Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 B 11 Sænsk stjórnvöld þóttust vera aö minna menn á ágæti öryggishjálmanna þegar þau létu dreifa meöfylgjandi áróöursspjaldi. í Veröld í dag er fjallaö um umferöarmálin undir fyrirsögninni: Dauöi og örkuml OREIGARAUNIR KÖLD ER VIST í KOMMALANDI Síðustu tvo vetur hefur engin götulýsing verið í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. Sporvögnum og strætisvögnum var fækkað og sjaldgæft var að sjá þá á götunum eftir klukkan átta á kvöldin. Bens- ínið var skammtað og almenningi skipað að spara orkuna. Yfirvöldin létu þau boð út ganga, að bannað væri að nota ísskápa og ryksugur, eldavélar og rafmagnsofna nema i stutta stund á degi hverjum og skortur var á vatni, jafnt köldu sem heitu. Lyftur i stórum íbúða- blokkum virkuðu ekki og gamalt fólk og lasburða komst oft ekki út úr húsi svo dögum skipti. Jafnvel sjúkrahúsin voru án nokkurs hita, og eðlilegra sjúkragagna. Segja má, að rúmenska orkukerfið hafi þvi sem næst verið lagt á hilluna. Ráðamenn i Rúmeníu kenndu veðurfarinu um og vissulega var síðasti vetur mjög harður í Aust- ur-Evrópu og sérstaklega í Rúmen- íu. Auk þess ollu þurrkar því, að vatnsaflsstöðv- arnar skorti vatn og áætlanir um kolavinnsluna stóðust ekki. Allt þetta olli þvi, að þjóðin var ekki búin undir harðan vetur. Að þessu sinni ætla yfirvöldin þó að vera við öllu búin. Ce.ausescu, forseti og flokks- leiðtogi, hefur sett nafn sitt undir lög, sem jafngilda neyðar- ástandslögum, en þar segir, að neyðarástandi verði lýst yfir i öll- um orkugeiranum og að herinn munni fara með yfirstjórnina". Raunar hafa hermenn nú þegar verið skipaðir í stöður i mikilvæg- um orkuverum og ekki aðeins til að sjá um, að reksturinn gangi snurðulaust fyrir sig, heldur einn- ig til að „koma i veg fyrir ýmis atvik, sem geta valdið skaða, og fylgjast með því að starfsfólkið hlíti settum reglum og aga“. Ráðherrarnir sem báru ábyrgð á orkukerfinu, hafa að sjálfsögðu verið reknir „af þvi að þeim tókst ekki að standa við framleiðslu- áætlanir". Þeir, sem kunnugir eru ástand- inu i Rúmeníu, segja, að neyðar- ástandslögin muni samt sem áður litlu breyta. í fyrsta lagi er mið- stýringin allsráðandi i rúmenskum efnahagsmálum og völdin að mestu á einni hendi, hjá Ceausescu forseta. Hann semur sjálfur áætl- anirnar, sem margir hagfræðingar segja um, að séu út í hött og nefna sem dæmi, að i fyrra ákvað hann að kolavinnslan skyldi aukin um rúmlega 50%. Samkvæmt fréttum, sem hafa borist til Búkarest frá landsbyggð- inni, hafa verkamenn haft þann háttinn á að þeir fylla flutninga- vagnana með lélegum kolum og jafnvel múrsteinum til að standa við kvótann. Þeir eiga heldur ekki margra kosta völ. I lögum frá því i september segir, að ef verkamenn- irnir geti ekki fyllt kvótann skuli þeir sviptir helmingi laun- anna. Nú hefur herinn verið feng- inn til að sjá um, að kolin séu not- hæf og að halda uppi aga. Það er erfitt að gera sér glögga grein fyrir hve alvarleg óánægj- an er meðal al- mennings i Rúm- eniu. Stéttarvit- und er lítil meðal verkamanna, ólíkt þvi, sem er í Póllandi, engin öflug kaþólsk kirkja og engir skipulagðir stjórn- arandstöðuhópar. Á 20 ára valda- ferli sinum hefur Ceausescu forseti komið upp svo viðamiklu eftirlits- og njósnakerfí i landinu, að fólkið er sem í fjötrum og frjálst framtak er kæft þegar í fæðingu. — JUDY DEMPSEY A FARALDSFÆTI Þeir sækja sjóinn á grískum fiskibátum, eru vinnufólk á heimilum fína fólksins í Róm og erja akrana í Katalóniu. Þeir eru ólöglegir innflytjendur, aðallega frá Norður-Afríku en einnig í vax- andi mæli frá Asíu, hafa ekkert atvinnuleyfi, enga áritun, ekkert vegabréf. Þeir geta aldrei verið öruggir um sinn hag og eru óvel- komnir og miskunnarlaust arð- rændir. Á Ítalíu eru ólöglegir innflytj- endur 600.000 talsins, 300.000 á Spáni og fjölgar stöðugt, sem flýja fátæktina í átthögum sínum í von um betra líf annars staðar. f Norð- ur-Ameríku eru þeir nokkrar millj- , ónir og hundruð þúsunda í Vestur- Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu og Svíþjóð. í skýrslu, sem Vinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út um þetta mál, segir, að það sé ekki á færi einstakra ríkisstjórna að fást við það vandamál, sem þessir fólks- DAUÐI OG ÖRKUML Íbreskum sjónvarpsþætti nú fyrir skemmstu var fjallað um það, sem kallað var „Meinið mesta á vorum dögum“, og kom þar fram, að fórnarlömb þess væru aðallega karlmenn og flestir í blóma lifsins, 6.000 í Bretlandi á siðasta ári, 50.000 i Bandarikjunum og rúm- lega fjórðungur milljónar um heim allan. Þarna var ekki átt við al- næmið, heldur umferðarslysin. Á þessari öld hafa um 10 millj- ónir manna fallið i valinn á vegun- um og er það aðeins sambærilegt við það, sem mest gerist i ægileg- um náttúruhamförum, hungurs- neyðum, sjúkdómsfaröldrum og styrjöldum. Bandarikjamenn hafa t.d. misst fleiri menn af völdum umferðarslysa en ófriðar, 2.100.000 á árunum 1913—1976, eða þrisvar sinnum fleiri en látist hafa i öllum styrjöldum, sem Bandarikjamenn hafa háð. Eru þá taldar með tvær heimsstyrjaldir, Kóreustriðið og Vietnamstriðið. BLAÐAMATVR: I>að þykir tíðindum sæta þegar innborin kona eins og þessi þýska hérna gengur í „karimannsstarf" en aítur á móti minni tíðindi og raunar sjilfgert þegar farandverkafólkið, sem er að flýja eymdina beima fyrir, kemst einungis þar í vinnu sem störfin eru erfiðust ogsóðalegust Listin að lifa á bágindum meðbræðranna flutningar eru. Skorður, sem reistar eru við innflutningi fólks í einu landi, beina bara straumnum til einhvers annars þar sem innflytj- endalögin eru frjálslegri. Suður-Evrópuþjóðirnar, sem lengi hafa séð þjóðunum i norðan- verðri álfunni fyrir vinnuafli, verða nú sjálfar að glíma við flóðöldu útlendra verkamanna. Vissulega væri unnt að herða vegabréfaeftir- litið en það myndi þá bitna á ferða- iðnaðinum, sem er mikil gjaldeyris- uppspretta fyrir þessar þjóðir. I Suður-Evrópu er sjaldan gripið til þess að flytja fólk nauðungar- flutningi. Árið 1982 voru 2800 út- lendingar reknir frá Spáni og hafði þriðjungur þeirra gerst sekur um einhvern meiri glæp en vera vega- bréfslaus í landinu. Það sama ár voru 5000 manns reknir frá Ítalíu og 15.000 samþykktu sjálfir að hverfa á brott. Á sama tíma komu a.m.k. tíu sinnur fleiri ólöglegir innflytjendur til þessara landa sem „ferðamenn" eða „námsmenn” en með það fyrir augum að finna at- Útlendingarnir vinna þau verkin, sem minnst er greitt fyrir, sóðalega aOGHHLT i KVÖLD. ATTI W) \ÆRW RÓLE6T HJp PÉR , ~ Hinar blóði drifnu bílaslóðir Fólk nú á dögum tekur umferð- arslysunum með ótrúlegu jafnað- argeði og þau þykja varla frétt- næm nema þegar þau verða mörg á sama stað og stundum, eins og t.d. þegar 13 manns létust i margra bíla árekstri i Bretlandi i fyrra mánuði. Allir vita, að aksturinn verður vandasamari en ella i þoku og myrkri, og þegar viðnámið minnk- ar milli hjólbarðanna og götunnar. Það vita líka allir, að við þessar aðstæður ber að fara varlegar og aka hægar. Þegar ekið er hægt verða árekstrarnir ekki eins alvar- legir og jafnvel þótt þeim fjölgaði yrði skaðinn minni. Að þessari niðurstöðu komust menn eftir tiu ára athugun á umferðarslysum i Ontario í Kan- ada. Þar reyndust árekstrarnir vera fæstir i febrúar en flestir í ágúst og munaði þó miklu meira um hve alvarleg slys voru fleiri i siðarnefnda mánuðinum. I febrúar voru þau rúmlega 80 en nærri 200 í ágúst. Rannsóknir i Sviþjóð segja sömu söguna. Þessar niðurstöður virðast vissulega vera i meira lagi undar- legar en dr. John Adams, fyrirles- ari við Lundúnaháskóla, tekur svo djúpt f árinni í bók um umferðar- mál, sem nýlega er komin'ut, að hann segir, að „ef allir vegir væru lagðir efni, sem hefði ekki meira viðnám en is, myndi umferðarslys- unum stórfækka". Margt fleira forvitnilegt kemur fram i bók dr. Adams, og þótt ekki falli það öllum jafn vel i geð þá eru athuganir hans studdar óvéfengjanlegum tölum og rökum. Hér má nefna nokkuð: Þegar umferðin eykst, fækkar dauðaslysunum verulega; litlir bílar lenda í færri slysum en stórir bílar; dauðaslysunum hefur fækk- að í Bretlandi síðan hraðatak- markanir, sem settar voru i orku- kreppunni voru afnumdar; Á Ber- munda-eyjum, þar sem hámarks- harðinn er 30 km á klst., eru umferðarslysin tiltölulega fleiri og alvarlegri en i Bretlandi og það á einnig við um Bandaríkin þar sem hámarkshraðinn er ekki aðeins minni en f Bretlandi, heldur veg- irnir lika betri. Og ekki eru til ótvíræðar sannanir fyrir þvi, að hjálmarnir, sem vélhjólamenn eru skyldaðir til að bera, hafi bjargað mörgum mannslffum. - RICHARD BOSTON og hættulega vinnu, sem innfæddir vilja ekki sjá þótt atvinnuleysið hafi sjaldan eða aldrei verið meira. í skýrslunni fyrrnefndu segir, að eftir að ítalskar konur fóru að leita út á vinnumarkaðinn hafi eftir- spurnin eftir þjónustufólki á heim- ilum stóraukist, eftirspurn, sem innlent vinnuafl vill ekki eða getur ekki annað. Þessi eftirspurn er hins vegar kostaboð, sem ungar stúlkur frá þriðja heiminum eru óðfúsar að taka. Ólöglegi vinnumarkaðurinn er einnig vettvangur fyrir alls kyns glæpastarfsemi. Innflytjendur frá þriðja heiminum fá oft aðstoð glæpamanna í Suður-Evrópu við að komast til Frakklands eða Sviss en glæpamennirnir sjálfir fara sjald- an til þessara landa og því erfitt að koma lögum yfir þá. Nýlega kom lögreglan á Italíu upp um glæpa- hring, sem fékkst við að smygla ungum, afriskum stúlkum til borga í Evrópu þar sem þær stunduðu vændi. Háar sektir eru við því að hafa ólöglega innflytjendur í vinnu en þessir útlendingar eru yfirleitt við störf þar sem armur vinnueftirlits- ins og verkalýðsfélaganna nær ekki til og „svarti vinnumarkaðurinn" heldur yfir þeim hlífiskildi. f skýrslu SÞ eru litlar líkur tald- ar á, að unnt verði að ráða við þetta vandamál og ástæðan er sú, að stöðugt dregur sundur með ríku þjóðunum og þeim fátæku. -THOMAS LAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.