Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986 t Móöir okkar GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, frð Vindási Eyrarsveit, lést í Landspítalanum 17. janúar. Börnin. Eiginmaður minn, t AXEL ÓLAFSSON verkstjóri, Hlíöarvegi 1, Kópavogi, lést 17. janúar sl. Sigrún Valdimarsdóttir. t Eiginmaöur minn, JÓN HELGASON, prófessor og skáld, f. 30. júni 1899 á Rauösgili, andaðist í Kaupmannahöfn 19. janúar 1986. Agnete Loth. t Faöir minn, tengdafaðir og afi, KRISTINN JÓHANNESSON, Hátúni 10 B, andaöist laugardaginn 18. janúar. Elfn Kristinsdóttir, Hreinn S. Halldórsson, Guörún Hjaltadóttir, Helga Jónsdóttir, Lúövfk Hjalti Jónsson, Kristinn Rúnar Jónsson, Anna Kristfn Hreinsdóttir, Halldóra Hreinsdóttir. t Eiginkona mfn, móöir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG HANNESDÓTTIR, Bústaðavegi 75, sem lóst 15. janúar sl., veröur jarösungin frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 23. janúar kl. 13.30. Flosi Jónsson, Hannes Flosason, Kristjana Pálsdóttir, Sigurður Flosason, Nanna Guðmundsdóttir, Guðmundur Jónsson, Guðrfður Fr. Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför ÁSTU ÓLAFSDÓTTUR, Hafnarbraut 20, í Neskaupstað, veröur gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.30. Jarðsett veröur í Gufuneskirkjugarði. Árni Sveinsson, Ingileif Guðmundsdóttir, Ólafur Árnason, Eva Ásmundsdóttir og barnabörn. t Útför HELGA GUÐMUNDSSONAR, Bólstaðarhlfð 41, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 22. janúar kl. 13.30. Jarösett verður í Gufuneskirkjugarði. Sigurbjörg Lúðvíksdóttir, Hanna Helgadóttir, Guðný Helgadóttir. t Útför sonar míns, KJARTANS Ó. BJARNASONAR, húsasmfðameistara, er lést í Landakotsspítala 14. þ.m., veröur gerö frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. janúar kl. 10.30. Fyrir hönd systkina og barna hins látna. Skúlfna Friðbjörnsdóttir. Minning: Helgi H Hjartar- son rafveitustjóri Fæddur 14. desember 1922 Dáinn 31. desember 1985 Að morgni gamlársdags 1985 andaðist Helgi H. Hjartarson raf- veitustjóri að heimiji sínu, aðeins 63ja ára að aldri. Útför hans var gerð frá Grindavíkurkirkju föstu- daginn 10. janúar 1986 að við- stöddu fjölmenni. Helgi fæddist í Reykjavík 14. des. 1922. Foreldrar hans voru hjónin Hjörtur Þorkelsson neta- gerðarmaður og kona hans, Magnea Jensdóttir, en þau voru þá búsett í Reykjavík. Eftir fáein ár fluttist Helgi með foreldrum sínum til Akraness, og þar liggja hans æskuspor í leik og starfí. Að loknu námi í bamaskóla sat Helgi einn vetur f Reykholtsskóla, 1937—1938, en þegar hann hafði aldur til fór hann á sjóinn, eins og algengt var um unga menn á þeirri tíð, og sjómaður var hann þar til hann hóf rafvirkjanám hjá Sveini Guðmundssyni á Akranesi 1942 og lauk sveinsprófí í iðninni frá Iðn- skóla Akraness 1946. Síðar fer hann til Reykjavíkur og stundar þar háspennustörf og öðlast löggildingu í háspennuvirkjum 1953. Helgi kvæntist 8. febrúar 1947 heitkonu sinni, Katrínu Lilliendahl Lárusdóttur, Lárusar Jónssonar sjó- manns, og konu hans, Valgerðar Lilliendahl, en þau bjuggu lengi í Bræðraborg í Grindavík. Árið 1948 fluttu svo ungu hjónin til Grindavíkur og reistu sér bæ og nefndu Helgafell, sem í dag er Sunnubraut 1, og þar hefst hans ævistarf. Sogsrafmagnið er þá nýkomið í plássið og réðst Helgi til Rafveit- unnar sem rafveitustjóri frá og með 1. jan. 1949. Þá var íbúatala Grindavíkur innan við 500 manns, en þeim átti eftir að Qölga svo um munaði. Á þessum árum átti ég sem oddviti hreppsins náið samstarf við rafveitustjórann um framkvæmdir og fjármál rafveitunnar, sem jafnan var þröngur stakkur skorinn vegna fámennisins. Helgi var ungur og mjög áhugasamur um uppbyggingu rafveitukerfisins og ýtinn um fram- lög til framkvæmda. Einkum var honum það metnaðarmál að lýsa byggðarlagið upp og hygg ég að óvíða hafí byggðarlög af sambæri- legri stærð við Grindavík búið við betri götulýsingu á þeim tíma. Síðar lagði hann áherslu á, þegar íbúum flölgaði, að koma öllu rafveitukerf- inu í jörð. Helgi var mikið hraust- menni og kom það sér oft vel þegar óveður geisaði og rafmagnið fór af. Þá gekk hann af atorku fremstur í flokki til að leita bilunar og gera við svo að ljósin mættu lýsa sem fyrst á ný. Samhliða rafveitustjóra- starfínu varð hann að sinna almenn- um rafvirkjastörfum í plássinu. Þau hjónin, Helgi og Katrín, eignuðust einn son bama, Hörð Gylfa, sem fæddur er 9. okt. 1950. Hann lærði rafvirkjun hjá föður sín- um, og ráku þeir í félagi verktaka- fyrirtæki í iðninni. Helgi var alla tíð ljúfur og glaður í samstarfí, félagslega þenkjandi og alltaf fús að leggja lið þegar með þurfti. Hann var í eðli sínu tilfínningamaður, viðkvæmur í lund og mátti vart aumt sjá. Hann var mikill húmoristi og sá glöggt það t Sonur minn og bróðir okkar, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON frá Flatoy á Breiðafirði, veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 21. janúar kl. 15.00. Guðrún Jónfna Eyjólfsdóttir, Eyjólfur Einar Guðmundsson, Kristfn Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Jóhann Salberg Guðmundsson, Sigurborg Guðmundsdóttir, Regfna Guðmundsdóttir, Erla Guðmundsdóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÁGÚST HALLSSON, Skúlagötu 78, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 21. janúar kl. 10.30. Björn Ágústsson, Ingvi Ágústsson, Jón Viðar, Halla Ágústsdóttir, Ágúst Ágústsson, Guðfinna Halldórsdóttir, Anna Norðdahl, Ingvar Kristjánsson, Jóhanna Jónsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Sófus Alexandersson og barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundamafni. skoplega í tilverunni. Gat hann þá átt það til, þegar svo bar undir, að leika ýmsa „karaktera" á góðlátan og glettinn hátt, svo að skemmtun varað. Helgi var söngvinn og gekk því fljótt til liðs við kirkjukórinn. Hann hafði djúpa, sterka en mjúka, blæfagra bassarödd, sem munaði um. Gamansemi hans vakti oft kátínu á kóræfingum, því að hann var orðheppinn og gat sagt fyndni, sem hitti í mark. Helgi var með okkur í kirkjunni á jólunum og tók þátt í söngnum. Vegna langvarandi veikinda átti hann örðugt um að sækja æfíngar, en þegar af honum bráði og þrautir linaði, var hann reiðubúinn að leggja sig fram um að læra það sem þurfti, og fór ég þá stundum með honum einum upp í kirkju til að kenna honum það, sem hann fann að á vantaði til þess að hann gæti verið þátttakandi í jolasöngnum. Það bar til á aðfangadagskvöld, að auk venjulegs aftansöngs var efnt til helgistundar í kirkjunni um miðnæturskeið. Húsfyllir var í báð- um guðsþjónustunum. Helgi tók þátt í söngnum af lífi og sál og sjáanlega al mikilli innlifun og gleði á jólanótt. Hann naut helgistundar- innar af því að hann var kristinn maður. Lagið sem Helgi þurfti að læra til að yera með í miðnæturmessunni var: í austurlöndum stjama skein svo skær, eftir Sigvalda Kaldalóns. — Það varð hans svanasöngur. Hann átti ekki afturkvæmt í kirkj- una til að syngja skapara sínum lof og dýrð. Veit ég að kórfélagamir sakna vinar í stað og harma fráfall hans, því að Helgi var góður félagi. Sjálfur þakka ég langt og gott samstarf og trygga og trúfasta samfylgd í félagsmálastörfum frá fyrstu kynnum. Öll biðjum við þess að drottinn vor og guð gefí ekkjunni og synin- um eina, svo og áistvinum þeirra öllum, þrek og þolgæði til að bera hinn mikla harm, fyrir trúna á Jesúm Krist, drottin vorn. Svavar Árnason Kveðja frá Kirkju- kór Grindavíkur Helgi Hjartarson gekk til liðs við Kirkjukór Grindavíkur haustið 1950, það eru því 35 ár síðan hann hóf þátttöku í kirkjusöng í Grinda- vík. Helgi var góiður söngmaður, hann hafði mikla og fallega bassa- rödd, sem naut sín vel í kórsöng. Hann var góður og skemmtilegur félagi, glettinn og spaugsamur, þegar því var að skipta. Enda þótt Helgi hafí átt við vanheilsu að stríða nokkur undan- farin ár, kom lát hans mjög á óvart, ekki hvað síst fyrir söngfólkið í kir'kjukómum, því hann stóð á sín- um stað og söng með okkur á jóla- dag, 25. des. sl., en var allur að morgni gamlársdags. Það er skarð fyrir skildi í röðum okkar þegar svo ágætur félagi og vinur er horfínn á braut yfír móðuna miklu. Um leið og við þökkum Helga langt og gott samstarf á liðnum ámm, sendum við eiginkonu hans og syni, svo og öðrum aðstandend- um, okkar dýpstu samúðarkveðjur. GE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.