Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986 Hjónaminning: Rósa Ivars - Jón ívars Rósa Fædd 9. júlí 1892 Dáin 12. janúar 1986 Jón Fæddur 23. júlí 1882 Dáinn 12. mars 1968 Þegar ég var 6 ára gamall var mér komið í fóstur um nokkurra vikna skeið hjá ömmubróður mín- um, Jóni ívars og Rósu, konu hans, sem nú er kvödd hinstu kveðju. Mér eru sérstaklega minnisstæð þessi fyrstu kynni mín af ömmu Rósu eins og hún var kölluð eftir- leiðis. Hún var hávaxin, frekar í þreknara lagi, svipsterk og brúna- þung. Mér stóð í fyrstu hálfgerður stuggur af þessari miklu konu sem mér virtist að færi létt með að stjóma heiminum með augnaráðinu einu saman. Við afi Jón og kötturinn, Keli, létum í það minnsta fullkomlega að stjóm á þessu tímabili. Mig grunar svona annað slagið að sú endurhæfing sem ég fékk þama í almennum mannasiðum hafí dugað mér til margra ára. Þar að auki var ég í óeiginlegri merk- ingu „barinn" til að rækta ákveðin menningarverðmæti. Ég var nefni- lega látinn syngja „Fjárlögin" á hveiju kvöldi við píanóundirleik afa Jóns. Ótti minn og virðing fyrir þessari konu var alveg takmarka- laus. Óttinn var að vísu fljótur að vílg'a en virðingin hélst alla tíð óbreytt. Heimili afa Jóns og ömmu Rósu á Sóvallagötunni varð upp úr þessu mitt annað heimili og það var ákaf- lega „praktískt" á þessum spenn- andi tímum í íslensku þjóðlífi. Ég tvöfaldaði kunningjahópinn á stuttum tíma og dreifði minni eigin persónu á tvo jafna hópa sem að sjálfsögðu jók á vinsældir mínir hjá báðum að sama skapi. Þama uppgötvaði ég sjálfkrafa þann stóra sannleika hvað hæfileg- ar Qarvistir við kunningja og vini geta verið hollar. En þetta ásamt „Qárlögunum" voru ekki mitt eina veganesti frá afa Jóni og ömmu Rósu. Talsverð vinna var unnin fyrir gýg við að kenna mér á píanó, rækta ljóðeyrað og bókmennta- smekk en öllu máli skipti að á þessu heimili var ég nafli alheimsins. Mér er til að mynda ekki ör- grannt um að nokkurrar afbrýði- semi hafi gætt hjá kettinum Kela af þessu tileftii og var hann þó mun betur haldinn en aðrir kettir bæjar- ins til samans. Það er ef til vill ekki sjálfgefið að íslandsljóð Einars Ben hafi þótt skemmtilegra lesefni fyrir 6 ára dreng en Róbinson Krúsó, en Fjalla- ganga Tómasar Guðmundssonar var ort til allra aldurshópa. En það gafst einnig nægur tími til að lesa 30 árganga af myndasögum úr Hjemmet og Familiens Joumal en þær hafði afi Jón klippt út og límt samviskulega inn í bækur á stærð við meðal sófaborð. Amma Rósa var „menntamála- ráðherra" heimilisins. Hún var alda- mótakrati á borð við Vilmund land- lækni, sannur meistari orðsins og alveg óborganlegur húmoristi. Ekki þarf að blaða lengi í ritverkum Vilmundar Jónssonar og Þórbergs Þórðarsonar til að finna sérstaklega til nálægðar ömmu Rósu. Afi Jón átti hinsvegar andlega fyrirmynd í afanum í Brekkukotsannál Lax- ness. Hann var einn af þessum dáindismönnum sem var alltaf ná- lægur þegar á þurfti að halda og var tilbúinn að víkja hvenær sem hagsmunir náungans voru í húfi. Honum var eðlislæg sú eigind að kunna að „hryggjast með hryggum og gleðjast með glöðum". Amma Rósa grét hinsvegar „hljóðum gráti" og bar gleði sína heldur ekki á torg þótt hún væri auðug af til- finningum í besta skilningi. Hún gerði sér stundum far um að sýna á sér „harðan skráp" eins og hers- höfðingi á Viktoríutímabilinu en allar viti bomar tilfinningaverur jafnt menn sem málleysingar sáu í gegnum hann. Eg hef stundum hugsað til þess hvemig fólki eins og afa Jóni og ömmu Rósu mundi vegna í nútím- anum. Afi Jón hefði að mínum dómi lifað nákvæmlega sama lífi og orðið vandaður og hógvær bankastarfs- maður, tónlistarmaður og fagur- keri. Amma Rósa hefði hinsvegar orðið eldheit baráttukona fyrir almennum framfömm á öllum svið- um nútíma þjóðfélags, einskonar úrvalsblanda af þeim valinkunnu kvennskömngum, Aðalheiði Sig- urðardóttur og Aðalheiði Bjam- freðsdóttur. Hún hefði ömgglega gengið menntaveginn á enda, því- líkar vom gáfur hennar og mennta- þorsti. Jón ívars var sonur hjónanna ívars Helgasonar og Þóm Bjama- dóttur. ívar Helgason var um langa hríð verslunarstjóri við Edinborgar- verslun bæði á Akranesi og Akur- eyri. Hann var sonur Helga ólafs- sonar bónda í Flekkuvík á Vatns- leysuströnd. Þóra var dóttir Bjama Oddssonar og Margrétar Friðriks- dóttur Welding. Jón ívars var verslunar- og skrif- stofumaður á Akureyri fram til 1920 er hann gerðist aðalbókari Pósts og síma, en þeirri stöðu gegndi hann til ársins 1942 er hann stofnaði og rak hljóðfæraverslunina Prestó fram til 1948. Þá gerðist hann starfsmaður Búnaðarbanka íslands. Þar vann hann til ársins 1963 er hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Jón ívars var kunnur tónlistar- maður á sinni tíð. Hann var undir- leikari með afa mínum, Þórami Guðmundssyni, fiðluleikara, á fyrstu tónleikaferð hans um landið árið 1916. Hann lék undir hjá mörgum af okkar kunnustu söngvumm eins og Sigurði Skagfield og Gunnari Páls- sjmi. Eftir að Jón ívars settist í helgan stein lærði hann að binda inn bækur og stundaði bókband sem tómstundagaman en annaðist jafn- framt bókhald fyrir föður minn, Guðmund Ágústsson, bakarameist- ara, og frænda minn, Pétur Snæ- land. 011 störf hans einkenndust af samviskusemi, reglusemi, vand- virkni og hollustu. Rósa fvars, eða Sigurrós Júlíana Teitsdóttir, fæddist í Eystra-Súlu- nesi í Melasveit, dóttir Teits Bjama- sonar og Steinvarar Aradóttur. Teitur dmkknaði árið 1897 er Rósa var 5 ára gömul. Hann var sonur Bjöms Teitssonar Vesturlands- pósts. Steinvör var dóttir Áma Jonssonar frá Miðteigi á Akranesi og er frá honum kominn stór ætt- leggur. Rósa var auk sinna venjulegu húsmóðurstarfa kunn leikkona. Hún lék í flölmörgum revíum og þjóðlegum leikverkum eins og í Skugga-Sveini bæði í Iðnó og á Akureyri. Á seinni ámm var hún kunn bridgekona og vann til Qöl- margra verðlauna á þeim vettvangi fram á áttræðisaldur. Hún hélt sinni miklu greind og skerpu óskertri til hinsta dags. Jón og Rósa gengu í hjónaband árið 1914 og vom hamingjusamlega gift í 54 ár. Þau eignuðust þijú böm, Edgar, fæddur 1915, sem lést árið 1937, aðeins tæpra 22 ára að aldri. Edgar var besti vinur móður minnar en þau vom systkinaböm. Foreldrar mínir heiðmðu minningu hans með því að gefa mér nafti hans. Agnar, fæddur 1917, hús- gagnabólstrari að mennt. Hann var giftur Svövu Felixdóttur, en þau eiga tvö böm, Guðrúnu ritara há- skólarektors og Jón, starfsmann Skúli Benediktsson kennari - Kveðjuorð Stórkennarinn Skúli Ben. er lát- inn, langt um aldur fram. Þjóðkunn- ur maður vegna starfs síns um langa hríð, svo og vegna útgáfu- starfa. Hagyrðingur ágætur og vísnaunnandi er horfínn af jarðlífs- sviði, góður félagi er genginn. Skúli varð þeim minnisstæður er kynnt- ust honum vegna persónu sinnar og manngerðar allrar. Málfar hans var mótað af lestri vandaðra bók- mennta, ekki síst íslendingasagna. Skúli var fæddur að Efra-Núpi í Miðfírði Iaugardaginn 19. mars 1927. Þar bjuggu foreldrar hans lengi, hjónin Benedikt Hjartarson Líndal, f. 1. desember 1892, d. 31. október 1967, og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 4. október 1907. Er hún systir Skúla Guðmundsson- ar alþm. og ráðherra, f. 1900, d. 1969. Skúli gekk menntaveginn, eins og það hefur oft verið kallað, hann stundaði nám í Menntaskólan- um í Reykjavík og varð stúdent þaðan vorið 1949, sama ár og undirritaður lauk alm. kennara- prófi. Háskólanám stundaði Skúli hér heima um skeið, m.a. í guðfræði og íslensku, en hvarf frá því og stundaði ýmis störf, kvæntist og stofnaði heimili, eins og gengur. En árið 1960 sneri Skúli sér að því starfi sem átti síðan hug hans allan, óhætt að segja. Það var kennsla við ýmsa skóla. Aðal- kennslugrein Skúla var íslenska í efri bekkjum grunnskólans, einnig í framhaldsbekkjum. Öllum bar saman um, að vandfundinn væri betri kennari í móðurmálinu. Þar hjálpaðist allt að: örugg tök á við- fangsefninu, brennandi áhugi, og síðast en ekki síst það er nauðsyn- legast er kannski af öllu, þegar um kennslu er að ræða: persónuleiki. Hann hafði Skúli vinur minn í ríkum mæli. Þó að hann væri oft strangur, þótti nemendunum yfirleitt vænt um hann, þeir virtu hann bæði sem mann og kennara. Þess vegna varð námsárangur í íslensku hjá honum með ágætum. Auk kennslu sinnti Skúli út- gáfustörfum nokkuð, svo og kennslubókagerð. Hann bjó fomrit til prentunar til notkunar í skólum og samdi kennslubók í íslensku, þar sem hann lagði mikla áherslu á setningafræði. Óumdeilt var, að Skúli stæði þama fullkomlega rétt að verki, þótt hann hefði ekki lokið háskólanámi í íslensku. Gáfur hans vom líka skarpar og skilningurinn eftirþví. Fram er komið, að Skúli hafi orðið þekktur maður vegna kennslu sinnar, svo og útgáfustarfa. En hann kom víðar við sögu. Um all- Iangt skeið hélt hann úti vísnaþætti í DV, sem vinsælda naut, en varð að draga þar í land fyrr en hann vildi, vegna heilsubrests. Skúli flutti marga vísnaþætti í útvarpinu, en athygli vöktu. Sjálfur var Skúli prýðilega skáldmæltur, eins og hann átti ætt til. Hann var einkar fljótur að varpa fram stökum, ekki síst ef honum rann í skap. Þó að Skúla væri margt léð, eins og fram hefur komið, var hann langt frá því að vera gæfumaður. Skal það ekki rakið frekar hér. Mér finnst ég eiga dijúgan sjóð í hugan- um, ef svo má að orði komast, er ég minnist Skúla Ben. Við vomm samkennarar um skeið, og betri félaga á þeim vettvangi var vart hægt að hugsa sér. Skúli kenndi allvíða, síðast á Hvammstanga. Hann var kominn nær æskuslóðum. Hann hringdi í mig 5. október sl. og sagðist þá kenna 24 stundir á viku, sagðist ekki vilja meiri kennslu. Hefði orðið lasinn og hætt með þátt sinn, Helg- arvísur, í DV í febrúar sl. Ég kveð þá vin minn, Skúla Ben., og þakka gömul og góð kynni. Ættmennum hans sendi ég samúð- arkveðjur. Auðunn Bragi Sveinsson Nú er einn góðkunningi minn, Skúli Benediktsson, kennari frá Efra Núpi í Miðfirði, Vestur-Húna- vatnssýslu, farinn þá leið, sem við fömm öll að lokum. Minn kunningsskapur við Skúla byijaði ekki fyrir norðan, heldur var það hér á Reykjavíkursvæðinu. Dagfarslega stilltari manni hef ég tæplega kynnst á lífsleiðinni. Hann bjó yfir geðrænu jafnvægi, sem virtist ekki geta raskast á neinn hátt. Ég hitti Skúla síðast í sjoppu vestur á Hvammstanga, en þá var hann að fara í afmælisveislu. Það er einfalt og Iétt að minnast á góðan dreng, eins og Skúli Benediktsson var. Ég get ekki sagt að okkur kunningsskapur hafi verið stór- vægilegur. Ég vissi dálítið um hans ætt, en það skiptir ekki svo miklu máli. Hitt er mun stærra hver per- sónuleg einkenni mannsins vom. Held að ég geti ekki bætt miklu við þessa stuttu kveðjugrein, en eitt er víst að Skúli Benediktsson var ömgglega maður á hinn betri veg. Ég votta eftirlifandi bömum hans og öðm venslafólki mína samúð. Dagur var að kveldi kominn en upprís nýr og bjartur morgunn, þar sem trúarvissan getur haft sterk ítök. Þorgeir Kr. Magnússon Minn góði bekkjarbróðir og sessunautur Skúli Benediktsson frá Efra-Núpi í Vestur-Húnavatnssýslu er látinn. Um ættemi hans og æviferil ætla ég ekki að fjalla. Veit ég þó, að hann var kennari víða og þótti afbragðs maður á því sviði. Við sátum saman í Menntaskól- anum í Reykjavík, síðast í 6. bekk B. Skúli var námsmaður í besta lagi enda sérlega vel gefinn. Skáld- mæltur var hann og fór létt með þá hluti. Sáust þess oft skemmtileg merki í Menntaskólanum t.d. í sambandi við jólagleði og víðar, eins og m.a. má sjá í Dagblaðinu. Góðrar vináttu og trygglyndis Skúla, sem ég naut og gleymi aldrei, minnist ég með miklu þakklæti. Og þá gleymi ég ekki heldur öllum hans miklu mannkostum þar fyrir utan. Þetta, sem nú hefur verið nefnt, kom strax í ljós í skóla og einnig í þessi þijú eða fjögur skipti, sem við hittumst eftir að við útskrifuð- umst stúdentar árið 1949. Já, því miður hittumst við ekki oftar. En ég man hinn glaða og velviljaða sessunaut og góða og glæsilega Egils Skallagrímssonar hf. Þau eru efnisfólk, vel gift og eiga afkomend- ur. Agnar reyndist móður sinni einstakur drengur og studdi hana með ráðum og dáð til svo hárrar elli sem fáum auðnast. Anna Stein- unn, fædd 1927, dó snemma árs 1928, aðeins 5 mánaða gömul. Jóni og Rósu tengjast einungis góðar minningar. Ég og flölskylda mín flytjum afkomendum þeirra og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Edgar Guðmundsson Þann 12. janúar síðastliðinn lést elskuleg amma mín, Rósa ívars, á 94. aldursári. Þó að árin væru orðin mörg þá bar hún þau hreint ótrú- lega vel. Undir það síðasta var hún þó orðin þreytt, en andlega var hún alltaf jafn hress. Kæmi maður leiður og niðurdreginn til hennar þá var víst að maður færi hressari og kát- ari frá henni sökum léttleika henn- ar. Hún amma hafði alltaf gaman af því að hitta fólk og ræða um landsins gagn og nauðsynjar. Fram á síðustu stundu var hún vel inni í öllum þjóðmálum og því sem var efst á baugi hveiju sinni. Einnig fylgdist hún með íþróttum og þá sérstaklega fótbolta, enda var henni svo sannarlega ekki sama hver vann. Hún hafði mikinn áhuga á að spila bridge á meðan aldur og heilsa leyfði og var um tíma formað- ur Bridgefélags kvenna. Já, það var svo sannarlega aldrei nein logn- molla eða væl í kringum hana ömmu. Þó að við vitum að dauðinn komi til okkar allra fyrr eða síðar, þá erum við sjaldnast tilbúin að mæta honum þegar um er að ræða þá sem eru okkur kærir. En ég vil trúa því að nú líði ömmu vel á æðra tilverustigi og sé búin að hitta aftur afa og aðra ættingja og vini, sem kvatt hafa þennan heim á undan henni. Það getur nefnilega verið erfitt þegai' náð er háum aldri að þurfa að horfa á eftir allflestum vinum og samtiðamönnum yfír móðuna miklu. Við kveðjum góða og elskulega ömmu og þökkum henni innilega fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Guðrún stúdent. Félagsskapur hans var ailtaf frábær, heilindin algjör og af honum leiftruðu gáfumar. Það var svo sannarlega gaman og ánægjulegt að sitja við hliðina á honum í skóla. Þar fór hinn sanni vinur og félagi, sem alltaf vildi manni allt hið besta. Maður var rík- ari eftir að hafa kynnst honum. Þegar út í alvöru lífsins kom, skildi leiðir. En það sá ég og heyrði frá þvi fyrsta og ,til hins síðasta frá Skúla, að hann hafði alltaf sínar sjálfstæðu og fijálslyndu skoðanir og lét engan segja sér fyrir verkum. Þannig var Skúli. Hann var sjálf- stæður og gáfaður og allt of hrein- skilinn til þess að komast langt á framabraut. Hann var með öllu ófeiminn við að láta allar hátignir heyra sínar skoðanir. Gilti þetta bæði í skóla og í þjóðlífinu. Hann galt þessa allt of oft. Drengskap og heiðarleika reyndi ég alltaf af honum og aldrei annað. Skúli hafði góða kímnigáfu og beitti henni á sinn hátt. Skoðanir hans á mönnum og málefnum voru einarðar, skarpar og réttsýnar, a.m.k. þegar ég þekkti til. Með þessum fáu og fátæklegu orðum kveð ég þennan bekkjar- bróður minn og sessunaut og eftir- minnilega vin með miklu þakklæti og einlægri virðingu. Með honum gekk svo sannarlega drengur góður. Og öllum hans nánustu sendi ég alúðar samúðarkveðjur. Skúla vinar míns vil ég alltaf minnast með þessum orðum: „Skír var lundin, skapið fast, skoðuntæpastrótað, en hjartað, sem að hinstu brast af hreinugulli mótað." Séra Páll Pálsson á Bergþórs- hvoli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.