Morgunblaðið - 25.01.1986, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1986
39
Arni Björn Þor-
valdsson - Minning
Fæddur 8. febrúar 1937
Dáinn 16. janúar 1986
Sl. nýársnótt þegar við Ámi
Bjöm Þorvaldsson tókumst í hendur
og kvöddumst mun hvorugan hafa
grunað að það yrði síðasta kveðjan.
En hann andaðist 16. janúar sl.
Við Ámi Bjöm og konur okkar
höfum átt saman kvöldstund um
flest áramót frá því um 1960.
Árið 1981 tók Ámi Bjöm að
kenna þess sjúkdóms er varð honum
að aldurtila. Á miðju sumri 1982
var svo komið að Ámi Bjöm þurfti
að nota hjólastól. Við sem fylgd-
umst með framvindu mála hug-
leiddum hversu lengi baráttan gæti
staðið. En um lokin var aldrei rætt
í samtölum okkar heldur sagði Ámi
Bjöm mér og öðrum sem til hans
komu hvað hann hygðist gera næst
eða væri búinn að gera til að takast
á við lífíð. Þar var ekkert til sparað
til að færa sér nýja tækni í nyt er
kraftardvínuðu.
Ámi Bjöm fæddist á Húsavík 8.
febrúar 1937. Foreldrar hans vom
Þóra Sigurbjömsdóttir og Þorvald-
ur Ámason. Þau eignuðust 2 syni,
Áma Bjöm og Ingvar. Þeir misstu
móður sína 1940, Ámi þá aðeins
þriggja ára. Vafalítið hefur móður-
missirinn mótað Áma á sinn hátt
eins og fleiri sem fyrir slíku verða.
Þeir bræður ólust síðan upp með
föður sínum, en 1950 giftist Þor-
valdur Karólínu Sigurpálsdóttur og
dvöldust þeir bræður þar til fullorð-
insára. Þar eignuðust þeir 6 systk-
ini._
Ami fór mjög ungur að vinna,
fyrst sem sendisveinn og síðan við
línuvinnu og síldarvinnu. Þegar
komið var fram yfír sextán ára
aldur var farið á vertíð í Grindavík
og Keflavík og á síld á sumrin. Á
þeim tíma þótti sjálfsagt að ungt
fólk færi frá Húsavík í atvinnuleit
eftir hver áramót, aðallega til Suð-
umesja ýmist til sjós eða í frystihús
enda engar atvinnuleysisbætur á
þeim ámm.
Árið 1954 byggir Ámi Bjöm í
félagi við föður sinn tvílyft hús að
Laugarbrekku 15 og eignast neðri
hæðina, þá aðeins 17 ára gamall.
Þetta segir sína sögu um þennan
unga pilt sem snemma vildi verða
sjálfbjarga. Þannig hefír vinnusem-
in mótað öll systkinin í æsku og
öll hafa þau reynst dugmikið fólk
og traust.
Árið 1957 hóf Ámi Bjöm nám í
bifvélavirkjun á vélaverkstæðinu
Foss þar sem faðir hans var fram-
kvæmdastjóri.
Ekki liðu mörg ár þar til Ámi
Björn var orðinn verkstæðisformað-
ur og gegndi því starfí í nokkur ár.
Þeir sem til slíkra starfa þekkja
og þangað þurfa að leita vita að
þar, ekki síður en annars staðar,
er erfítt að gera svo öllum líki.
Ámi Bjöm sem ávallt var ein-
staklega samviskusamur í starfí og
fyrirgreiðslusamur var oft þreyttur
og leiður á ýmsu sem fylgdi. Enda
minnist ég þess oft þegar við vomm
að skemmta okkur að ýmsir þurftu
að ræða málin við Áma Bjöm.
1974 hætti hann störfum við
Foss og hóf vinnu hjá bifreiðaeftir-
litinu á Húsavík og starfaði þar í 4
ár. Jafnframt fékkst hann við bfla-
viðgerðir í bflskúr heima hjá sér á
kvöldin.
Einnig stundaði hann leigubfla-
akstur um helgar. Þá var skotist í
ferðalag að kvöldi eða nóttu ef svo
bar undir. Varð vinnudagur því oft
langur á þessum ámm.
Árið 1975 stofnaði Ámi Bjöm
Bflaleigu Húsavíkur ásamt þrem
öðmm og var Ámi Bjöm fram-
kvæmdastjóri til dánardægurs.
Þetta fyrirtæki hefir verið í ömm
vexti allt frá stofnun.
í tilefni 10 ára afmælis bflaleig-
unnar var haldið veglegt hóf á
Hótel Húsavík í lok nóv. sl. þar sem
mættir vom starfsmenn og hlut-
hafar núverandi og fyrrverandi.
Ami Bjöm lét sér ekki nægja
starfíð við fyrirtækið. Hann var
félagslega sinnaður. Hafði yndi af
söng, starfaði um skeið í karlakóm-
um Þrym og kirkjukór Húsavíkur
þar sem hann söng m.a. eftir að
hann var kominn í hjólastól og var
hjálpað upp á loft í kirkjunni með
hjálp góðra vina. Hann setti sig
ekki úr færi að hlýða á tónleika ef
kostur var. Hann var félagi í Lions-
klúbbi Húsavíkur og i Sjálfsbjörg á
Húsavík og var þar formaður er
hann lést. Fór sem fulltrúi lands-
samtaka Sjálfsbjargarfélaganna á
þing fatlaðra f Finnlandi árið 1984.
Þá var Ámi Bjöm í stjóm Ferða-
málafélags Húsavíkur er hann lést.
Alls staðar var hann áhugamaður,
þátttakandi og góður félagi.
Hann brást með hetjuskap við
þeim sjúkdómi sem olli hrömun svo
að fætur urðu máttlausir, síðan
handleggir. Þá var röddin notuð.
Og hún var að bresta er yfír lauk.
Það sýnir vel æðmleysi þessa
ágæta drengs er hann lét svo um
mælt er hann var kominn í hjóla-
stól og ekki vitað hvert framhaldið
yrði:
„Það þarf svo sem ekki að vor-
kenna mér. Ég hef mitt fyrirtæki,
ég stjóma minni vinnu sjálfur og
get lagað mið að aðstæðum."
Og það gerði hann til hinstu
stundar.
25. desember 1960 gekk Ámi
Bjöm að eiga eftirlifandi konu sfna
Jónu Guðlaugsdóttur frá Stóra-
Laugardal í Tálknafírði. Þau hófu
búskap í Laugarbrekku 15 og
dvöldu þar uns þau keyptu húsið
nr. 2 við Höfðabrekku 1967 og
fluttu þangað og hafa átt þar heim-
ili sfðan. Böm þeirra em 4:
Þorvaldur Þór, bifvélavirki,
dvelst heima; Ásrún, gift Óskari
Kristjánssyni, þau vom gefin saman
á 25 ára brúðkaupsafmæli Áma og
Jónu 25. des. sl.; Guðlaugur, býr
með Jónu Matthíasdóttur; Alma,
dvelst heima.
Ámi Bjöm var mikill hamingju-
maður í einkalífi og hefír fjölskyld-
an stutt hann með aðdáunarverðri
samheldni frá þvf að heilsu Áma
tók að hraka.
Bömin hafa smám saman axlað
og skipt með sér verkum og ábyrgð
í fyrirtækinu eftir því sem líkams-
þrek Áma hefir dvínað. En hann
var þó sá sem ákvörðun tók.
Heima hefír Jóna verið það bjarg
sem allt annað hefir hvflt á. Það
vita þeir best sem til þekkja.
Jóna mín. Megi minning um góð-
an dreng, sem hélt fullri reisn til
loka og stóð lengur en stætt var,
vera fjölskyldunni hvatning til að
halda merki hans á loft.
Við Adda vottum fjölskyldunni
innilega samúð og biðjum góðan
Guð að styrkja ykkur.
Gunnar Páll Jóhannesson
JL-byggingavörur:
Samningur
um sölu á
Árfells-
innréttingum
JL-byggingavörur sf. hafa
gert samning um sölu og fram-
leiðslu á ölium innréttingum, sem
fyrirtækið Árfell hf. hefur hann-
að og framleitt. Hér er um að
ræða skilrúm, sem eru notuð til
þess að skipta herbergjum, og
eru skilrúmin, ásamt inni- og
útihandriðum, samsett úr stöðl-
uðum einingum.
Eins og áður, þá sér Ámi B.
Guðjónsson um alla hönnun og
teikningar af umræddum innrétt-
ingum, ásamt hverskonar sérút-
færslum s.s. fyrir hótel og veitinga-
hús. Teiknistofa Áma B. Guðjóns-
sonar heitir ÁRIS og er til húsa í
Ármúla 20. Á næstu mánuðum
verður unnið að uppsetningu sýn-
ingarsals í nýju verslunarhúsnæði
. JL-byggingavara á Stórhöfða.
70%
DÚNÚLPUR 2.990
STREDSSKÍÐABUXUR 990
BARNALÚFFUR 100
VATTHÚFUR290
l‘M ATHLETTIC GALLAR 990
VATTBUXUR750
SKÍÐAGALLAR BARNA 1.990
SKÍDAGALLAR 2.790
SKÍÐASAMFESTINGAR 1.490
ROCKY-JAKKAR 1.290
»hummePá?