Morgunblaðið - 25.01.1986, Síða 12

Morgunblaðið - 25.01.1986, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 25. JANÚAR1986 Hollustubyltingin/ Jón Óttar Ragnarsson Næringin og hjartað Fáir íslendingar gera sér grein fyrir því að hjarta- og æðasjúk- dómar, okkar helsta dánarorsök, voru nær óþekktir fyrir 70 árum. Mynd A hér á síðunni sýnir hvemig þessi faraldur bókstaflega „tókst á loft“ í kringum 1930—1935 uns hann var orðinn algengasta banamein íslendinga. Eins og sjá má náði faraldurinn hámarki 1980 til 1975 eftir að áróður Hjartanefndar og mat- vælafræðinga fyrir bættu matar- æði var farinn að hafa áhrif. Enn stafa um 40% allra dauðs- falla af hjarta- og æðasjúkdóm- um, ýmist í kransæðum (krans- æðastífla) eða heilaæðum (heila- blóðfall)! Beint í æð! Rannsóknir sýna að ein megin- orsök þessa faraldurs hérlendis sem annars staðar á Vesturlönd- um er ofneysla á harðri fitu og vanneysla á fljótandi olíum. Reyndist lykillinn að sjúkdóm- inum vera svonefnd fitukenning sem ofanritaður og fleiri hafa haldið fram í áratug gegn háværri andstöðu kerfiskarla. Þegar við Bjami Þjóðleifsson, Ársæll Jónsson o.fl. héldum ráð- stefnu um Næringu og heilsu 1977 varð uppi fótur og fit í landbúnaði og læknastétt. í dag em aðrir tímar. í foiystu- sveit íslensks landbúnaðar og læknastéttar em nú þeir menn í meirihluta sem vita að þessi þekk- ing stóðst. Þessi stefnubreyting veldur því að nú er í fyrsta sinn hægt að móta manneldisstefnu sem byggir á alhliða heilsuvemd ís- lensku þjóðarinnar. Hjartað Akkilesarhæll líkama okkar nú á dögum er hjartað. Em hjarta- og æðasjúkdómar (einkum krans- æðasjúkdómar) algengasta dán- arorsökin. Sem betur fer hefur áróður Hjartavemdar, matvælafræðinga og fleiri augljóslega haft umtals- verð áhrif í þá átt að sporaa gegn sjúkdóminum. Hins vegar eiga íslendingar langt í land að ná sama árangri í þessum efnum og Bandaríkja- menn sem mest hafa lagt stund á áróður af þessu tagi. Því miður hafa þeir sem sífellt em að tönnlast á háum meðalaldri íslendinga ekki ýtt undir róttækar breytingar á lífsvenjum þessar þjóðar. KRANS/H)ASJÚKDÓMAR Ídánartdm á DÁNARTÍDNI í KÖRLUM 1911-1981 1811-15 ‘31-'36 ’SI-M '71-75 Áfí Reyndin er sú að enn hrynur flöldi íslendinga á besta aldri niður úr þessum sjúkdómum. Án þessara dauðfalla mundi meðal- aldur hækka talsvert enn. Og hár meðalaldur segir heldur ekkert um allan þann mikla fjölda sem fær hjartaáfall, lifir við skerta heilsu, jaftivel í hjólastól! Næringin og æðakerfið Rannsóknir hafa sannað að mataræði skiptir sköpum fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Fyrsta áhættustigið felst í því að borða fitu með vitlausa sam- setningu, þ.e. of mikið af harðri fitu og of lítið af fljótandi fitu. Hörð fita (og kólesterol) hækka svokallaðan LDL-þátt blóðfitunn- ar sem aftur á mestan þátt í því að kransæðamar (mynd B) (og heilaæðamar) kalka og lokast. Fljótandi fita, hvort sem það em jurtaolíur eða fiskolíur (lýsi) lækka aftur á móti LDL-þáttinn og spoma því gegn því að æðamar kalki. Til allrar hamingju fyrir okkur íslendinga hefur nú komið í ljós að fiskolíur em jafnvel enn betri vöm gegn þessum sjúkdómum en jurtaolíur. Næringin og blóðfitan Næringarefni Áhrif á æðakerfið Hörð fita Kólesterol Fljótandi jurtaolíur Fljótandi fiskolíur hækkar blóðfitu (LDL) Hækkar blóðfitu (LDL) Lækkar blóðfitu (LDL) Lækkar blóðfitu (LDL) Annað áhættustigið er þegar blóðfitan fer yfir hættumörk, þ.e. jrfir 280 mg/100 ml blóðs eins og gerst hefur hjá um fjórðungi full- orðinna karla. Þar með er hættan á hjarta- og æðasjúkdómi orðin meira en tvöfalt meiri en eðlilegt er. Þessir einstaklingar verða því strax að breyta um mataræði. En næringin hefur einnig áhrif á annan mikilvægasta áhættuþátt þessara sjúkdóma: of háan blóð- þrýsting sem einnig getur hæg- lega tvöfaldað áhættuna. Þriðji áhættuþátturinn em svo sígarettureykingar. Þannig tvö- faldast t.d. áhætta hjá þeim sem reykir að jafnaði 20 sígarettur á dag. Áhættuþættimir margfaldast saman þannig að hjá þeim sem reykir, er með of háa blóðfitu og háan blóðþrýsting er áhættan a.m.k. 8 sinnum meiri en eðlilegt er(2x2x2=8)! Ástandið á íslandi Því miður er mataræði íslend- inga ennþá afar óheppilegt í þess- umefnum. Það sem íslendingar gera fyrst og fremst vitlaust er að þeir borða alltof mikið af harðri fitu og alltof lítið af allri fljótandi fítu. Hlutfallið milli fljótandi og hörðu fitunnar hér á landi er ennþá sérlega lágt, ekki nema ’/r. sem er með því allra lægsta sem þekkist í nokkm landi. Þrátt fyrir það var þetta hlutfall ennþá lægra fyrir 25 ámm, þ.e. áður en áróður Hjartavemdar og matvælafræðinga fór að hafa til- ætluð áhrif. Þetta er fyrst og fremst ástæð- an fyrir því hve fitan (og LDL) í blóði íslendinga er há og hve æðakölkun og hjartasjúkdómar em algengir. Hverju þarf að breyta? Ifyrst og fremst þurfum við að breyta samsetningu fitunnar með því að draga svo um munar úr neyslu á allri fitu sem kemur hörð úr ísskáp (harðfeiti). I þessum flokki em allar feitar kjötvömr og mjólkurvömr, djúp- steikt fæða og allt súkkulaði og konfekt, svo nefndir séu helstu sökudólgamir. Af kjötvömm ættu þessir þjóð- félagshópar að halda sig við magurt kjöt og forðast m.a. spægipylsu, rúllupylsu, kinda- kæfu, beikon og bjúgu. Af mjólkurmat ættu þessir hóp- ar að halda sig fyrst og fremst við léttmjólk og undanrennu, kotasælu og skyr, léttjógúrt og aðrar fítuskertar vömr. Um fiskinn gildir hið gagn- stæða. Fitan í honum er mjúk og hefur því jákvæð áhrif hvort sem hún kemur úr feitum fiski eða mögmm. Fiskneysla þyrfti því að aukast! En ekki nóg með það. íslend- ingar borða líka allof mikla fitu. Fá þeir um 42% orkunnar úr fitu og þyrfti neyslan í heild að minnka um þriðjung. Þessi þriðjungslækkun á fitu- neyslu gildir fyrir alla íslendinga, en er sérlega brýn fyrir karlmenn á öllum aldri og konur yfir fert- ugu. Þetta þýðir minna viðbit og fitu í matseld (burt með djúpsteiktan mat), skera fituna burt af kjöti og minnka neyslu á öðmm feitum mat. Djúpsteikt fæða Annar vágestur sem nýlega er farið að bera æ meira á er djúp- steikt fæða, ekki steikt í jurtaolíu, heldur í gijótharðri fítu. Þessi fita er nú seld í matvöm- verslunum (sjá mynd C) og ættu sem flestir að kynna sér innihald hennar ef þeir vita ekki hvað hörð fita er. Það er í stuttu máli um þessa afurð að segja að allir íslenskir neytendur (sem og framleiðendur) ættu að sneyða hjá henni og nota eingöngu jurtaolíur til djúpsteik- ingar. I landi þar sem alltof mikið er þegar framleitt af harðfeiti og verið er að beijast við að auka hlutfall fljótandi fitu er svona harðfeiti óþörf. Þar fyrir utan ættu neytendur að gera sér ljóst að djúpsteikt fæða er ávallt fíturík og því aldrei heppilegur kostur fyrir þá sem vilja huga að heilsunni. Lokaorð Hjarta- og æðasjúkdómar eru enn algengasta dánarorsök ís- lendinga. Til þess að draga úr þessum skelfilegu sjúkdómum þurfa íslendingar að breyta mat- aræði sínu. Því miður vita íslenskir karl- menn oftast lítið um mataræði, t.d. hvaða fita er hörð og hvaða fita ekki. Það em engu að síður þeir sem em í mestri hættu. Heilbrigðisráðuneytið og land- læknir þurfa að beijast fyrir því að tekinn verði upp skipulagður áróður gegn þessum ógnvaldi ís- lensku þjóðarinnar... nú þegar! ÆÐAKÖLKUN Á FRUMSTIGI Á HÁU STIGI INNRA LAG (ÆÐAÞEL) Vbitángahúsió SERENGISAMPOR gerir kunnugt=Um síóustu helgi var hamborgaraútsala - núna er TVEGGJA DAGA -KJUKLINGA- UTSALA OG (BITrNN’ VBRDVR A 45 KALL!! VEITINGAHUSIÐ SPRENGISANDUH Bústaóavegi 153 © 6 88 0 88 Tómas A.'Iómasson Grænlendingar kynna Japönum land ogþjóð Kaupmannahðfn, 23. janúar. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. UMFANGSMIKIL Grænlanssýn- ing verður sett upp í Japan í júll- mánuði og mun hún standa í eitt ár. Sýningarhaldið hefst í Tókýó og verður síðan fram haldið í átta japönskum borgum. Að sögn grænlenska útvarpsins verður lifandi náhvalur eitt af sér- kennilegustu fyrirbæmm sýningar- innar, þ.e.a.s. ef það tekst að flytja dýrið til Japans. En það, sem Japanir hafa mestan áhuga á, em leiðangrar til norður- heimskautsins, - en á sýningunni verða einnig raktir þættir úr sögu Grænlands, landafræði ogþróun. Þar að auki ætla yfirvöld sjávar- útvegsmála á Grænlandi að nota tækifærið og kynna Japönum græn- lenskar fiskafurðir. m? n i>0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.