Morgunblaðið - 25.01.1986, Side 24

Morgunblaðið - 25.01.1986, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986 Íslendingarnir sem voru í Suður-Jemen Jórunn Bernódusdóttir: Innfæddir virtust taka þessu með ró HJÓNIN Stefán Hallgrímsson fjarri heimaslóðum. Áður en Stefán var við störf. Og dóttir og Jórunn Bernódusdóttir eru þau fluttu til Jemen höfðu þau þeirra, Elísabet, sem er 11 ára, alvön að dvelja langdvölum verið eitt ár í Sómalíu þar sem fer með þeim hvert sem er. Þessi mynd af Elísabetu, dóttur Stefáns og Jórunnar, var tekin í Sómalíu árið 1983. Það er infædd vinkona Elísabetar sem er með henni á myndinni. Jórunn sagði að þeim liði mjög vel og enginn hefði orðið tiltakan- lega hræddur. „Innfæddir virtust taka þessu öllu með ró. Alla vega tókum við ekki eftir því að þeir væru mjög stressaðir," sagði Jór- unn. „Við höfum það mjög gott héma hjá ísleifí, og dóttir mín Elísabet er einmitt núna að horfa á Flashdanee af myndbandi." Elísabet hætti að horfa á sjón- varpið stundarkom og kom í sím- ann. — Hvemig var að búa í Mukalla? „Alveg æðislega gott.“ — Hvað var svona gott? „Bara, gaman að vera þar.“ — Attirðu góða leikfélaga? „Já, marga.“ Hjónin Stefán Hallgrímsson verkstjóri og kafari og Jórunn Bemódus- dóttir á góðri stundu. — Leikurðu þér við araba- krakka? „Nei, við vorum bara í búðun- um.“ — Lærðirðu eitthvað í tungu- málinu? „Nei.“ — Varstu í skóla? „Nei, það var enginn skóli“ — Lærðirðu þá ekki neitt? „Jú, jú. Ég er með skólabækur frá íslandi." — Og tekur svo próf þegar þú kemur heim? „Jamm.“ Hvernig leið krökkunum heima? Ingibjörg Sigfúsdóttir 12 ára: „E g var ansi óróleg en nú er mér að skána“ „JÁ, ÉG varð nú glöð, þegar ég heyrði í fréttunum, að nú væri pabbi að komast út úr landinu og kæmi svo bráðum heim. Ég var ansi óróleg fyrst, en svo fór mér að skána,“ sagði Ingbjörg Sigfúsdóttir, tólf ára dóttir Sigfúsar Þormars Gunnarsson- ar. „Ég fylgdist með fréttunum eins og ég gat,“ sagði Ingibjörg, en hún sagðist Iftið hafa rætt þetta við félaga sína í Garða- skóla „nema við Fjóla vinkona min töluðum ansi mikið um þetta. Hún var sú eina sem ég talaði um þetta við og ég var fegin því hún vildi alveg hlusta á mig og skildi að ég var óró- leg.“ Ingibjörg á tvö systkini, tíu ára bróður, Garðar og Kristin, sem er tvítugur. Hún sagði að hún hefði búið með foreldrum sínum í tvö ár í ísrael frá 4—6 ára ald- urs. „Þar vann hann við eitthvað svona eins og í Jemen. En ég man nú lítið fí-á þeim tfma. Ég held að pabba hafí líkað bara vel, en honum fannst hitinn alveg rosalegur og flugumar plög- uðu hann. Svo ég var fegin því að við fómm ekki með honum í þetta skiptið. Svo átti hann ekki eftir að vera þama nema í fjóra mánuði og það er ekkert svo langur tími. En mér fannst nú langir- dagamir þegar við vissum ekkert," sagði Ingibjörg Sigfús- dóttir. Asgeir Andri Guðmundsson 11 ára: „Það var ekki góð tilhugsun að pabbi hefði lent í skothríðinni... ÁSGEIR Andri Guðmundsson eUefu ára sonur Guðmundar Gunnarssonar var nýkominn úr skólanum sínum þegar við náð- um tali af honum. „Jú, ég var kvíðinn, ég hélt kannski að pabbi hefði lcnt í stríðinu og skothriðinni. Það var ekki góð tilhugsun. En svo var líka ruglandi, að það var sagt að allir útlendingar væru farair, en síðan dróst það og maður var hálfgert í vafa um þetta. Svo ég er feginn að vita að nú er hann heill á húfi og kemur vonandi bráðum heim.“ „Hann hefur verið í Jemen í fjögur ár og líkað bara vel, en hann hefur komið heim í fríum reglulega. Ég gæti vel hugsað mér að fara í ókunn lönd með honum, en ég hef aldrei spurt hvort ég mætti fara með. En ég vildi náttúrlega helzt ekki lenda í stríði," sagði Ásgeir Andri. Andri Ásgeir Guðmundsson Morgunblaðið/Bjami

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.