Morgunblaðið - 25.01.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 25.01.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986 \ \ Morgunblaðið/Ól. K. Mag. ' JJJp $ m mff **«1 } -mj: ’.mí'' '' Hh - * x* S l'Áé BSK W I: : Jgggg w |j|gí m Bí M/fm JIUN"mMM w-M ti ymw s \ ' . Matthías A. Mathiesen tekinn við utanríkisráðherraembættinu Á FUNDI ríkisráðs sem haldinn var á Bessastöðum fyrir hádegið í gær veitti Vigdis Finnbogadóttir forseti íslands Geir Hallgríms- syni lausn frá embætti utanríkisráðherra og skipaði Matthías Á. Mathiesen til þess að vera ráðherra í ríkisstjórn íslands. Þá staðfesti forseti íslands forsetaúrskurð um breyting á forsetaúr- skurði frá 16. október 1985 um skipun og skiptingu starfa ráðherra. Matthías tók við utanríkisráðuneytinu af Geir en aðrar breytingar urðu ekki á störfum ráðherra í ríkisstjóminni. Ríkisráð hélt sinn fyrsta fund eftir breytinguna á Bessastöðum í gær og var meðfylgjandi mynd þá tekin: F.v.: Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra, Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra, Jón Helga- son landbúnaðar- og dómsmálaráðherra, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra, Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Matthías Bjamason samgöngu- og viðskiptaráðherra og Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra. Fullviss um að sömu stefnu verðurfylgt Segir Geir Hallgrímsson „ÉG ER þess fullviss að sömu stefnu verður fylgt i utanrikismál- um og verið hefur og óska ég eftirmanni mínum allra heilla i starfi", sagði Geir Hallgrímsson i samtali við Morgunblaðið að loknum rikisráðsfundinum á Bessastöðum í gærmorgun, þar sem hann lét af embætti utanrikisráðherra. -Hvað er þér efst í huga á þessum tímamótum? „Fyrst og fremst er ég þak’klát- ur fyrir að hafa átt þess kost að gegna þessu starfi, en ég hef lengi haft áhuga á utanríkismálum. í þeim felst meðal annars að gæta sjálfstæðis og sjálfsákvörðunar- réttar þjóðarinnar. Ég hef haft mjög hæft samstarfsfólk, þannig að ég veit að ég mun sakna þess og þeirra viðfangsefna sem unnið hefur verið að undanfarin misseri. En á hinn bóginn hlakka ég til að takast á við ný verkefni sem bankastjórí Seðlabankans". -Hvaða verkefni í utanríkismál- um eru þér eftirminnilegust frá því tímabili sem þú hefur farið meðþau mál? „Eg minnist sérstaklega stað- festingar íslendinga á hafréttar- sáttmáianum og afmörkun land- grunnsins á Reykjaneshrygg og Hatton/Rockall-svæðinu. Ég minnist stofnunar sérstakrar vamarmálaskrifstofa og opnari umræðu um vamar- og öryggis- mál en áður var. Einnig minnist ég þess þegar ákveðið var að við íslendingar tækjum þátt í störfum hermálanefndar Atlantshafs- bandalagsins og gerðum okkur þannig betur grein fyrir hvað nauðsynlegt er að gera í samvinnu við bandalagsþjóðir okkar til að tryggja öryggi landsins. Bygging ratsjárstöðva og flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli eru einnig ákveðnir áfangar sem minnis- stæðir eru.“ -Þegar skýrt var frá fyrir- huguðum breytingum á ríkis- stjóminni lýstir þú því yfir að þú hygðist ekki hætta þátttöku í stjómmálum. Nú er ákveðið að þú verðir bankastjóri í Seðlabank- anum. Hefur orðið einhver breyt- ing á afstöðu þinni? „Það liggur í augum uppi að ég mun í störfum mínum sem seðla- bankastjóri gæta óhlutdrægni í hvívetna. í lögum um Seðlabanka íslands eru þó ákvæði sem áskilja bankastjórum Seðlabankans rétt til að segja hreinskilnislega álit sitt á framvindu efnahagsmála og stefnumótun á þeim vettvangi. Hitt skal svo tekið fram að þótt ég hverfi nú að störfum í Seðla- bankanum get ég engu lofað um það hvort ég skipti um skoðun eða starf í framtíðinni eða ekki.“ Geir Hallgrímsson skipaður í stöðu seðlabankastj óra GEIR Hallgrímsson hefur verið skipaður í stöðu seðlabanka- stjóra frá 1. september næst- komandi. Davíð Ólafsson, sem verður sjötugur á þessu ári, hefur óskað eftir að verða leystur frá störfum hinn 1. september og hefur Matt- hías Bjamason, viðskiptaráð- herra, veitt honum lausn frá embætti frá þeim tíma. Jafnframt hefur viðskiptaráðherra, að tillögu bankaráðs Seðlabanka íslands, skipað Geir Hallgrímsson í stöðu seðlabankastjóra. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, kveður Geir Hallgrimsson eftir ríkisráðsfundinn I gærmorgun þar sem Geir lét af embætti utanríkisráðherra í ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar. „Mun efla starf- semina á sviði viðskiptamála“ * Segir Matthías A. Mathiesen utanríkisráðherra „UM LEIÐ og ég tek við þessu ráðuneyti vil ég nota tækifær- ið til að þakka Geir Hallgríms- syni fyrir mikilsverð og ár- angursrík störf í embætti utanríkisráðherra. Hann hef- ur aukið mjög frumkvæði okkar í utanríkis- og vamar- málum,“ sagði Matthías Á. Mathiesen utanrikisráðherra í samtali við Morgunblaðið eftir ríkisráðsfundinn á Bessastöðum í gærmorgun þar sem hann tók við utan- ríkisráðherraembættinu. — Verða breytingar á utan- ríkisstefnunni við þessi ráð- herraskipti? „Við munum að sjálfsögðu halda óbreyttri stefnu, steftiu ríkisstjórnarinnar í utanríkis- málum. Ég mun halda áfram á þeirri braut sem Geir hverfur frá og reyna að koma þeim málum fram sem unnið hefur verjð að í ráðuneytinu. Ég vann að ákveðnum breyt- ingum á útflutningsmálunum í embætti mínu sem viðskiptaráð- herra, vann meðal annars að því að koma á samstarfí allra sem að útflutningsmálum vinna. Þar kemur utanríkisráðuneytið og starfsfólkið þar mjög við sögu svo og sendiráðin sem hafa unnið gott starf á þessu sviði. í framhaldi af þessu undirbún- ingsstarfí mun ég efla starfsemi utanríkisþjónustunnar á sviði viðskiptamála, nú þegar ég tek við embætti utanríkisráðherra," sagði Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra. Krabbameinsf élag Islands: Fræðsluvika ’86 á Kjar- valsstöðum FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, opnaði í gær fræðslu- viku sem haldin er_ á vegum Krabbameinsfélags íslands að Kjarvalsstöðum og stendur til 2. febrúar. Með fræðsluvikunni vill Krabba- meinsfélagið kynna starfsemi fé- lagsins eins og hún er á 35. starfs- ári félagsins og jafnframt reyna að skyggnast fram á veginn. Forstjóri félagsins, G. Snorri Ingimarsson, segir í kynningu að athyglisverður árangur hafi náðst í baráttunni gegn krabbameini og ljóst sé að viðunandi árangur náist ekki nema með samhentu átaki lærðra og leikra. Til þess að svo megi verða þurfi aukna þekkingu og skilning á vandamálinu og þess vegna sé efnt til þessarar fræðsluviku. Ýmislegt er á dagskrá fræðslu- vikunnar, svo sem kvikmyndir, fyrirlestrar og tónlistarviðburðir. Þá hefur verið sett upp fræðslusýn- ing um krabbamein, sem nemendur á þriðja ári í auglýsingadeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands hafa gert. Þá verða sýndar litskyggnur af starfsemi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð alla dagana. Auk þess eru hundrað teikningar 10—12 ára skólabama á sýningunni, en þau voru beðin að teikna myndir af einhveiju sem þeim dytti í hug þegar þau heyrðu talað um krabba- mein. Flugnmf erðar- stjórar slitu viðræðunum Á FUNDI samninganefnda flug- umferðarstjóra og flugmálayfir- valda i gærdag slitnaði upp úr samningaviðræðum aðila og hef- ur ekki verið boðað til nýs fundar. Guðlaugur Kristinsson formaður samninganefndar flugumferðar- stjóra sagði í gærkvöldi að viðsemj- endur þeirra hefðu ekki séð sér fært að afturkalla þau aðvörunarbréf sem send hefðu verið til margra flugum-, ferðarstjóra að undanfömu. Flug- umferðarstjórar hefðu gengið af fundi og slitið viðræðunum þvi þeir teldu ófært að vera með þessar hót- anir sífellt yfir höfðinu. Kj ötinnflutningnr Varnarliðsins: Ráðherrar ganga frá skilyrðum RÍKISSTJÓRNIN hefur falið þremur ráðherrum, utanrikisráð- herra, fjármálaráðherra og land- búnaðarráðherra, að ganga frá skilyrðum fyrir innflutningi vam- arliðsins á kjöti. Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra lagði fram ákveðin skilyrði fyrir kjötinnflutningnum á ríkis- stjómarfundi sem haldinn var á fimmtudag og var niðurstaðan sem að ofan greinir. Sverrir Haukur Gunnlaugsson skrifstofustjóri vam- armálaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins sagðist í gær vonast til að hægt yrði að ganga frá málinu fljót- lega í næstu viku. íslenska Óperan: II Trovatore frumsýnd í mars ÍSLENSKA óperan hefur ákveðið að taka til flutnings óperuna D Trovatore eftir Verdi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur enn ekki verið gengið frá ráðn- ingu í öll hlutverk, en frumsýning hefur verið ákveðin 11. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.