Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. JANÚAR1986
Mao oddviti og fáein-
ir aðrir Kínverjar
Bókmenntir
Guðmundur Heiðar Frímanns-
son
Mao oddviti og fáeinir aðrir Kin-
veijar.
Ragnar Baldursson: Kína.
Mál og menning, 1985.
Kínaveldi er eitt af merkilegustu
ríkjum veraldar og kemur margt
til. Mannfjöldinn einn er ótrúlegur,
menningin framandleg og sambýlis-
hættir og viðhorf manna hver til
annars nokkuð á annan veg en við
eigum að venjast á Vesturlöndum.
Auk þessa hafa margvíslegar sam-
félagstilraunir Kínverja á síðustu
áratugum vakið hrifningu margra
Vesturlandabúa. íslendingur, sem
leggur á sig að semja bók um þessa
þjóð, eftir að hafa dvalist í landinu
um nokkurra ára skeið, getur því
frá mörgu sagt, sem forvitnilegt
ætti að þykja. Ragnar Baldursson,
sem dvalizt hefur í Kína og Japan,
sendi frá sér bók nú á haustdögum,
sem nefnist Kína, er á fjórða hundr-
að blaðsiður að stærð og segir frá
sögu Kínaveldis frá 1839 og fram
á okkar dag.
SelfosHÍ, 15. janúar.
BÚNAÐARSAMBAND Suður-
lands efnir til fræðslufunda á
sambandssvæði sinu síðari hluta
janúarmánaðar. Á fundum þess-
um verður rætt um tilraunamál,
fóðuröflun, efnagreiningar, sagt
frá uppbyggingunni á Stóra-
Ármóti og fyrirhuguðum fram-
kvæmdum þar á þessu ári. Þá
verða sýndar kvikmyndir frá
landbúnaðarsýningunum 1958 og
1978. Á fundunum munu kven-
félagskonur á hveijum stað
annast kaffisölu fyrir fundar-
gesti.
Búnaðarsamband Suðurlands
stendur fyrir byggingu tilraunabús
að Stóra-Armóti í Hraungerðis-
hreppi. Fyrirhugað er að í framtíð-
inni verði þar starfrækt tilraunabú
í öllum búgreinum. Uppbygging á
þessum stað hófst 1980 með bygg-
ingu hlöðu og nú hefur verið byggt
§ós fyrir 75 nautgripi og er það
tilbúið fyrir innréttingar. Stefnt er
að því að flytja í íjósið síðsumars
á þessu ári, frá Laugardælum þar
sem tilraunabúskapur er rekinn.
Framkvæmdir að Stóra-Armóti
hafa verið fjármagnaðar með fram-
lagi frá ríkinu og fjáröflun búnaðar-
sambandsins heima í héraði. Fram-
lag ríkisins í ár er ein milljón króna
en til samanburðar má nefna að
1984 var framlag ríkisins 1,2 millj-
ónir. „Þessi milljón er bara dropi í
hafíð," sagði Snorri Þorvaldsson
formaður Stóra-Armótsnefndar.
Hann sagði það öruggt að fara
þyrfti af stað með einhverja fláröfl-
un.
Fyrir tveimur árum var sam-
þykkt á Búnaðarsambandsfundi á
Kirkjubæjarklaustri að bændur
leggðu 3 '/2eyri af hveijum mjólkur-
lítra til byggingarinnar. Miðað var
við innlegg 1985 og fram á 1986.
Þeir sem ekki hafa mjólkurfram-
leiðslu hafa margir lagt fram bein
flárframlög. „Við gerum kröfur til
okkar sjálfra," sagði Stefán Jason-
arson formaður Búnaðarsambands
Suðurlands. „Héraðsbúar hafa víða
brugðist vel við og frá sumum bún-
aðarfélögum hafa komið mjmdarleg
framlög. Við vonum að flárveitinga-
valdið og héraðsbúar hjálpi okkur
Bókinni er skipt í þijá hluta.
Ifyrsti hlutinn greinir frá endalok-
um keisaraveldisins og nær yfír
tímabilið frá 1839 til 1919. Greint
er frá uppbyggingu samfélags á
tímabilinu og helztu sögulegu at-
burðum eins og ópíumstríðinu og
Taipeng-uppreisninni og hvemig
smám saman grefur undan valdi
keisaraættarinnar. Annar hlutinn
segir frá tímabilinu 1919 til 1949.
Á þessum tíma má heita að ekki
sé eitt samfellt ríki á því landsvæði,
sem telst til Kína. Keisarinn fellur
1919 og kommúnistar koma til
valda 1949. Á þessu árabili heyja
kommúnistar grimmilega valdabar-
áttu við þjóðemissinna, Guomind-
ang, sem á endanum hrekjast til
Taiwan undir forystu Chiang Kai
Shek. Kannski er þekktasti at-
burðurinn frá þessum ámm Gangan
mikla, þegar kommúnistar urðu að
ganga 10.000 km eftir vel heppnaða
herferð þjóðemissinna á hendur
þeim. Eftir gönguna gerðu þeir sér
bækistöð í Yanan í norðurhluta
Kína og héldu henni þar unz yfír
lauk og þeir höfðu tekið völdin.
Síðasti hlutinn segir frá mörgu
markverðu á tímabilinu 1949 til
Morgunblaðið/SigJóiu.
Gunnar Guðmundsson tilrauna-
og bústjóri með giasakálfinum
fræga i Laugardælum.
að ná því marki að byggja myndar-
lega á Stóra-Armóti."
Gunnar Guðmundsson tilrauna-
og bústjóri á Laugardælum sagði í
samtali að núna væm í gangi til-
raunir á búinu með mismunandi
leysanleg prótein í fóðri mjólkurkúa
og áhrif þeirra á afurðir og heilsufar
kúnna mæld.
Af öðmm tilraunum sem em í
gangi á vegum Laugadælabúsins
má nefna mælingu á grænfóðuráti
mjólkurkúa. Sú tilraun hófst 1985
og fer fram á nokkmm bæjum sem
valdir em.
Fyrr í vetur fæddist á Laugar-
dælabúinu kálfur sem var afrakstur
tilraunar með flutning á fijóvguðu
eggi milli kúa. Kálfurinn er hinn
sprækasti og dafnar vel enda af
góðu kyni. Víst er talið að framhald
verði á slíkum flutningum.
Þriðjudaginn 21. janúar verður
fundur í félagsheimilinu Hvoli kl.
21.00 og mjðvikudaginn 22. janúar
verður fundur í Borg í Grímsnesi
kl. 14.00 og þann sama dag í Þjórs-
árveri kl. 21.00.
Sig Jóns.
1985. Það ætti flest að vera mönn-
um kunnugt eins og Stóra stökkið
og Menningarbyltingin. Nú á síð-
ustu ámm hefur orðið umtalsverð
stefnubreyting í efnahagsmálum í
Kína, sem margir fylgjast með af
athygli. Nokkuð er sagt af henni í
þessari bók.
Til að gera langa sögu stutta,
þá veldur þessi bók vemlegum
vonbrigðum. Ástæðan er fyrst og
fremst sú, að hún er skrifuð eins-
og höfundur hennar væri opinber
sagnaritari Kínverska kommúnista-
flokksins. Hann er gagniýnislaus á
heimildir sínar og upplýsingar. Það
er til dæmis ekki sjáanlegt af text-
anum að hann hafí kynnt sér við-
horf þjóðemissinna til valdabarát-
tunnar sem átti sér stað á milli
þeirra og kommúnista. Rita Chiang
Kai Sheks er ekki getið í heimildar-
skrá. Þessi veikleiki bókarinnar
verður æ meir áberandi eftir því,
sem á hana líður. Á einum stað
(bls. 297) segir frá aðdraganda
valdatöku Hua Guofeng og átökum
milli hans og Fjórmenningaklíkunn-
ar svokölluðu. „Hua Guofeng var í
góðri aðstöðu til að meta þann
stuðning sem áframhaldandi Menn-
ingarbylting og pólitísk ókyrrð hefði
meðal almennings þar sem hann
var æðsti yfírmaður öryggismála í
Kína. Óánægja ákveðinna þjóðfé-
lagshópa var mjög mikil. Það var
líklegt að ef ekki yrði gert upp við
helstu öfgar vinstristefnu undan-
farinna ára á afgerandi hátt mætti
búast við uppreisn." Á næstu blað-
síðu er talað um upplýsingar, sem
Hua Guofeng hafi haft um „afstöðu
almennings". Það er augljóst mál,
að yfírmaður lejmilögreglunnar í
alræðisríki eins og í Kína nútímans,
reynir að afla sér upplýsingar um
skoðanir almennings. En mér er
ekki kunnugt um nokkum mann,
sem heldur því fram að slíkir herrar
fari eftir þeim skoðunum. Víðar í
bókinni er sagt, að „alþýðan", sú
skrýtna skepna, styðji þennan eða
hinn, sérstaklega náttúrulega Mao,
oddvita. En mér er spurn: Hvemig
vita menn það? Hvemig telur höf-
undur bókar um Kína sig umkominn
að staðhæfa eitt eða neitt um stuðn-
ing almennings í Kína við leiðtoga
kommúnistaflokksins? Hafa íbúar
Mao Tse-Tung
Kínaveldis haft einhver sérstök tök
á því að láta í ljósi skoðanir sínar
á valdhöfum? Mér er ekki kunnugt
um það. Það er raunar mjög sér-
kennilegt, að í þessari bók er engin
greinargerð fyrir stjómkerfí Kína-
veldis, hvorki uppbyggingu ríkisins
né kommúnistaflokksins. Það hefði
á ýmsan hátt verið hjálplegt að sjá,
hvemig stjómkerfíð er formlega
upp byggt, þótt það segi sjálfsagt
nákvæmlega enga sögu af því, hvar
raunverulega völd liggja frekar en
í mörgum öðrum alræðisríkjum.
Til að varpa frekara ljósi á þetta
sérkennilega gagnrýnisleysi höf-
undar þessarar bókar er rétt að
vitna í annað dæmi. Á bls. 232
segir aðeins frá „þúsund blóma"
stefnu Mao. „Mao fjallaði oft um
mikilvægi fjöldastefnu. Hann efað-
ist um réttmæti gagnrýnislausrar
eftiröpunar á Sovétrflcjunum. Hann
gagrýndi Sovétríkin m.a. fyrir ein-
hliða áherslu á þungaiðnað og vildi
að jafnvægis yrði gætt við þróun
kínverks efnahagslífs. í menningar-
málum rejmdi Mao að virkja sköp-
unarkraft menntamanna með því
að setja fram vigorðið um að hundr-
að stefnur eða hugmyndir skyldu
keppa og hundrað blóm dafna en
þegar hluti menntamanna snérist
gegn sósíalismanum var þeim gert
að boða kommúniskar hugmyndir."
Þetta þýðir á mæltu máli að
menntamenn hafí verið kúgaðir til
að vera sammála oddvitanum. Fjöl-
brejrtnin og frelsið fólst í því að fá
að hafa sömu skoðanir og Mao eða
að hafa þær skoðanir, sem hann
hafði velþóknun á. í rauninni voru
hundrað blómin bara eitt. Það, sem
er ótrúlegt, er að bókarhöfundi
fínnst ekkert athugavert við þetta.
Lesendur bókarinnar mættu
gjaman bera saman gagnrýnislausa
umfjöllun um Menningarbylting-
una, þar sem það er tekið eins og
sjálfsagður hlutur, að fyrir Mao
hafí vakað einhver lýðræðisleg
markmið. Það er sagt að fyrir
honum hafí vakað jafn réttur
manna „og raunverulegt alþýðulýð-
ræði óháð skrifræði". (Bls. 273.)
Menningarbyltingin fólst í því að
ungu fólki, svokölluðum „rauðum
varðliðum" var sigað á embættis-
mannakerfi flokksins, skóla og
kennara. Ýmist lömdu þeir þá til
að iðrast synda sinna eða til að láta
í ljósi sjálfsgagnrýni, eins og það
heitir á máli rétttrúaðra. Eða lömdu
þá til dauðs. Niðurstaðan af þessari
byltingu var sú, að heil kjmslóð
Kínveija hlaut litla sem enga
menntun og súpa þeir seyðið af
því enn þann dag í dag. Nærtæk-
asta skýringin á Menningarbylting-
unni hefur mér alltaf fundizt vera
valdabarátta á milli Mao og Liu
Shaoqui. Hún styðst að vísu ekki
við óskaplega mikið af upplýsingum
eða ítarlegar rannsóknir. En mér
sýnist hún koma betur heim og
saman við staðreyndir en sú skýr-
ing, sem borin er á borð í bókinni.
En kannski hugnast mér þessi
skýring betur af því að ég trúi því
líka, að Mao hafi verið álíka sam-
vizkulaus þorpari og Jósef Stalín. í
gömlum útgáfum af Heimsmeta-
bók Guiness (nýjustu útgáfuna hef
ég ekki undir höndum) er Mao tal-
inn eiga metið í fjöldamorðum,
einhveijir tugir milljóna. Hvort sem
treysta má þeim upplýsingum eða
ekki, þá er hvergi í þessari bók
fjallað um þá ógnarstjóm, sem
kommúnistar í Kína hafa beitt.
Nýjasta dæmið er af Hong Kong,
sem þeir hafa nú skuldbundið sig
til að halda óbrejAtri næstu fímm-
tíu ár eftir að borgin kemst undir
þeirra stjóm. Nýjustu atburðir í
þeim slóðum benda ekki til að íbúar
Hong Kong hlakki beinlínis að
komast undir stjóm kommúnista.
Enda vita þeir mæta vel af fátækt-
inni, kúguninni og miskunnarlausri
ógninni, sem býr hinum megin
landamæranna.
Ekkert af þeirri dulúð og fram-
andleika kínverskrar menningar
kemst til skila í þessari bók, sem ég
hef fundið af litlum kynnum við
hana. Þrátt fyrir þá galla, sem hér
hafa verið nefndir, er þessi bók
fremur lipurlega skrifuð. En það
hefði mátt útbúa hana ríkulegar af
mjmdum og rétt er að ráðleggja
lesendum að reyna ekki að nota
kortið, sem er aftast í bókinni.
Schubert-tónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Alfred Einstein segir í bók sinni
um Schubert að „af öllum Vínar-
snillingunum, allt frá Fux til
Brahms, var Schubert sá eini sem
var fæddur Vínarbúi." Foreldrar
hans voru þó ekki frá Vín og allt
eins mætti telja hann tékkneskan,
því faðir hans var bóndasonur frá
Moravíu og móðir háns lásasmiðs-
dóttir frá Slésíu. Þegar talað er
um fyrirbærið „vínartónlist" og
þá sterku og sérkennilegu hefð
sem tengist henni, ber að hafa í
huga, að Schubert átti meiri þátt
í að skapa þessa hefð en hann
sótti til hennar. Auk þess má rekja
mjög sterk áhrif frá þýskum bók-
menntum og mörg verka hans,
utan óperunnar, verða ekki með
neinu móti talin einkennandi fyrir
það sem kallað er vínartónlist.
Fyrir daga Schuberts hafði
„Landlerinn" og „Menúettinn"
verið mest mótandi um þróun
danstónlistar og á átjándu öldinni
er valsinn smám saman að
blómstra. Þessari þróun tengjast
menn eins og Haydn og sérstak-
lega Mozart, en það er Schubert
sem gefur þessari tónlist þann lit,
einkenni og kraft, sem nægði til
að standa undir þeirri hefð, sem
nú kallast vínartónlist. Það sem
sérstaklega er talið að hafí valdið
þama straumhvörfum er lagauðgi
Schuberts, sem nær hnittileika
alþýðulagsins án þess að fóma
kunnáttunni, eins og síðar krist-
allaðist hjá snillingi laglínunnar,
Jóhanni Strauss, „valskónginum".
Því hefur verið haldið fram að
tónlistarsmekkur aðalsins og al-
þýðunnar hafí átt mjög litla
samleið á þessum tíma og al-
þýðutónlistarmenn verið mjög illa
kunnandi. Sá glæðsileiki sem birt-
ist í svo nefndri vínartónlist er
glæsilíf yfírstéttarinnar og það er
ekki fyrr en með vaxandi gengi
borgarstéttarinnar, að þessi tón-
list verður almenningseign að
nokkm leiti og þá aðallega í borg-
unum. Um aldamótin síðustu
tekur að halla undan vinsældum
vínartónlistar, því upp kemur ný
danstónlist, sem bæði var ódýrari
í flutningi og hæfði betur nýjum
samkvæmisvenjum fólks. Enn á
hún sterk ítök í fólki og það er
rétt, að hún hafði mikil áhrif á
þróun tónlistar í nærri tvö hundr-
uð ár. Schubert átti sem sagt
mikinn þátt í að skapa það sem
kallast „vínartónlist". Nokkuð af
þessari tónlist kemur mjog sterkt
fram í þeim lögum sem flutt hafa
verið á nokkmm tónleikum af
Önnu Málfriði Sigurðardóttur og
Martin Berkofsky. Sl. laugardag
fluttu þau tvo af stóm mörsunum
op. 40, seinni karakter marsinn
op.121, bama marsana og flóra
„Landler" dansa. Auk þess fluttu
þau þijú verk, sem em af annarri
gráðu en fyrmefndu verkin, sann-
kölluð „sinfónísk" verk, en það
vom Tilbrigðin op. 10, Rondó op.
138 og AUegro op. 144, sem kall-
að hefur verið „Lebensstiirme".
Mörg þessara verka em mjög erfið
í flutningi og frábær tónlist. í
Allegro op. 144 mátti heyra að
leikur þeirra var ekki í jaftivægi.
Eftir hlé fluttu þau „bama mars-
ana“ og „§óra lándler" dansa svo
fallega, að þessi litlu stykki urðu
að unaðslegri tónlist. Margt var
frábærlega gert í þessari erfíðu
efnisskrá en ekki fullkomlega með
þeirri nákvæmni, sem var á síð-
ustu tónleikum, rétt eins og eitt-
hvað bjátaði á, er orsakaði þetta
jafnvægisleysi. Næstu tónleikar
verða 15. mars, en þessari merki-
legu tónleikaröð verður haldið
fram til vors og em síðustu og
sjöttu tónleikamir ráðgerðir 24.
maí.
Búnaðarsamband Suðurlands:
Bændafundir um til-
raunamál og uppbygg-
ingu á Stóra Armóti