Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986 r w i» Nýgræður og rof eftirHauk Magnússon Hinn 10. desember sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir doktor Andrés Amalds um afréttar- og ítölumál Þingbúa og Vatnsdælinga og er hún framhald fyrri skrifa um þessi mál. í lok greinar sinnar mælist dokt- orinn til að blaðaskrifum sé látið lokið um áðumefnd málefni. Því miður er ekki hægt að verða við þeim tilmælum án þess að benda fyrst á nokkrar missagnir og hæpn- ar fullyrðingar í seinustu grein hans. Að öðru leyti mega þessi blaðaskrif senn falla niður mín vegna enda hóf ég þau ekki. Við skulum þó hafa það I huga að meðan beitar- og landnýtingarmál em svo mjög í brennidepli sem raun ber vitni þarf ekki að búast við öðm en bændur beri öðm hveiju hönd fyrir höfuð sér þegar jafn óvægilega og ómaklega er að þeim vegið og doktor Andrés gerði í grein sinni í Morgunblaðinu hinn 16. júlí sl. _ í öðm lagi er vert að benda á að meðan unnið er að landnýtingar- málum með annarri eins einræðis- hneigð eins og gert hefur verið síð- an núverandi landgræðslustjóri tók við því starfí völdum við Andrés Amalds litlu um það hvort blaða- deilur og málaferli um landnýting- armál em meiri eða minni. Fyrst Landgræðslan valdi þá starfsaðferð að vinna að landnýtingarmálum í andstöðu við bændur sem meinta sökudólga geta forsvarsmenn henn- ar ekki búist við öðm en þess sé krafíst að Landgræðslan haldi sig innan þeirra mark sem lög gera ráð fyrir. Hvað er þá eðlilegra en að bændur leiti til dómstóla þegar þeim þykirásérbrotið? Það er svo kapítuii út af fyrir sig sem vert er að hugsa um að þegar tvær til þijár kynslóðir bænda á þessari öld hafa gjörbreytt íslandi til hins betra og vel er komið áleiðis að bæta fyrir það sem gengnar kynslóðir hafa orðið í neyð sinni á undanfömum öldum að ganga á gæði Iandsins skuli forsvarsmenn ríkisrekinnar stofnunar bera bænd- um blákalt á brýn að þeir séu að „éta upp höfuðstól framtíðarinnar" að því er landgæði snertir. Skyldi nokkmm detta í hug vísa skáldsins: „Lastaranum líkar ei neitt“. Það er kunnara en frá þurfí að segja að um nokkurt skeið hafa viss öfl í þjóðfélaginu haft það á stefnuskrá sinni að ná yfirráðum yfír helst öllum afréttum landsins úr höndum bænda. Með furðu lævísum áróðri hefur Landgræðslan lagst á sveif með þessum öflum og þykist svo vera að bjarga bændum. Hefur hún notið dyggrar aðstoðar fjölmiðla og em ríkis^ölmiðlar síður en svo undanskildir. í grein sinni hinn 10. desember greinir doktor Andrés frá því að hann hafí hinn 4. september sl. farið um Grímstunguheiði við þriðja mann. Nú skyldi heiðin könnuð rækilega, það var varið til þess dijúgum hluta úr einum degi að skoða þetta mikla heiðarland, að vísu trúlega að mestu á tveimur jafnfljótum. Enn kemur þó niður- staðan í véfréttarstíl, þrátt fyrir samfylgd „gagnkunnugs heima- manns“. Ekkert er sagt hvaða hluti heiðarinnar var skoðaður, ekkert ömefni nefnt sem gæti vísað mönn- um til þeirra svæða sem doktorinn telur „verst farin". Doktor Andrés telur sig hafa fundið það út að síðustu árin hafi um 5.000 fjár gengið á Grímstungu- heiði og þykir miklu muna á því og þeim 2.000 ærgildum sem í ítölu- gerðinni taldist að næg beit væri fyrir á heiðinni. Ekki verður hjá því komist að benda doktomum á að 2.000 ærgildi em 2.000 ær með lömbum að vori, 1,3 lömbum hver ær að meðaltali eða 4.600 kindur að hausti eins og afréttarfénaður er talinn. Ekki væri úr vegi að hann endurskoðaði það sem hann gefur í skyn um rányrkju Sveinsstæðinga í ljósi þessarar staðreyndar. Doktorinn talar um að fé sé farið að flæmast inn á auðnimar á Stóra- sandi. Já, víst er Stórisandur mikil auðn og hefur eflaust verið svo allt frá lokum ísaldar og lítið er beitar- þolið þar. Hitt er jafn ljóst að sá stijáli gróður sem þar er og hefur farið vaxandi er síðsprottinn ný- græðingur allt til hausts enda hefur fé sem þar hefur gengið löngum þótt vandmeðfarið í göngum vegna þess hve feitt það er. Margur nýliði í heiðargöngum hefur flaskað á því að fara of hratt að fé á Stóra- sandi og uppgefið það á stuttri stundu. Líklegt er að ef æmar mættu mæla teldu þær sig ekki hafa farið neina fyluferð til fanga fram á Sandinn. En þær hafa Haukur Magnússon „Sú mikla fyrirhöfn sem bændur hér um sveitir hafa lagt á sig til að jafna dreifingu fjárins um afréttirnar veldur auðvitað þvi að féð fer víðar og dreifist jafnar en áður var ... greinilega ekki notið neinna sér- fræðilegra leiðbeininga í beitarmál- um, aumingja skepnumar. Þar sem doktorinn fellir þann sleggjudóm að fé sem flutt er á Grímstunguheiði sé í auknum mæli farið að leita á önnur heiðarlönd þykir mér ókunnugur maður ætla að færa kunnugum nýjar fréttir. Sú mikla fyrirhöfn sem bændur hér um sveitir hafa lagt á sig til að jafna dreifíngu fjárins um afréttim- ar veldur auðvitað því að féð fer víðar og dreifíst jafnar en áður var, meðal annars færir það sig milli heiðarlanda. Þetta kemur ekki síður fram í því að fjöldi fjár rennur inn á Gríms- tunguheiði engu síður en burt af henni. Þar sem fé er nú svo til allt bílflutt milli rétta er tiltölulega auðvelt að gera sér grein fyrir þeim ijölda fjár sem fluttur er úr hverri skilarétt í önnur upprekstrarfélög. Við athugun hefur komið í ljós að á síðastliðnu hausti var flutt nokkuð yfír 2.000 Ijár sem var eign fláreig- enda í Upprekstrarfélagi Auðkúlu- heiðar en kom fyrir á afréttum og heimalöndum Þingbúa og Vatns- dælinga. Þar af komu 1.400 til 1.500 þessa fjár af Grímstungu- heiði. Þingbúar og Vatnsdælingar fengu aftur á móti um 900 fjár af Auðkúluheiði og heimalöndum í því upprekstrarfélagi. Hve margt fé fer til vesturs af Grímstunguheiði em eflaust engar tölur til um en persónulega hefi ég lýsandi dæmi af eigin fé sem einu sinni var hagvant á Haukagilsheiði og í Lambatungum en hefur ekki verið rekið þangað síðustu tuttugu árin. A fáum ámm þróuðust málin þann- ig að ég fékk einungis fáar kindur af Haukagilsheiði og þaðan af færri af Víðidalstunguheiði og er svo enn. Ef meta á haglendi á Gríms- tunguheiði eftir því hversu fé leitar þaðan og þangað ber það heiðinni og meðferð hennar sannarlega gott vitni. Það er eins og doktorinn óri eitt- hvað fyrir því að vænleikatölur frá haustinu 1985 að því er varðar fé af Grímstunguheiði verði ekki alveg í samræmi við lýsingu hans á heið- inni á sl. sumri, eða hvaða tilgangi á eftirfarandi málsgrein að þjóna, en hún er úr seinustu grein hans: Gróður sölnaði óvenju snemma inn til landsins nú í ár. Vaxtarhraði lamba var því lítill síðasta hluta beitartímans á flestum afréttum landsins. Aðstaða til að taka lömb á kostaríka há var hins vegar óvenjugóð í Húnavatnssýslum og reyndar víðar. Frá sjónarmiði bænda horfði þetta þannig við að allur gróður sölnaði snemma á sl. sumri, háin laut þar ekkert öðmm lögmálum en annar gróður, hún var óvenju léleg sl. haust, spratt illa og sölnaði snemma. Meira að segja var það yfirleitt viðkvæðið hjá þeim fáu bændum hér um slóðir sem reyndu kálrækt að uppskeran væri mjög rýr og sums staðar nær engin. I raun er því enn í góðu gildi sú kenning sem doktor Andrés lagði til gmndvallar í grein sinni 16. júlí: vænleiki §árins er ekki betri en sumarhagamir gefa tilefni til. Þegar þetta er ritað liggja ekki fyrir meðaltalstölur frá sl. hausti um vænleika §ár hjá SAH úr ein- stökum hreppum en ekkert bendir til, nema síður sé, að fé af Gríms- tunguheiði reynist öðm fé rýrara þegar þeir reikningar verða gerðir upp. Doktor Andrés hefur oftar en einu sinni vitnað til álits Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins um slæmt ástand Grímstunguheiðar. Fróðlegt er því að bera saman hans orð um þetta efni og orð starfs- manna RALA sem framkvæmdu gróðurmælingar á Grímstungu- og Haukagilsheiði svo og í Lambatung- um og Komsártungum að beiðni sveitarstjóma sumarið 1984. Álit RALA kemur fram í Greinargerð vegna ákvörðunar á fóðurfram- leiðslu á upprekstrarlandi Ás- og Sveinsstaðahrepps, Austur-Húna- vatnssýslu, útgefíð í mars 1985. Doktor Andrés segir í síðustu grein sinni þar sem hann lýsir niður- stöðum af dagsstundar ferð sinni um heiðina hinn 4. sept. sl.: Rof í þúfnakollum er áberandi mikið og á óvart kom hversu víða gróður og jarðvegur er að eyðast á heiðinni. Rannsóknarmenn RALA hafa aftur á móti þetta um efnið að segja: Á úthlutum heiðanna, frá afrétt- argirðingu og upp undir 600 m y.s. er jarðvegseyðing hlutfallslega lítil, rof eru fátíð og eru einkum þar sem landi hallar t.a.m. utan í Svína- vatnshæðum. Meðalvirkni rofs er oftast fremur lág, því er lækkun beitarþols vegna jarðvegseyðingar hlutfallslega lítil eða 6%. Þegar komið er í meira en 600 m hæð y.s. telja rannsóknarmenn RALA rof heldur meira enda kemur líklega engum á óvart sem eitthvað þekkir til hálendis íslands að gróð- urþekja sé ekki samfelld á þurrlendi þegar komið er í þá hæð yfír sjó. I rannsóknum RALA kemur fram, að á þeim sjö svæðum afrétt- anna sem gróðurmatið náði til telj- ast vera samtals 92 ha nýgræður, þar af eru 89 ha á Grímstunguheiði. Þá er það og athyglisvert að við gróðurmat RALA er ekki notaður lægri aðlögunarstuðull á Gríms- tunguheiði en öðrum svæðum afrét- tanna heldur er hann jafn hár því sem hæst er notað annars staðar á afréttunum. Trúlega er flestum ljóst að að- staðan til að fella dóm um ástand gróðurfarsins er harla ójöfn; annars vegar hjá starfsmönnum hlutlausr- ar stoftiunar sem hafa varið til verksins einhveijum vikum. Hins vegar er dagsstundar verk eins manns auk nokkurra skyndiferða um bílveginn. Þótt doktor Andrés hafí löngun til að bera blak af ítölukröfunni sem sett var fram af landgræðslustjóra í bráðræði á við- kvæmri stund vorið 1984 verða bændur enn sem fyrr að trúa því betur sem þeir sjá sjálfir og þekkja en því sem þeim er stundum sagt af þeim sem lítið þekkja til. Höfundur er kennari og bándi að Brekku íÞingi i Austur-Húna- vatnssýslu. Fundur um vímuefnafræðslu Samstarfshópur Æskulýðsráðs, Fræðslustofu og vímuefni, sem ætlaðir eru foreldrum og skólabörnum, Félagsmálaráðs Reykjavíkur heldur fund með og ræða og skipuleggja hugsanlegt samstarf um formönnum og fulltrúum foreldra- og kennara- dreifíngu þeirra. félaga í grunnskólum Reykjavikur í Gerðubergi Kaffiveitingar á staðnum. í dag, miðvikudaginn 29. janúar, kl. 20.30. Allt áhugafólk velkomið. Markmið fundarins er að kynna bæklinga um (Fréttatiikynning) f |# mmF mi VIMUEFNI HVADERÞAD? Upplýsingar ætlaðar unglingum Upplýsingar agtla^r foreldru ldrurrrí>* '• • MésK *• Afmæliskveðja: Júlíana Jónatans- dóttir frá Hrófá í dag, miðvikudaginn 29. janúar, er 90 ára Guðrún Júlíanna Jónat- ansdóttir, Hrófá í Steingrímsfirði. Hún fæddist í Gestsstaðaseli í Kirkjubólshreppi en foreldrar henn- ar voru Þuríður Guðmundsdóttir og Jónatan Ámason. Ung var hún tekin í fóstur af ljósmóður héraðsins.Margréti Jóns- dóttur, en fór snemma að vinna hjá öðmm. Um tvítugt gekk hún að eiga Sigurð Helgason og bjuggu þau lengst af í Amkötludal í Stein- grímsfírði en seinna á Hrófá. Eign- uðust þau 10 böm og eru 8 þeirra á lífi. Sigurður lést árið 1975 en frá þeim tíma hefur hún haldið heimili með tveimur sonum sínum á Hrófá. Afkomendur hennar em dreifðir víða um land en flestir hafa þó haldið tryggð við sveit sína í Strandasýslu. í dag er hún amma 23ja barna og langamma 24urra. Heimili hennar hefur alltaf staðið okkur opið og höfum við barnaböm- in flest notið þess að vera í sveit hjá ömmu á Hrófá. Hennar helsta áhugamál er lestur og þá helst íslenskra fræða og . j*. jlj Cr.? ættfræði. Því miður hefur sjónin versnað á seinustu ámm og hefur það gert henni lesturinn erfíðan. Við óskum henni til hamingju með daginn og gæfu og góðrar heilsu á komandi ámm. Guðni og Rós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.