Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 B 15 fyrir í einum sófa. I sumum sófum var fjölmennt, öðrum ekki. Og svo fengu húsdýrin í sumum tilfellum að kúra hjá heimilisfólkinu sínu. „Þetta er mamma með litlu systur, ég, pabbi og stóri bróðir,“ sagði einn hróðugur og bætti því við að hann ætti eftir að koma kisu ein- hvers staðar fyrir. Hún væri nú einu sinni í þessari fjölskyldu. „Ástæðan fyrir því að við kom- um fjölskyldunni á þennan hátt fyrir í einum sófa á sér skýringu og hún er tæknilegs eðlis. Þetta er langeinfaldasta aðferðin þegar maður er að byrja að vinna með leir,“ segir Anna Þóra Karlsdóttir, myndlistarkennari, sem leiðbeinir börnunum. Hún er annar tveggja kennara við barnadeildina. Á þessu námskeiði eru fimmtán börn á aldrinum átta til tiu ára, en í : skólanum er kennt börnum frá fimm ára aldri. Anna Þóra segir að reynt sé að hafa aldrei fleiri en fimmtán börn á hverju nám- skeiði þannig að örugglega sé hægt að sinna öllum. Alls eru sjö mynd- listarnámskeið í gangi fyrir börn í skólanum í vetur, en þar er einnig K myndlistarkennsla fyrir unglinga og fullorðna. Engin agavandamál „Kennslan hér er um margt frá- brugðin myndmenntarkennslunni í grunnskólunum. Hér er til dæmis ekki um að ræða nein agavanda- mál. Hingað eru allir komnir af fúsum og frjálsum vilja og kennsl- an er að því leyti til auðveldari. Hins vegar reynir þetta að sjálf- sögðu meira á kennarann í kennsl- unni sjálfri. Hér er um að ræða hreint og klárt myndlistarnám. Það er nauðsynlegt að geta boðið nemendunum upp á meiri og fjöl- breyttari kennslu en þau hafa kynnst áður. Aðstaðan hér i skól- anum er mjög góð og hér er hægt að gera alla hluti þess vegna,“ segir Anna Þóra. Hún leggur áherslu á að í kennslunni sé reynt að flétta saman vissum þekkingaratriðum Börn eru idin vid aö sækja alls konar au- katíma fyrir utan skóiann. Mörg leggja stund á tónlist eöa íþróttir, en þaö er Ifka alltaf mikill áhugi hjá börnum á myndlistanámi. Viö litum inn f tfma f barnadeildum Mynd- lista- og handföaskóla íslands og Myndlista- skólans f Reykjavfk fyrir skömmu og fylgd- umst meö kennslunni. Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir teiknar sjálfa sig á fjölsky Idumynd sína. og því að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín. „Aðalatriðið er að það sé ákveðinn tilgangur með hverju einasta verkefni og það þarf að blanda saman skemmtun og fróð- leik.“ „Það er erfiðast að gera hárið. Manni verður dálítið illt í puttun- um við að troða leirnum gegnum sigti,“ segir níu ára gömul stúlka sem situr og er að ljúka vinnu við sína fjölskyldu. Síðasta verkið felst í því að prýða fjölskylduna hári. „Það er allt í lagi með þá sem hafa liðað hár. Það er hægt að gera það með sigti. Það er verra með sítt, slétt hár og tagl. Ég held samt að þetta gangi,“ segir hún brosandi. Heitir litir og kaldir Aðeins til hliðar standa fjórar stelpur önnum kafnar við málara- trönur. Þær eru að glíma við að teikna fjölskylduna sína - i sófa - og eru að velta fyrir sér hvernig liti sé best að nota. „Það sem við höfum lagt mikla áherslu á að undanförnu er að kenna meðferð lita, kenna krökkunum að nota frumliti, kenna þeim að þekkja muninn á heitum litum og köldum, svo og blöndun lita,“ segir Anna Þóra. „í okkar nútímasamfélagi þegar myndin er að ryðja sér til rúms hvarvetna er mikið atriði að kenna börnunum að skilja hana og skoða. Það er mjög mismunandi eftir börnum hvernig þau taka svona kennslu og þá er oftast hægt að leyta skýringa í umhverfi þeirra. Þau mótast af viðhorfum sinna nánustu í þessum efnum eins og öðrum.“ Og það er ekki annað að sjá en nemendur Önnu Þóru í þessum tíma sem við litum inn í væru sólgnir i fróðleik um myndir og mót. Hvarvetna var unnið af miklu kappi. Texti: Elísabet Jónasdóttir Myndin Árni Sæberg c Það hefði verið nær að banna hana innan tólf ára. Einn gat nefnilega ekki sofnað eftir að hann sá hana. Samt voru það bara vondu kallarn- ir sem voru drepnir... Að læra að skoða og skilgreina „Það sem maður er fyrst og fremst að reyna að gera á þessum námskeiðum er að fá krakkana til að horfa svolítið í kringum sig og læra að skoða hlutina og skilgreina sjálf. Þetta er ekkert föndur, held- ur alvöru myndlistarnám." Þetta eru orð Sóleyjar Eiríksdóttur, leir- listakonu, sem undanfarin fimm ár hefur kennt barnadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Sóley kennir einnig við keramik og skúlpt- úrdeildir skólans, auk þess sem hún hefur sitt eigið verkstæði. „Við byrjum alla tíma á því að ræða saman og ég legg fyrir þau verkefni dagsins. Oft hvet ég þau svo til að skoða bækur eða önnur kennslugögn sem við höfum hér hjá okkur og tengjast verkefnun- um. Þau hafa oft gaman af því að sjá hvernig meistararnir með- höndla hluti sem þau gjörþekkja og átta sig þá á því að það er hægt að fara með hvern hlut á marga ólíka vegu. Það er að sjálf- sögðu misjafnt eftir aldri og getu hvernig ég legg verkefnin fyrir, ég fer mun nánar í hlutina með þeim eldri." „Það er mikið atriði að nemend- urnir fái að prófa að vinna með sem flest efni og læra til dæmis hvernig mismunandi litir gefa mismunandi áhrif,“ segir Sóley. „En það er ekki okkar markmið að reyna að búa til neina myndlist- arsnillinga. Mér finnst tilgangin- um vera náð ef barnið lærir að skoða hlutina. Og ég reyni að Berglind Kiradóttir og Arnþór Guðlaugsson. Hann átti eftir að setja saman risaeðlu. Ingibjörg Böðvarsdóttir með kisu. Það voru fjörugar umræður við borðið meðan leirinn var mótaður. Hér sést yfir hópinn. kenna þeim að vera ekki fordóma- full gagnvart listinni, eins og maður sér svo oft. Börn geta verið ótrúlega hneykslunargjörn þó þau séu yfirleitt mjög opin.“ Fjörugar umræöur Sóley segist reyna að fá þau til að spjalla saman í tímunum og umræðurnar séu aldrei fjörugri en þegar þau séu að vinna með leir. „En það verður náttúrlega að passa upp á að þau fái eitthvað út úr kennslunni sem slíkri og ég reyni að glæða áhuga þeirra á verkefnunum ef mér sýnist að hann sé eitthvað að dofna. Það getur verið erfitt fyrir svona unga krakka að einbeita sér í langan tíma og þá getur verið gott að líta upp í nokkrar mínútur." Það hafa verið nokkuð skiptar skoðanir um aðferðir í myndlistar- kennslu barna, eins og svo mörgu öðru. Sumir hafa til að mynda talið rangt að segja börnum nokkuð til í myndlist; þau eigi bara að þreifa sig áfram sjálf þannig að hæfileik- ar þeirra verði ekki bældir. Um þetta segir Sóley:„Ég tel hið eina rétta vera að ýta við þeim. Maður- inn er þannig gerður að hann er alltaf að vonast eftir framför. Ég reyni því eins og ég get að hjálpa þeim við að komast áfram, komast yfir á næsta stig, ef svo mætti segja. Þetta er til dæmis hægt að gera með því að sýna þeim bækur, fá þau til að spjalla um vandamál- ið eða þreifa á hlutunum. Þau verða hins vegar að finna sinn sannleika sjálf. En það verður ekki fram hjá því litið að mesti vandinn í kennslunni felst í því að meta hverju sinni hversu mikið maður á að leyfa sér að skipta sér af þeim.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.