hefur dálítið tognað úr hon- um síðan þetta var. Buddy Guy rekur ættir sinar einnig til blúsdeltunnar, því hann fæddist árið 1936 í Lettsworth í Louisiana, Frami hans var ekki jafn skjótur og frami félaga hans Junior Wells. Buddy lærði mikið af að hlusta á plötur þeirra Ligh- tnin’ Hopkins, John Lee Hooker og B.B. King. En honum gekk fremur illa að fóta sig sem blús- gítaristi, þar til hann fluttist til Chicago 1957. í Chicago komst hann í kynni við Willie Dixon, Otis Rush og Magic Sam, sem leiddi seinna til þess að hann starf- aði með snillingunum Muddy Waters, B.B. King og Little Walter um tíma. Samstarfsmenn Á þessum fyrstu árum Buddy Guy í Chicago hitti hann Junior Wells. Tókust slfk ágætis kynni með þeim að þeir hafa verið nær óaðskiljanlegir síðan. Þeir hafa mjög gjarnan starfrækt hljóm- sveitir saman, en þó ætíð rekið eigin sveitir inná milli og hljóðrit- að sólóplötur. Oftar en ekki hafa leiðir þeirra þó legið saman, enda eru þeir hreint og beint stórkost- legir þegar þeir leiða hesta sína saman. Ómengaður blús þeirra hefur löngum heillað hvíta rokkara og blúsara. Hér á árum áður hljóðrit- aði hljómsveit Johns Mayall, Blues Breakers, meðal annars nokkur laga Buddy Guy og kappar á borð við Eric Clapton, Bill Wyman og Charlie Watts hafa oft á tíðum komið fram á tónleikum sem meðspilarar þeirra Buddy og Jun- ior Wells. Þess má einnig geta að Rolling Stones bauð þeim að leika með sér á hljómleikaför Stones árið 1970. Með Buddy Guy og Junior Wells að þessu sinni eru lítt þekktir pilt- ar frá Chicago, sem eru að nema fræðin af meisturum sínum, líkt og tíðkast svo mjög meðal þekktra jazzpostula. Þetta eru gítarleikar- arnir George Bazemore og Albert Allen, trommarinn Jerry Porter og bassaleikarinn Noel Nealy. Það má telja næsta öruggt að tónleikarnir í Broadway þann 13. nóv. verða í minnum hafðir meðal blúsáhugafólks. Junior Wells er án efa einn færasti blúsmunnhörpur blásari vorra tíma og þá er gítar- snilli Buddy Guy viðbrugðið. Auk þess er hann góður söngvari, sem lært hefur mikið af B.B. King bæði hvað gítarleik og söng varðar, þótt stíll hans sé mjög persónuleg- ur. Áður hafa tvær bandarískar blúshljómsveitir heimsótt okkur íslendinga, Missisippi Delta Blues Band og San Fransisco Blues Band. Voru það miðlungshljómsveitir, en hljómsveit þeirra Junior Wells og Buddy Guy er aftur á móti ein sú fremsta á þessu sviði. ætti því blúsfólk að fjölmenna á tónleika sveitarinnar á miðvikudagskvöldið í Broadway.' Skemmtanalxmpn Þeir sem heimsækja Amst- erdam eru nokkuð sammála um að hún sé einhver skemmtilegasta og Ijúfasta stórborg sem þeir hafa nokkru sinni komið til. Amst- erdam er borg allra árstíða: Þar er alltaf líf og fjör, hvort sem pú kemur vetur, sumar, vor eða haust. Amsterdam er heimsfræg fyrir skemmtanalíf og ekki að ástæðulausu. Þar eru þús- undir bara, kráa, kaffihúsa, diskóteka, næturklúbba og matstaða að velja úr. Margir vinsælustu staðirnir eru í kringum torgin tvö: Rem- brandtsplein og Leidseplein, en þessi torg iða af mannlífi langt frameftír nóttu. Brúnu krárnar eru sér- hollenskt fyrirbæri, en gegna svipuðu hlutverki og bresku pöbbarnir. Þar koma Hol- lendingar saman til að leysa lífsins gátur og vandamál og taka hlýlega erlendum gest- um sem vilja leggja orð í belg. Innréttingarnar eru yfir- leitt gamaldags og ekki alltaf sérlega fínar, en það er fínn andi innan dyra. .Frí ferð í bæinn. Á fimmtudögum og laugardögum býðst farþegum Arnarflugs tll Amst- erdam ókeypls rútuferð frá flugvelll og Inn í borglna. Stúlkur ( komu- salnum, með skilti frá Arnarflugi, vísa á rúturnar. Amsterdam - borg allra árstíða Siglingar um síkin eru vinsælar, ekki síst á kvöldin þegar bfyrnar eru upplýstar og rauðvín og ostar eru born- ir fram við kertajjós. Það eru mörg stórskemmtileg diskó- tek í borginni og jazzunn- endur hafa úr nógu að velja. í Amsterdam eru yfir fimm- tíu kvikmyndahús og þau bjóða upp á mjög gott úrval mynda. Allar myndir eru á frummálinu, með „neðan- málstextum" á hollensku. Þarna eru líka Qölmörg leikhús og nokkur þeirra sýna reglulega leikrit á ensku. Og svo eru óperur og ballett og skemmtigarðar og versl- anir og skoðunarferðir og matstaðir og ... Það er nokk- uð óhætt að lofa því að það verður enginn svikinn af því að heimsækja Amsterdam. Athugið að Arnarflug getur útvegað fyrsta flokks hótel og bílaleigubíla á miklu hag- stæðara verði en einstakling- ar geta fengið. Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofunum og á söluskrifstofu Arnarflugs. Flug og gisting frá kr. 12.990,- ^fARNARFLUG Lágmúla 7, sfmi 84477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.