Morgunblaðið - 25.01.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.01.1986, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986 Davíð Schevingog Hörður Sigurgestsson segja sig úr stjórn Þróunarfélags Islands vegna „þrýstings forsætisráðherra“: „Hugsjónagnmdvöllur" félagsins er brostinn“ — segir Davíð Sch. Thorsteinsson —vandlifað ef ég má ekki hafa skoðun, segir Steingrímur DAVÍÐ Scheving Thorsteinsson, stjómarformaður Þróunarfélagfs íslands hf., sagði sig úr stjóminni i gærmorgun. Það sama gerði Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands. Ástæðan er sú, að sögn Davíðs, að Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra beitti áhrifum sinum innan stjóraarinnar til að Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrum forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkis- ins, var ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Varaformaður Þró- unarfélagsins, Þorsteinn Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá SÍS, tók við formennsku af Davíð. Um leið og þeir Davíð og Hörður gengu af stjómarfundinum í gær- morgun afhenti Davíð Þorsteini svohljóðandi bréf: Hugsjónagrundvöllur brostinn „Ég álít að höfuðskilyrði þess að Þróunarfélag íslands hf. nái tilgangi sínum sé að það sé laust undan áhrifum og afskiptum stjómmálamanna. Nú hefur það hins vegar gerst, að forsætisráðherra hefur beitt áhrifum sínum innan stjómar fé- lagsins til að hafa áhrif á val fram- kvæmdastjóra. Ég tel að þar með sé brostinn hinn hugsjónalegi grundvöllur, sem ég áleit að lægi að baki Þróun- arfélagi íslands hf. og því hef ég ákveðið að segja af mér stjómar- formennsku og stjómarsetu í Þró- unarfélagi íslands hf. frá og með þessari stundu." Þrír stjómarmenn greiddu því atkvæði, að Gunnlaugur yrði ráð- inn framkvæmdastjóri félagsins: Þorsteinn Ólafsson, Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og Jón: Atkvæði hans réð úrslitum. Davíð Scheving: Sagði af sér. Hörður: Sagði af sér. Jón Ingvarsson, stjómarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihú- sanna. Hugmynd Davíðs og Harð- ar var að Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Iðntæknistofnunar ís- lands, yrði ráðinn framkvæmda- stjóri. í framhaldi af afsögn Davíðs og Harðar gerði meirihluti stjómar- innar eftirfarandi bókun: Byggt á hlutlægu mati „Vegna afsagnar þeirra Davíðs Schevings Thorsteinssonar og Harðar Sigurgestssonar úr stjóm Þróunarfélags íslands hf. lýsum við undirritaðir stjómarmenn yfir eftirfarandi: Niðurstaða meirihluta stjómar- innar um ráðningu Gunnlaugs M. Sigmundssonar viðskiptafræðings í starf framkvæmdastjóra félags- ins er byggð á hlutlægu mati á hæfni hans í starfið. Stjóm félagsins mun hér eftir sem hingað til fyrst og fremst vinna störf sín með hagsmuni fé- lagsins að leiðarljósi. Við undirritaðir lýsum yfir mikl- um vonbrigðum með viðbrögð þessara tveggja stjómarmanna í máli þessu." Davfð Sch. Thorsteinsson sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær, að Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra hefði beitt sér fyrir því að Gunnlaugur yrði ráð- inn. „Hann gerði það með því að tala við stjómarmenn — meðal annars við mig,“ sagði Davíð. „Það var tilgangslaust, því ég hafði áður lýst því yfir, að sérhverri málaleit- an stjómmálamanna yrði vísað frá í sfjóm þessa félags, enda er ég á móti afskiptum stjómmálamanna af málefnum Þróunarfélags ís- Yfirlýsing forsljóra SÍS MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing Erlends Einarssonar, forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga, vegna ákæra ríkissaksóknara. Ég hefi ávallt verið þeirrar skoð- unar að þeir sem ákærðir em eigi að reka mál sitt fyrir^ dómstólum, en ekki í fjölmiðlum. Ég hefi ekki skipt um skoðun, þótt mál hafi verið höfðað á hendur mér og öðmm, en þar sem ég er í forsvari fyrir fjölda- hreyfingu, snýst málið um meira en mig persónulega og því þykir mér rétt að koma eftirfarandi atriðum á framfæri: 1. Dómsmál það sem hér er til Fréttatil- kynning ríkissak- sóknara EMBÆTTI ríkissaksóknara sendi í gær frá sér eftirfar- andi fréttatilkynningu um ákæruna á hendur fimm starfsmönnum SÍS: í dag hefur verið gefin út ákæra á hendur fimm starfs- mönnum Sambands íslenskra samvinnufélaga í svokölluðu „kaffibaunamáli". í ákæmnni er þeim gefíð að sök að hafa á ámnum 1980 og 1981 náð undir Samband íslenskra samvinnufé- laga með refsiverðum hætti samtals 4,8 milljónum dollara af innflutningsverði kaffibauna, sem Kaffíbrennsla Akureyrar hf. flutti inn á fýrrgreindum ámm með milligöngu Sambands íslenskra samvinnufélaga. Þá er þeim ennfremur gefið að sök skjalafals og brot á lögum um skipan gjaldeyris- og viðskipta- mála. Málið er höfðað fyrir saka- dómi Reykjavíkur. Reykjavík, 24. janúar 1986. umfjöllunar er vegna meintra brota Sambandsins frá ámnum 1979—1981, en ekki þaðan í frá. Akæra er frá ríkissaksóknaraemb- ættinu sjálfu, en engir aðrir — hvorki einstaklingar né fyrirtæki — gera neina bóta- eða áfellis- kröfu í málinu. 2. Athygli er vakin á því að ekki er ákært fyrir tolla- eða verðlags- brot, né brot á skattalögum, en verðlagsyfirvöld hafa staðfest rétt neytendaverð á kaffi á umræddu tímabili. 3. Öll bókhaldsskil Sambandsins hafa reynst í fyllsta lagi og hvergi er hægt að benda á auðg- unarbrot þeirra sem nú sæta opinberri ákæm, né að fé hafi verið haft af samfélaginu, heldur snýst málið um það hvemig staðið var að tekjufærslu milli Sambandsins og samstarfsfyrir- Erlendur Einarsson, Sambandsins. tækis þess. 4. Umboðslaun Sambandsins hafa frá árinu 1982 numið 4% af innflutningsandvirði kaffíkaup- anna, en vom 8% árið áður. 5. Sambandið varð að lúta reglum stjómvalda Brasilíu um hin svo- kölluðu tvíþættu reikningsskil á kaffiútflutningsviðskiptum, en þar sem þau fólu m.a. í sér út- gáfu afsláttarstaðfestinga „Avis- os“, sem giltu einungis gagnvart síðari vömafskipunum eða send- ingum, mun Sambandið í nokkr- um tilvikum hafa orðið að leita aðstoðar erlendra aðila til að nýta þessa „Avisos" vegna kaffí- kaupa þeirra, ella hefði afsláttur- inn tapast. Allt var þetta ítarlega bókfært og gjaldeyrisskil gerð, enda mun enginn ágreiningur . . um þau uppgjör. forstjóri g i9gi ákvað Sambandið að lækka umboðslaun sín af kaffi- kaupum og var það mörgum mánuðum fyrir bókhaldsrann- sókn skattrannsóknarstjóra. En vorið 1984 var uppgjör af eldri viðskiptum tekjufært Kaffí- brennslu Akureyrar með sam- þykki stjómar fyrirtækisins, en kaffibrennslan er í eigu sam- vinnuhreyfíngarinnar. 7. Kaffíbrennsla Akureyrar var ekki viðmiðunaraðili þegar há- marksverð á kaffi var ákveðið af verðlagsyfirvöldum og seldi því á verði sem þau ákváðu; stundum neðan við hámarksverð. Þar sem verið er að birta mér hina opinberu ákæru í dag, hefi ég ekki haft tíma til að leita lögfræði- legs álits á ákæruatriðum, en ég fæ ekki betur séð en meðal þeirra sé ávirðingaratriði um að hlíta við- skiptakjörum Brasilíumanna á al- þjóðlegum kaffimarkaði, eins og rakið er í lið 5 hér að framan. Að lokum vil ég taka fram að ég álít að það sé fyrir bestu, bæði okkur sem nú sætum opinberri ákæru, svo og samvinnuhreyfingunni, að þetta mál verði rekið fyrir dómstólum, svo endanlega verði skorið úr sök eða sýknu manna í málinu. „Kaffibaunamálið“ rifjað upp: Kaffiafsláttur frá Brasilíu hafnaði í sjóðum SÍS „KAFFIBAUNAMÁLIÐ*1 komst i hámæli fyrir réttu ári þegar skýrt var frá umfangsmikilli rannsókn á bókhaldi Sambands íslenskra samvinnufélaga og Kaffibrennslu Akureyrar, dótturfyrirtækis SÍS. Rannsókn á vegum skattrannsóknarstjóra var þá nýlokið og leiddi í ljós að endurgreiðslur opinberra kaffisala í Brasiliu fyrir sölu á kaffi á árunum 1979, 1980 og 1981 lentu í sjóðum Sambandsins en ekki kaffibrennslunnar. Sambandið framvísaði reikning- um án afsláttar, sem sölufyrirtækið í Brasilíu veitti þegar fengnar voru gjaldeyrisyfirfærslur. Samtals fengust yfirfærslur fyrir um 16 milljónir dollara, en í raun greiddi SÍS ekki nema um hálfa elleftu milljón dollara til Brasilíu og mis- munurinn því 5,5 milljónir dala. Ákæra' rikissaksóknara hljóðar um á að SÍS hafi náð undir sig 4,8 miiljónum króna og samkvæmt heimildum Mbl. er mismunurinn að meginhluta áætluð umboðslaun SÍS. SÍS endurgreiddi Kaffi- brennslu Akureyrar féð ekki fyrr en rannsóknin stóð sem hæst á árinu 1984. Viðskiptin annaðist skrifstofa SÍS í Lundúnum og heyrði hún þá beint undir Erlend Einarsson, for- stjóra SÍS. Kaffið var keypt í gegn- um Nordisk Andelsforbund, inn- kaupasamband samvinnufélaga á Norðurlöndum, og annaðist fóður- vörudeild Innflutningsdeildar SÍS milligöngu hér á landi. Viðskiptin munu hafa farið þann- ig fram, að brasilíska sölufyrirtækið veitti afslátt eftir á. Þannig hafi til dæmis kaffi verið keypt fyrir 200 dollara og helmingur reiknaður í afslátt eða bónus á næstu kaup. Þá hafi verið keypt fyrir 300 doll- ara, en til góða var bónus upp á eitt hundrað dali og því hafi komið reikningur til skrifstofu SÍS fyrir 300 dali að frátöldum 100 dollurum. Nýr 300 dala reikningur var sendur til íslands og kaffibrennslan fékk gjaldeyrisyfirfærslu, en SÍS færði mismun til sín sem afslátt og umboðslaun. Þá mun hafa komið í ljós að umboðslaunum var bætt ofan á reikninga. Forráðamenn Kaffíbrennslu Akureyrar höfðu ekki vitneskju um afslátt þegar hann var veittur á sfnum tíma, enda ekki upplýstir um hann af forráðamönn- um SÍS. f mars 1985 lagði ríkissaksóknari fyrir Rannsóknarlögreglu ríkisins að hefja opinbera rannsókn á „kaffibaunamálinu". Fjölmargir voru yfirheyrðir vegna rannsóknar málsins, þar á meðal hinir ákærðu og stjómarmenn í Sambandi ís- Ienskra samvinnufélaga. Fóru rann- sóknarmenn meðal annars erlendis vegna rannsóknar málsins. Þess má að lokum geta, að f fyrra varð Kaffibrennsla Akureyrar ann- ar hæsti skattgreiðandi f umdæm- inu. Heildargjöld fyrirtækisins þá voru rúmar 15,8 milljónir króna, sem var 13 sinnum hærri Qárhæð en fyrirtækið greiddi árið 1984. Munaði þar mestu um 14 milljóna króna telquskatt miðað við engan árið áður. Ástæða þessarar miklu hækkunar voru endurgreiðslur SÍS vegna kafffibaunamálsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.