Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 24
24 B 39.V awwavftTA O( <rrt.ru rpíVH/r'? flffl* rfl/TTO<íOV MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 A DROimWM Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir Svavar A. Jónsson Þar sem Jesús er lofaður Rætt við Alemu Shetta, biskup frá Eþíópfu Alemu Shetta faeitir maftur. Hann er biskup í Mekane Yesus kirkjunni Eþíópíu. Innan þeirrar kirkju eni um 750.000 manns og er henni skipt niður í sjö svæði, svonefndar synódur. Þeirra stærst er suðursynódan en Alemu Shetia er einmitt forseti hennar eða biskup, einsog það heitir ■ okkar kirkju. ísland tengist Eþíópíu á mjög sérstakan hátt því íslenskir kristniboðar hafa um árabil starfað með fólki úr kirkjunni hans Shetta, Mekane Yesus. Shetta heimsótti fsland nýverið og er sú beimsókn til marks um að fólkið f Mekane Yesus kirkjunni í Eþíópíu vill rækta tengslin við íslenska kirkju og kristniboðsvini. Ég tók þá stuti viðtal við Shetta, alltof stutt, því biskupinn eþíópski hefur frá mörgu að segja. Skúli Svavarsson, sem um langt skeið var kristniboði í Eþíópíu og þekkir því ástandið þar vel var okkur til halds og trausts í þessu spjalli. Þar sem Jes- ús er lofaður Við íslendingar byggjum gjarnan stórar kirkjur og dýrar. Eþíópía er fátækt land og hefur ekki efni á að reisa mjög íburðar- mikil guðshús. Engu að síður safnast fólkið saman til að lofa frelsara sinn og drottin, Jesúm Krist. Shetta tjáði okkur að orðið „mekane“ þýddi „lofgjörðarstað- ur“. Mekane Yesus þýðir „þar sem Jesús er lofaður". En hvern- ig er ástandið á meðal fólksins, sem lofar Jesú í Eþíópíu? „Enn er unnið að þvi að boða fagnaðarerindið í Eþíópíu. Mek- ane Yesus kirkjan vinnur ötul- lega að kristniboði á meðal samlanda sinna. Kristniboðarnir fara um landið að færa fólki fréttirnar góðu. Starf presta og annarra boðenda gengur vel fyrir sig. Auðvitað koma upp margs- konar vandamál hjá okkur einog annars staðar. Ég get nefnt sem dæmi að okkar samkomur keppa á stöku stað við pólitíska fundi. Við erum mjög sveigjanlegir í slíkum aðstæðum, ef fólkið kemst ekki til okkar að morgni bjóðum við því að koma að kveldi. En við eigum ekki við nein alvar- leg vandamál að stríða þó að skin og skúrir skiptist á.“ Hjálparstarf „Mekane Yesus kirkjan gengst fyrir öflugu hjálparstarfi í þeirri neyð, sem hefur orðið af völdum langvarandi þurrka i landinu. Við reynum að útvega korn frá vinum okkar í útlöndum. Þetta er mjög aðkallandi verkefni og ' þarfnast mikillar skipulagningar en fólk virðist vera mjög ánægt með útkomuna. Þetta er unnið í nánu samstarfi við stjórnvöldin i landinu. Annast þau mikinn hluta skipulagsstarfsins og gefa okkur glöggar leiðbeiningar og holl ráð. Það má segja að stjórn- völdin hafi yfirumsjón með þessu hjálparstarfi. Við erum mjög ánægð yfir að geta orðið þjóð okkar að liði f þessum miklu þrengingum. Þurkarnir eru mikil vá en ég hef nýlega frétt að nú sé byrjað að rigna aftur heima. Ég hef dvalið í London um fjög- urra mánaða skeið en þegar ég var í Eþíópíu var ástandið slæmt. Fréttin um regnið er því mikil gleðifregn, nú er ef til vill hægt að vonast eftir einhverri upp- skeru. Enn er þó nokkur tfmi i uppskeruna og á meðan er neyðin mikil, fólk er víða of veikburða vegna langvarandi hungurs til að geta unnið. En fólkið vill rækta landið sitt, það eru allir að reyna og það þarfnast uppörv- unar í þessum raunum. Stjórn- völd hafa uppörvað fólkið mjög.“ Aðrar kirkjur „í Eþiópiu er einnig orþódoxa kirkja. Er hún fjölmennasta kirkjan f iandinu. Auk þess voru nokkrar mótmælendakirkjur i landinu. Okkar kirkja er ein þeirra og sú eina, sem stjórnvöld leyfa að starfa opinberlega. Hinar hafa allar verið bannaðar vegna þess að stjórnvöldin töldu að þær heftu framgang bylting- arinnar. Ég er ekki í aðstöðu til þess að dæma um hvort þessar kirkjur heftu framgang bylting- arinnar en því má ekki gleyma að frumskylda hverrar kirkju og hvers kristins manns er að segja öðrum frá frelsaranum eina, Jesú Kristi.“ Kirkjulíf hér og þar Nú hefur Alemu Shetta dvalið i London i fjóra mánuði. Gaman væri að heyra samanburð á vest- rænu kirkjulífi og eþiópsku. Shetta hló góðlátlega þegar ég bað hann um þennan samanburð enda spurningin undarleg. „Þetta er ekki mjög erfið spuming því auðvitað hef ég gert þennan samanburð, meðvitað eða ómeðvitað. Þessar tvær óliku kirkjur er hægt að bera saman á marga vegu, t.d. hvað varðar skipulag eða guðsþjónustur. Mér finnst andlegt lif standa mjög höllum fæti á Vesturlöndum samanborið við það, sem ég þekki heima. Hér eru stórar og vegleg- ar kirkjur meira og minna hálf- tómar og það finnst mér mjög sorglegt. Okkar kirkjur eru litlar en alltaf fullar af fólki og oft komast færri að en vilja.“ Hvers væntir fólkið? Hvers vegna ætli fólk streymi til kirkju i Eþiópiu? „Ég sjálfur fer í kirkju til að heyra hvað Guð hefur við mig að segja, til að lofa hann og hlýða á orð hans. Ég held að allt þetta fólk komi einnig til að lofa Guð og hlýða á orð hans. Það kemur einnig til þess að taka þátt i þvi Alemu Shetta, biskup. samfélagi, sem kristin kirkja er og til að syngja Guði lof saman. Þeir, sem ekki koma til kirkju, fara á mis við þetta samfélag og missa af því að lofa Guð með öðrum.“ Kristnir menn játa Jesúm Krist sem frelsara sinn. Hvers- kyns frelsunar væntir fólkið í Eþiópíu? „Jesús er frelsarinn um alla eilífð, að fornu og nýju. Þetta skynjar fólkið. Frelsun hans nær ekki einungis til sjúkdóma og líkamlegra þarfa. Jesús er lika frelsarinn, sem gefur okkur lífið eilífa. Ég trúi á lif eftir dauðann, eilíft líf, sem hefst hér og nú. Jesús frelsar þig ekki þegar þú ert dáinn, heldur á meðan þú ert hér. Hann er frelsari lifs okkar. Frelsun hans hefur víðtæk áhrif í landi mínu. Þar erum við vottar þess að fólk kemur með þjáning- ar sínar til Jesú og fær hjá honum bót meina sinna. Þetta sjáum við berum augum. Frelsun hans er fyrst og fremst frelsun frá synd og frelsun til eilifs lifs. En hún er líka frelsun, sem nær til vandamála okkar og þjáninga, til dæmis sjúkdóma. Fólk fær lækningu hjá Jesú. Sumir eru haldnir illum öndum og hafa ekki frið í sál sinni en Jesús veitir þeim frið sinn. Slíkt er hluti hins daglega lífs i heima- landi mínu. Fólk á Vesturlöndum á mjög erfitt með að skilja þetta. Ég þurfti t.d. að eyða miklum tíma i að ræða þessi mál við fólk þegar ég var í London. Þar hitti ég fólk úr ýmsum heimshlutum, frá Ástraliu, Madagaskar, Ghana og Tanzaníu, svo dæmi séu tekin. En við höfðum allir frá sömu reynslu að greina, Jesús er frelsarinn, jafnvel í hinu hversdagslega lifi. Jesús frelsar fólk frá hinu illa Guösþjónusta í Eþíópíu. Litlu kirkjurnar þar eru ætíð fullar. Börn í sunnudagaskóla. og það er e.t.v. meginástæða þess að fólkið streymir í kirkjurnar. En kirkjan lætur sér ekki nægja að svara þessum þörfum. Henni ber að kenna fólki um eilifa lífið líka, huga að framtíðinni og leysa frá synd. Henni ber að flytja boðskap til þess að fólk geti lifað f heimi þar sem hið illa er svona raunverulegt." Samskipti við útlönd „Kirkja mín á marga vini um viðan heim. Þeirra á meðal eru islenskir kristniboðsvinir. Við eigum lika góða vini i Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Þýskalandi og Ameríku. Það eru um það bil átján systurkirkjur að hjálpa okkur. Mekane Yesus kirkjan á einnig aðild að Al- kirkjuráðinu og er í Lútherska heimssambandinu. Hún á náið samstarf við nágrannakirkjurn- ar i Afriku, t.d. i Tanzaníu og Kenýa. Sambandið við útlönd er mjög gott.“ Starfsmenn Hversu marga presta og aðra starfskrafta hefur synóda Shetta á sínum snærum? „Einsog sakir standa eru 650 manns f fullu starfi i kirkju minni. Þeirra á meðal eru prest- ar, kennarar, prédikarar og ýms- ir fleiri. Fjölmargir vinna tíma- bundið sjálfboðaliðastarf. Segja má að meira en þúsund manns séu að starfi í kirkjunni. Þrátt fyrir marga sjálfboðaliða er þörf fyrir mörg launuð störf og það kostar vitanlega peninga. Hluta fjármagnsins þiggjum við af erlendum vinum en söfnuðir kirkjunnar leggja þó til sinn skerf, margir af veikum mætti. Nokkrir söfnuðir hafa náð því að sjá fyrir sér sjálfir. Borga sjálfir laun presta sinna og préd- ikara. Hinir fjármagna allir ekki minna en helming starfsins. Þjálfun starfskraftanna fór fram í tveimur skólum, Mekane Yesus skólanum og prestaskóla. Nú hefur prestaskólanum verið lokað og húsakostur hans þjóð- nýttur. Stjórnvöld fóru fram á að fá þann skóla til sinna nota, fyrir þróunarhjálp. Hinum skól- anum höldum við og þar er hægt að þjálfa marga af þeim, sem hjá okkur starfa. Við rekum líka fjölmarga bibl- íuskóia. 250.000 manns tilheyra Mekane Yesus kirkjunni á minni synódu. Synódunni er skipti nið- ur í 25 umdæmi og í hverju umdæmi er biblíuskóli. Stór hóp- ur fólks fær starfsþjálfun í þess- um biblíuskólum umdæmannaen í bígerð er að koma einum þró- aðri skóla á fót. Hann myndi koma í stað prestaskólans og á að geta hafið starf í janúar. Við sendum einnig fólk í heilbrigðis- skóla, sem er starfræktur af stjórnvöldum. Erlendir kristniboðar fá enn að koma til landsins ásamt starfsliði. Við störfum mikið með þeim.“ Óæskileg menningaráhrif? Telur Shetta að eþíópskri menningu standi ógn af þeirri menningu, sem erlendir kristni- boðar flytja með sér? „Svoleiðis vangaveltur eru bæði gamaldags og úreltar. Kristniboðarnir koma með fagn- aðarerindið. Þeir þurfa ekki að lita menningu okkar. Slíkt gat að vísu komið fyrir, fyrir 20—30 árum, og kom vissulega fyrir þá. En hvað er mennig? Felst hún ekki í því að þekkja greinarmun góðs og ills? menning. Það tíðkaðist t.d. með þjóð minni að menn urðu að hafa drepið a.m.k. einn mann til að mega giftast. Manndráp var for- senda hjónabands. Slíka „menn- ingu“ á að uppræta. Kristniboð- arnir unnu að því og ég geri það enn. Og ef þú kallar það vestræn áhrif að uppræta slíkt, þá býð ég slík vestræn áhrif hjartanlega velkomin. Því má heldur ekki gleyma að það er eitt af kennimerkjum lif- andi menningar þjóðar, að hún stendur ekki í stað, heldur breyt- ist. Menning okkar stóð ekki í stað áður en kristniboðarnir komu til okkar og hún gerir það ekki heldur f dag. Menningin breytist í tímans rás. Kristniboð- ar nútímans eru sér meðvitaðir um lifandi menningu okkar. Þeirra skylda er að boða fagnað- arerindið. ÖIl utanaðkomandi áhrif hljóta að breyta menningunni á einhvern hátt. Jafnvel kóka-kóla. Að hinu ber að huga að við eigum okkar sérkenni. Sálmarnir okkar hljóma t.d. öðruvfsi en ykkar sálmar. Við tjáum okkur á annan hátt í tónlist. Þessi sér- kenni viljum við varðveita og við vinnum að því að semja okkar eigin sálma.“ Lokaorö Að lokum hafði Alemu Shetta, biskup í Mekane Yesus kirkjunni, þetta að segja. „Ég er mjög glaður yfir því að hafa getað komið til fslands. Það er gaman að sjá landið og heim- sækja íslensku kristniboðsvin- ina. Við í Eþíópíu erum af hjarta Íakklát fyrir alla þá hjálp, sem slendingar hafa veitt okkur. Er þar skemmst að minnast aðstoð- arinnar þegar þurrkarnir miklu geysuðu I landi mínu. Ég man eftir mjólkurduftinu, sem við fengum frá ykkur. Við erum líka þakklát fyrir að hafa fengið senda kristniboða frá þessu litla landi. Við þökkum íslendingum innilega fyrir allt samstarfið og við vonum að þið haldið áfram að vinna með okkur, hjálpa okk- ur, standa með okkur. Næg eru verkefnin, sem bíða.“ Mekane Yesus kirkjan er mjög vaxandi. Engin kirkja í lútherska heimssambandinu hefur vaxið jafn ört á undanförnum tíu árum. Minnumst kristniboðsins og þessarar lifandi systurkirkju í bænum okkar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.