Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986 29 m GT að ekki verði gengið að öllu leyti til góðs ef hinum frjálslyndari öflum verði gefinn of laus taumurinn. Starfsreglur Karmelsystra Til dæmis um þessi mismunandi viðhorf má taka þá tilraun sem gerð var með starfsreglur Karmel- systra. Þær höfðu farið eftir reglum sem Teresa frá Avila hafði samið og Vatíkanið samþykkti með nokkr- um breytingum 1581. Á síðari árum höfðu komið fram þær skoðanir í reglunni að ef til vill væri kominn tími til að slaka eitthvað á þessum reglum. 1977 lagði yfirmaður regl- unnar til að gerð yrði 5 ára tilraun með aukið frelsi í klaustrunum og féllst Vatíkanið á það, án þess að samþykkja neinar sérstakar breyt- ingar. Við munum eftir sumum þessara breytinga úr Karmel- klaustrinu í Hafharfirði í tíð hol- lensku systranna. Þær þurftu nú ekki lengur að tala við gesti sína gegnum járngrindur heldur gátu boðið þeim til viðtals í dagstofu sinni, þær höfðu frjálsari hendur til að fara út úr klaustrinu en áður var o.s.frv. Þessi tilraun var svo framlengd um tvö ár 1982 og að henni lokinni voru greidd atkvæði um hina nýju tilhögun meðal systr- anna um heim allan. Mikill meiri- hluti systranna greiddi atkvæði með hinu nýja fyrirkomulagi en þá skarst Róm í leikinn og tilkynnti reglunni að Vatíkanið mundi láta semja systrunum nýjar starfsregl- ur, byggðar á reglunum frá 1581 og tilrauninni væri þar með lokið, enda sjáum við að pólsku systurnar í Karmelklaustrinum fara nú í einu og öllu eftir gömlu reglunum. Það er nýtt við þessa ákvörðun Vatík- ansins að hingað til hafa klaustur- reglur að jafnaði samið sínar eigin starfsreglur og lagt þær sfðan fyrir Vatíkanið til samþykktar áður en þær eru teknar til framkvæmda. Ottinn við frjálsræði íhaldssami armurinn i kirkjunni getur bent á ýmislegt sem styður hans sjónarmið. Prestum og systr- um hefur fækkað sfðan fyrir kirkju- þing, dregið hefur úr kirkjusókn og ýmsar skyldur hafa verið vanræktar frekar en áður var. Fjöldi fólks lætur sér í léttu rúmi liggja bann kirkjunnar við notkun getnaðar- varna og endurgiftingu fráskilinna. Hinsvegar hafa altarisgöngur fólks aukist, meiri athygli hefur beinst að Biblíunni en áður og baráttu fyrir mannréttindum, friði og frelsi hefur færst f aukana. Konur sækja nú fast á jafnrétti og heimta jafnvel að þær verði gjaldgengar til prest- vígslu, en þvf hafnar Vatíkanið með öllu. Hvað prestvígslu kvenna snert- ir, á Vatfkanið skelegga samherja innan margra kirkjudeilda utan rómverskrar kristni. Þá hafa skarp- ar andstæður myndast eftir því hvort menn aðhyllast svonefnda frelsunarguðfræði eða eru henni andstæðir. Hinir fhaldssömu innan kirkjunn- ar telja þessa ósamstæðu þróun kirkjunni og einingu hennar hættu- Torfi Ólaf sson lega en hinir frjálslyndu líta á hana sem óhjákvæmilega og telja að þegar til lengdar láti verði hún kirkjunni til góðs — hismið muni smám saman skiljast frá hveitinu. Meðal kosta þessarar þróunar telja þeir aukna hlutdeild leikmanna f starfi og stjórn kirkjunnar og þar með ábyrgð þeirra á henni, svo og aukna samúð með fátækum og kúguðum og þar af leiðandi vilja til að berjast fyrir bættum kjörum þeirra. Páfinn hlustaði Illa gekk að komast yfir það sem ræða þurfti á þessum tveim vikum. Ræðutími þingfulltrúanna var tak- markaður við 8 mínútur svo að um eiginlegar viðræður var ekki að ræða. Skoðanir fulltrúanna komu aðeins fram í hinum stuttu ræðum sem yfirleitt voru ekki í beinum tengslum við það sem áður hafði verið sagt. Yfir 600 fréttamenn voru við- staddir þingið en mörgum þeirra háði það að þeir höfðu sama sem enga þekkingu á málum þeim sem rædd voru eða vissu neitt um kirkj- una annað en það sem hver meðal- greindur maður utan hennar hefur orðið áskynja á lífsleiðinni. Páfinn blandaði sér ekki f um- ræðurnar en hlýddi á þær með athygli. Honum er mikill vandi á höndum að stjórna heimskirkjunni, 825 milljónum manna sem láta ekki sérlega vel að stjórn, margir hverjir, og koma f veg fyrir klofhing innan hennar. Hinir frjálslyndu höfðu ótt- ast og hinir fhaldssömu ef til vill vonað að hann mundi beita valdi sínu til að hindra frekari breytingar í kirkjunni og að hann mundi ef til vill reyna að færa klukkuna aftur- ábak. En það gerði hann ekki. Ratzinger kardínáli kunnur fyrir afdráttarlausar skoðanir sínar og fhaldssemi, lftur svo á að andlegu lífi hafi hnignað innan kirkjunnar á sl. 20 árum, en þingfulltrúar voru ekki almennt á sama niáli um það. Hinsvegar féllust flestir á það við- horf hans að mörgum kaþólskum hætti nú við að líta á kirkjuna sem fyrst og fremst mannlega stofnun og lögðu á það áherslu að hún væri andlegt samfélag sem náð Guðs hefði komið til leiðar. Rætt var um frelsunarguðfræð- ina og voru flestir á því máli að hún væri einkum vandamál þeirra sem byggja rómönsku Ameríku. Hinir fhaldssamari sjá framar öðru í henni hina „rauðu hættu" og vilja helst hafna henni með öllu en aðrir telja hættulaust þótt marxiskar aðferðir séu notaðar til þjóðfélags- greiningar, meðan ekki sé hvatt til stéttahaturs og byltingar. Þá óttast sumir að svonefndir „grasrótar- hópar" geti þróast upp í að verða „kirkja í kirkjunni", sem ekki láti vel að stjórn kirkjulegra yfirvalda. Lítið var minnst á kröfur kvenna um jafnrétti í kirkjunni og rétt til .lóhanncs Páll páfi II prestvígslu, en þær kröfur hafa einkum verið háværar í Bandaríkj- unum. Biskuparnir voru sammála um að kirkjunni bæri að gefa út nýja trúfræðslubók (kver, fræði) en kom laklega saman um hvaða grunntónn ætti að vera ráðandi í þeirri bók. Líklegt er að stjórnardeild trúar- kenninga verði falið að sjá um út- gáfu hennar og fari svo er auðséð að þau viðhorf munu ráða mestu um hana sem vilja vera trú hinum fornu erfðum kirkjunnar. Samkirkjustefnan Þingfulltrúum var fullljóst að kirkjan er ekki öll á eina lund hvar sem er í heiminum. Fulltrúum þeirra landa, þar sem kirkjan er sterkust, sýndist ráðlegast að biskuparáðin fengju sem mestan umráðarétt í sínar hendur á viðkomandi land- "svæðum, en fulltrúar þeirra landa, þar sem kirkjan er í minnihluta, Iögðu meiri áherslu á tengslin við Róm, en óskuðu þó aukins frelsis til að fella siði og háttu kirkjunnar að sinum eigin þjóðháttum. Er það þó enginn leikur í löndum eins og Afríku þar sem fjölkvæni er al- mennt, réttindi konunnar nauðalítil og einlífi presta þykir undarlegt. Á þinginu ríkti eindreginn stuðn- ingur við samkirkjustefnuna, þ.e. að stefna bæri að sameiningu allra kristinna manna í eina kirkju, svo og heildarstefnu II Vatíkanþings- ins, þótt ekki hefði tekist til fulls að framkvæma það sem þar var ákveðið. John May erkibiskup frá St. Louis sagði að kirkjan væri tví- mælalaust á réttri braut „þótt við getum gert betur". • Ýmsir létu í ljós þá skoðun að bygging og gerð kirkjunnar væri miðuð við aðrar þjóðfélagsaðstæður en nú væru fyrir hendi og því gengi henni illa að fást við vandamál nútímamanna. Að öllu þessu athuguðu er ekki að vænta neinna tfðinda sem heitið geti vegna þessa þinghalds, enda var þvf ekki ætlað að taka neinar ákvarðanir. En hjólin í Róm snúast hægt og menn verða þess oft ekki varir að þau séu yfirleitt á hreyf- ingu. Það er stundum ekki fyrr en frá líður sem menn taka eftir því að breyting hefur orðið eða er að gerast, enda er hin hæga þróun jafnan æskilegri en kollsteypan. En á því leikur enginn efi að þetta aukaþing biskupanna í Róm hefur verið mjög gagnlegt. Þegar hinum margvíslegu viðhorfum, sem fram komu í ræðunum, hefur verið raðað saman í eina heildarmynd, blasir við spegilmynd krikjunnar eins og mósaíkverk, kirkjan eins og hún er á okkar dögum: ein og heil í öllum sínum margbreytileika. Höfundur er formaður Félaga kaþólskra leikmanna. Rannsóknarleyfi afturkallað: Sovétmenn vildu rann- saka nálægt Reykja- nesi og Stokksnesi UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur synjað sovéskri rannsóknastofnun um leyf i til jarðskorpurannsókna við suðurströnd landsins sem hún ætlaði að gera í samvinnu við Orkustofnun. Hjálmar W. Hannesson sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu sagði að umsóknin sýndi áhuga Sovétmanna á viðkvæmum svæðum fyrir suðurströndinni, meðal annars suður af Rey kjanesi og nálægt Stokksnesgrunni. Sovétmennirnir sneru sér beint til Orkustofnunar en ekki til réttra yfirvalda hér á landi og sagði Hjálmar að málið hefði því borið að með óvenjulegum hætti. Sagði hann að starfsmenn utanríkisráðu- neytisins hefðu síðan frétt um fyrir- hugaðar rannsóknir fyrir tilviljun í desemberlok og fengið gögn um þau frá Rannsóknaráði ríkisins eftir áramótin, meðal annars beiðni Orkustofnunar um rannsóknaleyfi, kort og annað sem farið hafði á milli stofnunarinnar og Sovét- mannanna. Samkvæmt upplýsing- um ráðuneytisins væri rannsókna- skipið lítið en búið mjög fullkomn- um tækjum. Hann sagði að rann- sóknirnar hefðu átt að hefjast 20. janúar og því ekki gefist mikill tími til að skoða málið. Síðastliðinn mánudag hefði síðan verið ákveðið að synja um leyfi til rannsóknanna, með vísan til ákvæðis laganna um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn frá 1979 þar sem segir að sækja skuli um rannsóknaleyfi með 6 mánaða fyrirvara. í fram- haldi af því afturkallaði Rannsókna- ráð ríkisins rannsóknaleyfi sem ráð- ið gaf út fyrir misskilning síðastlið- inn föstudag, að sögn Hjálmars. Helgi hættur rit- stjórn á Tímanum HELGI Pétursson, ritstjóri Tím- ans, hefur látið af daglegri rit- stjórn blaðsins og er nú í þriggja mánaða leyfi. Óvíst er hvort hann tekur aftur við ritstjóm blaðsins að þeim tfmá liðnum, að þvf er hann sagði í samtali við Morgun- blaðið. I fjarvera Helga ritstýrir blaðinu Níels Árni Lund, rit- stjórnarfuUtrúi. „Ég mun á næstunni einbeita mér að þátttöku í þeirri umræðu um fjölmiðlaþróun og samvinnu fjölmiðla, sem verið hefur í gangi undanfarnar vikur," sagði Helgi Pétursson. „Það er orðið samkomu- lag um stóraukna samvinnu í Blaða- prenti og það mál er nú komið á koppinn, ef ég má taka svo til orða, með því að ákveðið er að sameina afgreiðslur blaðanna þriggja, Tfm- ans, Alþýðublaðsins og Þjóðviljans. Fleiri hugmyndir eru f gangi og að þeim verður að vinna mjög ötullega. Það þarf að verða ljóst áður en allt of langur tími líður hvaða hugur fylgir máli á vinstri kantinum um frekari samvinnu Blaðaprentsblað- anna og um stofnun alhliða fjöl- miðlafyrirtækis." Enn hefur ekki verið gengið frá endurráðningum á Tímanum en eins og fram hefur komið var öllum starfsmönnum blaðsins sagt upp störfum þegar nýtt útgáfufélag tók við rekstri þess. Nokkrir starfs- manna hafa þegar látið af störfum, auk Helga Péturssonar, þeirra á meðal Sverrir Albertsson frétta- stjóri, sem tekið hefur við ritstjórn Vinnunnar, tímarits Alþýðusam- bands íslands. Formaður stjórnar hins nýja út- gáfufélags Tfmans er Kristinn Finn- bogason, sem fyrir nokkrum árum var framkvæmdastjóri Tímans. Blaðið er nú gefið út af Framsókn- arflokknum og Framsóknarfélög- unum í Reykjavík. Stjórnarkjör í VR: Listi stjórnar sjalfkjorinn FRESTUR til að skila framboðum til stjórnarkjörs í Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur rann út á hádegi síðastliðinn þriðjudag. Aðeins einn listi barst, listi stjórnar, sem er því sjálfkjörin til næstu tveggja ára. Formaður verð- ur sem fyrr Magnús L. Sveinsson. Aðalfundur Verslunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn f byrjun mars næstkomandi. Raðsmíðaskipin fjögur: Boðin út á næstu dögum Akureyri, 18. jumiar. VEKH) er að ganga frá útboðs- gögnum í raðsmiðaskipin fjögur sem í sniíðum eru í Slippstöðinni hf. á Akureyri, Þorgeir og EUert á Akranesi og Stálvik í Garðabæ. Allar líkur era á að skipin verði boðin út einhvern næstu daga. Sennilega verður gefinn þriggja vikna skilafrestur og hæstbjóð- endum síðan seld skipin — og þau afhent á 3. og 4. ársfjórðungi þessaárs. Tvö raðsmfðaskip eru í smíðum hjá Slippstöðinni og eitt hjá hvorri hinna stöðvanna, Stálvík og Þorgeir ogEllert. Hingað til hefur verið rætt um að skipin fengju að stærstum hluta kvóta vannýttra fiskistofna svo sem rækju — en aðeins um 200 tonn af botnfiski sem að margra mati svarar aðeins til þess magns sem óhjákvæmilega kemur f veiðarfæri skipanna. Ekki þykir þó loku fyrir það skotið að aukið verði við þann kvóta. .-w.tia.-n.:. :t«É.-u^-».r_ l : tea. ¦-i'.f'-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.