Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 56
Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! wgmil'lafrife ErTTKORTAUSSTAÐAR ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Morgunblaðið/Árni Sæberg. Á ellefta tímanum í gærkvöldi lét ms. Laxfoss úr Reykjavíkurhðfn. Skipið hét áður ms. Hofsá og var í eigu Hafskips, en Eimskip keypti sem kunnugt er eignir þrotabús Hafskips fyrir skömmu. Laxfoss er hið fyrsta skipa Hafskips, sem byrjar siglingar að nýju eftir gjaldþrotið. Skipverjarnir heita Guðbjörn Gunnarsson t.v., en hann var áður starfsmaður Hafskips og Arni Pálsson. Jarðstöð var til einkanota: Heimilt er að setja upp móttökuskerma Skermar kosta 250—300 þúsund krónur GEFIN hefur verið út reglugerð um starfrækslu jarðstöðva fyrir móttöku sjónvarpsefnis um gervihnetti. Samkvæmt henni getur samgönguráðherra nú gefið út leyfi til einstaklinga til að starfrækja jarðstöðvar til móttöku sjónvarpsefnis fyrir eigin not. Sömuleiðis er hægt að gefa út leyfi til aðila, sem dreifa mótteknu sjónvarpsefni innan- húss, þó ekki í atvinnuskyni. Þetta ákvæði ætti að opna mögu- leika fyrir húsfélög til að eiga eigin móttökuskerma. Skermar af þessu tagi kosta nú 250-300 þúsund krónur uppkomnir. Þegar hafa verið settir upp sex slík- ir skermar hér á Iandi, fjórir hjá einkaaðilum, þar af a.m.k. einn í eigu húsfélags í fjölbýlishúsi í Breiðholti, einn á Hótel Holti og einn í eigu sovéska sendiráðsins í Reykjavík. Leyfi fyrir uppsetningu sjón- varpsmóttökuskerma eru bundin því skilyrði, að umsækjandi hafi aflað sér heimildar rétthafa hinnar tilteknu sjónvarpsrásar um afnot hennar, eins og segir orðrétt í reglugerðinni. Leyfi verður einungis veitt að fengnu samþykki eigenda fjarskiptatunglsins og viðurkenn- ingu á því, að móttökubúnaðurinn sé í samræmi við setta staðla. Leyfi eru jafhframt háð umsögn Póst- og símamálastofnunarinnar og þeir sem selja móttökuskerma skulu hafa fullvissað sig um að kaupendur og notendur búnaðarins hafi aflað sér tilskilinna leyfa áður en hann er afhentur. Móttökubúnaðurinn má aðeins geta tekið á móti þeim sjónvarpsrásum, sem umsækjandi hefur tryggt sér afnotarétt á. Aðeins Póstur og sími getur tekið á móti og dreift sjónvarpsefni, sem á að senda áfram til almennings, hvort sem það kann að vera gert á vegum opinberra stofnanna eða einkaaðila. Stofnunin mun annast innheimtu afnotagjalda. Gjöld fyrir starfrækslu jarðstöðva verða ákveð- in af ráðherra með hliðsjón af kostnaði en einnig er gert ráð fyrir að Pósti og síma verði greitt svo- kallað „eftirlitsgjald". Ríkissjóður hefur ekki staðið verr um árabil Rekstrarafkoma versnaði um 3.163 milljónír í fyrra Rekstrarafkoma A-hluta rikis- sjóðs, sem hlutfall af gjöldum, var neikvæð um 8,1% í árslok 1985, og hefur ekki verið verri um árabil. Gjöld umfram tekjur á síðasta ári námu 2.381 milljón króna. Innheimtar tekjur námu 26.889 miUjónum króna, en greidd gjöld voru 29.270 miUjón- ir. Á árinu 1984 voru tekjur umfram gjöld 783 miUjónir króna. Rekstrarafkoman hefur þvi versnað um 3.163 miUjónir króna frá fyrra ári. í frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að tvær meginskýringar séu á versnandi rekstrarafkomu ríkis- sjóðs á síðasta ári miðað við árið 1984. Gjöld hafi hækkað verulega umfram verðlagsbreytingar og hækkun tekna ríkissjóðs milli ára hafi verið lægri en sem svarar verðlagsbreytingum. Því hafi verið öfugt farið árið 1984. Meðalbreyt- ing framfærsluvísitölu milli áranna 1984 og 1985 er áætluð 32,5%. Tekjur hafa hins vegar hækkað um 29,6%, en gjöld um 46,6%. í frétt ráðuneytisins segir að hækkun gjalda ríkissjóðs umfram verðlagsbreytingar megi einkum rekja til fjögurra þátta: Húsnæðis- mála, sem hækkuðu milli ára um 167%; vaxtagreiðslna, sem hækk- uðu um 107%; útgjalda til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sem jukust um 109%; og launaútgjalda, sem eru um fjórðungur af heildarút- gjöldum A-hluta ríkissjóðs, og hækkuðu um 44% milli áranna 1984 og 1985, en hins vegar aðeins tæplega 20% milli áranna 1983 og 1984. Til viðbótar koma til ný út- gjöld vegna endurgreiðslu sölu- skatts í sjávarútvegi, að fjárhæð 521 milljón króna. Sjá ennfremur á bls. 33. Framtalseyðublöð borin út um helgina UM NÆSTU helgi verða framtalseyðublöð fyrir skattframtal 1986 borin út til um 68.500 framteljenda í Iteykjavík. Skilafrestur fram- tala frá einstaklingum rennur út 10. febrúar nk. en hjá félögum og fyrirtækjum 15. marz nk. og er þegar farið að senda út gögn til þeirra. Hjá Skattstofunni í Reykjavík f Reykjavik. Unglingar frá 14 ára fengust þær upplýsingar að eyðu- aldri fá send framtalseyðublöð og blöðin verði borin út samkvæmt ber þeim sem hafa haft launatekjur íbúaskrá 1. des. 1985. Þeir framtelj- á árinu að telja fram sérstaklega endur sem ekki fá framtalseyðublöð en ekki með foreldrum sínum. eiga að sækja þau á Skattstofuna Jón Helgason látinn EITT helsta ljóðskáld landsins og kunnasti vísindamaður f is- lenzkum fræðum, Jón Helgason prófessor, lézt í Kaupmanna- hðfn aðfararnótt sunnudags, 86 ára að aldri. Jón Helgason var þekktur fyrir störf sín langt út fyrir landstein- ana og var þjóðþekktur vísinda- maður í Danmörku, en þar starf- aði hann lengst af ævi sinnar, markaði stefhu í fræðum sínum og hafði forystu Árnasafns á hendi um langt árabil. Hér heima var Jón ef til vill kunnastur fyrir sérstæða og listræna ljóðlist sína, bæði frumsamin Ijóð og ekki síður þýðingar á verkum heimsþekktra skálda fyrri og síðari tíma. J6n Helgason var afkastamikill rit- höfundur, einn mikilvirkasti og áhrifamesti textaútgefandi fornra sagna en hann þótti ekki síður sérstæður og eftirminnilegur per- sónuleiki, sem var minnistæður þeim er honum kynntust. Hann var mikill fyrirlesari og ljóð sín flutti hann með þeirri sérstæðu tilfinningu og skörungskap, sem einungis minnir á ljóðaflutning Jón Helgason Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi. Jón Helgason fæddist að Rauðsgili í Hálsasveit 30. júní 1899. Foreldrar hans voru Helgi Sigurðsson bóndi og Valgerður Jónsdóttir. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1916 og varð mag.art í norrænum fræðum frá Kaupmannahafnar- háskóla 1923. Hann lauk doktors- prófi frá Háskóla íslands 1926. Jón Helgason var forstöðumað- ur safns Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn frá 1927-1957 og síðan forstöðumaður Árna Magnússonar-stofnunarinnar. Hann var prófessor í íslenzkri tungu og bókmenntum við Kaup- mannahafnarháskóla frá 1929. Hann gaf út og ritstýrði fjölda rita. Hann sendi einnig frá sér eigin ljóð og ljóðaþýðingar og samdi margar ritgerðir. Jón Helgason var tvíkyæntur. Fyrri kona hans var Ástríður Björnsdóttir. Hún lézt 1966. Eftir- lifandi kona Jóns er Agnete Loth lektor í forníslenzku við Kaup- mannahafnarháskóla. Útför Jóns Helgasonar verður gerð frá Frederiksbergskirkju á fimmtudag klukkan 12. Tveir prestar jarðsyngja, sr. Ágúst Sigurðsson og dr. theol Börge Örsted og verður ræðuflutningur og söngur bæði á íslenzku og dönsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.