Morgunblaðið - 25.01.1986, Page 56
i
TJöfðar til
XTX fólks í öllum
starfsgreinum!
DTT KORT AUS SERMR
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
5 yfirmenn SÍS ákærð-
ir í,, kaffibaunamálinu ‘ ‘
SÍS varð að lúta reglum í Brasilíu, segir Erlendur Einarsson forstjóri
RÍKISSAKSÓKNARI gaf í gær
út ákæru á hendur fimm starfs-
mðnnum Sambands íslenskra
samvinnufélaga í svokölluðu
„kaffibaunamáli"; þeim Erlendi
Einarssyni, forstjóra, Hjalta
Pálssyni, framkvæmdastjóra
innflutningsdeildar, Sigurði Á.
Sigurðssyni, forstöðumanni
Lundúnaskrifstofu SÍS, Gísla
_Jlieódórssyni, forstöðumanni
XiUndúnaskrifstofunnar til 1980
og Arnóri Valgeirssyni, deildar-
stjóra fóðurvörudeildar innflutn-
ingsdeildar SÍS, en hann tók við
henni af Sigurði 1980 er hann
hélt til Lundúna. Þeim er gefið
að sök að hafa náð undir SÍS
með refisverðum hætti samtals
4,8 milljónum dollara — um 200
miiyónir króna — af innflutn-
ingsverði kaffibauna, sem Kaffi-
brennsla Akureyrar hf. flutti inn
^ árunum 1980 og 1981 með
milligöngu SÍS. Þeim er einnig
gefið að sök skjalafals og brot á
lögum um skipan gjaldeyris- og
viðskiptamála.
Háttemi þeirra þykir varða við
auðgunarkafla hegningarlaganna,
248. grein, sem kveður á um að
hver, sem á ólögmætan hátt hag-
nýtir sér óljósa hugmynd einhvers
og hefur þannig af honum fé, þá
varði það fangelsi allt að 6 árum.
Einnig eru þeir ákærðir fyrir brot
gegn 155. grein sömu laga, sem
kveður á um skjalafals. Jafnframt
eru þeir ákærðir fyrir gjaldeyris-
brot.
SÍS er sakað um að hafa fram-
vísað reikningum án þess afsláttar,
sem sölufyrirtæki í Brasilíu veitti,
þegar gjaldeyrisyfírfærslur fengust
hér á landi fyrir samtals 16 milljónir
dollara. SÍS greiddi aðeins hálfa
elleftu milljón dollara og er mis-
munurinn 5,5 milljónir dollara. En
sem fyrr segir er SÍS sakað um að
hafa náð undir sig með refsiverðum
hætti 4,8 milljónum dollara, eða
sem nemur um 200 milljónum
króna. SÍS endurgreiddi þetta fé
þegar rannsókn skattrannsóknar-
stjóra stóð sem hæst árið 1984.
í yfíriýsingu frá Erlendi Einars-
syni, forstjóra SÍS, sem barst Morg-
unblaðinu í gær, segir hann að fé
hafí ekki verið haft af samfélaginu
og að SÍS hafí orðið að „lúta reglum
stjómvalda Brasilíu um hin svoköll-
uðu tvíþættu reikningsskil á kaffí-
útflutningsviðskiptum". Og enn-
fremur segir forstjóri SIS um
ákæmatriði; „ . . .ég fæ ekki bet-
ur séð en meðal þeirra sé ávirðing-
aratriði um að hlíta viðskiptakjörum
Brasilíumanna á alþjóðlegum kaffí-
markaði . . .“ Morgunblaðið
reyndi í gærkvöldi að ná tali af
öðrum ákærðu í málinu, en án ár-
angurs.
Valur_ Amþórsson, sljómarfor-
maður SÍS, segir að ákæmatriði séu
vissulega alvarleg og leggur áherslu
á að dómstólar skeri úr um sekt
eðasýknu.
Ákæmvaldið mun reka mál þetta
fyrir Sakadómi Reykjavíkur.
Sjá: „Dómstólar skeri úr
um sekt eða sýknu“, yfir-
Iýsingu Erlends Einarsson-
ar, fréttatilkynningu ríkis-
saksóknara og upprifjun
„kaffibaunamálsins" á
blaðsíðu 4.
Ráðherraskipti
Morgunblaðið/Ól. K. Mag".
í gær urðu breytingar á ríkisstjórninni. Geir
Hallgrímsson lét af embætti utanrikisráðherra
en við því tók Matthias Á. Mathiesen sem áður
var viðskiptaráðherra. Myndin var tekin i utan-
ríkisráðuneytinu i gær þegar Geir afhenti Matt-
híasi lyklana að skrifstofu utanrikisráðherra.
Sjá viðtöl við Geir Hallgrímsson og Matthías Á.
Mathiesen á blaðsíðu 2 og forystugrein i
miðopnu.
Tveir segja sig úr stjórn Þróunarfélagsins:
-Grundvöllurinn brostinn
eftir afskipti Steingríms
— segir Davíð Scheving Thorsteinsson, fráfarandi
stjórnarformaður, um ráðningu framkvæmdastjóra
DAVÍÐ Scheving Thorsteinsson, kvæmdastjóri félagsins. Vara-
_8tjómarformaður Þróunarfélags formaður Þróunarfélagsins,
Islands hf., sagði sigúr stjórninni Þorsteinn Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri hjá SÍS, tók við
í gærmorgun. Það sama gerði
Hörður Sigurgestsson, forstjóri
Eimskipafélags íslands. Ástæðan
er sú, að sögn Davíðs, að Stein-
grímur Hermannsson forsætis-
ráðherra beitti áhrifum sínum
innan stjómarinnar til að Gunn-
^augur M. Sigmundsson, fyrrum
lorstjóri Framkvæmdastofnunar
ríkisins, var ráðinn fram-
formennsku af Davíð.
Þrír stjómarmenn greiddu þvl
atkvæði, að Gunnlaugur yrði ráðinn
framkvæmdastjóri félagsins: Þor-
steinn Ólafsson, Guðmundur G.
Þórarinsson, verkfræðingur og Jón
Ingvarsson, stjómarformaður Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna.
Hugmynd Davíðs og Harðar var að
Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri
Iðntæknistofnunar íslands, yrði
ráðinn framkvæmdastjóri.
Davíð Scheving Thorsteinsson
tjáði Morgunblaðinu að hann hefði
talið það höfuðskilyrði að Þróunar-
félagið yrði laust undan áhrifum
stjómmálamanna. Eftir afskipti
forsætisráðherra af ráðningu fram-
kvæmdastjóra teldi hann hugsjóna-
legan grundvöll félagsins brostinn.
í sama streng tók Hörður Sigur-
gestsson.
Jón Ingvarsson sagði að hlutlægt
mat á hæfni Gunnlaugs M. Sig-
mundssonar hefði ráðið afstöðu
hans en ekki þrýstingur frá forsæt-
isráðherra. Jón sagðist telja Gunn-
laug mjög hæfan.
Forsætisráðherra Steingrímur
Hermannsson kvaðst ekki hafa beitt
þrýstingi í málinu, en honum væri
engin launung á því að hann hefði
mælt eindregið með Gunnlaugi,
enda væri hann úrvalsmaður. Taldi
Steingrimur það fljótfæmi hjá
Davíð og Herði að segja af sér.
Sjá „Hugsjónagrundvöllur fé-
lagsins brostinn" á bls. 4—5.
8 tonn af
fuglafóðri
á harðfennið
SMÁFUGLAR hafa farið um
höfuðborgarsvæðið i stórum
flokkum undanfama daga og
haft árangur sem erfiði á
frostdögum, þvi 8 tonn af
fuglafóðri hafa farið út frá
Fóðurblöndunni síðustu daga.
Setja varð á sérstaka auka-
vakt til þess að kurla maís í
fuglafóðrið en fólk virðist taka
vel við sér þegar harðnar í daln-
um hjá smáfuglunum. Morgun-
blaðið ræddi við fólk í húsi einu
í Hólunum í Breiðholti, þar sem
smáfuglunum er reglulega gef-
ið, og sögðu húsráðendur að það
væri sérkennilegt að vakna við
fjörlegan fuglasöng á þessum
árstíma.
Viðskiptaráðherra:
Lækkun
olíuverðs
dregst vegna
óseldra
bírgða
„ÞAÐ hefur ekki verið tekin
ákvörðun um hvenær lækkun
olíuverðs kemur til fram-
kvæmda, þar sem enn eru tals-
verðar óseldar birgðir til í
landinu á gamla verðinu," sagði
Matthias Bjarnason, viðskipta-
ráðherra, er hann var spurður
um lækkað verð á bensfni og
gasolíu í kjölfar lækkandi olíu-
verðs á heimsmarkaði.
Matthías sagði að þróunin að
undanfömu hefði verið með þeim
hætti, að verðlækkun væri fyrirsjá-
anleg þótt enn lægi ekki fyrir
hversu mikil hún yrði né hvenær
hún kæmi til framkvæmda. Hann
kvaðst ekki telja eðlilegt að halda
olíuverði óbreyttu við þessar að-
stæður og sagði að ætla mætti, að
áhrifa þessarar verðþróunar tæki
að gæta eftir um það bil 2 mánuði.
Varðandi hugmyndir Sovét-
manna um að draga úr olíufram-
leiðslu, sagði Matthías að hann
hefði ekki trú á að það hefði áhrif
á olíuviðskipti okkar fslendinga við
þá. „Við höfum samið við Sovétríkin
um olíuviðskipti og ég hef enga
ástæðu til að ætla annað en að
þeir standi við sína viðskiptasamn-
inga við okkur," sagði Matthías
Bjamason.