Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 21. JANÚAR1986 Bubbi& Megas Ferskir vindar blása þessa dagana í sjónvarpssölum. Er skemmst að minnast brennufagnað- ar gamlárskveldsins og hins lit- skrúðuga þáttar Ómars á miðviku- dögum og enn veltist ferskur hnjúkaþeyrinn ofan af sjónvarps- tindum þar sem er: Kvöldstund með listamanni á sunnudags- kveldi. Að sjálfsögðu valdi Hrafn þá félaga Megas og Bubba Morth- ens í fyrstu kvöldstundina. Pönkið er Hrafni að skapi og hann hefir líkt og ýmsir '68 kynslóðareinstakl- ingar er vaxa úr borgaralegu umhverfi lúmskt gaman af að gæla við pönkið. Samt stendur Hrafn traustum rótum í hinu borgaralega samfélagi margverðlaunaður mað- urinn. Hitt er svo aftur annað mál að þegar menn finna ekki lengur til- gang í lífinu nema í barnalegu andófi gegn gildum hins borgara- lega samfélags — þá vaknar sú spurning hvort menn hafí ekki breyst í smáborgara og á ég þá við að Bubba Morthens nægði ekki í fyrrgreindri kvöldstund að seiða fram í liprum textum og ljúfum söng ranghverfu hins borgaralega samfélags eins og til dæmis þann fasisma er birtist í umgengni dyra- varða við kynhverfa á skemmtistöð- um borgarinnar, nei hann varð að enda þáttinn á barnalegri kynlífs- fræðslu slíkri er kveikir í húsmæðr- um í Vesturbænum. Já það er svo sannarlega mikilsvert að falla ekki í áliti hjá genginu. En ég spyr: hvor er meiri smáborgari sá er setur sér siðræn mörk eða hinn er klæm- ist vísvitandi af þeirri ástæðu einni saman að hann er hræddur við að falla í áliti hjá hinum „frjálslyndu" vinum og aðdáendum? Að mínu mati er sá maður smáborgari er horfir stöðugt til hópsins. Heims- borgararnir búa sér til sinn eigin heim og setja sér þar sín eigin siðrænu mörk er náttúrulega taka ætíð nokkurt mið af siðrænum gild- um samfélagsins. Heimsborgarinn hefir jú ekki mikinn áhuga á að særa náungann að óþörfu hann kann að velja stað og stund til flestra hluta. Smáborgarinn er hins vegar svo þjakaður af hegðunar- mynstri þess hóps er hann tilheyrir að hann níðist gjarnan óvart á til- finningum þeirra er standa utan hópsins. Megi sjónvarpið bera gæfu til að horfa fram á veginn óheft af kröfum klíkunnar. Frekarifréttir Ég vil annars ekki skilja þá Bubba og Megas eftir í lausu lofti með einhverju vandlætingarsvipu hangandi á veggnum. Þessir menn eru vissulega listamenn. Þeir hafa náð að snerta fólk með tónlist sinni og textasmíð, þótt stundum hafi nú textar Megasar ekki ratað rétta boðleið á tónleikum. En nú er Bubbi kominn á spenann hjá erlendu hljómplötufyrirtæki og þarf ekki að slá víxla næstu fímm árin. Til hamingju Bubbi, þú ert í hópi hinna útvöldu þrátt fyrir að þú hafir beint spjótum þínum óhikað að fasisma vors áferðarfallega samfélags. Og mikið þótti mér vænt um að heyra að bróðir þinn Tolli hefði bjargað þér frá því að lenda á Litla Hrauni. Þín braut hefir verið þyrnum stráð en nú hefír sum sé hið borgaralega samfélag tekið þig í sátt og valið þig til að kitla smáborgarana í Evrópu. Ég skora á þig að gleyma ekki öllum litu verksmiðjuþrælun- um og atvinnuleysingjunum er eigra um frjálshyggjugöturnar. Nú og ef svo ólíklega vildi til að þú kæmist austur yfir múrinn þá skaltu ekki spara kveðjurnar frem- ur en þegar þú ortir um þúsund þorskana á færibandinu forðum da«a- ÓlafurM. Jóhannesson ÚT V ARP / S JÓN V ARP Kjartan Gunnarsson Ólafur Hauksson Þorbjörn Broddason Júlíus Sólnes Upphaf nýrrar útvarpsaldar ¦¦¦¦ „Upphaf nýrrar OO 40 útvarpsaldar" LáLá^ nefnist um- ræðuþáttur í beinni útsend- ingu í kvöld í sjónvarpi. Hann hefst kl. 22.40 og er umsjónarmaður hans Einar Sigurðsson fréttamaiður. Eins og kunnugt er tóku ný útvarpslög gildi um sl. áramót og er ætlunin að ræða þau í sjónvarpi í kvöld, rétt og ábyrgð nýju stöðvanna og hlutverk Ut- varpsréttarnefndar, sem kemur til með að úthluta leyfum til nýrra útvarps- og sjónvarpsstöðva. í þáttinn koma þeir Kjartan Gunnarsson for- maður __ Útvarpsréttar- nefndar, Ólafur Hauksson ritstjóri, en hann hefur mjög beitt sér fyrir breyt- ingu útvarpslaganna á undanförnum árum, Þor- björn Broddason lektor, sem fjallað hefur mikið um fjölmiðlamál, og Júlíus Sól- nes sem hefur verið fram- arlega í umræðu um að endurvarpa gervihnatta- efhi á Seltjarnarnesi. Kol- krabbinn ¦¦¦¦¦ Þriðji þáttur ít- 0~t 35 a'ska sakamála- « X ~~ myndaflokksins „Kolkrabbinn" er á dag- skrá sjðnvarps kl. 21.35 í kvöld, en alls eru þættirnir sex. Myndaflokkurinn fjallar um baráttu lögreglumanns við mafíuna á Sikiley. Leik- stjóri er Damiano Damiani og í aðalhlutverkum eru Miehele Placido og Barbara de Rossi. Maf íumenn ræðast við i „Kolkrabbanum" Ur sögu- skjóðunni — viðhorftil kvenna á fyrrihluta aldarinnar ¦¦¦¦ „Úr söguskjóð- nlO unni", þáttur !""T sem félagar úr Félagi sagnfræðinema sjá um, er á dagskrá rásar 1 í dag kl. 11.10. Umsjónar- maður að þessu sinni er Margrét Guðmundsdóttir og lesari Halla Kjartans- dóttir. Þátturinn í dag ber yfirskriftina „Móðir, kona, meyja" og er um viðhorf til kvenna á fyrri hluta aldarinnar. Þáttaröð þessi hófst á haustdögum og eru við- fangsefnin margvísleg. Eftir umtalsverða sigra í réttindabaráttu kvenna á árunum 1882—1920 kom bakslag í kvennahreyfing- una. A þriðja áratugnum fór að bera á vaxandi andspyrnu gegn auknu frelsi kvenna og jafnvel gegn þeim árangri sem konur höfðu þegar náð í réttindabaráttu sinni. Ávæningur af þessu andófi kom m.a. fram í nokkrum tímaritsgreinum sem birt- ust á árunum 1926—1945. Þessar greinar fjalla allar meira eða minna um hlut- verk og eðli kvenna og snerta auk þess flestar starf kvennahreyfingarinn- ar og stefnu hennar. Meg- inhluti þáttarins er upplest- ur úr þessum greinum. Þær sýna vel ríkjandi viðhorf samfélagsins til kvenna en eru auk þess talandi dæmi um andófið gegn kvenna- hreyfingunni. UTVARP ÞRIÐJUDAGUR 21.janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. . Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.16 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Stelpurnar gera uppreisn" eftir Fröydis Guldahl. Sonja B. Jónsdóttir lesþýðingusína(12). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Margrét Jónsdóttirtlyt- ur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíö" Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.10 Úr söguskjóðunni - „Móöir, kona, meyja", við- horf til kvenna á fyrri hluta aldarinnar. Umsjón: Margrét Guð- mundsdóttir. Lesari Halla Kjartansdóttir. 11.40 Morguntónleikar. „Sieg- fried Idyll" eftir Richard Wagner. St. Martin-in-the- Fields-hljómsveitin leikur; Neville Marrinerstjórnar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn - Heilsu- vernd. Umsjón: Jónína Benedikts- dóttir. 14.00 Miðdegissagan „Ævin- týramaöur," - af Jóni Ólafs- syni ritstjóra. Gils Guð- mundsson tók saman og les(14). 14.30 Miðdegistónleikar. a. Flautusónata í e-moll eftir Friedrich Kuhlau. Frantz Lemsser og Merete West- ergaard leika. b. „Úr jurtagarðinum mín- um" eftir Ib Nörholm. Danski kvartettinn leikur. 15.15 Barið að dyrum. Einar Georg Einarsson sér um þátt frá Austurlandi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hlustaðu með mér - Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri.) 17.00 Barnaútvarpiö. Stjórn- andi: Kristín Helgadóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu - Iðnað- arrásin. Umsjón: Gunnar B. Hinz, Hjörtur Hjartar og Páll Kr. Pálsson. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Úr heimi þjóðsagnanna - „Ekki er kyn þó keraldið leki". (Gamansögur.) Anna Einarsdóttir og Sólveig Halldórsdóttir sjá um þátt- inn sem er lokaþáttur. Les- ari með þeim: Arnar Jóns- son. Knútur R. Magnússon og Sigurður Einarsson velja tónlistina. 20.25 Frá Þýskalandi til ís- lands Elke Gunnarsson í Mar- teinstungu segir frá í viðtali við Jón R. Hjálmarsson. 20.50 „Humáttir" Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son les þýðingar sínar á Ijóðum eftir norska skáldið Paal Helge Haugen. 21.05 íslensk tónlist Sónata eftir Þorstein Hauks- son. (Raftónlist gerð í Stokk- hólmi 1980.) 21.30 Útvarpssagan: „Hornin prýða manninn" eftir Aksel Sandemose. Einar Bragi les þýðingu sína (9). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Frá tónleikum íslensku hljómsveitarinnar í Lang- holtskirkju í Reykjavík 24. októberívetur. Stjórnandi: MarcTardue. Einsöngvari: Sigriður Ella Magnúsdóttir. a. „Trittico Botticelliano" (Þrjár myndir eftir Botticelli), hljómsveitarverk eftir Ottor- ino Respighi. b. „Now and then" eftir Frederick Fox. c. Þjóðlög frá ýmsum lönd- um i útsetningum eftir Luc- iano Berio. Kynnir: Ásgeir Sigurgests- son. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. SJONVARP 19.00 Aftanstund Endursýndur þáttur frá 13. janúar. 19.25 Ævintýri Olivers bangsa Fimmti þáttur Franskur brúðu- og teikni- myndaflokkur um víðförlan bangsa og vini hans. Þýðandi Guðni Kolbeins- son, lesari með honum Bergdís Björt Guðnadóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttirogveður 20.30 Auglýsingarogdagskrá ÞRIÐJUDAGUR 21.janúar 20.40 Sjónvarpið (Television) Þriðji þáttur Breskur heimildamynda- flokkur í þrettán þáttum um sögu sjónvarpsins, áhrif þess og umsvif um víða veröld og einstaka efnis- flokka. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.35 Kolkrabbinn (La Piovra) Þriðji þáttur (talskur sakamálamynda- flokkur i sex þáttum um baráttu lögreglumanns við mafíuna á Sikiley. Leikstjóri: Damiano Dam- lanl. Aðalhlutverk: Michele Placido og Barbara de Rossi. Þýðandi Steinar V. Árnason. 22.40 Upphaf nýrrar útvarps- aldar Umræðuþáttur í beinni út- sendingu. Umsjónarmaður Einar Sig- urðsson. 23.35 Fréttir i dagskrárlok. 10.00 Kátirkrakkar Dagskrá fyrir yngstu hlust- endurna í umsjá Helgu Thorberg. 10.30 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 12.00 Hlé 14.00 Blöndun á staðnum Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00 Sögur af sviðinu Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr söngleikjum og kvikmyndum. 17.00 Útrás Stjórnandi: Ólafur Már Björnsson. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISUTVORP Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá mánu- degi til föstudags. AKUREYRI 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyrir Reykjavlk og nágrenni -FM90.1 MHz. REYKJAVÍK 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM96,5MHz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.