Morgunblaðið - 21.01.1986, Síða 17
MORGUNBLAPIÐ, ÞRIBJUDAGUR 21. JANÚAR1986
17
“1" __________________________________
ákvarðanir um líf sitt eins og þá
hvort það eigi að hefla reykingar
eður ei.
Ekki ætla ég að gefa á mér þann
höggstað fyrir dómstólum að halda
því fram að ritstjóri Samúels hafí
þáð álitlega fjárupphæð að gjöf frá
fyrirtækinu Globus hf. fyrir nær
tveggja síðna umflöllun um „þýsku
gæðasígarettumar“ sem fyrirtækið
flytur inn og Samúel fjallaði um í
desemberhefti ’85 eins og frægt er
orðið, enda ómögulegt að færa
sönnur á slíkar fullyrðingar, jafnvel
þó einhver teldi sig hafa rökstuddan
grun um, og vilja til að halda slíku
fram. Hins vegar ætla ég að taka
að láni frægan (og kannski ofnotað-
an) frasa og halda því fram að
hvort sem umfjöllun Samúels verð-
ur dæmd lögleg eður ei, er hún
örugglega siðlaus og mannfland-
samleg. Hvað varðar fyrirtækið
Globus hf. sem flytur inn umræddar
sígarettur, þá hefur mér verið tjáð
að forráðamenn þess hafí staiðið
fyrir síendurteknum lögbrotum um
land allt upp á sfðkastið. Enda er
það næsta ólíklegt að nokkuð fyrir-
tæki sem hefur snefíl af siðgæði
hafí áhuga á þvf að yfírtaka þann
markað sem beint og óbeint ieiðir
hundruð íslendinga f dauðann á ári
hveiju og veldur enn fleirum varan-
legum örkumlum. Vissulega má
halda því fram með nokkrum rétti
að siðleysi og ábyrgðarleysi Samú-
els-ritstjórans komist ekki í hálf-
kvisti við siðleysi þeirra sem hagn-
ast af því að framleiða og selja
reyktóbak. Forráðamenn lækna-
samtaka vestur í Bandarfkjunum
hafa jafnvel gengið svo langt að
segja: „að þessir sölumenn dauðans
hefðu alls enga siðgæðisvitund". Ég
ætla mér þó ekki þá dul, að ásaka
íslenska umboðsaðila og sölumenn
um „fullkomið siðleysi" heldur hiýt
ég að álíta (þar til annað sannara
rejmist) að aðgerðir þeirra byggist
fyrst og fremst á þekkingarleysi
og þeirri tilhneigingu mannlegrar
hugsunar að ýta frá sér óþægileg-
um staðreyndum.
Niðurlag
Það væri óskandi að fslenskir
fjölmiðlamenn úr öllum homum
fjölmiðlafrumskógarins tækju
höndum saman við þá aðila sem
beijast gegn krabbameinum og
hjartasjúkdómum á íslandi og
gerðu reykingavanann útlægan úr
íslenskum ijölmiðlum allstaðar þar
sem því verður við komið.
Höfundur hefur lagt stund á nám
isálarfræði en starfar um þessar
mundir sem fræðslufuiltrúi hjá
Krabbameinsfélagi Reykjavíkur.
Leysum úr okkar vandamálum
sjálfar, en látum ekki „misvitra"
utanaðkomandi aðila gera það. Þá
fyrst fer að syrta í álinn og enn
frekari fækkun starfandi hjúkr-
unarfræðinga ætti sér stað. Þess
vegna skulum við taka saman
höndum og beijast uns við höfum
náð þeim árangri sem við stefnum
að, allar sem ein.
Höfundar er 3ja árs nemar ínáms-
braut íiýúkrunarfræði í Háskóla
íslands.
4-
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80
JKtfgtsnMfiMfe
Fjölbýlis
HÚS- .
FRIÐUR
Lausn fyrir húsfélög
Það getur verið óþægilegt og erilsamt að rukka - sérstaklega
nágranna sína.
Nú býðst gjaldkerum húsfélaga, að leggja annasama og oft erfiða innheimtu
á herðar Verzlunarbankans. Bankinn sér einnig um greiðslu reikninga og
bókhald. Þetta er tölvuþjónusta, sem auðveldar rekstur og tryggir öruggari
fjárreiður húsfélaga.
Verzlunarbankinn getur þannig stuðlað að góðu andrúmslofti og húsfriði
í fjölbýli.
HELSTU ÞJÓNUSTUÞÆTTIR ERU ÞESSIR:
Bankinn annast mánaðarlega tölvuútskrift gíróseðils á hvem
greiðanda húsgjalds. Á gíróseðlinum em þau gjöld sundurliðuð sem
greiða þarf til húsfélagsins.
2.
3.
I>au gjöld sem húsfélagið þarf að greiða, færir bankinn af viðskipta-
reikningi og sendir til viðkomandi á umsömdum tíma.
Bankinn útvegar yfirlit sem sýnir stöðu hvers húsráðanda gagnvart
húsfélaginu, hvenær sem þess er óskað. Auk þess liggur fyrir í lok
hvers mánaðar yfirlit sem sýnir sundurliðaðar hreyfingar, er mynda
grunn rekstrarbókhalds og í árslok heildarhreyfingar ársins.
4.
5.
Tölvan getur breytt upphæð húsgjalda í samræmi við vísitölu og
reiknað dráttarvexti, sé þess óskað.
Gíróseðlana má greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum.
Bæklingur figgur frammi í öllum afgreiðslum bankans en einnig
getur þú hringt og fengið hann sendan heim.
V/€RZUJNRRBRNKINN
-uáutur HteSfiéi!