Morgunblaðið - 25.01.1986, Qupperneq 3
GB AUGIÝSINGAÞJÓNUSTAN / SlA
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986
3
Tvær af stærstu auglýsingastofum landsins sameinast.
GBB Auglýsingastofa hf. og Auglýsingaþjónustan hf.
hafa sameinað starfsemi sína.
Frá og með fimmtudeginum 23. janúar 1986 starfa fyrirtækin
undir einu heiti á einum stað:
GBB-AUGLÝSINGAPJÓNUSTAN HF., Brautarholti 8,105 Reykjavík.
Þetta tilkynnist hér með öllum hlutaðeigandi.
Hversvegna?
Próun á sviði auglýsinga-, markaðs- og sölumála er geysilega ör.
Slíkt kallar sífellt á öflugri og fjölbreyttari þjónustu fyrirtækja á þessu sviði.
Með sameiningu þessarra tveggja auglýsingastofa verður til eitt fyrirtæki,
byggt á reynslu og krafti hinna tveggja;
- fyrirtæki sem sinnt getur hinum fjölbreytilegustu verkefnum fyrir
alla auglýsendur, einstaklinga sem stórfyrirtæki,
á hagkvæmari hátt en áður hefur þekkst á íslenskum auglýsingamarkaði.
Hvaðaþjónusta?
GBB-Auglýsingaþjónustan er ótrúlega fjölhæf auglýsingastofa
sem hefur innan sinna veggja alla nauðsynlega þjónustuþætti:
• Markaðsathuganir, markaðsráðgjöf.
• AMða auglýsingagerð:
Hugmyndavinna, textagerð, teiknivinna, setning, umbrot, filmugerð.
• Grafísk hönnun merkja, umbúða, blaða, tímarita o.fl.
• Gerð auglýsinga- og birtingaáætlana.
• Gerð sjónvarpsauglýsinga, þ.m.t. handritagerð, upptökur og úrvinnsla.
• Dreifing auglýsinga til fjölmiðla.
• Almenningstengsl.
Hvað svo?
Við göngum nú af endumýjuðum krafti og sköpunargleði til verka,
sannfærð um að sameiningin sé til góðs fyrir alla.
Fyrst og fremst viðskiptavini okkar, síðan okkur starfsfólkið,
.. .og við leyfum okkur að segja íslenskan auglýsingamarkað.
Áfram gakk góðir hálsar!
AUGLÝSINGAÞJÓNUSTAN
Brautarholti 8
105 Reykjavík
Sími 621177
Aðili að SÍA, Sambandi íslenskra auglýsingastofa.