Morgunblaðið - 10.11.1985, Síða 37

Morgunblaðið - 10.11.1985, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS t nn/Mnn UhJ'U If Bréfritari segir að vandamál okkar íslendinga í umferðinni sé slök löggssla og þvf muni það ekki leysa neinn vanda að gera ökunámið að skyldugrein. B $f A útiiJf Glæsibæ, sími 82922. Engin lausn að gera ökunám að skyldugrein Nýlokið er umferðarviku hér í Reykjavík og eiga þeir þakkir skil- ið, sem að henni stóðu. En hvað skilur svona umferðar- vika eftir? Það er sama hvað lítið það er, ef það er jákvætt, þá er tilganginum náð. Og það eitt, að ná slysalausum degi hér í Reykja- vík, er ekki svo lítið. Mikið hefur verið skrifað um þessa umferðar- viku í blöð að undanförnu, og viðtöl og umræða í útvarpi og sjónvarpi. Augu manna beinast oft að ökunáminu og ökukennslunni, þegar fjallað er um umferðarmál, eða þegar slysaalda gengur yfir. Svo er einnig nú, þar á meðal hafa tveir talsmenn einkaframtaksins séð þá Iausn eina, að gera ökunám- ið að skyldunámsgrein í fram- haldsskólum. Þetta kom fram í ágætri grein, sem Salome Þorkels- dóttir, alþm., skrifaði í Morgun- blaðið 11. okt. sl. um umferðarmál. Það sama kom fram í útvarpsvið- tali við Katrínu Fjeldsted, borgar- fulltrúa, í lok umferðarviku í Reykjavík. Okkur, sem erum stuðningsmenn einkaframtaksins, finnst það dálítið hjákátlegt að á sama tíma og talað er um að draga úr ríkisútgjöldum, skuli ábyrgir aðilar vilja bæta þessum smá- pakka við ríkisbáknið, eins og ef allt ökunámið ætti að fara inní skólakerfið. í dag er gert ráð fyrir umferðar- fræðslu, bæði í grunnskólum og framhaídsskólum, en mér er nær að halda að þessi kennsla sé nánast engin eða hálfgert kák í fram- kvæmd. ökukennarar kenna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um og rækja sín störf af sam- viskusemi. Sú fræðsla, sem verð- andi ökumenn eiga kost á í dag er meiri en nokkru sinni, en það er ekki þvf opinbera að þakka, heldur samtökum ökukennara, þ.e. öku- kennarafélagi Islands og einstök- um ökukennurum. Síðan 1968 hef- ur Ökukennarafélag íslands rekið myndarlegan ökuskóla hér í Reykjavík, sem langflestir öku- nemar á Stór-Reykjavíkursvæðinu sækja. Þá reka einnig einstakir ökukennarar ágæta ökuskóla fyrir sína nemendur bæði hér í Reykja- vík og á Akureyri. En þessir skólar hafa aldrei fengist viðurkenndir af því opinbera, frekar en samtök ökukennara, þ.e. ökukennarafélag íslands, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir félagsins. ökukennarar hafa gert róttækar tillögur um ökukennslu og mennt- un ökukennara, þ.á m. að skylda væri að sækja námskeið í um- ferðarfræðslu í ökuskóla, og að ökunemar skuli fá einhverja lág- marksþjálfun f akstri, t.d. 17 til 20 kennslustundir. Þegar fyrsta reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna o.fl., var samin, voru þeir menn, sem hana sömdu svo framsýnir, að þeir töldu lágmark að verðandi ökumaður fengi 24 kennslustunda þjálfun f akstri. Þetta var síðar fellt úr reglugerð- inni, og hefur aldrei fengist leið- rétt síðán. Þá hafa ökukennarar gert tillög- ur um menntun ökukennara, þ.á m. að verðandi ökukennari fengi verklega kennslu hjá starf- andi ökukennara að loknu nám- skeiði f hinum fræðilegu greinum og gengist síðan undir verklegt próf, fengi síðan starfsþjálfun hjá starfandi ökukennara og ökuskóla, áður en löggilding væri gefin út. Vandamál okkar í umferðinni er ekki það að ökumenn þekki ekki lög og reglur. Orsakir eru margar og meðal annars við sjálf. Bðrnin okkar haga sér nefnilega eins f umferðinni og við gerum, svo ein- falt er það. En meginorsökin er löggæslan. Umferðarlöggæsla hér, t.d. á Reykjavíkursvæðinu, er nánast engin, nema þá radarmælingar. Allt sem heitir almenn löggæsla með umferð eins og t.d. lagningu ökutækja, svo eitthvað sé nefnt, er nánast engin. Eg held að það hafi verið stærstu mistök, sem gerð hafa verið þegar löggæslan var tekin úr höndum bæjar- og sveitarfélaga og færð til ríkisins. Fljótlega eftir þessa breytingu mátti sjá að slakað var á, og lög- gæslan breyttist. Fámenni lögregl- unnar er nú slfkt, að ekki nær nokkru tali, og bitnar það fyrst og fremst á umferðinni. Þetta er að mínu viti stærsti þátturinn í umferðarvandamáium okkar. En margt fleira mætti nefna, eins og fjársvelti umferðar- ráðs, og ég vil segja steinaldar- hugsunarháttur um allt, sem að umferðarmálum lýtur, og eiga þar sök bæði ráðamenn þjóðarinnar, bæjar- og sveitarfélaga. Nei, við leysum ekki umferðarvandamálin með þvi að gera ökunámið að skyldunámsgrein í framhaldsskól- unum, rfkið hefur nóg á sinni könnu. Þau verða aðeins leyst með samstilltu átaki, en fyrst verður að opna augu steinaldarmann- anna, sem mestu ráða, þar á ég við löggjafann og það ráðuneyti, sem umferðarmálin heyra undir. Það hefur oft verið sagt að góðir vegir væru arðbær fjárfesting, slysalaus umferð er enn arðbærari fjárfesting, en til þess þarf stór- átak margra aðila. Birkir Skarphéðinsson Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS „Forvitinn“ hringdi: Eg sé f fjárlögum að rúmar 200 þúsund krónur eru ætlaðar vegna fálkaorðunnar. Mig langar til að vita hvernig þessum peningum sé varið — hvort þetta séu laun þeirra sem standa að veitingu orðunnar og hverjir séu í orðu- nefnd. Svar vegna fyrirspurnar um féð til hinnar íslensku fálkaorðu: 1. Það fé sem hinni islensku fálkaorðu er ætlað á fjárlögum hvers árs er að sjálfsögðu notað til að standa straum af orðuveit- ingum til íslenskra og erlendra ríkisborgara í samræmi við til- lögur orðunefndar. 2. Orðunefnd er ólaunuð með þeirri undantekningu að orðurit- ari þiggur laun sem nema kr. 1.967 á mánuði. 3. Orðunefnd skipa: Friðjón Skarphéðinsson, formaður, dr. Guðrún P. Helgadóttir, Halldór Reynisson, ritari, Ludvig Hjálm- týsson og óttarr Möller. Vara- maður er dr. Jónas Kristjánsson. Halldór Rey nisson, orðuritari. Sandblástur Nýja DRESTER sandblósturstaekið hreinsar burt ryð, fljótt og örugglega, án ryks. Átta sérstaklega formuð blástursmunnstykki gera þér kleift að komast að tyðinu nær hvar sem er. Blástursspíssinn er úr 100% hreinu volframkarbid, sem er sérlega sterkt og þolir því mjög mikið álag. Ómissandi tækninýjung! Remaco hf. Skeifan 5. Sími 37711. m—r^"1"" "■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.