Morgunblaðið - 25.01.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 25.01.1986, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986 5 Steingrimur: Beitti sér fyrir ráðningu Gunnlaugs. lands. Meirihluti stjómarinnar var hins vegar ekki sammála mér um þessa afstöðu." Læt ekki pólití kusa fjarstýra mér Davíð lagði áherslu á, að hefði ekkert við Gunnlaug Sigmundsson að athuga sem slíkan. „Mér er sagt að þetta sé harðduglegur og hæfur maður. Það er Ingjaldur Hannibalsson líka en ég hefði einnig hafnað honum ef einhver stjómmálamaður hefði reynt að gera hann að framkvæmdastjóra félagsins," sagði hann. „Þróunar- félag íslands hf. á nefnilega ekki að verða ný byggðastofnun eða ný framkvæmdastofnun. Ef for- sætisráðherra vill að félagið verði það, þá verða þeir að fá annan til Gunnlaugur: Ráðinn fram- kvæmdastjóri. verkanna en mig. Mergurinn máls- ins er sá, að ég ætla ekki að láta pólitíkusana fjarstýra mér.“ „Það er vandlifað í þessum heimi ef ég, sem fer með mál stærsta hluthafans í Þróunarfélaginu, má ekki láta álit mitt í ljós,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra er umsagnar hans var leitað. „Mér finnst þetta fljótfæmi af þeim stjómarmönnum, sem sögðu af sér. Ég tel Gunnlaug vera úrvalsmann og hann hefur mjög góð meðmæli, meðal annars frá Alþjóðabankanum í Washing- ton. Það var leitað til margra hluthafa um þessa ráðningu og það er rétt að það komi fram, að það komu ekki fram aðrar tillögur." Forsætisráðherra kvaðst ekki hafa beitt þiýstingi í þessu máli „en mér er engin launung á því, að ég mælti eindregið með Gunnlaugi," sagði hann. Skoðun forsætisráðherra á ekki að útiloka manninn Jón Ingvarsson sagði að það hefði ekki verið „þrýstingur for- sætisráðherra, sem réði hans af- stöðu. Það var hlutlægt mat á hæfni Gunnlaugs. Ég tel hann mjög hæfan mann, ekki síst með tilliti til þess, að hann vann mikið að undirbúningi stofnunar þessa félags. Hann hefur getið sér góðs orðs þar sem hann hefur starfað áður — og það eitt, að forsætisráð- herra hafi verið sömu skoðunar og meirihluti stjómarinnar, á ekki að útiloka manninn frá því að gegna þessu starfi. Menn verða svo að ákveða sjálfir hvemig þeir bregð- ast við þegar þeir fá ekki sitt fram, en mér finnst þetta undarleg við- brögð," sagði Jón. Hörður Sigurgestsson, forsljóri Eimskipafélagsins, sem einnig sagði sig úr stjóminni í gærmorg- un, sagði um afstöðu sína, að Þró- unarfélag íslands hefði „meðal annars verið stofnað til að breyta vinnubrögðum í sambandi við fiár- festingu í atvinnulífinu og eflingu þess, til dæmis með því að draga úr pólitískum áhrifum við dreifingu fjármagns. Mér var sagt þegar það kom fyrst til greina að ég tæki sæti í stjóm félagsins, að stjómin myndi sjálf ráða sinum málum og að hún þyrfti ekki að taka pólitísk- um vendingum. Nú hefur því verið breytt og þá em forsendur setu minnar í stjóminni brostnar," sagði Hörður. „Auk þess taldi ég aðra kandidata betri í starfíð. Dómstólar skeri úr um sekt eða sýknu — segir Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SÍS „ÞESSI ákæra kemur ekki á óvart eftir þá umfjöllun, sem málið hefur fengið f fjölmiðlum um langt skeið, og breytir ekki miklu í mínum huga. Ég legg áherslu á, að dómur hefur ekki verið kveðinn upp - ríkissaksókn- ari hefur gefið út ákæru og dóm- stólar skera úr um sekt eða sýknu,“ sagði Valur Amþórsson, stjómarformaður Sambands ís- lenskra samvinnufélaga í samtali við Morgunblaðið, vegna ákæru ríkissaksóknara á hendur fimm starfsmönnum SÍS. Aðspurður hvort hinir ákærðu létu af störfum þar til dómur yrði upp kveðinn, sagðist Valur ekki geta sagt til um hver yrðu viðbrögð stjómar SÍS. „Stjómarfundur verð- ur haldinn áður en langt um líður eins og áformað var og þá ber þetta mál á góma. Það er fyrir löngu úr höndum stjómar SÍS — þar til bærir opinberir aðilar hafa um það fjallað og dómstóla nú að kveða upp dóm,“ sagði Valur. „Það er þýðingarmikið í mínum huga að þeir em ekki ákærðir fyrir að hagnast persónulega, né brot á verðlagslöggjöf, skatta- eða tolla- löggjöfunum. Þeir em ákærðir fyrir að hafa skapað fyrirtæki, sem þeir stjóma, óeðiilega miklar tekjur af kaffibaunum og eiga að sjálfsögðu eftir að skýra sín sjónarmið fyrir dómstólum. Valur Amþórsson Ákæmatriði em alvarleg - ég geri síður en svo lítið úr þeim. Benda má á að allar tekjur vom bókfærðar og taldar fram til skatts og gjaldeyrisskil hafa verið gerð. Rétt er að rifja upp að árið 1981, áður en rannsókn skattrannsóknar- stjóra hófst, ákvað SÍS að lækka umboðslaun sín af kaffibaunum verulega og árið 1984 var Kaffi- brennslu Akureyrar endurgreitt féð að fullu á gmndvelli útreikninga, sem skattrannsóknarstjóri gerði ekki athugasemd við og stjóm Kaffíbrennslu Akureyrar féllst á. En ákæmatriði em vissulega alvar- leg og rétt að dómstólar skeri úr um sekt eða sýknu,“ sagði Valur Amþórsson. f eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Fáar ef nokkrar algengar fæðutegundir eru eins góðar uppsprettur fyrir bætiefni og mjólk. Hún er I flokki örfárra alhliða næringarefnagjafa, og yfirburðafæða t.d. fyrir bein, tennur, húð, hár og taugakerfi. Böm og unglingar ættu að nota allan mjólkurmat eftir því sem smekkur þeirra býður. Fullorðnir ættu á hinn bóginn að halda sig við fituminni miólkurmat, raunar við magra fæðu yfirieitt. 2 mjólkurglös á dag eru hæfilegur lágmarksskammtur á dag ævilangt. Mundu að hugtakið miólk nær yfir léttmiólk, undanrennu og nýmiólk. MJÓLKURDAGSNEFND Mjólk er nýmjólk, léttmjólk og undanrenna. Látum mjolkina vinna með okkur i erli dagsins Valgeir Cuðjónsson er vinnuhestur. Hann er menntaður féiagsráðgjafi, hefurfengist við bókaútgáfu, kvikmyndgerð, gerð útvarps- og sjónvarpsþátta, kennslu, unnið vð leikhús og á tónlistarsviðinu hefur hann samið, leikið og sungið, einkum með Spilverki þjóðanna og Stuömönnum, mörg skemmtilegustu og vinsælustu dæguriög síðustu ára, tekið þátt i gerð ótal hljómplatna og komið fram á tónleikum og dansleikium i hundruða og þúsunda tali. Og er þá ekki allt talið. Starfsorka, þjartsýni og úthald kemur ekki af sjálfu sér. Til þess að geta stundað skapandi og erfiða vinnu undir álagi þarftu að þorða holla og góða fæðu, Þetta veit Valgeir Guðjónsson. Enda drekkur hann mjólk. Mjólk er full af bætiefnum. Hún er ómissandi liður í daglegri fæðu okkar allra!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.