Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1986 51 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI w, TIL FÖSTUDAGS lí ní'Kifftuii-i'l Dallas — besta sjón- varpsmyndin Heiðraði Velvakandi. Víkveiji er stundum að gera lítið úr Dallasþáttunum. Nú síðast var hann að að bera saman heimilið á Hornbjargsvita og Southfork í Dallas. Nokkuð er þessu ólíkt saman að jafna, enda langt milli þessara staða, þó eiga þessi tvö heimili það sameiginlegt að vera heimili en olíuna vantar bara í Látravík. Timbrið er þar í staðinn og vissulega væri hægt að deila um það. Báðir staðimir eru bújarðir og hafa sést nautgripir og hestar á Southfork en á Hombjargsvita veit ég ekki hvað er til búskapar. Villtar tófur sáust á ferli í umræddri mynd, sem Víkverji tekur samanburð sinn úr, en það var í sjálfu sér ekkert merkilegt. Lífið hlýtur að vera til- breytingarlítið á þessum afskekktu stöðum og svekkjandi að láta aðra leggja sér allt upp í hendumar. Annars er ekki hægt að gera þessu skil í stuttu máli. Dallasþættimir em að mínum dómi með því besta sem sýnt er í sjónvarpinu enda ekki af miklu að státa á þeirri stofnun. Dallas gefur glögga mynd af fjölmörgum atrið- um í fólks og sjálfsagt oft stuðst við raunvemlega atburði. Ef ein- blínt lífi er á bellibrögð JR og keppnina um yfirráðin yfir olíunni þá má segja að ekki væri eftirsókn- arvert að glápa á þetta ef ekki væri einhver spenna. Það sýnir líka hvemig fólk getur látið illt og gott af sér leiða. Það má líka segja Dallasþáttun- um til málsbóta að ekki em þar mannvíg þótt hart sé barist. Lífið getur verið erfitt þótt auðurinn sé fyrir hendi. Margar myndir í sjón- varpinu em um allskonar ólifnað og má nefna ömurlegt dæmi um það — íslenska leikritið sem sýnt var á annan í jólum. Þar lá fólk drykkjudautt í rúmi og allsbert út um öll gólf, og var sýnt morð sem afleiðing ólifnaðarins. En ég er hræddur um að vínelskendur hafi ekki litið svo á að víninu væri þama um að kenna. Vínneyslan er orðin svo fastur liður í lífi fólks að það blindast af vímunni, en sér ekki bölvunina sem af henni hlýst. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Handriðið vantar Til Velvakanda. Um leið og ég sendi þér þessa mynd, Velvakandi góður, af tröpp- unum við Leifsstyttuna vil ég hreyfa því um leið að það væri til mikilla bóta og m}mdi auka öryggið að sett yrði upp smekklegt, ömggt handrið við þessar tröppur. Ég tel að hér sé líka um að ræða mál sem snertir sjálfa Hallgrímskirkju vegna kirkjugesta. Þeir ættu líka að styðja framgang þessa þarfa átaks. I von um að þeir starfsmenn borgarinnar, sem svona ábendingar falla undir, taki þetta mál föstum tökum og hrindi því í framkvæmd. Skólavörðuholtsbúi Ahugaverð skrif um endurholdgun Til Velvakanda. Það hefur verið áhugavert að lesa þau skrif sem birst hafa um endurholdgun siðan vakin var at- hygli á bókinni Out on a Limb (Á ystu nöf) eftir Shirley MacLaine í Velvakanda. Vil ég sérstaklega þakka fyrir grein Omars Svein- bjömssonar um þessi efni. Að minni hyggju var hún skemmtileg og skýr, án staðhæfinga og sleggjudóma, og fjallaði um það efni sem hlýtur að vekja spumingar hjá hugsandi fólki. Hvort fólk nennir svo að leita svara við þessum spumingum er svo annað mál. Um „sannanir" með eða á móti er auðvitað ekki að ræða — „sönn- un“ á því hvað lífíð er í eðli sínu er ekki einu sinni til. Og þó er lífíð í bijósti okkar allra. En umhugsun og rannsókn á því í ljósi staðreynda, hvort menn eiga fortíð og framtíð margvísjegra lífsskeiða finnst mér að hveijum manni hljóti að vera eðlileg. Hvort tilgangur er með líf- inu? Hvort ólík kjör og aðstæður séu einungis tilviljun? Hvort við ráðum sjálf einhveijum um aðstæð- ur okkar og skilyrði hér og nú? Hvort breytni okkar skiptir máli, og hvers vegna? Það fer svo eftir niðurstöðum hvers og eins eftir samanburð eigin reynslu, skilning og hugrekki, hvort okkur finnst slíkt þróunar- og þroskaferli líklegt eða ekki. Ágústa P. Snæland Minar hjartanlegustu þakkir til vandamanna og vina og allra þeirra, sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum og heillaöskum á sjötugs- afmœli mínu þann 20. þessa mánaÖar. Guðmundur Ludvigsson, Tjarnarstig 7, Seltjarnarnesi. V-reimar og reimskífur í úrvali. G.J. Fossberg vélaverzlun hf. Skúlagötu 63 Símar 18560-13027 HARVEY SKJALASKÁPAR er vönduð ensk framleiðsla á hagstæðu verði... 2 — 3 — 4 — 5 skúffu skápar. Einnig skjalabúnaður í fjöl- breyttu úrvali. Síðumúla 32. simi 38000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.