Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 B 7 VATNA JÖKULL I Grasveri um klukkan sjö að morgni. Komið yfir Skaftá. að huga að matnum, enda mann- skapurinn glorhungraður eftir daginn. Það var orðið mjög svalt þarna undir jöklinum og var eins gott að koma sér í öll fötin sem voru meðferðis. Um nóttina skipt- umst við á að vaka yfir hestunum. Mörgum kom þó ekki dúr á auga um nóttina því bæði var kalt og hvasst. Einnig höfðu menn áhyggj- ur af því hvernig okkur mundi reiða af daginn eftir þegar við færum yfir Skaftá. Við vöknuðum um klukkan sex og ákváðum að drífa okkur af stað á meðan lítið væri í ánni. Glampandi sól var og hætta á að um leið og hlýnaði myndi vatnsmagnið aukast í henni. Haraldi, aldursforseta hópsins, Gesti og Andreasi var falið að kanna vöðin á ánni, en þarna upp undir jöklinum skiptist hún í ótal kvíslar. Við hin gættum hestanna á meðan. Sem betur fór var lítið í ánni og gekk vel að finna vöð og koma hestum og mönnum yfir. Varla er hægt að segja að vatnið hafi náð upp í kvið. Kristinn Siggeirsson kemur til sögunnar Þegar við vorum rétt ókomin yfir að bakkanum austan megin sáum við hvar maður stóð upp á Tröllhamri. Þarna var kominn Kristinn Siggeirsson bóndi að Hörgslandi á Síðu. Við höfðum mælt okkur mót við hann þarna og áttum von á að Jónas bílstjóri væri með honum. En bíllinn hafði ekki komist þessa leið og hafði Kristinn því tekið til bragðs að ganga. Hann hafði gengið frá klukkan hálf sjö um morguninn til klukkan tíu og verið mættur á þeim tíma sem hann hafði sagt til um. Þarna urðu fagnaðarfundir og gleði ríkti yfir því að vera komin yfir þessa mestu farartálma í ferð- inni. Kristinn tjáði okkur að frá því kvöldið áður hefði minnkað í Skaftá um hálfan metra. Ferðin yfir hraunið gekk hægt og sígandi, því þrátt fyrir að þarna væri búið að leggja veg þurfti að fara fót fyrir fót í hvössu hrauninu. Kristinn benti okkur á nýjan kofa í Hrossatungum og við ákváð- um að gista þar í stað þess að fara í Blágil, eins og upphaflega var fyrirhugað. Húsið var nýtt og mjög notalegt. Það var í hraunjaðri og í mýrinni var góður hagi fyrir hrossin. Næsta dag fórum við í bílnum að Laka. Við gengum á Laka og nutum góðrar leiðsagnar Kristins, sem þekkir hvern stein á þessum slóðum. Leiðsögn hans gaf ferðinni svo sannarlega aukið gildi. Lena og Gísli höfðu áður gengið á Laka og urðu því eftir og gættu hross- anna. Af Laka sáum við vítt og breitt um landið. Við sáum inn í Grasver og Fögrufjöllin blöstu við okkur. Við sáum gígaraðirnar mjög vel, bæði til norðausturs og suðvesturs. Jökullinn var tignarlegur og Hvannadalshnúkurinn gnæfði yfir allt. Einnig voru nokkrir gígar skoðaðir. Þegar ákveðið var að setjast niður og fá sér kaffi koir í ljós að fína kaffibrauðið sem við höfðum haft fyrir að smyrja hafði gleymst. Þótti mönnum það súrt í broti og skiptu á milli sín nokkrum súkkulaðimolum og brjóstsykri til að seðja sárasta hungrið. Lena og Gísli stóðu á hlaðinu í Hrossatung- um með bitaboxin þegar við kom- um til baka og hvarf brauðið eins og dögg fyrir sólu ofan í mann- skapinn. Á leiö til byggða Daginn eftir fórum við eftir hraungötum og eftir það voru reið- göturnar eins og best verður á kosið. Við fórum eftir grösugum heiðlöndum og hestarnir nutu þess að hafa mjúkt undir fæti. Nú var Kristinn á heimavelli og fræddi okkur um örnefnin þarna, sem mörg eru sérkennileg. Við áðum við eyðibýlið Eintúnaháls og skoð- uðum bæjarhúsin. Það var gott að vera kömin í byggð og líklega hefur hestunum fundist það líka. Þegar halla tók niður í móti varð mjög erfitt að hemja þá. Þeir vildu helst fara á stökki og það var ekki fyrr en við komum niður að hliði, rétt fyrir ofan Kirkjubæjarklaustur að okk- ur tókst að stöðva þá, svo hægt væri að ríða settlega í hlað. Lárus Valdimarsson og Sólrún á Klaustri tóku vel á móti okkur. Við gátum komið öllu dótinu okkar fyrir í fjárhúsinu og síðan var farið með hestana í girðingu. Og þeir höfðu það aldeilis gott. Nú urðu giannaskipti í hópnum. Valgerður og Gestur voru kvödd með söknuði, en þau gátu ekki verið lengur með okkur. í þeirra stað komu þau Ari Einarsson bróð- ir Gests og Þórdís Bjarnadóttir. Gist var á hótelinu. Fannst sumum orðið nokkuð brýnt að komast í bað og hófst hóteldvölin á því að fara í sturtu og taka síðan góðan sundsprett fyrir matinn. Við vorum um kyrrt næsta dag á Klaustri. Þar var úrhellisrigning og deginum að mestu eytt í róleg- heit. Þó þurfti að byrgja sig upp af mat og athuga með járningu á hestunum. Karlarnir fóru í járn- ingarnar, sem er reyndar eitt af aðaláhugamálum sumra þeirra. Lítið var um að hestarnir hefðu orðið fyrir meiðslum á leiðinni. Þó hafði það komið fyrir. Moldi í eigu þeirra Margrétar og Kristjáns hafði verið meira og minna haltur frá upphafi ferðar. Hann var mjög slæmur þegar komið var að Klaustri. Tálgað var í hófinn á honum og létti honum nokkuð við það, en þó var ákveðið að skilja hann eftir. Haldið heim á leið Kristinn Siggeirsson, Sigurður sonur hans, Lárus og Sólrún og dætur þeirra tvær og Guðjón bóndi á Fossi á Síðu fylgdu okkur áleiðis þegar við lögðum aftur af stað sunnudaginn 28. júlí. Úr þessu varð hin skemmtilegasta ferð og við nutum góðs af því hve fólkið þekkti vel landið. Lárus fór t.d. með nokkrum okkar ríðandi inn í Fjaðrárgljúfur, sem er hrika langt og hrikalegt gljúfur, ákaflega fal- legt. Við bæinn Skaftárdal kvödd- um við fylgdarfólkið með von um að hitta það aftur. Næstu nótt var hestunum komið fyrir að Ljótarstöðum í Skaftár- tungu. Við fórum í bílnum að Hrífunesi og gistum þar í gömlu félagsheimili og tjaldi. Ásgeir á Ljótarstöðum og ungur vinnumaður úr Hafnarfirði fylgdu okkur áleiðis daginn eftir. Eftir að hafa kvatt þá var stefnan sett á Mælifellssand og í Hvanngil. Dimmt var yfir og þoka og lentum við í örlitlum villum. Við höfðum lent á röngum vegaslóða sem við vissum ekki að væri til og vegna þoku og dimmviðris ekki tekið eftir rétta slóðanum. Það tók nokkra stund að sannfæra alla um að við værum í rauninni villt, en það tókst og um það leyti létti til og við sáum í Mælifell. Þá var tekin stefnan þvert yfir sandinn. Þegar komið var í Hvanngil var hestun- um beitt og síðan komið fyrir í gerði fyrir utan kofann. Úr Hvanngili var ferðinni heitið í Hungurfit. Við áðum þegar við vorum komin yfir Markarfljót á Króknum. Eftir að nestinu hafði verið gerð skil fengu nokkrir sér blund í góða veðrinu. Okkur fannst tilvalið að slá upp grillveislu í Hungurfit. Fólki fannst engin ástæða að fara snemma að sofa þetta kvöld þar sem aðeins ein dagleið var eftir. Þótti tilvalið að vaka örlítið lengur og skemmta sér svolítið. Sagan endurtók sig daginn eftir þegar hestarnir fóru að nálgast byggð. Þeir vildu ólmir áfram. Aðaláningarstaðurinn þennan dag var við eyðibýlið Reynifell. Skammt frá Keldum kom stóð á móti okkur og lentum við í snún- ingum vegna þess að þrjú hross frá okkur fóru saman við. Rangá reyndist mesta stórfljótið á þess- ari löngu leið okkar og kom það mörgum á óvart. Kveðjustund Það var gott að koma í Gunnars- holt. Þar endaði ferðin og leiðir skildu. Við ákváðum að borða saman að lokum og taka lagið að skilnaði. Þegar verið var að borða renndi bíll í hlaðið. Þar var Moldi kominn og var gott til þess að vita að allur hópurinn, menn og hestar og hundur komust öll á áfangastað. Þrátt fyrir að það væri gott að koma heim var ekki laust við að söknuður gerði vart við sig. Allt hafði gengið svo vel og þessa daga hafði veðrið svo sannarlega leikið við okkur. Það var þakklátur hópur sem kvaddist á hlaðinu í Gunnars- holti og ef til vill hefur sú spurning leitað á marga: Hvert verður farið næst? Texti: Ásdís Haraldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.