Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986 Kveðjuorð: Karólína Stefáns- dóttírfrá Sigtúnum Fædd 18. mai 1891 Dáin 7. janúar 1986 Kynslóðir koma, kynslóðir fara allar sömu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pflagrímsins gloðisöng. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Einn er að kveðja, ljúka sinni ævigöngu, annar er að heilsa og hefja sína göngu. Mörg eru ævikjör- in, einum bfður farsæld og ham- ingja, öðrum erfiðleikar og harmar, en allt rennur þó áfram að einum ósi. Eftir því sem maður eldist, sér maður á bak æ fleiri samtíðar- manna sinna, þeirra sem mörkuðu spor í það umhverfi, sem maður ólst upp í. Þeir sem ólu upp mína kyn- slóð eru senn á förum. Karólína { Sigtúnum var ein þeirra. Allt frá bernsku minni man ég eftir Karólínu og hennar fjöl- skyldu, sem bjó í næsta húsi við okkur, fjölskylduna í Efra-Nesi. Þá báru öll hús á Akranesi sín nöfn og fólkið sem í þeim bjó var kennt við þau. Enn er Karólína kennd við Sigtún. Allt frá því að ég gat ekki borið nafhið hennar rétt fram og kallaði hana Kanínu eða eitthvað álíka og eldri krakkarnir hlógu að mér og stríddu mér, var hún alltaf jafn góð við mig. Þegar vinir kveðja eins og núna verður eftir einhver ljúfsár tregi, þó maður fagni því að langri og strangri vegferð sé lokið. Karólína Stefánsdóttir fæddist 18. maí 1891 að Sólheimagerði í Blönduhlfð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru þau hjónin Stefán Pét- ur Magnússon bóndi þar og Soffía Guðbjörg Björnsdóttir. Systkinin voru þrjú auk hennar. Sveinn, sem drukknaði ungur maður í Héraðsvötnum. Guðbjörg, dó ung úr berklum og Arnbergur, sá eini sem nú er eftir, var lengi bifreiðastjóri í Borgarnesi, auk þess var Sigurbjörg í Deildartungu í Borgarfirði hálfsystir þeirra. Sigur- björg var aftur á móti hálfsystir þeirra nafnkunnu bræðra Andrésar Björnssonar, fyrrum útvarpsstjóra, og Andrésar Björnssonar sem kall- aður var eldri. Foreldrar Karólínu brugðu búi í Sólheimagerði snemma á öldinni og voru þá ýmist í húsmennsku eða bjuggu stuttan tíma á nokkrum bæjum í Blönduhlíðinni. í þessu basli deyr Stefán og móðir Karólínu flytur sig suður yfir heiðar til Sigur- bjargar í Deildartungu og þau með henni Karólína og Arnbergur, og hjá þessari dóttur sinni er móðir hennar til æviloka. Karólína var skarpgreind kona, vel lesin og skáldmælt, þó ekki flík- aði hún því. Sem ung stúlka hugði hún á nám og settist í Kennaraskól- ann veturinn 1916—17. Og sótti meira að segja myndlistarnám hjá Þórarni B. Þorlákssyni, listmálara. Ekki gat orðið framhald að nám- inu. Fátæktin sagði til sín, veikindi steðjuðu að, kannski vegna fæðu- skorts, en hún fékk brjósthimnu- bólgu og var lengi veik. Einnig hefur aldarandinn síst hvatt al- múgastúlku til náms á þessum tíma. < Karólína bar alltaf lítinn gullhring, jafnvel eftir að steinninn var týndur úr honum, og hún átti líka ljóð Jón- asar Hallgrímssonar í rauðu skinn- bandi. Þetta voru henni helgidómar, en skólasystkini hennar höfðu sleg- ið saman af fátækt sinni, þegar þessi veika og fátæka skólasystir þeirra varð að hætta námi, áletrað bókina og gefið henni hvorttveggja. Árið 1918 gerist hún ráðskona við mötuneyti skólans á Hvítár- bakka og þar kynnist hún manni sínum sem þar var við nám, Sæ- mundi Eggertssyni frá Leirárgörð- um í Leirársveit. Árið 1922 giftast þau og byrja að búa í Leirárgörðum, og þar fæðist fyrsta barn þeirra, Sveinn Þorsteinn. 1924 flytja þau á Akranes og 1927 byggja þau sér hús, sem þau nefna Sigtún. Þar ala þau upp börnin sín þrjú, en þau eru auk Sveins, Auður Asdís og Eggert Stefán. Karólína og Sæmundur slitu samvistum, en Karólína átti alltaf heima í Sigtúnum, meðan þrekið entist, en nú nær fjórtán ár hefur hún verið á Sjúkrahúsi Akraness, þar sem hún andaðist södd lífdaga. Yngsti sonur Karólínu, Eggert Stefán hefur alltaf búið á Akranesi, kvæntur Unni Leifsdóttur og eiga þau tvö börn. Eggert er smiður og starfar í Sementsverksmiðjunni. Auður Ásdis er bóndakona, býr að Ási í Melasveit, gift Þórarni Einarssyni bónda þar. Þau eiga fjóra syni. Sveinn er fulltrúi hjá Flugleiðum og hefur auk þess skráð nokkrar bækur, nú síðast hefur hann skráð bækur eftir Guðmundi Kjærnested f.v. skipherra. Hans kona er María Jónsdóttir, þau eiga tvo syni. Sveinn átti tvö börn með fyrri konu sinni, Hrefnu Guðmunds- dóttur. Þar sem næsta hús við Sigtún var hús foreldra minna, Efra-Nes, urðu þessar fjölskyldur nánir nágrannar og við börnin leik- félagar og vinir. Ég sótti mikið í Sigtún. Þangað var alltaf gott að koma. Aldrei man ég eftir því að amast væri við mér, nema þegar Auður fékk barnaveik- ina. Þá mátti ég ekki koma þar inn fyrir dyr. Heimilið var sett í sóttkví, sem var eina vörnin sem þá þekkt- ist. Það var beðið milli vonar og ótta, hvort hin börnin, fyrst og fremst bræður hennar og síðan við börnin í nágrenninu fengjum veik- ina. Það var enginn sem fékk hana nema Auður. Við hin sluppum og hún hafði það af. Það var mikil ógn sem fylgdi þessum barnasjúkdómum, og stundum barði dauðinn að dyrum. Nokkru eftir að Auður fékk barna- veikina, var næsta hús við Sigtún sett í sóttkví, nú var það skarlats- sótt sem herjaði á, og stuttu seinna var litil ksta látin út um glugga á húsinu, og enginn af fjölskyldunni mátti fylgja Sigrúnu litlu til grafar, en svo hét litla stúlkan, sem dauðinn hremmdi. Þá grétum við börnin í hverfinu. Og lítill drengur dó af afleiðingum kíghósta. Svona gekk lífið. Skin og skuggar skiptust á og við tókum þátt í kjörum hvors annars, á einn eða annan hátt. I Sigtúnum var afkoma heimilis- ins byggð upp á svipaðan hátt og á öðrum alþýðuheimilum. Einhvers- konar verkamannavinna þeirra sem ekki voru sjómenn og stuðningur af búskap með kýr og kindur, hænsni og stóra kartöflugarða. Það var þess vegna alltaf nógur og góð- ur matur þar sem börnin voru ekki þeim mun fleiri. Húsnæði þætti kannski heldur lftið nú til dags, og fábrotinn húsbúnaður, en mér fannst alltaf fint í stofunni í Sigtún- um. Sérstaklega man ég eftir kringl- óttu borði á miðju gólfi, með stórri og fallegri skál, sem í voru kort og myndir. Mikið þótti mér alltaf gaman að fá að skoða þessi kort. Þetta voru kort með húsum og trjám í útlöndum og fallegu og ffnu fólki sem lét vel hvort að öðru. Kelirísiskortin frægu. En eitt var í stofunni sem ekki var algengt á öllum heimilum. Það var bókaskápur með mörgum bók- um. í Sigtúnum voru alltaf keyptar bækur. Sæmundur las upphátt fyrir fjölskylduna. Mikið var nú gaman að sitja í eldhúsinu og hlusta, því alltaf mátti ég vera með, ylurinn frá eldavélinni vafði sig um okkur. Karólína kannski nýkomin úr fjós- inu frá því að mjólka, og spenvolg nýmjólkin freyddi enn um barmana á fötunni. Svo var mjólkin síuð og við fengum mjólk í bolla og kannski kleinu eða eitthvað annað gott. í Sigtúnum komst ég fyrst í kynni við sögur Halldórs Laxness. Ég man eftir því þegar Sjálfstætt fólk var að koma út, og var keypt í Sigtúnum. Alla þá bók heyrði ég Sæmund lesa upphátt, en svo verk- aði þessi bók sterkt á mig sem barn, að ennþá bið ég Ástu Sóllilju vægð- ar. Sæmundur sat alltaf á sama stað og við börnin í nálægð og drukkum í okkur hvert orð, þó að bækurnar væru kannski ekki allar við barnahæfi. Sæmundur var af- bragðs upplesari og síðan rökræddu hjónin fram og aftur um efni bók- anna. Karólína sagði okkur börnunum líka mikið af sögum. Hún var ekki aðeins fljúgandi greind, heldur lika stálminnug. Hún sagði okkur sögur eftir mömmu sinni og ömmu, sem t.d. höfðu verið nágrannar Bólu- Hjálmars. Þetta voru sögur um líf og starf genginna kynslóða. Á hvern hátt fólkið reyndi að bjarga sér og sínum. Ég man eftir að hún sagði okkur að f staðinn fyrir barna- púður og krem hefðu mæður notast við húsaskúm og ösku. Auðvitað var huldufolk í hverjum hól og klettum, og ekki langt frá heimili hennar var Miklibær, þar sem sagan um Miklabæjar-Sólveigu gerðist. Þá voru Héraðsvötnin fyrir neðan, sem ógnuðu lífi þeirri sem yfir þau þurftu að komast. Stundum var ég orðin of hrædd til að fara ein heim og þá fylgdi hún mér gjarnan }rfir lóðina á milli húsana að dyrunum heima og klappaði mér á kinnina um leið og hún kvaddi mig. Hjónin í Sigtúnum voru miklir aðdáendur Jónasar frá Hriflu. Það voru foreldrar mínir lika á þessum tíma, og fylgdu Framsóknarflokkn- um. Við börnin vorum auðvitað sama sinnis, og Tíminn var keyptur og lesinn. Einu sinni rétt fyrir kosningar var Sveinn eldri sonurinn Vilborg Sverris- dóttir—Minning Fædd 5. marz 1912 Dáin 13. janúar 1986 Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Vilborgar Sverris- dóttur, þegár hún er kvödd að leið- arlokum eftir langa vanheilsu og þakka henni þær samverustundir, sem við áttum. Vilborg Sverrisdóttur fæddist á Kaldrananesi í Mýrdal 5. marz 1912, dóttir hjónanna Sverris Ormssonar og Halldóru Einars- dóttur. Vilborg giftist 14. október 1933 Einari Bjarnasyni rafvirkjameist- ara, sem andaðist 23. október 1976. Þau eignuðust einn son, Sverri, sem á tvo syni með látinni eiginkonu sinni, Guðlaugu ÓlÖfu Gunnlaugs- dóttur, en hún andaðist árið 1980. Það voru ekki mörg ár, sem ég átti samleið með tengdamóður minni, en þessistutti tími er mér mikils virði. Ég kynntist heil- steyptri, áreiðanlegri og hjarta- hlýrri konu, sem bar umhyggju fyrir sínum nánustu. Fann ég það bezt, er ég kom á heimili sonar hennar, hve mikla ástúð hún sýndi mér og var mér góð. Þá má ekki gleyma sonarsonunum, en við fráfall móður þeirra var Vilborg amma stoðin þeirra stóra. Öll nutum við þess að búa í sama húsi og Vilborg. Hún var fyrst allra til að bjóða aðstoð sína, ef hún taldi, að einhvers þyrfti með, en aftur á móti var allt óþarfi, sem viðkom henni sjálfri. Hún var hlé- dræg, en þrátt fyrir hlédrægnina var hún gamansöm og glaðværðin einkenndi hana. Síðustu tvö árin voru Vilborgu erfið vegna þungbærs sjúkdóms, sem hún vissi sjálf, að ekki var hægt að ráða bót á og kallið gæti komið, hvenær sem væri. Þrátt fyrir langar sjúkrahúslegur gat hún haft fótavist og verið í íbúð sinni allt síðastliðið ár og séð að mestu um sig sjálf, þar til hún lagðist inn á Borgarspítalann 5. janúar sl., en þaðan átti hún ekki afturkvæmt og andaðist að morgni 13. janúar sl. Ég veit, að henni þótti vænt um að geta séð um sig sjálf fram undir hið síðasta, þvi að einhver ríkasti þátturinn í lífi hennar var að vera sjálfbjarga og ekki upp á aðra komin. Hún lifði með það að mark- miði, að það væri sælla að gefa en aðþiggja. Eg veit, að Vilborg þráði að fá hvíld frá jarðneskum þrautum sín- um. Ég veit líka, að henni er búin góð heimkoma hjá góðum Guði. Ég og sonarsynir hennar, Gunn- laugur og Einar Þór, þökkum tengdamóður og ömmu alla hennar góðvild og hjartahlýju og biðjum henni Guðs blessunar. Guðríður Guðmundsdóttir Hinn 13. þ.m. lézt í Borgarspítal- anum frændkona mín, Vilborg Sverrisdóttir eftir alllanga sjúk- dómsþraut, tæplega 74 ára að aldri. Var henni því hvíldin örugglega kærkomin. Segja má, að lítill hér- aðsbrestur verði, þótt öldruð kona, sem alla ævi hefur gengið hljóðlega um dyr, hverfi af sjónarsviðinu. En engu að síður snertir slíkt alltaf nána ættingja og vini, og því er það, að ég set saman fáein orð til að þakka þessari frænku minni samfylgdina að leiðarlokum. Hún lifði vammlausu lífi og mæiti aldrei styggðaryrði til nokkurs manns. Af sjálfu sér leiðir, að ekki er unnt að segja margt um þann lífsferil, sem genginn er utan við skarkala heimsins og á þann hátt, að fáir urðu hans varir nema vandamenn og nánir vinir. En þeim mun dýr- mætari er minningin þeim, sem kynntust þessari mætu konu. Vilborg Sverrisdóttir var fædd 5. marz 1912 á Kaldrananesi í Mýrdal. Voru foreldrar hennar Halldóra Einarsdóttir frá Holti í Mýrdal og Sverrir Ormsson á Kald- rananesi. Bjuggu þau á jörðmni á móti foreldrum Sverris, GuiJrúnu Ólafsdóttur og Ormi Sverrissyni, er flutzt höfðu í Mýrdal úr Meðallandi árið 1905. Stóðu að Viiborgu kunn- ar ættir austan Mýrdalssands og vestan, sem hér verða ekki raktar nánar. Hún bar nafn langömmu sinnar, Vilborgar Stígsdóttur, sem látizt hafði rúmri viku áður en hún fæddist og þá var elzta kona á landinu, tæplega 99 ára gömul. Hefur Vilborgar-nafnið haldizt vel og lengi á konum í þeirri ætt. Vilborg var elzt barna þeirra Halldóru og Sverris, sem á legg kornust, en yngri systkinin eru þau Einar, sem hefur alla ævi átt heima á Kaldrananesi, og Ormheiður, sem nú býr á Eyrarbakka, en rak áður um langt árabil búskap á Hjallanesi á Landi. Vilborg ólst þannig upp með foreldrum sínum og systkinum á Kaldrananesi qg eins með ömmu sinni og afa. Vilborg hleypti heimdraganum 17 ára gömul og hélt til Reykjavík- ur, bæði til að leita sér atvinnu og einhverrar menntunar til munns og handa. Þetta var í upphafi heims- kreppunnar miklu og því ekki auð- hlaupið að fá vinnu eða öðlast ein- hverja þekkingu umfram venjulegt barnaskólanám. Frá þessum árum man ég Vilborgu eða Borgu, eins og hún var kölluð, fyrst. Hún kom í vist til foreldra minna haustið 1929 og var sfðan hjá þeim næstu fjóra vetur, en hélt heim í átthagana á sumrin. Um það leyti, sem Borga kom til okkar, vann hjá föður mínum við rafvirkjastörf ungur maður, Einar Bjarnason ættaður frá Þing- eyri; Vestfirðingur í föðurætt, en af Bergsætt í Arnessýslu í móður- ætt. Lærði hann rafmagnsiðn hjá Bræðrunum Ormsson og fylgdi föður mínum, er hann setti á fót eigin rekstur 1931. Fluttist Einar einnig fljótlega í húsið að Sjafhar- götu 1. Þar var þá fyrir hjá foreldr- um mínum Borga frænka mín, og mun Einar fljótt hafa litið hana hýru auga. Slíkt var ekki undarlegt, því að þessi mýrdælska blómarós var bæði myndarleg í sjón og hlý í raun. Gengu þau Vilborg og Einar í hjónaband 14. okt. 1933 og hófu búskap í húsi í næsta nágrenni við okkur. En árið 1934 settust þau að f kjallaraibúð að Sjafnargötu 1 og þjuggu þar næstu 16 árin. Þar fæddist einkasonurinn, Sverrir, árið 1936, en hann er nú sakadómari f Reykjavík. Að líkum lætur, að daglegur samgangur var milli heimila okkar og Borgu og Einars, enda voru hún og móðir mín mjög samrýndar, og Einar var önnur hönd föður míns við rafvirkjastörfin. Er vissulega margs og góðs að minnast frá þessum sambýlisárum á Sjafnar- götu 1, enda þótt það verði ekki rakið hér. Árið 1950 urðu þáttaskil, þegar þau Borga og Einar fluttust úr húsinu og settust að í nýju húsi f Úthlíð 5. Engu að síður var alltaf ágætt samband á milli heimilanna um fjölmörg ár. Borga hugsaði einvörðungu úm allt innanstokks og bjó manni sínum og syni einkar kyrrlátt og hlýlegt heimili. En lítt hafði hún sig f frammi utan dyra og því minna sem árin færðust yfir. Af því leiddi aftur það, að sam- fundum milli vina fækkaði, enda tóku þeir að heltast úr lestinni. Sonurinn, Sverrir, gekk að eiga Guðlaugu Ó. Gunnlaugsdóttur árið 1967, og settust þau að á efri hæðinni í Úthlíð 5, en Borga og Einar bjuggu um sig í lftilli, en notalegri íbúð í risi. Svo fæddust sonarsynirnir, Gunnlaugur og Einar Þór, og urðu ömmu sinni og afa miklir sólargeislar. En nú tóku erfiðleikar að steðja að. Heilsa Einars tók að bila, og lézt hann árið 1976, 72 ára að aldri. Eftir það bjó Borga ein í íbúð sinni, en dreng- irnir ungu áttu þar alltaf öruggt athvarf og veittu ömmu sinni mikla lífsfyllingu eftir lát afa þeirra. Árið 1980 féll húsfreyjan unga frá, og þá sýndi Borga vel, hvað í henni bjó. Hún tók að sér umsjá heimilis- ins með syni sínum og móðurhlut- verkið með sonarsonunum. Var svo, þar til Sverrir kvæntist í annað sinn ¦ ¦ ¦ I ¦ M I ¦ '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.