Morgunblaðið - 25.01.1986, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR £5. JANÚAR1986
Krot
Tveir heiðursmenn hringdu til
mín í fyrrakveld og vildu
koma eftirfarandi athugasemdum
á framfæri. Herra X taldi að alltof
margir leikarar kæmu fram í út-
varpsleikritum, sem dæmi nefndi
hann að í seinasta útvarpsleikriti
voru skráð ekki færri en 12 hlut-
verk. Taldi herra X að þessi mikli
fjöldi hlutverka í útvarpsleikriti
ruglaði áheyrendur í ríminu. Ég
kem hér með þessari athugasemd
á framfæri við leiklistardeild Rík-
isútvarpsins og bendi mönnum á
þeim bæ á að athuga reglur er-
lendra útvarpsstöðva hér að lút-
andi, einkum reglur bandarískra
útvarpsstöðva. Herra Y áleit að
ekki hefði verið tekið nægilega
hart á því níðingsverki er íslenskir
leikarar tróðu á íslenska fánanum
á leiksviði Gamla Bíós og það fyrir
framan alþjóð í þætti Ómars
Ragnarssonar: Á líðandi stundu.
Reyndar var það ekki Ómar
Ragnarsson er beindi myndavél-
um feimnislaust að þjóðfána vor-
um þar sem hann lá fyrir hunda
og manna fótum niðri í Gamla
Bíói heldur Agnes Bragadóttir
hjálparkokkur Omars í þættinum.
Menn verða jú að njóta sann-
mælis. Ég þakka herra Y fyrir
að benda mér á þetta atriði og ég
tek undir með honum, að aum er
sú þjóð er á enga helgidóma. Er
óskandi að ónefndir sjónvarps-
menn átti sig á þessari staðreynd
og filmi ekki gagnrýnislaust hvað
sem fyrir augu ber.
Hvað skal segja?
Ég veit nú eiginlega ekki hvað
ég á að segja við ykkur næst,
lesendur góðir. Vissulega er þögn-
in oft gulls ígildi en sumir menn
fá jú ekki borgað gnísti þeir tönn-
um og feli hendur í skauti og
því blaðra ég áfram á gömlu góðu
ritvélina mína, þetta skrifli er
fannst í ruslabing í ónefndri slipp-
stöð úti á landi. Ég efast um að
hróið fengi inni á blaðamannahá-
skólunum þar sem tölvuskermam-
ir ljóma en það er nú önnur saga.
Tækninni fleygir fram og við
verðum víst að trítla á eftir í
auðmýkt, eða halda menn að Jón-
as frá Hriflu fengi inni á dagblaði
í dag með sitt krot? Samt sakna
ég penna Jónasar, hraðfleygrar
hugsunarinnar og neistaflugsins
en það erlíka önnur saga. Mér
dettur helst í hug að segja ykkur
frá samtali er Kristján Siguijóns-
son átti í morgunþætti rásar-II
síðastliðinn miðvikudag við Helgu
Jónsdóttur í frystihúsinu á Borg-
arfírði eystra. Kristján: Er mikið
að gera? Helga: Það hefur verið
unnið í 2 daga í frystihúsinu síðan
í nóvember... við höfum annars
verið á atvinnuleysisbótum.
Kristján: Er ekkert einmanalegt
þama? Helga: Nei, ekkert ein-
manalegt. Félagslífið er að vísu
svolítið dauflegt en nú emm við
að undirbúa þorrablótið. Kristján:
Verða skemmtiatriðin heimatil-
búin? Helga: Já, það verður allt
heimatilbúið. Brottfluttir Borg-
fírðingar koma líka til okkar á
þorrablótið hvaðanæva að. Krist-
ján: Má ekki bjóða ykkur í frysti-
húsinu að senda lag? Helga: Jú,
og við viljum senda kveðju með
laginu til starfsfólksins í frysti-
húsinu á Reyðarfirði, vonandi
fáum við meiri fisk frá þeim.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP/SJÓNVARP
Hér og nú fréttaþáttur
í vikulokin
Kynnir verður hinn þekkti gamanleikari Eddie
Murphy.
Bestu músík-
myndböndin 1985
IH Fréttaþátturinn
50 „Hér og nú“ er
á dagskrá rásar
1 í dag kl. 13.50 og eru
umsjónarmenn hans að
þessu sinni fréttamennimir
Þorgrímur Gestsson, Kári
Jónasson og Friðrik Páll
Jónsson.
Að sögn Þorgríms verð-
ur þátturinn með þorralegu
■i Annar þáttur
00 framhaldsleik-
ritsins „Sæfar-
inn“ eftir Jules Veme í
útvarpsleikgerð Lance Sie-
veking verður fluttur á rás
1 kl. 17.00 í dag. Leikstjóri
er Benedikt Ámason.
í fyrsta þætti var rann-
sóknarleiðangur á vegum
bandaríska flotamálaráðu-
neytisins gerður út til þess
að leita að hættulegu sæ-
skrímsli sem sjómenn hafa
orðið varir við víða um
höf. Meðal leiðangurs-
manna eru franskur pró-
fessor, þjónn hans og kan-
adískur hvalveiðimaður.
Dag nokkum rekst leið-
angursskipið á óþekktan
yfirliti þar sem þorri er nú
rétt genginn í garð. Kári
fer norður á Skagaströnd
þar sem hann bregður sér
hlut og þessir þrír menn
hrökkva útbyrðis. Þeim
tekst að klifra upp á eitt-
hvert ferlíki sem marar
þama í sjónum og em í
fyrstu fullvissir um að sé
skrímslið ógurlega.
Leikendur í öðmm þætti
em: Sigurður Skúlason,
Róbert Amfinnsson, Pálmi
Gestsson, Haraid G. Har-
alds, Þorsteinn Gunnars-
son, Rúrik Haraldsson,
Erlingur Gíslason, Flosi
Ólafsson, Aðalsteinn
Bergdal og Ellert Engi-
mundarson. Þýðandi er
Margrét Jónsdóttir. Tækni-
menn em Friðrik Stefáns-
son og Runólfur Þorláks-
son.
á þorrablót heimamanna.
Einnig ætlar hann að ræða
við heimamenn um fólks-
flölgun, en þar fjölgaði
mönnum um 3% á sl. ári,
á meðan mönnum fækkar
heldur í öðmm sjávarþorp-
um á landinu. Þorgrímur
sagði að heimamenn gerðu
út fiystitogarann Örvar og
hefði útgerðin gengið mjög
vel hingað til. Því teldu
Skagstrendingar fólks-
fjölgunina jafnvel beina
afleiðingu af velgengninni.
Friðrik Páll hyggst Qalla
um kosningar á Filippseyj-
um. Stefán Jón Hafstein,
fréttaritari útvarps í
Bandaríkjunum, verður í
símanum og þá ætlar Frið-
rik einnig að ræða um
málefni Suður-Jemen og
reyna að ná sambandi við
íslendinga sem verið hafa
þar f landi.
Þorgrímur sagðist ætla
að fjalla um nýja reglugerð,
sem tekur gildi 1. febrúar
nk., um breytingar á svo-
kölluðum torfæmbílum, en
Bifreiðaeftirlit ríkisins hef-
ur hingað til ekki verið ýkja
hrifið af uppátækjum tor-
fæm-ökumanna t.d. hvað
varðar stærð dekkja, að
sögn Þorgríms. Hann ræðir
m.a. við formann ferða-
klúbbsins 4x4, starfsmann
hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins
auk áhugamanna um tor-
færaakstur.
■i „Bestu músík-
25 myndböndin
— 1985“ - sjón-
varpsþáttur frá árlegri
popptónlistar- og mynd-
bandahátíð í Bandaríkjun-
um- hefst kl. 17.25 í dag.
Á hátíðinni em veitt
verðlaun fyrir hina ýmsu
þætti tónlistar á mynd-
böndum, bæði myndgerð
og flutning. Hátíðin var
haldin nú um áramótin í
Radio City-tónlistarsalnum
í New York. Á sviðinu
skemmta m.a. Eurythmics,
Hall og Oates, John Cougar
Mellencamp, Run DMC,
Tears for Fears, Pat Bena-
tar og Sting. Auk þeirra
birtast ýmsir frægir lista-
menn í svip, svo sem Tina
Tumer, Julian Lennon,
Glen Frey, Joan Baez, Bob
Geldof, Cyndi Lauper, Don
Henley og fleiri. Kynnir er
Eddie Murphy, þekktur
fyrir leik sinn í „Beverly
Hills-löggunum". Þýðandi
er Veturliði Guðnason.
„SÆFARINN"
— annar þáttur
ÚTVARP
LAUGARDAGUR
25. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.15 Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
7.20 Morguntrimm.
7.30 fslenskir einsöngvarar
ogkórarsyngja.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
8.15 Veöurfregnir. Tónleikar.
8.30 Lesiö úr forystugreinum
dagblaöanna. Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga.
Helga Þ. Stephensen kynn-
ir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áöur
sem Margrét Jónsdóttir flyt-
ur.
10.10 Veðurfregnir.
Óskalög sjúklinga, fram-
hald.
11.00 Heimshorn
Umsjón: Ólafur Angantýs-
son og Þorgeir Ólafsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.50 Hér og nú. Fréttaþáttur
ívikulokin.
15.00 Miödegistónleikar
„Myndir á sýningu" tónverk
eftir Modest Mussorgski.
Sinfóníuhljómsveitin í Dallas
leikur; Eduardo Mata stjórn-
ar.
15.50 íslenskt mál. Gunnlaug-
ur Ingólfsson flytur þáttinn.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Ustagrip. Þáttur um list-
ir og menningarmál. Um-
sjón. Sigrún Björnsdóttir.
17.00 Framhaldsleikrit barna
og unglinga: „Særarinn"
eftir Jules Verne i útvarps-
gerö Lance Sieveking.
Annar þáttur: „Ævilangt
fangelsi."
Þýöandi: Margrét Jónsdótt-
ir.
Leikstjóri: Benedikt Árna-
son.
Leikendur: Siguröur Skúla-
son, Róber* Arnfinnsson,
Pálmi Gestsson, Harald G.
Haralds, Þorsteinn Gunn-
arsson, Rúrik Haraldsson,
Aðalsteinn Bergdal, Ellert
Ingimundarson, Erlingur
Gíslason og Flosi Ólafsson.
17.40 Síðdegistónleikar
„Fjör í París", hljómsveitar-
svíta eftir Charles Offen-
bach. Hljómsveitin Fílharm-
14.45 Manchester City —
Watford
Bein útsending frá ensku
knattspyrnunni.
16.45 íþróttir
Umsjónarmaöur Bjarni Fel-
ixson.
17.25 Bestu músíkmyndbönd-
in 1985
(The 2nd MTV Music and
VideoAwards 1985)
Sjónvarpsþáttur frá árlegri
popptónlistar- og mynd-
bandahátíö I Bandaríkjun-
um. Á henni eru veitt verð-
laun fyrir hina ýmsu þætti
tónlistar á myndböndum,
bæöi myndgerö og flutning.
Hátíöin var haldin nú um
áramótin í Radio City-
tónlistarsalnum í New York.
Á sviöinu skemmta m.a.
Eurythmics, Hall og Oates,
John Cougar Mellencamp,
Run DMC, Tears for Fears,
Pat Benatarog Sting.
Auk þeirra birtast ýmsir
frægir listamenn ( svip, svo
sem Tina Turner, Julian
Lennon, Glen Frey, Joan
Baez, Bon Geldof, Cindy
Lauper, Don Henley og
fleiri.
onia leikur; Herbert von
Karajan stjórnar.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.46 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 „Sama og þegið".
Umsjón: Karl Ágúst Úlfsson,
Siguröur Sigurjónsson og
örnÁrnason.
20.00 Harmoníkuþáttur. Um-
sjón: Bjarni Marteinsson.
20.30 Sögustaðir á Norður-
LAUGARDAGUR
25. janúar
Kynnir er Eddie Murphy,
þekktur fyrir leik sinn í „Bev-
erly Hills-löggunum". Þýð-
andi Veturliöi Guönason.
19.25 Búrabyggö
(Fraggle Rock)
Fjóröi þáttur
Brúöumyndaflokkur eftir Jim
Henson.
Hola ( vegg hjá gömatm
uppfinningamanni er inn
gangur í furöuveröld þar
sem þrenns konar hulduver-
ur eiga heima, Búrar,
dvergaþjóöin Byggjar og
tröllafjölskyldan Dofrar.
Þýðandi Guöni Kolbeins-
son.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttirog veöur
20.30 Auglýsingarogdagskrá
20.35 Glettur - Arnar Árna-
sonar
Nýrgamanþáttur.
í þessum þáttum munu
ýmsir kunnir listamenn
bregöa á leik. I þessum
fyrsta þætti á örn Árnason
leikinn.
Stjórn upptöku: Björn Emils-
son.
20.65 Staupasteinn (Cheers)
Fimmtándi þáttur
landi. Umsjón: Hrafnhildui
Jónsdóttir. (Frá Akureyri.)
21.20 Vísnakvöld. Aöalsteinn
Ásberg Sigurðsson sér um
þáttinn.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orö kvöldsins.
22.15 Veöurfregnir.
22.20 Bréf úr hnattferð. 4.
þáttur. Dóra Stefánsdóttir
segirfrá.
22.50 Danslög.
24.00 Fréttir.
00.05 Miðnæturtónleikar.
Bandarískur gamanmynda-
flokkur.
Þýðandi Guöni Kolbeins-
son.
21.25 (The Elephant Man)
Bresk-bandarísk biómynd
frá 1980.
Leikstjóri David Lynch.
Aöalhlutverk: Anthony
Hopkins, John Hurt, John
Gielgud og Anne Bancroft.
Myndin stuöst viö raun-
verulega atburöi í Lundún-
um á öldinni sem eiö. John
Merrick — Fílamaðurinn —
er afmyndaöur af sjaldgæf-
um sjúkdómi og er haföur
almenningi til sýnis eins og
dýr.
Læknir einn bjargar honum
úr þessari niðurlægingu,
tekur Merrick upp á sína
arma og kynnir hann fyrir
heldra fólkinu.
Þýöandi Kristmann Eiösson.
23.25 Danskeppni i Berlin
Þýskur sjónvarpsþáttur frá
heimsmeistarakeppni
áhugamanna í samkvæmis-
dönsum, heföbundnum og
suöur-amerískum.
(Evróvision — Þýska sjón-
varpiö.)
00.35 Dagskrárlok.
Umsjón: Jón Örn Marinós-
son.
01.00 Dagskrárlok.
Næturútvarp á rás 2 til kl.
03.00.
10.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Sigurður Blön-
dal.
12.00 Hlé
14.00 Laugardagurtillukku
Stjórnandi: Svavar Gests.
16.00 Listapopp
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
17.00 Hringboröið
Erna Arnardóttir stjórnar
umræðuþætti um tónlist.
18.00 Hlé
20.00 Línur
Stjórnandi: Heiöbjört Jó-
hannsdóttir.
21.00 Millistriöa
Jón Gröndal kynnir dægur-
lög frá árunum
1920-1940.
22.00 Bárujárn
Þáttur um þungarokk f
umsjá Siguröar Sverrisson-
ar.
23.00 Svifflugur
Stjórnandi: Hákon Sigur-
jónsson.
24.00 Ánæturvakt
með Jóni Axel Ólafssyni.
03.00 Dagskráríok.
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæöisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
— FM 90,1 MHz.
akureyri
17.03—18.30 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.
SJÓNVARP