Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. JANÚAR1986 * " '"¦"IMÍMIÍSÍÍ^.- ^ 1 : Samvinnuferðir—Landsýn á Self ossi: „Umf erð verður beint á Self oss" Kostar 54 milljónir að gera félagsheimilið klárt Pramminn Sofffa í Hornafjarðarhöfn. Nýjung í dýpkunar- dælingu á Hornafirði Soffía dælir 50—70 rúmmetrum á klukkustund VÉLSMIÐJA Hornafjardar lauk fyrir nokkru við endursmíði dýpkunarprammans Soffíu á Hornafirði, en vélsmiðjan hann- aði allan dælingarbúnað pramm- ans og hafa afköst aukist fimm- falt við hina nýju dæluaðferð vélsmiðjunnar, en dælan afkast- ar 50—70 m 8 af jarðvegi á klukkustund. Að sögn Ara Jónssonar fram- kvæmdastjóra Vélsmiðju Horna- fjarðar hefur búnaðurinn á Sofííu reynst vel en búið er að dæla um 20 þúsund rúmmetrum af sandi úr höfninni á Hornafirði með nýja búnaðinum. Sagði Ari að þeir vél- smiðjumenn teldu sig fyllilega samkeppnisfæra við erlend innflutt tæki í sama tilgangi og kvaðst hann álita að þeir gætu skilað svipuðum dýpkunarpramma og Soffíu til- búnum fyrir 20—25 millj. kr. Sagði hann fyrirtækið leita leiða til að nýta þá þekkingu og reynslu sem nú væri fyrir hendi. Sogdælan sem fer niður í jarð- veginn er á enda 9 m Iangs rana, þar er um að ræða eins konar kringlu sem skóflar upp jarðveginn og sogrör inni 'kringlunni sogar jarðveginn upp í gegn um dælukerfi Selfosai, 16. jaiiúar. Samningur Selfosskaupstaðar og Samvinnuferða-Landsýnar um rekstur þess síðarnefnda á félagsheimili Selfossbua, var staðfestur á fundi bæjarráðs í gær, 15. jan. Samningurinn tekur gOdi 1. júní þegar Samvinnuferð- ir hefja hótel- og veitingarekstur i húsinu f ullf rágengnu til rekst- urs, með öllum búnaði. Er áætlað að það muni kosta 54 niilljónir að gera husið klárt fyrir rekstur- inn. Framkvæmdastjóri Samvinnu- ferða, Helgi Jóhannsson, bæjar- stjórinn á Selfossi, Stefán Ómar Jónsson, og Auður Ingólfsdóttir frá Samvinnuferðum hittust miðviku- daginn 15. jan sl. og gengu form- lega frá undirskrift samnings um rekstur Samvinnuferða á félags- heimilinu. Samningurinn var sfðan staðfestur á fundi bæjarráðs þá um kvöldið. Auður Ingólfsdóttir sem hefur yfirumsjón með hótelrekstri Sam- vinnuferða, sagði að stefnt væri að því að byggja upp gott hótel á Selfossi og hafa þjónustuna þar sem fjölbreyttasta og besta. „Þetta er skemmtilegt hús sem býður upp á Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýuar, og Auður Ingólfsdóttir f hóteldeild fyrirtækisins ásamt bæjarstjóranum á Selfossi, Stefáni Ómari Jónssyni (f miðið), eftir að samningurinn hafði verið undirritaður. margt. Þarna er hægt að vera með ráðstefnur og taka á móti farþegum beint af Keflavíkurflugvelli. Þetta hús fellur vel að starfsemi Sam- vinnuferða og innanlandsdeildinni sem er mjög stór," sagði Auður í samtali í dag. „Umferðinni frá okkur verður beint á Selfoss auk þess sem aðrar ferðaskrífstofur verða boðnar velkomnar með sína farþega til dvalar á hótelinu," sagði Auður. Nú er unnið af kappi við að standsetja félagsheimilið og góður skriður á framkvæmdum. Unnið er við loft, flfsalagningu og undir- búning að uppsetningu tréverks. Siff.Jóm Kringlan sem skóflar upp jarð- veginum og dælir 50—70 rúm-, metrum á klukkustund. Tækið hefur skilað meiri árangri en menn reiknuðu með. prammans og getur dælt efni 500-1000 metra. Á Hornafirði er efninu dælt á land til uppfyllingar. Fjórar vökvaknúnar vindur eru á Soffíu, ein til að stjórna kringlunni, en aðrar til að færa búnaðinn til. Tveir menn vinna á prammanum. Félagsheimilið á Selfossi. Hótclherbergi eru á efstu hæðinni, sam- komusalir á miðhæð og þjónusta við farþega sérleyfisbifreiða á neðstu hæð. Friðrik Sæmundsson múrara- meistari strýkur faglega af burð- arsúhun hússíns. Stykkishólmur: Umbætur í hafnarmál- um mjög aðkallandi Stykkishólmi, janúar. Á FUNDI f Lionsklúbbi Stykkis- hólms sl. fimmtudag 8. þ.m. hafði Sturla Böðvarsson sveitarstjóri framsögu um sveitarstjórnarmál hér í Hólminiim. Kakti hann í stórum dráttum framfarir lið- inna ára og minntíst sérstaklega stærstu áfanganna sem náðumst á seinasta ári að allra dómi. Það má segja að sfðan Sturla gerðist hér sveitarstjóri fyrir rúmum 11 árum að hér hafa verið stórstígar framfarir á öllurn sviðum og Stykkishólmur hefir gjörbreyst, bæði hafa ný hverfi risið hér upp og snyrtileiki vaxið í hverju hverfi. Á eftir framsögu sveitarstjóra komu frá klúbbfélögum fjöldi fyrir- spurna og auðvitað snérust þær að mestu leyti um framtíðina eða hvaða framkvæmdir væru fyrir- hugaðar. Sturla sagði að atvinnu- málanefnd staðarins hefði fundað í dag um fjölþættari atvinnurekstur hér í plássinu og ýmsum hug- myndum hefði verið hreyft og væri ákveðið að halda fund mjög fljótt aftur og athuga þá nánar hvað skynsamlegast væri að gera. Þá sagði sveitarstjóri að næsta mál og mest árfðandi væri að halda áfram umbótum í hafnarmálum og sérstaklega þyrfti að ganga frá aðstöðu smábáta í höfninni. Ýmsar skoðanir hefðu komið fram í þeim efhum og væru þær nú allar í athugun því þetta mál þyrfti lausn á þessu ári. íþróttahúsið væri einnig efst á framkvæmdalista því gamla húsið sem nú er meir en 40 ára er alltof lítið og þjónaði ekki viðfangs- efnum í dag svo sem krafist væri. Sagði hann að sérstakur hópur hefði farið um Suðurland í haust til að kynna sér íþróttamiðstöðvar og rekstur þeirra. Ýmislegt áhuga- vert hefði komið út úr þeirri ferð. Þá var minnst á ný hverfi sem hefðu verið eða væru í hönnun. Það eru nægar lóðir til bygginga hér í dag, sagði Sturla. Við úthlutuðum 12 lóðum í fyrra en ekki hafa nærri allar komist í gang. Bygging íbúð- arhúsa hefír verið með minna móti áður og eftirspurn virðist vera lit.il eftir lóðum í dag, enda hafa bygg- ingar sl. 10 ár verið miklar. Þá var rætt um stöðu aldraðra hér í bæ hvað húsnæði viðvíkur. Dvalarheimilið hefir gengið vel. íbúðir aldraðra hafa verið fyrir- hugaðar, en bæði vegna mikils kostnaðar og svo eins, að ýmsir aðrir kostir hafa verið athugaðir, hefir þessu verið frestað. Nú stendur fyrir að hafist verði handa um könnun á aðstæðum aldraðra og er verið að vinna að því. Munu spurningalistar verða látnir í té öldruðu fólki og leitað álits á hvað það telji sér best og hagkvæmast. Er hugmyndin að hefjast sem fyrst handa í þessum efnum sagði sveitarstjóri. Þá var mjög rætt um föndur aldraðra og vinnu þeirra að munum fyrir ferðamenn, og aðstöðu handa þeim til slfkrar vinnu. Bent var á nauðsyn þess að slík aðstaða væri mikils virði því verst fyrir aldraða væri athafnaleysi. Kvað sveitar- stjóri að þetta myndi hreppsnefnd íhuga. Ymiss kostnaður sveitarfélagsins barst f tal og meðal annars var upplýst að útiljós í kauptúninu væru nú á 245 staurum og þarf sveitar- sjóður að greiða fyrir þá þjónustu 3 þúsund kr. á ári fyrir hvert Ijós. Lögbundin þjónusta væri fjárfrek og því athafnafé hreppsins ekki eins mikið í ár eins og æskilegt væri. Athafnaféð undanfarin ár hefir nýst vel og með aukinni hagræðingu segðu krónurnar ekki allt. Nýi Grunnskólinn hefði tekið til starfa. Það átak kostaði mikið og varð hreppurinn að taka þar lán, þvf rík- issjóður leggur ekki nema visst á ári til skólabyggingar og á hreppur- inn stórar fjárhæðir inni hjá ríkinu. Sveitarstjóra var þökkuð greinar- góð skýrsla og erindi um hrepps- málin og viðhorfm framundan og fóru menn fróðari af fundi. Árni Eskifjörður: Sést til sólar í fyrsta sinn á nýju ári Eakifirði, lft. jnnúar. ATVINNULÍFIÐ er komið f full- an gang hér eftir jólahald. Skipin fóru að týnast út strax eftir ára- mót og hafa togararnir báðir landað afla tvívegis eftir áramót. Vertíðarbátarnir hafa einn af öðrum farið til veiða. Tveir eru byrjaðir á líiiu, einn er á netum. Loðnuskipin þrjú hafa einnig hafið veiðar. Héðan verða gerð út 10 skip f vetur — tveir togarar, fimm skip á netum og trolli og þrjú loðnuskip. Atvinna er næg og var allt síðast- liðið ár. Aflinn er verkaður hjá þremur fiskverkunarstöðvum, hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, Frið- þjófi hf. og Þór hf. Það er sólardag- ur hjá okkur á Eskifirði í dag. Nú skín hún í fyrsta sinn á árinu. Reyndar hefði sól fyrst átt að sjást 13. janúar, en skýjað hefur verið þar til í dag og verða því sólar- pönnukökurnar væntanlega vfða á borðum Eskfirðinga í dag. Veður er mjög fallegt, stafalogn og heið- skirt. Tvö norsk loðnuskip liggja úti á firðinum og eru Norðmenn í óða önn að frysta loðnu. Þetta eru stór skip, um 1200 og 2000 tonna skip. Skíðalyfturnar verða opnar í fjallinu f dag og gera væntanlega margir sér ferð í fjallið í góða veðrinu. Ævar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.