Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐEÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986 Endurskoðun gengisskráningar: Seðlabankinn hafi forgöngu — segir sjávarútvegsráðherra „GENGISSKRÁNING er fonn- lega í höndum Seðlabankans. Það hefur ekki verið gengið frá þessu máli, en það hefur verið rætt við bankann og ráð fyrir þvi gert að hann hafi forgöngu um það,“ sagði Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, er hann var inntur eftir því hvernig liði skipan nefndar til endurskoð- unar gengisskráningar að beiðni fiskvinnslunnar. „Endanlegt svar þaðan er enn ekki komið. Við höfum verið með í undirbúningi svar til fískvinnsl- unnar all lengi. Það var rætt á ríkis- stjómarfundi á fímmtudag og gert ráð fyrir því, að afgreiða það frá ríkisstjóminni í vikunni," sagði Halldór. Afhending gullplötu Skemmtidagskráin „Úr söng- bók Gunnars Þórðarsonar var frumsýnd í veitingahúsinu Broadway sl. laugardagskvöld við mjög góðar undirtektir. Við þetta tækifæri afhenti Fálkinn þijár gullplötur fyrir hljómplötuna „Borgarbragur", en hún hefur selst í um 6.000 eintök- um. Gullplötumar fengu laga- smiðurinn Gunnar Þórðarson og textahöfundamir Ólafur Haukur Símonarson og Davíð Oddsson, en að sögn sérfræðinga í dægur- lagatónlist mun það vera afar fágætt ef ekki einsdæmi að borg- arsijóri hljóti gullplötu. Sambandsfry stihúsin: Framleiðslan 1985 2% meiri en í fyrra — mest aukning í fram- leiðslu ufsaafurða FRAMLEIÐSLA sjávarafurða frystihúsa á vegum Sambandsins jókst um 2% milli áranna 1985 og 1984 og varð á síðasta ári 47.806 lestir. Framleiðsla afurða úr ufsa jókst um 36 af hundraði, en framleiðsla karfaafurða dróst saman um 15,2 af hundraði. Hlutfall þorsk af heildinni var 44 af hundraði. Heildarframleiðsla Sambands- frystihúsanna var 1983 39.780 lestir, 46.860 1984 og 47.806 lestir á síðasta ári. Framleiðsla einstakra tegunda var sem hér segir þessi þrjú ár: Þorskur: 1983 15.045,1984 20.114 og 1985 21.011. Aukning frá fyrra ári 4,5%. Ýsa: 1983 3.874, 1984 22.769 og 1985 2.889 lestir. Aukning frá fyrra ári 4,3%. Karfí: 1983 7.148, 1984 7.896 og 1985 6.696 lestir. Samdráttur 15,2%. Ufsi: 1983 3.252, 1984 3.397 og 1985 4.621 lest. Aukning 36%. Grálúða: 1983 3.232, 1984 4.993 og 1985 4.417 lestir. Samdráttur 11,5%. 1983 var hlutfall þorsks af framleiðslunni 37,8%, 42,9% 1984 og 44% 1985. Framleiðsla fóðurstöðv- anna 17 þús- und tonn ÁÆTLAÐ er að um 70% aukning verði í framleiðslu loðdýrafóðurs hjá fóðurstöðvunum á þessu ári og að framleiðslan verði um það bil 17 þúsund tonn á árinu, að sögn Steinþórs Steingrímssonar framkvæmdastjóra Sambands fóðurframleiðenda, en það eru samtök fóðurstöðva loðdýra- ræktenda. Sambandið heldur á næstunni námskeið fyrir starfsmenn fóður- stöðvanna og þá bændur sem ann- ast sjálfir fóðurgerð. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Búnaðarfé- lag íslands og verður haldið á Hól- um í Hjaltadal dagana 28. til 31. janúar næstkomandi. Steinþór sagði að mikil þörf væri fyrir hvers- konar fræðslustarf í fóðurfram- leiðslunni enda væri hún tiltölulega ung atvinnugrein. Námskeiðinu væri ætlað að koma til móts við þessa þörf. Á námskeiðinu á Hólum verður jQallað um fóðurfræði loðdýra og gerð fóðurlista; mat á ástandi hrá- efna og áhrif geymslu á þau; fóður- bundna sjúkdóma; tæknimál fóður- stöðva, hönnun og skipulag; hrein- lætismál og loks rekstrarmál. Ert þú að leita að sparneytnum, liprum og rúmgóðum fjölskyldubíl? Taktu þá ekki ákvörðun um kaup, fyrr en þú hefur reynsluekið nýium Eyðsla frá 3,8 Itr. pr. 100 km. (sparakstur BÍKR). Verð frá kr. 375.000.- (3d. GL) (gengi 6/1'86).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.