Morgunblaðið - 25.01.1986, Síða 50

Morgunblaðið - 25.01.1986, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986 jpú he-fcíir satj-fc mér ab Joú settir allair þessar bðeicur, hefÚi haft hana Stzrk- bygghart ! Taktu brúsann með þér ef bíllinn yrði nú bensínlaus! Ég ætla að ljúka innkaupum áður en verðið hækkar. Við tölum saman á eftir? HÖGNI HREXKVlSI ,,£1210 PÁLÍTIP VANP- "„VILIU XAMNSKi PA pýSlNN í PA<3 ?" pAE> PKAMBORij? ' SlLPvRFATI P" Til Velvakanda. I Morgnnblaðinu 9. janúar si. er blaðagrein undir fyrirsögnjnni „Vandræði lánasjóðs" eftir Ólaf Amarson fulltrúa SHÍ í stjóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Eins og fram kemur í tilvitnunum úr grein þessari hér á eftir em kveðjurnar kaldar til þeirra þjóð- félagsþegna, sem leggja til fé í lána- sjóð námsmanna, og afla gjaldeyris námsmönnum til handa, til greiðslu á námskostnaði við erlenda háskóla, enn þar segir meðal annars: „Námsmenn mótmæla því að Lánasjóður íslenskra námsmanna sé notaður til að rétta af ljárhags- hallann, meðan hundruðum milljóna er kastað í dauðar rollur árlega. Við spyijum hvort er það betri fjár- festing að varpa milljónahundruð- um árlega í gamaldags og úreltan landbúnað, sem aldrei getur orðið annað en baggi á þjóðarbúinu um alla framtíð, eða þá að fjárfesta í menntun íslenskrar æsku, og búa þannig þjóðarbúinu auð, sem ávaxt- ast mun um alla framtíð?" (Tilvitn- un lýkur.) Nú spyr ég, hafa íslenskir náms- menn lært það af stríðsmönnumá Keflavíkurvelli að afbiðja sér ís- Velvakandi hvetur Iesendur til aö skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Mcðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfiing verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. lenskar landbúnaðarafurðir til átu, og geri kröfu til þess að þeim verði leyft að flytja slíka vöru til landsins? Er ríkissjóður íslands nú farinn að taka lán úr lánasjóði námsmanna til að fylla uppí ijárlagagatið? Ennfremur segir í grein þessari: „Okkur finnst það því köld kveðja, að nú skuli eiga að nota okkur til að brúa fjárlagagatið, sem að sjálf- sögðu stafar af landbúnaðar- og sjávarútvegsóráðsíu síðari ára.“ Halda námsmenn að Seðlabank- inn prenti erlendan gjaldeyri til greiðslu á námskostnaði þeirra við erlenda háskóla? Ef svo er, get ég upplýst þá um að svo er ekki. Landsmenn eignast fýrst og fremst erlendan gjaldeyri fýrir sjáv- arafurðir, sem seldar eru til annarra landa, og eru afrakstur erfiðisvinnu sjómanna og fiskverkunarfólks, og er þessi hluti 70-80 prósent af þeim gjaldeyri, sem landsmenn afla ár- lega. Eg legg til að tekin verði upp ný námsgrein í menntaskólum landsins undir heitinu, „Á hverju lifa íslendingar?", ogþeir nemendur sem ekki ná sæmilegri einkunn í þessari grein verði felldir á stúd- entsprófí. Hvers mega undirstöðuatvinnu- vegir, landbúnaður og fískveiðar, vænta þegar nemendur með þessum hugsunarhætti eru orðnir æðstu ráðamenn þjóðarinnar? Þessi af- staða námsmanna til landbúnaðar og sjávarútvegs er meðal annars árangur af þeirri fjárhagslegu reglu Lánasjóðs íslenskra námsmanna, að meina nemendum að vinna sér inn peninga við almenn þjónustu- störf, nema tekjur þeirra verði dregnar frá hámarks lánsupphæð hjá sjóðnum. Annars virðist náms- fólk ekki gera greinarmun á lánsfé og atvinnutekjum, svo einkennilegt sem það nú er, og kýs heldur lántök- ur og náðuga daga. Auk þess að afla sér nokkurs ljár með vinnu sinni kynnist náms- fólk vinnu erfíðisfólks og viðhorfum þess til þjóðmála. Þetta kemur því að gagni síðar þegar alvara lífsins tekur við.^ Ólafur Á. Kristjánsson .... Víkverji skrifar Að vísu hefur gengið á ýmsu þar í landi á undanfömum árum, en samkvæmt hefðinni að minnstakosti hefur kolaiðnaðurinn samt löngum verið talinn undir- stöðuatvinnuvegur Bretlands. Námamenn þeirra hafa enda allt frá stríðslokum verið dijúgt betur launaðir en flestir aðrir erfiðismenn þar um slóðir. Vestur í Bandaríkjun- um hafa stálbræðslumar frá fomu fari skipað öndvegissessinn og síðan bílasmiðjumar líka allt frá því að Ford bretti upp ermamar. Þar er það sama sagan og hjá Bretanum: allt fram á þennan dag hafa kjör „bláflibbafólksins" í þessum iðn- greinum verið talin fýsilegri en alls þorra verkafólks. Slíkt hið sama heyrir maður enda að sé uppi á teningnum hjá Sovétmönnum; þeir kváðu vera hvað örlátastir við fólkið í „þungaiðnaðinum" sem svo er nefndur; og ætli þessu sé ekki svip- að farið með aðrar þjóðir sem eiga að heita bjargálna? XXX Nema hér uppi á íslandi. Eigi nokkur þjóð í víðri veröld allt sitt undir einni atvinnugrein þá er það sú íslenska. Þó hefur okkur af visdómi okkar tekist að ganga svo frá hnútunum að fólkið sem atast í físki myrkranna á milli mundi sennilega mega segja sig til sveitar ef það hefði ekki eftirvinnuna. Tímakaupið í físki hér í Reykjavík er í dag tæpar 98 krónur. Mánaðar- launin samkvæmt dagvinnutaxta ná ekki 17.000 krónum. Og við gerum betur á þessum akri sem geymir fjöregg þjóðarinn- ar. Þegar íslenskur fískvinnsluskóli er loksins stofnaður — og þá með hangandi hendi að manni fannst — er engu líkara en að mennimir sem ráðskast með þessi mál sárskamm- ist sín fyrir hann. Hann verður samstundis olnbogabamið í skóla- kerfínu. Mikið hvort fjárveitinga- valdið taldi hann ekki þá síðast fréttist geta komist af með helmingi minna fé en Handíðaskólanum var skammtað — það er að segja (og svo að seilst sé til annars útgjalda- liðar) helming þeirrar fjárhæðar sem það kostar að halda úti bifreið- um ráðherranna okkar samkvæmt nýjustu útreikningum. að kann að vera að þetta sé eintóm glópska, eða „athugun- arleysi“ eins og það er lfka stundum orðað, og að undirrótin sé þá ringul- reiðin í þjóðfélaginu, öngþveitið í peningamálum, hinar sífelldu að- halds- og spamaðarheitstrengingar þess opinbera sem enginn botnar í og tekur því síður mark á; og síðast en ekki sist hinn linnulausi pólitíski hanaslagur sem við höfum mátt horfa uppá á undanfömum árum. En því er vikið að þessu hér að nú virðist brostinn flótti í „bláflibba- liðið“ okkar í sjávarplássunum, að minnstakosti á Vestíjörðunum. Nár lega tíundi hver maður hafði drifíð sig burt úr einu plássinu þama við síðustu könnun og sýnist oftlega hafa haldið beinustu leið til Reykja- víkur. Þetta þættu einhverstaðar váleg tíðindi, að minnstakosti utan bananaríkjanna. Fólkinu sem dreg- ur fiskinn í þjóðarbúið og gengur í hann í fískhúsunum er ekki lengur vært í heimahögunum. Og kasti sá nú fyrsta steininum sem fínnst það sanngjamt og hyggi- legt að búa svona einmitt að þeim körlum og konum sem allt okkar fargan stendur og fellur með.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.