Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1986 um sérnámsstöður í Bandaríkjun- um. í júlí 1984 var þetta próf hert að mun með þeim afleiðingum að af 1196 bandarískum læknum menntuðum erlendis náðu aðeins 3,8 prósent prófínu, en af 3384 útlendingum sem tóku sama próf á sama tíma náðu 17,4 prósent próf- inu. Fjármagn vegna erlendra lækna í sérnámi er að miklu leyti fengið frá einni stofnun, Medicare, sem heyrir til almannatryggingakerfínu í Bandaríkjunum. Medicare greiðir allan sjúkrahúskostnað í beinu hlut- falli við fjölda Medicare-sjúklinga á sjúkrahúsinu, þar með eru talin kennslusj úkrahús. Um þessar mundir liggur fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings frum- varp til breytingar á lögum um Medicare. Frumvarpið byggist á samkomulagi milli þingmanna öld- ungadeildar og fulltrúadeildar. Starfsmenn fulltrúadeildarinnar sögðu fréttaritara Morgunblaðsins að þeir teldu líklegt að þetta frum- varp verði samþykkt, en ekki frum- vörp öldungadeildarinnar, sem skýrt er frá síðar í þessari grein. í málamiðlunarfrumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir því skilyrði fyrir fjárveitingum til sjúkrahúsa og kennsludeilda, að allir læknar með erlend próf nái áðumefndu læknisfræðiprófi - áður en þeir eru ráðnir í sémámsstöður. Sérstaða íslendinga Af um það bil 740 læknum á íslandi hlutu hátt á annað hundrað sérfræðimenntun sína í Bandaríkj- unum. Langflestir íslenskir læknar sem lokið hafa sémámi við banda- ríska skóla, hafa sest að í heima- landi sínu. Þessi óvenjulega „heim- þrá“ vakti athygli bandaríska heil- brigðisráðuneytisins fyrir rúmlega ári, hlutfall íslenskra lækna sem snúa heim aftur er mun hærra en lækna frá öðmm löndum, sem stundað hafa sémám í Bandaríkjun- um. Á þessa staðreynd bendir pró- fessor Frank Davidoff, yflrmaður lyflæknisdeildar New Britain Gen- eral Hospital, í bréfl sem hann skrifaði fyrir nokkmm dögum til Nancy Johnson, þingmanns í full- trúadeild Bandaríkjaþings. David- off bendir á að um það bil 85 pró- sent íslenskra lækna fari heim að framhaldsnámi loknu og leggi ís- land því lítið af mörkum til þess offramboðs lækna sem tíðrætt hef- ur orðið um. Hann skorar á þing- manninn að finna einhveija leið til að viðhalda sambandinu við ísland, ef til þess komi að þingið takmarki fjárveitingar vegna útlendra lækna. Rétt er að hafa það í huga að „sémám" er að mjög miklu leyti vinna og hefur því sjúkrahúsið þar sem læknir stundar sémám sitt vinnuframlag hans í skiptum fyrir greiðslur til hans. Ennfremur þurfa útlenskir læknar í sémámi, þar á meðal íslendingar, að greiða skatta til bandaríska ríkisins rétt eins og innfæddir. Engar fjárveitingar í öldungadeild Bandaríkjaþings ráða repúblikanar ríkjum, en í full- trúadeildinni stjóma demókratar. í öldungadeildinni hefur fjárveitinga- nefndin þinglega umsjón með Medicare. Helstu áhrifamenn í þeirri nefnd, þingmennimir Robert Dole, Dave Durenberger og Lloyd Bentsen, lögðu á síðasta ári frum- varp fyrir öldungadeildina, þar sem gert er ráð fyrir að Medicare-fjár- veitingar megi ekki nota til að greiða erlendum læknum Iaun sem stunda sérfræðinám í Bandaríkjun- um. Sömu þingmenn bjuggust við að mæta mótspymu við öðra, sams- konar framvarpi viðvíkjandi banda- rískum þegnum. í því er gert ráð fyrir að hætt verði Medicare- greiðslum vegna bandarískra lækna sem hafa hlotið menntun í erlendum skólum. Bill Bradley og Daniel P. Moynihan, öldungadeild- arþingmenn demókrata, lögðust ekki gegn þessum frumvörpum, en bentu á að veita þurfi kennslu- sjúkrahúsunum aðlögunartíma. Sumar stórar stofnanir byggja að hluta til á starfl lækna með erlend próf og þyrftu frest til að laga sig að nýjum aðstæðum. Framvörpin tvö hafa ekki verið dregin til baka þótt gert hafí verið samkomulag við fulltrúadeildina um miðjan desember síðastliðinn. Þau era bæði til meðferðar í nefndum öldungadeildar að því er starfsmenn hennar tjáðu fréttaritara Morgun- blaðsins síðastliðinn fímmtudag. Talsmenn bandarískra lækna- skóla vora beðnir að skýra álit sitt á þessum framvörpum öldunga- deildarmanna fyrir þeirri undir- nefnd fjárlaganefndar öldunga- deildarinnar, sem hefur með heil- brigðismál að gera. Þeir mættu hjá undimefndinni þann 3. júní 1985. Af staða læknaskólanna Dr. Donald Weston, sem mætti fyrir hönd Félags bandarískra læknaskóla, sagðist hlynntur því að hætta Medicare-stuðningi við alla lækna með erlend próf, hvort sem þeir era útlendingar eða Bandaríkjamenn. Dr. Neal Vans- elow, sem mætti fyrir hönd Sam- taka bandarískra háskólasjúkra- húsa, útskýrði ástæðumar: „Það er lagt mjög hart að bandarískum læknaskólum að takmarka inn- göngu. Við óttumst að þar eð er- lendir skólar þurfa ekki að gera slíkt hið sama, fari þeir bandarísku stúdentar, sem ekki komast inn hér eða í Kanada, einfaldlega í erlenda skóla. Með þessu móti myndum við í raun skipta á velmenntuðum læknum og læknum sem hafa ekki hlotið bestu menntun." Bandaríska læknafélagið og fé- lög sérfræðinga tóku undir þetta álit forsvarsmanna læknaskólanna og vora sammála því að tekið skuli fyrir fjárveitingar vegnaallra lækna frá erlendum skólum. Dr. Louis J. Kettel, talsmaður Banda- ríska læknafélagsins, sem kynnti sjónarmið sín fyrir áðumefndri öldungadeildamefnd þann 3. júní, telur mikilvægt „að fínna einhver önnur ráð til að fjármagna sérfræð- inám lækna, sem fara heim aftur að því loknu". Oljósar horfur í mannmörgum fylkjum Banda- ríkjanna hafa stjómvöld þegar grip- ið til eigin ráða. Nærri 40 prósent sérfræðinema í New York-fylki era með erlend læknapróf. Heilbrigðis- yfirvöld fylkisins vinna nú að samn- ingu tillagna varðandi sérfræði- námstöður og virðist niðurstaðan ætla að verða sú, að þeim verði fækkað úr 2600 í 1700. Er þá miðað við að fjöldi sérfræðistaða sé sá sami og fjöldi þeirra sem útskrifast úr læknadeildum í New York-fylki. Áformað er að láta þennan niður- skurð bitna fyrst á læknum mennt- uðum erlendis. Um miðjan nóvember síðastliðinn sendi Memorial Sloan-Kettering- stofnunin í New York-fylki bréf til sjúkrahúsa sem hún hefur umsjón með, þar sem yfirmenn era eindreg- ið hvattir til að hætta að taka við læknum með erlend próf. Ástæðan er sögð fyrirætlanir bæði í Banda- ríkjaþingi og hjá stjómvöldum New York-fylkis, að skera niður eða hætta alveg framlögum vegna sér- náms erlendra lækna. Margt bendir því til þess að fyrir lækna með erlenda menntun verði það í framtíðinni ekki auðsótt að stunda starfsnám og fá lækninga- leyfl í Bandaríkjunum. Tekist er á um fjármagn til heilbrigðisþjónustu og standa ýmsir hagsmunaaðilar frammi fyrir því að þurfa að taka mun afdráttarlausari afstöðu en nokkum tíma áður. í versta falli gæti farið svo, að ef tekið er fyrir Medicare-greiðslur án tafar, verði erlendir læknar í sémámi hjá stofnun sem er vera- lega háð Medicare, að hverfa frá námi þar. Þessi átök fara ekki einvörðungu fram í Bandaríkjaþingi, áhrifín af þessari einangranarstefnu gagn- vart útlendum læknum sýna sig meðal annars í því að ýmsir lækna- skólar þvertaka nú þegar fyrir að veita útlendingum inngöngu. Þeir óttast að fá ekki fjármagn. Þessi stefna, sem skjalfest hefur verið í framvörpum til Bandaríkja- þings, hefur eignast víðtækan stuðning — án þess að merkjanlega hafí verið rætt um tengslin við utanríkisstefnu Bandaríkjanna og samskipti þeirra við önnur ríki. Virðist algjörlega skorta samhengi milli innlendrar og alþjóðlegrar heilbrigðisstefnu í Washington. Jafnvel þótt framvarpið í full- trúadeildinni byggi á samkomulagi við öldungadeildina, er full ástæða til að vera á verði. Ef einangrunar- stefna öldungadeildarinnar nær fram að ganga eftir öðram leiðum en í gegnum Medicare-löggjöf, er eins og Félag íslenskra lækna í Norður-Ameríku segir í nýlegri ályktun: „Fyrirsjáanlegt að fram- haldsnám íslenskra lækna í Banda- ríkjunum muni líða undir lok á næstu áram.“ IIÍÍÍPÍÍÍS..... ifkjj i1!) M Draumur OkkarAt.t.ka Hefur þaö ekki alltaf veriö þinn draumur aö eignast hinn fullkomna bíl? Alfa Romeo 33 4 x 4 er allt í senn: Sportbíll, sem veitir ökugleöi og öryggi vegna aksturseigin- leika og krafts. Fjölskyldubíll, meö nægt rými fyrir alla meðlimi fjölskyld- unnar og farangur. Torfærubíll, sem kemst leiöar sinnar í snjó og illfærö. Hinn frægi ítalski hönnuöur, Pininfarina, hefur nú gert þennan draum aö veruleika, í Alfa Romeo 33 4x4. Þennan draumabíl getur þú nú eignast, því viö höfum náö ótrúlega hagstæöum samning- um og bjóöum þér Alfa Romeo 33 4 x 4 á aðeins kr. 640.000.- sem er hlutfallslega langtum hagstæöara verð en annars stað- ar í Evrópu. Innifalið í verði: Rafdrifnar rúöur og læsingar, litaö gler, fjar- stilltir útispeglar, upphituö fram- sæti, þokuljós aö framan og aftan, metallic lakk, þurrkur og sprautur á framljósum og aftur- rúóu, digital klukka, öryggisbelti í fram- og aftursætum, veltistýri o.m.fl. 6 ára ryðvarnarábyrgð. msagnir bílasérfræðinga dagblaöanna eftir aö hafa reynsluekiö Alfa Romeo 33 U 4x4: » Þeir eru fáir sem eiga mögu- íeika á aó halda í viö Alfa Romeo 33 4x4. nema kannski Audi Quattro.« »Orötakiö „Eins og hugur manns“ glumdi stööugt í huga mér og lýsir betur en nokkur fjögur orö þeirri tilfinningu sem ökumaður fær af akstrinum.« » Hestöflin 95 eru engin folöld, heldur ólmast viö aö skjóta létt- um bílnum áfram (aöeins 970 kg), t.d. á skitnum 11 sek. í ÍOO km hraöa.« nt 21/111985 » Fyrst og fremst sportbíll — al- hliöa fjölskyldubíll meö mikla snerpu og góða aksturseigin- leika ásamt fjórhjóladrifi.« » Það er sama hvernig beygt er eöa bremsaö, alltaf svarar bíll- inn hárréttum óskum ökumanns- ins. « DV 30/11 1985 » Hreinræktaður gæðingur.« »Þessi bíll er svo vel búínn aukahlutum aó hann skákar jafn- vel japönsku bílunum sem hingað eru fluttir inn.« »Vélin í Alfa Romeo 33 er fjögurra strokka og skilar hún 95 hestöflum við sex þúsund snún- inga á mínútu. Það er ekki of- sögum sagt að hún er hreinasta listasmíð. « MBL. 15/01 1986 LÉU u JÖFUR HF NYBYLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.