Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986
Ríkissaksóknari:
Rannsóknar óskað
á kaffiinnflutningi
O. Johnson & Kaaber
„ V erðlagsyf irvöld búin að kanna málið og
gerðu engar athugasemdir,“ segir
Olafur Ó. Johnson forstjóri
RÍKISSAKSÓKNARI hefur falið
rannsóknarlögTeglu ríkisins að
rannsaka kaffiinnflutning fyrir-
tækisins O. Johnson & Kaaber á
árunum 1980 og 1981.
Ólafur Ó. Johnson, forstjóri O.
Johnson & Kaaber hf., sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi að ekki hefði verið haft
samband við hann vegna þessa máls
og það eina sem hann vissi væri
það, sem komið hefði fram í fjöl-
miðlum. „Verðlagsyfirvöld voru
búin að kanna kaffiinnflutning
okkar ummrædd ár og þau höfðu
iýst yfír opinberlega að ekkert væri
við hann að athuga. Meira vil ég
ekki segja um málið að svo stöddu,"
sagði Ólafur Ó. Johnson.
Jónatan Sveinsson saksóknari
sagði aðspurður að tilefni rannsókn-
Vaka vill
afsögn Ólafs
VAKA, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta, skrifaði í gær bréf til
Ólafs Ámasonar, fulltrúa stúdenta
í stjóm Lánasjóðs íslenskra náms-
manna. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins mun Vaka í bréfínu
hafa farið þess á leit við Ólaf, að
hann segði sig úr stjóm Lánasjóðs-
ins, til að auðvelda lausn þeirrar
deilu sem risin er um starfsemi
sjóðsins. Morgunblaðið reyndi í
gærkvöldi að ná tali af Ólafi Áma-
syni en án árangurs.
arinnar væri skoðun embættis ríkis-
saksóknara á kaffíinnflutningi
Sambandsins og þær upplýsingar,
sem þar væri að fínna um hlutdeild
hvors aðila um sig, þ.e. Sambands-
ins og 0. Johnson & Kaaber hf., á
kaffíinnflutningi og ennfremur
upplýsingar úr bréfí frá verðlags-
stjóra um innflutningsverð á kaffí
þessara tveggja aðila á þessum
sömu ámm. Þar kæmi m.a. fram
að innflutningsverð þessara tveggja
aðila væri áþekkt.
Að sögn Jónatans var Rannsókn-
arlögreglu ríkisins falin rannsókn
þessa máls fímmtudaginn 23. jan-
úar sl.
INNLENT
Með þyrlu milli skipa
ÍSLENDINGARNIR níu sem
yfirgáfu S-Jemen í síðustu viku
sigldu fyrst með flutningaskipi
út fyrir landhelgi Jemens og
voru síðan fluttir um borð í
breska herskipið Newcastle.
Það var of slæmt í sjóinn til
að óhætt væri að flytja fólkið
milli skipanna í gúmbát og því
var brugðið á það ráð að flytja
fimm og fimm í einu með þyrlu.
Það tók fjórar klukkustundir
að flytja allt flóttafólkið, rúm-
lega 200 manns, yfir i herskip-
ið, en á meðan sigldu skipin
samsíða áleiðis til Djibouti.
Þessa mynd tók einn íslending-
anna, Ólafur Gröndal, þegar
verið var að hífa Elisabetu, eða
Ellu Maju, dóttur hjónanna
Stefáns Hallgrimssonar og Jór-
unnar Bernódusdóttur, upp í
þyrluna.
Davíð Oddsson, borgarstjóri:
Skákþing- Reykjavíkur:
Fara verður varlega í að
skerða kjör námsmanna
Þröstur með
aðra hönd
á titlinum
ÚRSLITASKÁKIR á Skákþingi
Reykjavíkur voru tefldar í gær-
kvöldi. Helstu úrslit urðu þau,
að Þröstur Árnason vann Andra
Ás Grétarsson, en skák Héðins
Steingrímssonar og Hannesar
Hlíðars Stefánssonar fór i bið.
Héðinn hefur betri stöðu.
Staðan er þá þannig að Þröstur
Ámason hefur 9 vinninga og hefur
lokið sínum skákum. Hannes Hlíðar
hefur 8 vinninga og getur því náð
Þresti, en staða hans í biðskákinni
við Héðin er lakari eins og áður
segir. Aljar líkur eru því á því að
Þröstur Ámason verði skákmeistari
Reykjavíkur, en hann er aðeins
þrettán ára gamall.
Hugað að öðru en prófkjöri fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar
DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, hvatti til þess á aðalfundi Fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík i gær, að forráðamenn þjóðarinnar,
sem trúnaðarstörfum gegna af hálfu sjálfstæðismanna, standi þannig
að málum, að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins næðu ekki að
ófrægja ákvarðanir þeirra og rangtúlka, svo andstaða við áform
stjórnvalda verði meiri en raunveruleg efni standa til. Nefndi borgar-
stjóri lánamál stúdenta sérstaklega af því tilefni. Þá taldi borgar-
stjóri augljóst, að fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar yrði hugað
að öðru fyrirkomulagi en prófkjöri við skipan framboðslista.
Borgarstjóri sagði að ekki hefði
verið vanþörf á að taka til hendi á
skrifstofu Lánasjóðs r íslenskra
námsmanna og koma stjómun þar
í skikkanlegt horf. „A hinn bóginn
verður að fara varlega í að skerða
þau kjör, sem námsmenn hafa búið
við og hafa miðað sínar áætlanir
við er þeir hurfu til náms, jafnvel
með fjölskyldur sínar," sagði Davlð
Oddsson. Taldi hfinn nauðsynlegt,
að námsmenn hefðu aðlögunartíma,
ef gengið yrði til breytinga og náið
samstarf verði haft við þá um breyt-
ingamar. „Það er verr farið af stað
en heima setið, ef gengið er of
hart fratn í þessum efnum, jafnvel
svo, að fyrr eða síðar verði menn
að kokgleypa eigin ákvarðanir í sig
aftur og sitji þá ekki uppi með
annan ávinning en þann, að hafa
valdið umróti og sárindum, sem
seint grói.“
Hann sagðist ekki telja, að náms-
menn ættu almennt að búa við betri
kjör en vinnandi fólk í landinu,
Menntamálaráðherra:
Boðar til ráðherrafundar
um ávana- o g fíkniefnamál
Menntamálaráðherra gengst á
föstudag fyrir fundi sex ráð-
herra þar sem fjallað verður um
ávana- og fíkniefnamál. Á fund-
inum verða auk Sverris Her-
mannssonar, menntamálaráð-
herra, Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra, Þorsteinn
Pálsson, fjármálaráðherra, Jón
Helgason, dómsmálaráðherra,
Alexander Stefánsson, félags-
málaráðherra, og Ragnhildur
Helgadóttir, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra. Á fund-
inn verða kallaðir embættismenn
til að gera grein fyrir stöðu mála
í hveiju ráðuneyti fyrir sig. í
framhaldi af þessum fundi verð-
ur unnið að tillögum og samræm-
ingu aðgerða af hálfu ríkisvalds-
ins.
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að með þessum
fundi vildi hann samræma aðgerðir
viðkomandi ráðuneyta í þessu máli,
sem að sínum dómi væri orðið mjög
alvarlegt. „Á fyrsta degi mínum
sem menntamálaráðherra barst mér
í hendur skýrsla um fíkniefnaneyslu
í skólum landsins og mér ofbauð
svo hvemig ástandið er orðið, að ég
ákvað að láta ekki langan tíma líða
án róttækra aðgerða í þessum efn-
um. Þessi fundur er fyrsta skrefíð
í því að fínna lausn á þessu alvar-
lega máli og með samstilltu átaki
ráðamanna má koma ótrúlega
miklu til leiðar. Þetta mál þolir
enga bið,“ sagði menntamálaráð-
herra.
fjölmörgum atriðum í fyrirkomulagi
námslána sé brýnt að breyta. En
hann sagðist einkum nefna þetta
sem dæmi um hættuna af því, ef
sköpuð séu „skilyrði til þess, að
jafnvel hinir vænstu menn fái óbif-
anlega löngun til þess að hengja
bakarann, fyrst þeir ná ekki til
smiðsins í tæka tíð“.
Davíð Oddsson taldi, að mönnum
þætti meiri áhöld um ágæti próf-
kjöra en áður en ekki hefði náðst
samstaða um neinn skýran kost í
þeirra stað. „En mér þykir aug-
ljóst," sagði hann, „að fyrir næstu
sveitarstjómarkosningar sé nauð-
synlegt að huga að breyttu fyrir-
komulagi í þessum efnum, fyrir-
komulagi, sem eindrægni geti náðst
um og tryggt geti allt í senn, að
ákveðin endumýjun eigi sér jafnan
stað meðal kjörinna fulltrúa, að
reynsla þeirra fái notið sín og fram-
boðslistinn sé skipaður fulltrúum
sem flestra sjónarmiða og viðhorfa,
stétta og kynja." Benti hann á að
t.d. mætti hafa prófkjör við 2. eða
3. hveijar kosningar, en uppstilling
kjömefndar á vegum Fulltrúaráðs-
ins yrði þess á milli.
ísafjörður:
Prófkjör sjálfstæð-
ismanna dagana
8. og 9. febrúar
ísafirði, 28. janúar.
PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna um uppstillingu á framboðslista til
bæjarstjómarkosninga í sumar verður haldið f Sjálfstæðishúsinu á
ísafirði dagana 8. og 9. febrúar næstkomandi. Athygli vekur, að
tveir efstu menn á núverandi framboðslista, þeir Guðmundur H.
Ingólfsson og Ingimar Halldórsson, gefa ekki kost á sér til framboðs.
Þrettán menn hafa gefíð kost á mundur Marinósson framkvæmda-
stjóri.
Þáttaka er heimil öllum flokks-
bundnum sjálfstæðismönnum, 16
ára og eldri, og þeim sem hafa
kosningarétt við næstu bæjarstjóm-
arkosningar á ísafirði og undirrita
stuðningsyfírlýsingu við Sjálfstæð-
isflokkinn. Þeir sem ekki verða
heima prófkjörsdagana geta kosið
3. og 4. febrúar milli klukkan 18.00
og 20.00 á ísafirði og í Valhöll í
Reykjavík fimmtudaginn 6. febrúar
milli klukkan 17.00 og 21.00.
- Úlfar.
sér í prófkjörinu: Halldór Jónsson
nemi, Hans Georg Bæringsson
málarameistari, Kolbrún Halldórs-
dóttir verslunarstjóri, Kristján
Krisjánsson umdæmistæknifræð-
ingur, Ólafur Helgi Kjartansson
skattstjóri, Sigrún Halldórsdóttir
skrifstofustjóri, Þórólfur Egilsson
rafvirkjameistari, Ámi Sigurðsson
ritstjóri, Bjöm Helgason íþróttafull-
trúi, Brynjólfur Samúelsson húsa-
smíðameistari, Einar Garðar
Hjaltason yfírverkstjóri, Geirþrúður
Charlesdóttir gjaldkeri og Guð-