Morgunblaðið - 25.01.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1986
25
Fyrsta árs nemar
fá skuldabréfalán
Rætt við Ólaf Arnarson fulltrúa stúdenta í stjórn LÍN
„ÉG var á fundi með Sverri
Hermannssyni menntamálaráð-
herra í morgnn og ræddum við
um stöðuna í málefnum Lána-
sjóðs islenskra námsmanna. Ég
fór fram á það við menntamála-
ráðherra að hann setti inn í drög
að frumvarpi um Lánasjóðinn
grein sem kveður á um að fyrsta
árs nemar fái skuldabréfalán
eins og aðrir nemar og sam-
þykkti hann það,“ sagði Ólafur
Amarson fulltrúi stúdenta í
stjóm LIN í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Ólafur sagði að stúdentar telji
það vera forsendu fyrir jafnrétti til
náms að fyrsta árs nemar njóti
sömu réttinda og aðrir og þar með
að eiga kost á skuldabréfaláni.
„Eg tók þá ákvörðun að draga
til baka beiðni mína um lausn úr
stjóm LÍN sem ég hafði afhent
ráðherra. Ég hef hugsað mér að
sitja í stjóminni enn um sinn,“ sagði
Ólafur. Þess má geta að Ólafur
hefur setið í stjóminni frá því á
sunnudaginn að ósk menntamáia-
ráðherra, þrátt fyrir að ný stjóm
Stúdentaráðs hafi verið skipuð.
„Astæðan fyrir þessu er sú að ég
hef áhuga á að starfa áfram þar
til úthlutunarreglur sjóðsins hafa
verið gefnar út. Ég hef verið í
þessari stjóm frá því í sumar og
tel mig því betur geta gert mér
grein fyrir hvemig þessar reglur
eigi að vera en maður sem kemur
nýr inn í stjómina. Mér fínnst að
atburðir þessarar viku og sú um-
ræða sem verið hefur um Lánasjóð-
inn sýna best hvaða baráttuaðferð-
um nýi meirihlutinn hyggst beita.
Hann vill sýna hörku og afneitar
samstarfí við yfírvöld. Ég held því
fram að aðferðir mínar dugi betur.
Ráðherra hefur lýst' því yfír að
reglugerðin um frystingu lánanna
verði afnumin og nú fellst hann á
að fyrsta árs nemar fái skuldabréfa-
lán. Þetta kalla ég árangur. Þess
vegna hyggst ég sitja áfram og
halda áfram að ná málum fram
okkur stúdentum til hagsbóta með
því að beita rökum.
Meirihlutinn hefur sýnt það í
skrifum sínum og málflutningi að
hann hugsar ekki um hagsmuni
stúdenta heldur sína eigin pólitísku
hagsmuni. Ég sætti mig ekki við
að hagsmunabarátta stúdenta sé
lögð til hliðar meðan menn eru í
eiginhagsmunabrölti. Formaður
stúdentaráðs er til dæmis að taka
þátt í forvali Alþýðubandaiagsins
fyrir komandi borgarstjómarkosn-
ingar. Meirihlutinn hefur ákveðið
fyrirfram að ekki sé hægt að tala
við stjómvöld. Þess í stað vilja þeir
„marsera" um strætin með heróp á
vörum," sagði Ólafur Amarson að
lokum.
Ólafur Arnarson
Dalvík:
Ný skíðalyfta
tekin í notkun
Dalvfk, 24. janúar.
AÐ undanfömu hafa félagar í
Skíðafélagi Dalvíkur unnið að
því að setja upp nýja skiðalyftu
í Böggviðstaðafjalli á skíðasvæði
félagsins.
Þessu verki er nú lokið og verður
hin nýja lyfta, sem er diskalyfta
af gerðinni Leitner, formlega tekin
í notkun laugardaginn 25. janúar
klukkan 13.30. Munu bæjarfíilltrú-
ar á Dalvík vígja lyftuna en Dalvík-
urbær lagði fram fjármagn til lyftu-
kaupmanna.
Fréttaritarar.
Gleymum þeim ekki
Munið eftir
Kópavogsheimilinu.
Tékkareikningur 979 í
Landsbanka Islands
Breiðholtsútibúi.
Móttaka í öllum
bönkum og spari-
sjóðum landsins.
Takmarkið er:
Fullkomið bruna-
varnakerfi í
Kópavogshæli.
Kiwanishreyfingin
■
w
RÝMINGARSALA
í heila viku
Salerni frá
WARNETON.
Vönduð og
smekkleg
framleiðsla.
1,2 og 3
Blöndunartœki frá
KLUDI. Vestur-þýsk
gœðaframleiðsla.
OGSVO
LOKUM VIÐ
KL. 4 í DAG
VATNSVIRKINN/U
ÁRMÚU 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK
SÍMAR: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966