Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986
+
Áskorun til alþingismanna
eftir Braga
Björnsson
Askorun til al-
þingismanna
í dag birtu fjölmiðlar þá fregn
að kviknað hefði í svefnskála vist-
manna á Kópavogshæli með þeim
hörmulegu afleiðingum að einn
vistmaður hefði látizt og annar
væri í gjörgæzlu. Vegfarandi um
H af n arfj arð arveg varð fyrstur elds-
ins var.
Við eftirgrennslan kom í ljós að
ekkert eldvamarkerfi var í svefn-
skálanum, ekki einu sinni einfaldur
reykskynjari. Borið var við peninga-
leysi hins opinbera eins og fyrri
daginn.
Nú vill svo til að hægt er að
benda á ákveðna upphæð í íjárlög-
um, sem nota má til þess að bæta
úr þessu öryggisleysi og hættu-
ástandi á spítölum, gamalmenna-
hælum og viststöðum þeirra sem
aumastir eru allra í velferðarþjóð-
félagi okkar, þ.e. geðbiluðum,
þroskaheftum og lömuðum, sem
allt eiga undir okkur hinum, sem
„heilbrigðir" eiga að teljast.
Við afgreiðslu núverandi fjárlaga
samþykkti meirihluti alþingis §ár-
veitingu til sín og sinna, í formi
dagblaðakaupa, blaðastyrkja og
greiðslu til stjómmálaflokka til út-
gáfustarfsemi, sem samtals nemur
um 36 milljónum króna.
Er nú ekki tilvalið tækifæri fyrir
háttvirta alþingismenn að reka af
sér slyðruorðið og samþykkja í einu
hljóði að afsala sér þessum fríðind-
um og búa jafnffamt svo um hnút-
ana, að upphæð þessi verði notuð
gagngert til þess að koma bruna-
„Nú er tækifæri, þing-
menn góðir, að sýna
alþjóð hversu „þróaðir“
þið eruð, heiðarlegir og
ráðdeildarsamir í með-
ferð almannafjár.“
vömum áður nefndra stofnana í að
minnsta kosti lágmarkshorf, svo
langt sem þessi upphæð nær.
Eg er handviss um að álit al-
mennings á alþingismönnum mundi
hressast, ef þeir nú einu sinni, svona
til hátíðabrigða, tækju mark á
skattgreiðanda um ráðstöfun al-
mannafjár.
Oft hefur heyrzt að ýmsir ein-
ræðisherrar og aðskiljanlegar ríkis-
stjómir í „vanþróuðum" löndum
væru frekar til fjárins í eiginhags-
munaskyni, þegar aðstaða leyfði,
og væri slík lítt til fyrirmyndar.
Nú er tækifæri, þingmenn góðir,
að sýna alþjóð hversu „þróaðir" þið
eruð, heiðarlegir og ráðdeildarsamir
í meðferð almannafjár.
Afskaplega yrði það leiðinlegt,
ef einhver atburður gerðist, eins og
á Kópavogshæli, áður en þið fengj-
uð tækifæri til þess að breyta blaða-
peningunum í öryggistæki fyrir
vanheila, sem ég veit að þið drífið
í hið snarasta.
Enn leiðinlegra yrði, ef þessi
ásetningur ykkar dytti upp fyrir og
þessi greinarstúfur yrði fiskaður
fram og einhveijir „ábyrgðarlausir"
færu að tauta að réttast væri að
minna ykkur á hann, þ.e. greinar-
stúfinn.
Það yrði leiðinlegast.
Höfundur er héraðsdómalög-
maður í Reykjavík.
Undanþágum
áskipun-
um fækkar
UNDANÞÁGUR til skipstjómar-
manna og vélstjóra á íslenzkum
skipum vom á síðasta ári 1.048
en 1.720 árið áður og fækkaði
um 40% milli ára. Undanþágu-
beiðnir árið 1985 náðu til 1.037
manna, en 787 vora samþykktar.
Árið 1984 störfuðu 1.105 menn
í einhvem tima á undanþágum.
Fækkun þeirra, sem starfað hafa
á undanþágum, er þvi um 29%.
Samkvæmt ákvæðum laga er
heimilt að veita í ákveðnum tilfell-
um undanþágur frá menntunar-
kröfum til starfa um borð í skipum
í skamman tíma, enda sé sýnt að
ekki fáist réttindamaður til starf-
ans. Undanþáguveitingar þessar
hafa frá því í júlí 1984 verið í
höndum sérstakrar nefndar skip-
aðrar fulltrúum útgerðar, sjómanna
og samgönguráðuneytis og árið
1984 var ákveðið að stefna að
verulegri fækkun undanþága með
því að hvetja réttindalausa menn
til náms.
Á síðasta ári bárust undanþágu-
nefnd 1.468 umsóknir. Nefndin
samþykkti að veita tímabundið
1.048 undanþágur, en 293 beiðnum
var hafnað. 27 umsóknir sem bárust
voru til starfa, sem ekki kröfðust
réttinda og ein umsókn var aftur-
kölluð. Umsóknir þessar náðu til
1.037 manna og voru 787 sam-
þykktar. Flestar undanþágur voru
veittar til starfa vélavarða, 262,
fyrsta stýrimanns, 167, og yfírvél-
stjóra, 120.
Á árinu 1985 sóttu 200 sjómenn
réttindanám vélstjóra víðsvegar á
landinu og frá því síðastliðið haust
hafa 90 sjómenn hafið réttindanám
stýrimanna. Á vormisseri þetta ár
verða haldin siðustu námskeið vél-
stjóra. Námskeiðum skipstjómar-
manna lýkur hins vegar ekki fyrr
en á vormisseri 1987. Að loknum
þessum námskeiðum munu gefnar
undanþágur endurskoðaðar.
BSRB:
Mótmælir
skatta-
hækkunum
„STJÓRN BSRB mótmælir harð-
lega bæUUnniim á álögum á
almenning sem stjómvöld hafa
ákveðið að undanförau," segir í
fréttatilkynningu sem Morgun-
blaðinu hefur borist frá BSRB.
í fréttatilkynningunni segir enn-
fremun „Bandalagsstjómin lýsir
undrun sinni á því að stjómvöld
skuli hafa fomstu um almennar
verðlagshækkanir, sem em síður
en svo líklegar til að greiða fyrir
gerð nýrra kjarasamninga þar sem
markmiðið er aukinn kaupmáttur
og minni verðbólga."
Laugardalshöll:
„Matur
’86“ í
maí
Nemendafélag Hótel- og veit-
ingaskóla íslands í samvinnu við
Kaupstefnuna i Reykjavík hf.
munu halda sýninguna „Matur
’86“ i Laugardalshöllinni dagana
10. til 18. mai nk.
Sýningin er liður í 200 ára af-
mælishaldi Reykjavíkurborgar og
er stefnt að því að sýna sem vfð-
tækasta kunnáttu í matargerðarlist,
segir í fréttatilkynningu frá undir-
búningsnefnd sýningarinnar og er
þar tekið fram, að sölu sýningar-
svæðis ljúki 1. febrúar.
+