Morgunblaðið - 25.01.1986, Page 41

Morgunblaðið - 25.01.1986, Page 41
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1986 41 dóttir afa, Þorbjörg móðir mín og Eyjólfur stjúpfaðir minn, gættu búsins á Suðurgötu 5 af miklum kærleik í 15 ár. Þorbergur Friðriks- son eiginmaður Sigurbjargar móð- ursystur minnar var fyrsti lærlingur afa í málaraiðn og traustur félagi alla tíð. Afi var aufúsgestur á heim- ilum bama sinna, sjálfsagður ferða- félagi þeirra í sumarfríum og sterk- ur bakhjarl í blíðu og stríðu. Ekki er ofmælt að afi hafí notið sérstakr- ar umönnunar Þorbjargar móður minnar. Afi lærði sína málaraiðn hjá Guðna Magnússyni málarameist- ara. Vináttan við Guðna var dýr- mæt gersemi sem afi gætti vel. Afí var þekktur af góðum og heiðarleg- um vinnubrögðum. Málarar Suður- nesja hafa margir notið leiðsagnar hans og tryggrar vináttu. Á yngri árum mínum vann ég og ýmsir fé- lagar mínir á sumrin með afa. Hann náði einatt mjög góðu sambandi við æskuna og hafði ánægju af því að fylgjast með glaðværum ungmenn- um. Margir eiga góðar minningar um málningardósir í kjallaranum á Suðurgötu 5 og málningarstiga sem fluttir voru milli staða í glæsilegum Opel-bílum. Eg minnist sérstaklega lærdómsríkra vinnudaga með afa og Þorvaldi Guðjónssyni sem vann um árabil hjá honum. Afa auðnaðist, eins og hann þráði mest, að búa í sínum helgidómi á Suðurgötunni þar til yfír lauk. Hin síðari ár hafði hin mikla sómakona Ingibjörg Magnúsdóttir um tíma umsjón með heimilinu. Þau áttu sameiginlegar minningar um gamla daga í Keflavík og var Inga ráðs- kona góður félagi. Nú síðast fékk afi góða aðstoð hjá Sigríði Jóhanns- dóttur. Afi á Suðurgötunni sem alltaf heilsaði bömum okkar hlýjum og vinnulúnum höndum er nú allur. Afa mínum þakka ég veganestið oggóða samfylgd. Ingi Valur Jóhannsson Alþýðusambandsforystan á undanhaldi, segja Samtök kvenna á vinnumarkaði: „Kjörin munu rýrna stöðugt árið 1986“ KRÖFUR ASÍ miðast við að kaupmáttur taxta skv. gildandi taxtakerfi haldist á árinu sá sami og 1985. Samtök kvenna á vinnu- markaði benda á, að verðbólga mælist nú 42%, en í kröfugerð ASÍ er miðað við 30% verðbólgu. Þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum dýrtíðarbótum þýða kröfurnar einfaldlega að kjörin munu rýma stöðugt árið 1986, segir m.a. í ályktun frá Samtök- um kvenna á vinnumarkaði. Þar segir ennfremur: „Samtök kvenna á vinnumarkaði harma að forysta verkafólks skuli enn einu sinni ætla að ganga til samninga við atvinnurekendur án þess að nýta þann styrk, sem felst í samtaka- Lýst eftir þremur stolnum bifreiðum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir þremur bifreiðum, sem hefur verið stolið að undanfömu og ekki fundist. Um áramótin var Toyota Mark Il-bifreið árgerð 1972 stolið frá Ljósvallagötu 12. Bifreiðin er blá að lit og ber einkennisstafina R-10902. Sunnudaginn 12. janúar var Austin Mini-bifreið árgerð 1974 stolið frá Hverfisgötu 103. Bifreiðin er gul að lit og ber einkennisstafína R-69494. Daginn eftir var Daihatsu station-bifreið árgerð 1978 stolið frá Birkimel 10. Hún er rauð að lit og ber einkennisstafína R-43806. í bifreiðinni var trommusett. mætti og þátttöku félaga verkalýðs- hreyfíngarinnar. Samtök kvenna á vinnumarkaði ítreka þau einföldu sannindi, að við sigrum ekki í kjara- baráttunni nema með breyttum vinnubrögðum." Síðan segir að kröfumar séu lýs- andi vottur um undanhald forystu verkalýðshreyfingarinnar. f fyrsta lagi sé ekki krafist vísitölutrygging- ar launa - fráleitt sé að treysta stjómvöldum til að ábyrgjast verð- lagsþróun ogtryggja „að umsaminn kaupmáttur haldist", eins og það sé orðað. í öðru lagi sé krafan um 20 þúsund króna lágmarkslaun of lág og í þriðja lagi séu launakröf- umar allt of lágar. Samkvæmt þeim kröfum, segir í ályktun samtak- anna, verða sex neðstu launaflokk- amir undir 25 þúsund krónum á mánuði. „Það em fyrst og fremst konur sem fá greitt samkvæmt neðstu launaflokkunum. Miðað við kröfugerðina em þær konur um sjö klukkustundir að vinna fyrir einni krabbameinsskoðun," segir í álykt- uninni. Um þrjátíu þúsund hafa séð Löggulíf UM þijátíu þúsund manns hafa séð kvikmyndina Löggulíf sem fmm- sýnd var 19. desember s.l. Myndin er sýnd í Nýja bíói í Reykjavík, en auk þess hefur hún verið sýnd úti á landi í Keflavík, Akureyri, Dalvík, ÓLafsfirði, Bolungarvík, ísafírði og Vestmannaeyjum. Nú mega fleiri en Danir fara að vara sig Því við bjóðum afbragðsgóðar spægipylsur og salami í úrvali, m.a. Servelatpylsu, Franska pylsu, Þýska spægipylsu, Danska laukpylsu, ölpylsu, o.fl. o.fl. Komið — smakkið — sannfærist Ármúla og Eiðistorgi ^m^mmammmmmmmmmmmmm^mm Vörumarkaðurinnhf. 73S Renndu við í reynsluakstur og þú sannfœrist um aðiTERCEL 4WÐ SPECIAL SERIES er hverrar krónu virði. % I TOYOTA TERCEL 4WD fer ótroðnar slóðir. Hann er stórskemmtilegur bœjarbíll með mikið flutningsrými, auk óvenjulegrar fjölhœfni, enda með drifi ó öllum hjólum. Þegar fœrð og veður gera akstur erfiðan, ekur þú leiðar þinnar þœgilega og óhyggjulaust. Tœkni TOYOTA við smíði bílvéla sérTERCEL 4WD fyrir nœgu afli en lógmarks eldsneytiseyðslu. TERCEL4WD SPECIAL SERIES ersérbúinn bíll, þarsemsamanfara aukin þœgindi og útlit sem vekur athygli. *■ - j . -m* -.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.