Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NOVEMBER1985 fÓIK í fréttum FYRIR 35 ÁRUM Sigríður Sigurðardóttir tók sig vel út þar aem hún setti á sig skautana. Þegar bladamaður kom við hjá Sigríði sem nú starfar í versluninni Gullfoss mundi hún vel eftir atvikinu. „Ég hef verið ellefu ára og ég man einmitt eftir þessu þegar hann Ólafur K. Magnús- son kom og tók myndirnar. Þetta gerði þessa skauta- ferð frábrugðna öllum hinum, en svona þegar allt var með felldu fór maður einu sinni til tvisvar á dag á skauta. Það var líf og fjör á Tjörninni (þá daga." A skautum árin 1950 og 1951 Morgunblaðið/Öl.K.Magn. Stúlkan fyrir miðju er Guðrún Agnarsdóttir og líklega þarf vart að segja það, svo lík er hún sjálfri sér á myndinnL Þvf miður vitum við ekki önnur deili á stúlkunum við hliðina en að þ*r heita Edda og Svala. Eins og sést er önnur þeirra klædd koti og heilsokkum. „Flestar stúlkur og sumir drengir voru á þessum tíma klæddar í heilsokka úr bómullarefnum eða ull. Þeir náðu upp á læri og voru með tölum. Kotin voru Ifka úr bómull og oftast með töhim og svo var teygja eða sokkaband á milli,“ sagði Guðrún. Þetta var í fyrsta skipti sem mynd af mér birtist í blöðunum — sagði Guðrún Agnarsdóttir, alþingismaður Svipmyndir af fyrsta skautasvellinu 1951, en þvf miður þekkjum við ekki öll andlitin og getum því ekki birt nöfnin. Ef einhver vill bæta um betur og gefa okkur þær upplýsingar væri gaman að birta myndirnar aftur með nöfnum. Nei, þessi! Já, ég man sko eftir honum! En hvað það er gaman að þessu. Hún hérna þessi var með mér í sumarbúðum, hvað varð nú aftur um þennan? Það eru þrjátíu og fimm ár síðan þessar myndir voru teknar, en þegar við fórum á fund Guðrúnar Agnarsdóttur alþingismanns sem við þekktum á einni af myndunum var ekki að sjá að svo langur tími væri liðinn síðan ólafur K. Magn- ússon var á ferðinni við Tjörnina að taka myndir, svo ljóslega mundi hún daginn. — Ég man svo vel eftir þessu og okkur þótti þetta mjög merki- legt og vorum einmitt að ræða það að kannski kæmumst við í blöðin. Ég hef verið átta eða níu ára gömul og þetta var í fyrsta skipti sem mynd af mér birtist í blöðunum. Að fara á skauta var eitt af því sem var fastur liður í tómstundum okkar félaganna í miðbænum og líka að fara á skíði á Arnarhól. Stundum kom það fyrir að maður fór á skíði upp á Skálafell, en það þótti langt upp í sveit. — Hvað er það sem kemur fram í hugann þegar þú lítur til baka til þessa tíma? — Ég man að þarna var nýbúið að breikka Lækjargötuna því menntaskólatúnið sem maður renndi sér á var minnkað. Ég hitti líka hrekkjusvín á þeim slóðum og sá fundur endaði með því að ég tapaði stígvélinu minu í forina þegar breytingarnar stóðu yfir og fór skælandi heim. Hlíðarnar voru í byggingu man ég, því það stóð til að við flyttum þangað. Geysisslysið kemur upp í hug- ann því ég man að það ríkti mikill samhugur í kringum það. Allir voru að ræða þetta og þegar það fréttist að mennirnir hefðu komist lifandi af man ég að fólk hljóp stað úr stað að tilkynna gleðifregn- ina. Það kom t.d. maður hlaupandi á móti mér þar sem ég var að labba og hrópaði yfir allt: Þau komust af... Þetta var á hvers manns vörum. Skömmtunarseðlarnir voru í fullu gildi, ég sótti þá oft og þeir giltu að mig minnir fyrir kaffi, sykri, smjöri og smjðrlíki. Þetta er svona það helsta sem leitar á hugann þegar ég hugsa aftur til þessa tíma. Jú, reyndar er það annað sem stendur ljóst fyrir hugskotsjónum og það er kyrrðin sem ríkti á kvöldin. Þarna var sjónvarpið ekki komið til sögunnar og ég man þegar við heimilisfólið sátum hvert í sínu horni og lásum bækur. Það var í mesta lagi að útvarpið fengi að vera á og á laugardögum var það meiriháttar skemmtun að fá að hlusta á útvarpsleikritið. Ég held að fólkið hafi verið nær hvert öðru og hraðinn ekki sá sami og núna. Tengslin voru líka öðruvísi og fólkið bjó sér sjálft til skemmt- un. Skrítið að það skuli vera þrjátiu og fimm ár síðan þetta gerðist!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.