Morgunblaðið - 21.01.1986, Side 29

Morgunblaðið - 21.01.1986, Side 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1986 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jó'nsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Er Keflavík ekki hluti af íslandi? Hinn 25. júlí stofnaði Albert Guðmundsson, þáverandi fjármálaráðherra, til deilu innan ríkisstjómarinnar, þegar hann vefengdi lögmæti þess, að vamar-' liðið flytti hrátt kjötmeti til lands- ins. Hann dró einnig í efa, að utanríkisráðuneytið hefði forræði á málefnum, er snerta fram- kvæmd vamarsamningsins. Fjár- málaráðherra snerist þama gegn skipan mála, sem hafði gilt allt frá því vamarliðið kom 1951. Innan ríkisstjómarinnar var ákveðið að fá úr því skorið, hvaða réttarreglur giltu um þetta efni. Var valinn sá kostur að hvetja Stéttarsamband bænda til að höfða mál á hendur ríkisstjóminni. Við nánari athugun lögfræðinga kom í ljós, að slík málshöfðun væri ekki vænlegur kostur. Um mánaðamótin október-nóvember ákvað Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, að fá úr þessum ágreiningi skorið með því að leita álits þriggja lögfræðinga. í ræðu á Alþingi hinn 5. nóv- ember síðastliðinn sagði forsætis- ráðherra þegar hann skýrði frá ákvörðun sinni um þetta efni: „Það skal tekið fram að fullkomið samkomulag er um það í ríkis- stjóminni, að eftir úrskurði þess- ara þriggja manna verði farið. Það hafa utanríkisráðherra og núver- andi fjármálaráðherra staðfest að eftir þeim úrskurði verði farið í sambandi við innflutning á kjöti til vamarliðsins." Albert Guð- mundsson, sem var orðinn iðnað- arráðherra, þegar forsætisráð- herra lýsti þessu yfír á Alþingi, tók til máls eftir það. Albert mót- mælti því ekki, sem forsætisráð- herra sagði um hið „fullkomna samkomulag" í ríkisstjóminni. Hins vegar hélt hann fast við eigin túlkun á íslenskum lögum, að innflutningur vamarliðsins á kjöti væri ólögmætur og bætti við „. . . þá vildi ég bara segja að þetta er skömm fyrir íslenska þjóð og blettur að íslensk lög skuli ekki gilda hér á landi fyrir landið allt heldur skuli Keflavíkurbúar vera undanþegnir." Hinn 15. janúar skiluðu lög- fræðingamir þrír áliti sínu, en þeir em allir virtir lögfræðingar, og tveir þeirra í hópi virtustu pró- fessora Háskóla Islands. Niður- staða þeirra er í stuttu máli sú, að framkvæmd utanríkisráðu- neytisins frá 1951 sé ekki brot á íslenskum lögum, enda hefur vamarsamningurinn lagagildi hér á landi. Nú hefði mátt ætla, að ráðherrar í ríkisstjóminni stæðu við hið „fullkomna samkomulag", sem forsætisráðherra lýsti. Svo er þó ekki. Albert Guðmundsson sagði í Morgunblaðsviðtali á laug- ardaginn, að hann liti svo á, að Keflavíkurflugvöllur væri „orðinn fylki í Bandaríkjunum og tilheyrir ekki íslandi lengur". Sagðist Al- bert ætla að láta Alþingi „skera úr um hvort það hefur afsalað Keflavíkurflugvelli til Bandaríkj- anna“. Þetta eru óvenjuleg stóryrði meira að segja á mælikvarða Alberts Guðmundssonar. Hann hefur orðið að lúta úrskurði lélegri dómara á ferli sínum. Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, hef- ur lýst orðum Alberts sem grófri móðgun og landráðabrigslum í garð þeirra ráðherra, sem farið hafa með stjóm utanríkismála síð- an 1951. Albert Guðmundsson hefur gerst offari í málflutningi sínum vegna hráa lgötsins. í þingræðu lýsir hann því yfír, að „Keflavíkur- búar“ séu undanþegnir landslög- um. í Morgunblaðsviðtali segir hann, að „Keflavíkurflugvöllur" sé fylki í Bandaríkjunum. Þetta er kannski ekki meiri ónákvæmni en við er að búast, þegar yfirlýs- ingaglaðir stjómmálamenn eru komnir í þær stellingar, sem Albert hefur valið sér í þessu máli. Hitt er alvarlegra, að iðnað- arráðherra skuli ekki hafa vilja til að viðurkenna lagagildi vamar- samningsins og taka mið af þeirri staðreynd. Telji hann þá stjóm- málamenn og embættismenn, sem hafa starfað samkvæmt vamar- samningnum, vera lögbijóta, þrátt fyrir þær upplýsingar, sem fyrir hann hafa verið lagðar, vakir eitt- hvað annað fyrir honum en það, sem sannara reynist í þessu máli. Það er fáheyrt, að íslenskur stjómmálamaður skuli lýsa því yfír, að Alþingi þurfí að skera úr ágreiningi um það, hvort Keflavík- urflugvöllur sé íslenskt land eða ekki. Jafnvel á þeim tíma, þegar kommúnistar voru hatrammastir í andstöðu sinni við vera vamar- liðsins, drógu þeir ekki í efa, að íslensk stjómvöld hefðu lögsögu á vamarsvæðunum svonefndu eins og annars staðar í landinu. Raun- ar er tekið af skarið um það í vamarsamningnum sjálfum. Úr- slitavaldið um allt er varðar fram- kvæmd hans er í höndum ís- lenskra stjómvalda. Svo virðist sem Albert Guð- mundsson hafí sjálfur áttað sig á eigin ógöngum yfír helgina. Á forsíðu Dagblaðsins-Vísis í gær segir hann, að hann hafí ekki tekið ákvörðun um, hvort hann leggi málið fyrir Alþingi og hann bætir við: „Reyndar heyrir þessi mála- flokkur ekki lengur undir mig.“ Við þau orð má bæta, að mála- flokkurinn hefur aldrei gert það, þar sem framkvæmd vamarsamn- ingsins heyrir undir utanríkis- ráðuneytið. IR0M HÆGT að ekki verði gengið að öllu leyti Rannsóknarleyfi afturkallað: Sovétmenn vildu rann- saka nálægft Reykja- nesi og Stokksnesi UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur synjað sovéskri rannsóknastofnun um leyfi til jarðskorpurannsókna við suðurströnd landsins sem hún ætlaði að gera í samvinnu við Orkustofnun. Hjálmar W. Hannesson sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu sagði að umsóknin sýndi áhuga Sovétmanna á viðkvæmum svæðum fyrir suðurströndinni, meðal annars suður af Reykjanesi og nálægt Stokksnesgrunni. — eftir Torfa Ólafsson Rómversk-kaþólska kirkjan hef- ur öðru hveiju í sögu sinni efnt til kirkjuþinga; páfar hafa kvatt sam- an biskupa og forystulið rómverskr- ar kristni til þess að ráðgast um stefnumál og afstöðu kirkjunnar til samtíðarinnar og þó ekki síður til framtíðarinnar. Þar má segja að áttavitinn sé stilltur á skipi Péturs postula, gert við rá og reiða og fleyið búið undir næsta áfanga leið- arinnar. Það gleymist oft hjá þeim, sem mest gagnrýna forystu páfa í kirkjunni, að þótt hann sé valdamik- ill, tekur hann yfírleitt ekki afdrifa- ríkar ákvarðanir nema í samráði við æðstu stjóm kirkjunnar, kúr- íuna (kardínálaráðið) og þegar mest liggur við ber hann saman ráð sín við biskupa heimsins, eftirmenn postulanna. í kirkjunni er hann fremstur meðal jafningja, eins og Pétur var meðal postulanna. Kirkjan er klettur Píus XII (1939-1958) hafði Iöngu fyrir andlát sitt gert sér ljóst að kominn væri tími til að kalla saman kirkjuþing. Þegar alda siða- skiptanna dundi yfír Norður- Evrópu, töldu kirkjunnar menn ráð- legast að binda stögin föst og slaka hvergi á í stefnu eða háttum, til þess að sem minnst hætta væri á að menn létu berast af réttri leið með hinum nýju straumum. Kirkjan átti að vera sá klettur sem aldrei molnaði úr í ölduróti tímanna og víst var þægilegt að geta stuðst við hina sterku hönd og geta reitt sig á að hún leiddi menn ávallt í rétta átt. En elfur tímans rennur sína leið. Viðhorf manna breytast, menn taka að skilja skoðanir og stefnur á nýjan hátt, vísindin fræða okkur um ýmis- legt sem við skildum áður með ófull- komnum hætti og jafnvel tæknin hefur mótandi áhrif á líf okkar, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Til alls þessa verður jafnvel kirkjan að taka tillit, annars er hætta á því að hún geti orðið safn- gripur í augum ýmissa, hún sem var stofnuð til þes að leiða mennina í allan sannleika og til heilagsleik- ans. Ef hún á að vera hlutverki sínu trú, verður hún að meta aðstæður hveiju sinni og taka tillit til þeirra, vera í heiminum en ekki af honum, standa vörð um óbreytanlegan sannleika en sýna mönnum fram á hann með þeim hætti að þeir skilji. Allt þetta var Píusi XII páfa ljóst. En hann var maður aðgætinn og vandvirkur og flýtti sér hægt. Því entist honum ekki aldur til að kveðja saman kirkjuþing, heldur varð það hlutverk Jóhannesar XXIII, þess manns sem eftir kjör sitt var kallaður „millibilspáfí" en náði slíkum vinsældum að með fá- dæmum hlýtur að teljast um kirkju- höfðingja. En Jóhannes var ekki maður hinnar rólegu íhygli og gætni eins og forveri hans, heldur „kar- ismatiskur" maður; hann greip oft í góðleika sínum á lofti þann inn- blástur sem Andinn sendi honum og tók jafnharðan til framkvæmda samkvæmt honum. Þannig hikaði hann ekki hið minnsta þegar And- inn bauð honum að efna til kirkju- þings heldur lýsti því yfír að nú skyldi sest á rökstóla, allir gluggar skyldu opnaðir og nýju lofti hleypt inn. Kirkjan skyldi færð í takt við nútímann. Það lá við að hinir gætnari menn kirkjunnar yrðu að steinstöplum þegar þeir heyrðu þennan boðskap. Þeim var fyllilega ljóst hvað mundi ske þegar farið væri að hreyfa steina í veggnum góða sem menn höfðu stuðst við óhræddir í rúmar fjórar aldir. Þá mundi losna um aðra steina og gott ef veggurinn hryndi ekki til granna. Þó minntust menn þess fyrirheits Jesú að „hlið heljar" mundu ekki sigrast á kirkj- unni. Höfuðmarkmið kirkjuþingsins áttu að vera að auka hlutdeild biskupanna í stjóm kirkjunnar að færa kirkjuna nær nútímanum og vinna að einingu kristinna manna um heim allan. Kirkjuþingið 1962-1965 Kirkjuþingið, II Vatíkanþingið, hófst 11. október 1962. Það sátu 2.500 „þingfeður", eins og þeir nefndust, sem komu frá svo til öll- um heimshlutum. Áheymarfulltrú- ar voru frá öðrum kirkjudeildum. Þingsetur vora fjórar, að hausti hvers árs 1962—1965. Hinir íhaldssamari fulltrúar, með kúríuna í broddi fylkingar, reyndu að hamla gegn róttækum breyting- um innan kirkjunnar en ftjálslynd- ari öflin vora yfírleitt í meirihluta. Jóhannes páfí dó miðsumars 1963, áður en kirkjuþingið, sem hann hafði kvatt saman, gat lokið störfum. Hann hafði sýnt djúpa samúð sína með þeim sem minna máttu sín og svo einlægan friðar- vilja að jafnvel Sovétmenn tor- tryggðu hann ekki. Og hann hafði hrandið af stað slíkum umsvifum innan kirkjunnar að hún tók alger- um stakkaskiptum, og það þótt menn hefðu í upphafi kallað hann millibilspáfa og gert ráð fyrir að hann yrði afskiptalítið góðmenni sem brúaði bilið þangað til að nýr persónuleiki tæki við. Of langt mál yrði að rekja hér niðurstöður þingsins en samþykktir voru gerðar í hveijum málaflokki og gefnar út sem sérstök skjöl. Þeim var síðar safnað saman og gefín út í bók. Biskupar funda Kirkjuþinginu lauk í árslok 1965. Biskupar kirkjunnar koma síðan saman til þings (synodu) á þriggja ára fresti en í janúar sl. ákvað Jó- hannes Páll II páfi að kalla saman aukaþing til þess að líta yfír og meta þær breytingar sem orðið hafa á lífí og háttum kirkjunnr árin 20 sem liðin eru frá lokum II Vatík- anþingsins, hvort þar hafí stefnt í átt til upplausnar eins og hinir íhaldssamari kirkjuhöfðingjar ótt- uðust í upphafí kirlguþingsins, t.d. Ottaviani kardínáli sem á að hafa sagt að hann vonaði að hann fengi að deyja í kirkju sem ennþá væri kaþólsk, eða hvort þessar hræringar „Páfinn blandaði sér ekki i umræðurnar en hlýddi á þær með at- hygli. Honum er mikill vandi á höndum að stjórna heimskirkjunni, 825 milljónum manna sem láta ekki sérlega vel að stjórn, margir hverjir, og að koma í veg fyrir klofning inn- an hennar. Hinir frjáls- lyndu höfðu óttast og hinir íhaldssömu ef til vill vonað að hann mundi beita valdi sínu...“ séu aðeins vottur um eðlilegt líf og þróun hinnar lifandi kirkju. Veraldarhyggjan hefíir haft sín áhrif á kirkjuna á þessu tímabili og styrkur hennar, miðað við fjölg- un, virðist vera á hraðri leið frá Evrópu til þriðja heimsins, róm- önsku Ameríku, Afríku og Asíu. Um það bil helmingur rómversk- kaþólskra manna býr nú í þróunar- löndunum og gefur auga leið að það fólk telur sig í síminnkandi mæli þurfa að leita til Evrópu um fyrir- myndir að kirkjulegu lífí. Eftir Vatíkanþingið voru stofnuð biskuparáð einstakra landa eða landsvæða og þeim falið að koma saman til funda tvisvar á ári, til þess að ræða sérmál landsvæðanna og móta viðhorf sín og stefnu. Slíkt biskuparáð mynda t.d. biskupar Norðurlanda. Var í fyrstu litið á þetta sem skref í áttina til valddreif- ingar en sú hefur naumast orðið raunin á. Ratzinger kardínáli, yfír- maður stjómardeildar trúarkenn- inga, hefur t.d. lýst sig andvígan því að biskuparáðin fái völd til að setja reglur og kveða upp úrskurði, þau geti ekki verið til annars en að ræða sérmál landsvæða sinna og gera tillögur sem síðan verði lagðar fyrir æðstu stjóm kirkjunn- ar. Aukaþing biskupanna var sett í Róm 24. nóvember sl. og því lauk 8. desember. Áformað hafði verið að halda þing um hlutverk leik- manna í kirkjunni á þessu hausti, en því var frestað til næsta hausts vegna aukaþingsins. Þótti biskup- unum boðað til þessa þings með nokkuð stuttum fyrirvara og töldu margir að æskilegra hefði verið að fá nokkur ár til undirbúningsins heldur en nokkra mánuði. Aukaþinginu var ekki ætlað annað en ræða og meta þróunina innan kirlqunnar sl. 20 ár en það hafði engin völd til að ákveða neitt. Þessi þróun hefur greinst í tvær höfuðáttin Annarsvegar til aukins ftjálslyndis en hinsvegar til fast- heldni við kirkjulegar hefðir. Vatík- anið hefur að sjálfsögðu fært við fætur þegar því hefur fundist of ógætilega farið, enda óttast margir til góðs ef hinum fijálslyndan öflum verði gefínn of laus taumurinn. Starfsreglur Karmelsystra Til dæmis um þessi mismunandi viðhorf má taka þá tilraun sem gerð var með starfsreglur Karmel- systra. Þær höfðu farið eftir reglum sem Teresa frá Avila hafði samið og Vatíkanið samþykkti með nokkr- um breytingum 1581. Á síðari áram höfðu komið fram þær skoðanir í reglunni að ef til vill væri kominn tími til að slaka eitthvað á þessum reglum. 1977 lagði yfírmaður regl- unnar til að gerð yrði 5 ára tilraun með aukið frelsi í klaustrunum og féllst Vatíkanið á það, án þess að samþykkja neinar sérstakar breyt- ingar. Við munum eftir sumum þessara breytinga úr Karmel- klaustrinu í Hafnarfírði í tíð hol- lensku systranna. Þær þurftu nú ekki lengur að tala við gesti sína gegnum jámgrindur heldur gátu boðið þeim til viðtals í dagstofu sinni, þær höfðu fijálsari hendur til að fara út úr klaustrinu en áður var o.s.frv. Þessi tilraun var svo framlengd um tvö ár 1982 og að henni lokinni voru greidd atkvæði um hina nýju tilhögun meðal systr- anna um heim allan. Mikill meiri- hluti systranna greiddi atkvæði með hinu nýja fyrirkomulagi en þá skarst Róm í leikinn og tilkynnti reglunni að Vatíkanið mundi láta semja systrunum nýjar starfsregl- ur, byggðar á reglunum frá 1581 og tilrauninni væri þar með lokið, enda sjáum við að pólsku systumar í Karmelklaustrinum fara nú í einu og öllu eftir gömlu reglunum. Það er nýtt við þessa ákvörðun Vatík- ansins að hingað til hafa klaustur- reglur að jafnaði samið sínar eigin starfsreglur og lagt þær síðan fyrir Vatíkanið til samþykktar áður en þær eru teknar til framkvæmda. Óttinn við frjálsræði íhaldssami armurinn í kirkjunni getur bent á ýmislegt sem styður hans sjónarmið. Prestum og systr- um hefur fækkað síðan fyrir kirkju- þing, dregið hefur úr kirkjusókn og ýmsar skyldur hafa verið vanræktar frekar en áður var. Pjöldi fólks lætur sér í léttu rúmi liggja bann kirkjunnar við notkun getnaðar- vama og endurgiftingu fráskilinna. Hinsvegar hafa altarisgöngur fólks aukist, meiri athygli hefur beinst að Biblíunni en áður og baráttu fyrir mannréttindum, friði og frelsi hefur færst í aukana. Konur sælga nú fast á jafnrétti og heimta jafnvel að þær verði gjaldgengar til prest- vígslu, en því hafnar Vatíkanið með öllu. Hvað prestvígslu kvenna snert- ir, á Vatíkanið skelegga samheija innan margra kirkjudeilda utan rómverskrar kristni. Þá hafa skarp- ar andstæður myndast eftir því hvort menn aðhyllast svonefnda frelsunarguðfræði eða era henni andstæðir. Hinir íhaldssömu innan kirkjunn- ar telja þessa ósamstæðu þróun kirlgunni og einingu hennar hættu- Torfi Ólafsson lega en hinir ftjálslyndu líta á hana sem óhjákvæmilega og telja að þegar til lengdar láti verði hún kirkjunni til góðs — hismið muni smám saman skiljast frá hveitinu. Meðal kosta þessarar þróunar telja þeir aukna hlutdeild leikmanna í starfi og stjóm kirkjunnar og þar með ábyrgð þeirra á henni, svo og aukna samúð með fátækum og kúguðum og þar af leiðandi vilja til að beijast fyrir bættum kjöram þeirra. Páfinn hlustaði Ula gekk að komast yfir það sem ræða þurfti á þessum tveim vikum. Ræðutími þingfulltrúanna var tak- markaður við 8 mínútur svo að um eiginlegar viðræður var ekki að ræða. Skoðanir fulltrúanna komu aðeins fram í hinum stuttu ræðum sem yfírleitt vora ekki í beinum tengslum við það sem áður hafði verið sagt. Yfir 600 fréttamenn vora við- staddir þingið en mörgum þeirra háði það að þeir höfðu sama sem enga þekkingu á málum þeim sem rædd vora eða vissu neitt um kirkj- una annað en það sem hver meðal- greindur maður utan hennar hefur orðið áskynja á lífsleiðinni. Páfínn blandaði sér ekki í um- ræðumar en hlýddi á þær með athygli. Honum er mikill vandi á höndum að stjóma heimskirkjunni, 825 milljónum manna sem láta ekki sérlega vel að stjóm, margir hveijir, og koma í veg fyrir klofning innan hennar. Hinir fijálslyndu höfðu ótt- ast og hinir íhaldssömu ef til vill vonað að hann mundi beita valdi sínu til að hindra frekari breytingar í kirkjunni og að hann mundi ef til vill reyna að færa klukkuna aftur- ábak. En það gerði hann ekki. Ratzinger kardínáli kunnur fyrir afdráttarlausar skoðanir sínar og íhaldssemi, lítur svo á að andlegu lífí hafi hnignað innan kirkjunnar á sl. 20 árum, en þingfulltrúar voru ekki almennt á sama máli um það. Hinsvegar féllust flestir á það við- horf hans að mörgum kaþólskum hætti nú við að líta á kirlguna sem fyrst og fremst mannlega stofnun og lögðu á það áherslu að hún væri andlegt samfélag sem náð Guðs hefði komið til leiðar. Rætt var um frelsunarguðfræð- ina og voru flestir á því máli að hún væri einkum vandamál þeirra sem byggja rómönsku Ameríku. Hinir íhaldssamari sjá framar öðru í henni hina „rauðu hættu" og vilja helst hafíia henni með öllu en aðrir telja hættulaust þótt marxiskar aðferðir séu notaðar til þjóðfélags- greiningar, meðan ekki sé hvatt til stéttahaturs og byltingar. Þá óttast sumir að svonefndir „grasrótar- hópar" geti þróast upp í að verða „kirkja í kirkjunni", sem ekki láti vel að stjóm kirkjulegra yfírvalda. Lítið var minnst á kröfur kvenna um jafnrétti í kirkjunni og rétt til Jóhannes Páll páfi II prestvígslu, en þær kröfur hafa einkum verið háværar í Bandarikj- unum. Biskupamir voru sammála um að kirkjunni bæri að gefa út nýja trúfræðslubók (kver, fræði) en kom laklega saman um hvaða grunntónn ætti að vera ráðandi í þeirri bók. Líklegt er að stjómardeild trúar- kenninga verði falið að sjá um út- gáfu hennar og fari svo er auðséð að þau viðhorf munu ráða mestu um hana sem vilja vera trú hinum fomu erfðum kirkjunnar. Samkirkjustef nan Þingfulltrúum var fullljóst að kirkjan er ekki öll á eina lund hvar sem er í heiminum. Fulltrúum þeirra landa, þar sem kirkjan er sterkust, sýndist ráðlegast að biskuparáðin fengju sem mestan umráðarétt í sínar hendur á viðkomandi land- 'svæðum, en fulltrúar þeirra landa, þar sem kirkjan er í minnihluta, lögðu meiri áherslu á tengslin við Róm, en óskuðu þó aukins frelsis til að fella siði og háttu kirkjunnar að sínum eigin þjóðháttum. Er það þó enginn leikur í löndum eins og Afríku þar sem fjölkvæni er al- mennt, réttindi konunnar nauðalítil og einlífi presta þykir undarlegt. Á þinginu ríkti eindreginn stuðn- ingur við samkirkjustefnuna, þ.e. að stefna bæri að sameiningu allra kristinna manna í eina kirkju, svo og heildarstefnu II Vatíkanþings- ins, þótt ekki hefði tekist til fulls að framkvæma það sem þar var ákveðið. John May erkibiskup frá St. Louis sagði að kirkjan væri tví- mælalaust á réttri braut „þótt við getum gert betur“. Ýmsir létu í ljós þá skoðun að bygging og gerð kirkjunnar væri miðuð við aðrar þjóðfélagsaðstæður en nú væru fyrir hendi og því gengi henni illa að fást við vandamál nútímamanna. Að öllu þessu athuguðu er ekki að vænta neinna tfðinda sem heitið geti vegna þessa þinghalds, enda var því ekki ætlað að taka neinar ákvarðanir. En hjólin í Róm snúast hægt og menn verða þess oft ekki varir að þau séu yfírleitt á hreyf- ingu. Það er stundum ekki fyrr en frá líður sem menn taka eftir þvf að breyting hefur orðið eða er að gerast, enda er hin hæga þróun jafnan æskilegri en kollsteypan. En á því leikur enginn efí að þetta aukaþing biskupanna í Róm hefur verið mjög gagnlegt. Þegar hinum margvíslegu viðhorfum, sem fram komu í ræðunum, hefur verið raðað saman í eina heildarmynd, blasir við spegilmynd krikjunnar eins og mósaíkverk, kirkjan eins og hún er á okkar dögum: ein og heil í öllum sínum margbreytileika. Höfundur er formaður Félaga kaþólskra leikmanna. Sovétmennimir sneru sér beint til Orkustofnunar en ekki til réttra yfirvalda hér á landi og sagði Hjálmar að málið hefði því borið að með óvenjulegum hætti. Sagði hann að starfsmenn utanríkisráðu- neytisins hefðu siðan frétt um fyrir- hugaðar rannsóknir fyrir tilviljun í desemberlok og fengið gögn um þau frá Rannsóknaráði ríkisins eftir áramótin, meðal annars beiðni Orkustofnunar um rannsóknaleyfí, kort og annað sem farið hafði á milli stofnunarinnar og Sovét- mannanna. Samkvæmt upplýsing- um ráðuneytisins væri rannsókna- HELGI Pétursson, ritstjóri Tím- ans, hefur látið af daglegri rit- stjórn blaðsins og er nú í þriggja mánaða Ieyfi. Óvíst er hvort hann tekur aftur við ritstjórn blaðsins að þeim tfma liðnum, að þvi er hann sagði í samtali við Morgun- blaðið. I fjarveru Helga ritstýrir blaðinu Níels Arni Lund, rit- stjórnarfulltrúi. nÉg mun á næstunni einbeita mér að þátttöku í þeirri umræðu um fjölmiðlaþróun og samvinnu fjölmiðla, sem verið hefur í gangi undanfamar vikur,“ sagði Helgi Pétursson. „Það er orðið samkomu- lag um stóraukna samvinnu í Blaða- prenti og það mál er nú komið á koppinn, ef ég má taka svo til orða, með því að ákveðið er að sameina afgreiðslur blaðanna þriggja, Tím- ans, Alþýðublaðsins og Þjóðviljans. Fleiri hugmyndir era í gangi og að þeim verður að vinna mjög ötullega. Það þarf að verða ljóst áður en allt of langur tími líður hvaða hugur fylgir máli á vinstri kantinum um frekari samvinnu Blaðaprentsblað- anna og um stofnun alhliða fjöl- miðlafyrirtækis." Enn hefur ekki verið gengið frá endurráðningum á Tímanum en eins og fram hefur komið var öllum starfsmönnum blaðsins sagt upp störfum þegar nýtt útgáfufélag tók við rekstri þess. Nokkrir starfs- Akureyri, 18. jauúar. VERIÐ er að ganga frá útboðs- gögnum í raðsmiðaskipin fjögur sem í smíðum eru í Slippstöðinni hf. á Akureyri, Þorgeir og Ellert á Akranesi og Stálvík í Garðabæ. Allar líkur eru á að skipin verði boðin út einhvem næstu daga. SennUega verður gefinn þriggja vikna skilafrestur og hæstbjóð- endum síðan seld skipin — og þau afhent á 3. og 4. ársfjórðungi þessaárs. Tvö raðsmíðaskip era í smíðum skipið lítið en búið mjög fullkomn- um tækjum. Hann sagði að rann- sóknimar hefðu átt að hefjast 20. janúar og því ekki gefíst mikill tími til að skoða málið. Síðastliðinn mánudag hefði síðan verið ákveðið að synja um leyfí til rannsóknanna. með vísan til ákvæðis laganna um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn frá 1979 þar sem segir að sækja skuli um rannsóknalejrfí með 6 mánaða fyrirvara. í fram- haldi af því afturkallaði Rannsókna- ráð ríkisins rannsóknaleyfí sem ráð- ið gaf út fyrir misskilning síðastlið- inn föstudag, að sögn Hjálmars. manna hafa þegar látið af störfum, auk Helga Péturssonar, þeirra á meðal Sverrir Albertsson frétta- stjóri, sem tekið hefur við ritstjóm Vinnunnar, tímarits Alþýðusam- bands íslands. Formaður stjómar hins nýja út- gáfufélags Tímans er Kristinn Finn- bogason, sem fyrir nokkram áram var framkvæmdastjóri Tímans. Blaðið er nú gefíð út af Framsókn- arflokknum og Framsóknarfélög- unum í Reykjavík. Stjórnarkjör í VR: Listi stjórnar sjalfkjormn FRESTUR til að skila framboðum til stjómarkjörs í Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur rann út á hádegi síðastliðinn þriðjudag. Aðeins einn listi barst, listi stjómar, sem er því sjálfkjörin til næstu tveggja ára. Formaður verð- ur sem fyrr Magnús L. Sveinsson. Aðalfundur Verslunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn í byijun mars næstkomandi. hjá Slippstöðinni og eitt hjá hvorri hinna stöðvanna, Stálvík og Þorgeir ogEllert. Hingað til hefur verið rætt um að skipin fengju að stærstum hluta kvóta vannýttra fískistofna svo sem rækju — en aðeins um 200 tonn af botnfiski sem að margra mati svarar aðeins til þess magns sem óhjákvæmilega kemur í veiðarfæri skipanna. Ekki þykir þó loku fyrir það skotið að aukið verði við þann kvóta. Helgi hættur rit- stjórn á Tímanum Raðsmíðaskipin fjögnr: Boðin út á næstu dögum ^ -_<k,ZJ&J. c-, WtlrXf- •:-•

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.