Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986
15
ftjálsar hendur hvað varðar mynd-
eftii. Komin eru út frímerki eftir
þá Helge Rafn og Robert Jacobsen
og þykja listviðburður. Jón Aðal-
eftir Jóhann
Hjálmarsson
Síðastliðin þijú ár hefur Póst-
og símamálastofnunin leitað til ís-
lenskra listamanna í því skyni að
fá þá til að gera jólafrímerki. Þessi
ákvörðun útgáfunefndar frímerkja
hefur gefíð góða raun.
Jólafrímerkin 1983 eru verk Frið-
riku Geirsdóttur, 1984 teiknaði
Alfreð Flóki jólafrímerkin og 1985
eru þau með myndum eftir Snorra
Svein Friðriksson.
Það segir sig sjálft að jólafrí-
merki hljóta að sækja mjmdefni til
jólanna, hátíðarinnar sjálfrar með
boðskap um fögnuð og frið um alla
jörð eða tengjast henni með ein-
hveijum hætti. Ekki þykir þó við
hæfí að binda hendur listamanna
um of við túlkun jólanna. Engu að
síður hafa þeir lagt fyrir útgáfu-
nefnd frímerkja margar tillögur og
nefndin síðan valið úr þeim að höfðu
samráði við listamennina.
Jólafrímerkin 1985 eru að því
leyti frábrugðin jólafrímerkjum
1983 og 1984 að þau geta ekki
kallast trúarleg í venjulegum skiln-
ingi. Tákn þeirra er veturinn — tími
jólanna eins og listamaðurinn orðar
það. Að beiðni Póst- og símamála-
stofnunarinnar var hann eins og
hinir listamennimir beðinn að lýsa
myndefninu í fáeinum orðum. Hann
kaus að skýra merkin á eftirfarandi
hátt, en lýsing hans verkar minnsta
kosti á undirritaðan sem ljóð:
Vetrarmyndir íslands eru furðumyndir úr snjó.
Sólin kveikir ljós (snjókrístöllum.
Sryókom falla, mætast og mynda form
á hvítum fjallatindum, vörðu á heiðarbrún.
Fjallatindar eru vel til þess fallnir
að fá fólk til að horfa hærra en
gengur og gerist. Sú er þó ekki
alltaf raunin. Sumir kjósa heldur
að virða fyrir sér flatlendið. Og hve
oft hefur ekki varðan vísað mönnum
leið, beint þeim á rétta braut. Hún
er því dæmi um mannlegan mátt,
mannlega liðveislu, en fjallatindam-
ir vísbending um eitthvað æðra, það
sem rís upp úr og upp fyrir hið
smáa og hversdagslega. Þegar sólin
hefur kveikt ljós í snjókristöllum
færist helgi yfír sviðið.
Jólafrímerkin 1984 eru vissulega
óvenjuleg og það þarf stundum tíma
til að átta sig á slíkum hlutum.
Varast skyldi þess vegna að fella
dóm eða gagnrýna slík verk í fljót-
ræði, en um það em dæmi eins og
Jón Aðalsteinn Jónsson getur um í
frímerkjaþætti sínum í Morgun-
blaðinu 10. janúar sl. Hann skrifar
að flestir þeir sem við hann hafi
talað um jólafrímerkin telji þau
„algerlega misheppnuð sem slík“.
Nú veit ég ekki með vissu hveijir
hafa talað við Jón Aðalstein um
jólafrímerkin. En ég hef heyrt ýmsa
fara mjög lofsamlegum orðum um
þau og í þeim hópi eru þjóðkunnir
listamenn og aðrir dómbærir menn.
Hafí jólafrímerkin „komið sérlega
miklu róti á hugi margra" er það
vissulega leitt að heyra því að jólin
eru friðarhátíð sem kunnugt er.
Jólafrímerkin eins og önnur verk
Snorra Sveins Friðrikssonar verka
eftir því sem ég best veit vel á fólk.
Þau eru dæmi um kyrrð og jafn-
vægi, afar fágaða og vandaða <ján-
ingu listamanns.
Ég hef haft af því spumir að
safnarar meta jólafrímerkin að
verðleikum. í frímerlqaklúbbi
Skandinavíusafnara í Breiðholti þar
sem velja skyldi fallegasta frímerk-
ið 1984, varð annað jólafrímerkj-
anna (9 kr.) í öðru sæti. Fallegast
þótti merkið með Flugþrá, málverki
Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals.
Frímerki með listaverkum njóta
æ meiri vinsælda. Algengt er að
póststjómir leiti til listamanna
þegar um gerð frímerkja er að
ræða. Þannig hefur danska Póst-
og símamálastofnunin fengið lista-
menn þar í landi til að teikna frí-
merki og gefíð þeim algerlega
steinn segir líka í frímerkjaþætti
sínum að sú ákvörðun að fá lista-
menn til að teikna jólafrímerki
„verði vonandi upphaf að því, að
þeir fái fleiri verkefrii á þessu sviði".
Að þessu leyti eru hæg heimatökin
hjá Jóni Aðalsteini því að hann situr
sjálfur í útgáfunefnd frímerkja.
Sem slíkur hefur hann að sjálfsögðu
haft hönd í bagga með útgáfu jóla-
frímerkjanna 1985.
Ég vil ekki síst taka undir þau
orð Jóns Aðalsteins að gefa jáyrði
því sem er bæði „skemmtilegt og
frumlegt". Einnig spyr Jón Aðal-
steinn réttilega: „Og hvers vegna
þarf alltaf að fara troðnar slóðir?"
Jólafrímerki Snorra Sveins Frið-
rikssonar eru einmitt af þessu tagi,
í þeim er verulegur fengur fyrir
íslenska frímerkjaútgáfu.
„Frímerki með lista-
verkum njóta æ meiri
vinsælda. Algengt er að
póststjórnir leiti til
listamanna þegar um
gerð frímerkja er að
ræða.“
Höfundur er blaðafulltrúi Pósta
ogsíma.
Sendist til: P. Samúelsson & Co. hf. Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi.
-rn
'IT\
Þar sem vegirnir enda, byrjar goðsögnin um Land Cruiser. Þessi —i
vinsæli torfærubíll hefur löngu sannað að hann stenst öðrum fremur ^
íslenskar aðstæður.
í aflmikilli Turbó dieselvélinni sameinar nýjasta tækni mikinn kraft, —
^Xlitla eyðslu og ótrúlegt öryggi.
Rúmgóð nútíma innrétting og sterkur undirvagn uppfylla ströngustu
jn kröfur um þægindi og öryggi.
Þú gerir góð kaup í Toyota Land
Cruiser - það sannar reynslan.
Vinsamlegast sendið
frekari upplýsingar
NAFN.
TOYOTA^
Jólamerki íslenskra listamanna