Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986 34 + Hjartkær sambýlismaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi, júlIus jónsson bifreiðastjórl, Kappastíg 3, Keflavfk, andaðist í Borgarspítalanum þriöjudaginn 28. janúar. Jórunn Ólafsdóttir, Jóna Júlfusdóttir Tysol, Árni Júlfusson, Valgerður Siguröardóttir, Elsa Júlfusdóttir, Siguröur Gunnarsson, Einar Júlfusson, Hafdfs Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Systir okkar, + SIGRÍÐUR H. STEFÁNSDÓTTIR fyrrverandi kennarl, Ólafsvik, Hátúni 10b, Reykjavtk, andaöist þriöjudaginn 28. janúar sl. ( Landspítalanum. Jaröarförin auglýst síðar. Fríða Stefánsdóttir Eyfjörð, Þorgils Stefánsson, Alexander Stefánsson, Gestheiður Stefánsdóttir, Erla Stefánsdóttlr. t Faöir minn og afi, GUÐJÓN JÓNSSON frá Heiöi fSlóttuhlfö, Hverfisgötu 54, Hafnarfirði, lóst þann 26. janúar sl. Fyrir hönd aöstandenda. Guðrún Björg Guðjónsdóttir, Guðný Bára. + Móðurbróöir minni BJÖRN EINARSSON áðurtil heimilis á Suðurlandsbraut 95F, andaöist á Hrafnistu aöfaranótt 27. janúar. Fyrir hönd aöstandenda. Karl Jónsson. + Dóttir min, móöir okkar og tengdamóöir, ESTHERINGVARSDÓTTIR, Ásgarði 117, Reykjavfk, sem lést 23. þ.m. veröur jarösungin frá Fossvogskirkjufimmtudag- inn 30. janúar kl. 13.30. Halldóra Hansdóttir, Ingvar Hafsteinsson, Þyri Kristjánsdóttir, Hafdfs Hafsteinsdóttir, Asbjörn Kristinsson. + Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi, GUÐLAUGUR JAKOB ALEXANDERSSON frá Sólbakka, Hellissandi, veröur jarösunginn frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 1. febrúar kl. 2 e.h. Sætaferöir veröa frá Hópferöamiöstööinni, Ártúnshöfða, kl. 7.00 f.h. sama dag. Súsanna Ketilsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. »• + Faðir minn, SIGURJÓN HILDIBRANDSSON, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. janúar kl. 15.00. Þorbjörg Sigurjónsdóttir Innocenti. + SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR THORLACIUS, Vesturgötu 55, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni 31. janúar kl. 13.30. Filippía M. S. Blöndal — Minning Fædd 29. ágúst 1903 Dáin 23. janúar 1986 Elskuleg frænka mín, Filippía Magnea Sesselja Blöndal lézt að morgni þ. 23. janúar sl. Hún var dóttir sr. Filippusar Magnússonar og konu hans, Ólínu Jónsdóttur. Filippía missir foreldra sína kom- ung, föður sinn í september 1903 en móður sína í júlí 1906. Móðurafa- systir hennar, frú Ingunn Blöndal, sem þá var búsett hér í Reylqavík og hafði m.a. matsölu um skeið, tók Filippiu til sín og hjá henni ólst hún upp. Frú Ingunn var henni ástúðleg og umhyggjusöm sem bezta móðir. Ég kynntist Filippíu bam að aldri, en hún var systurdóttir ömmu minnar, Elínar, en Ólína var hálf- systir hennar. Filippía var fíngerð og fáguð kona í framkomu og klæddist vönduðum og velsniðnum fötum. Hún hafði failegt ljóst hár og reglulega andlitsdrætti. Mér fannst hún alltaf vera ákaflega falleg og fín kona. Filippía lærði hattasaum í Kaupmannahöfn. Hún rak Hattabúð Reykjavíkur um margra ára skeið, eða um það bil í 40 ár, frá árinu 1942 allt til ársins 1983, er hún seldi búðina, er fór að bera á heilsubresti, sem fór vaxandi, enda þótt hún hefði fóta- vist til hins síðasta fyrir andlát sitt. Ásamt þvi að sníða og sauma margs konar frumlega og fallega kvenhatta, en verkstæði var inn af búðinni að Laugavegi 10, flutti Filippía sjálf inn mikið af hönzkum, slæðum, höttum og húfum, sem hún seldi í búð sinni og fór í því sam- bandi oft til Kaupmannahafnar til innkaupaferða og dvaldist jafnan + Alúöar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför sonar míns, fööur okkar, bróður okkar og mágs, KJARTANS Ó. BJARNASONAR bygglngameistara, Fálkagötu 14, Reykjavfk. Skúlfna Frlóbjörnsdóttir, Steinar Kjartansson, Guðrún Ó. Kjartansdóttir, Hrefna Bjarnadóttlr, Einar Bjarnason, Friðbjörn Bjarnason, Jón Bjarnason, Ketill Bjarnason, Kristinn Bjarnason, Jónína Bjarnadóttlr, Gunnar Þór Kjartansson, Bára Jónsdóttir, Slgrfður Beinteinsdóttir, Helga Gfsladóttlr, Ole Gustavson. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og jaröarför TÓMASAR BORGHÓLM ÓLAFSSONAR. Sérstakar þakkir færum við stjórn Sjómannaféiags Reykjavíkur. Hrefna Elfn Tómasdóttir, Guðni Tómasson, Björn Ármann Ólafsson, Einar Hjörleifur Ólafsson, Guðrún S. Ólafsdóttir, Sigurbjörg B. Ólafsdóttir, Sigurborg Á. Ólafsdóttir, Gfsli Gunnarsson. Markan Ólafur Björnsson, Ólafur Tómasson, Súsan Ellendersen, Anna M. Hjálmarsdóttir, Vilhjálmur J. Guömundsson, + Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduö okkur samúö og vinar- hug viö fráfall og útför eiginmanns míns og fööur okkar, GUÐFINNSINGVARSSONAR, Lindargötu 1, Sauðárkróki. Guö blessi ykkur öll, kaeru vinir. Anna Guðlaug Magnúsdóttir, Ólafur Ingvar Guðfinnsson, Magnús Gfsli Guöfinnsson, Árný Guðrún Guðfinnsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö vegna fráfalls og útfarar bróöur míns, ÓLAFS A. PÁLSSONAR fyrrverandi borgarfógeta. Fyrir hönd vandamanna. Guðmundur E. Pálsson. + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför eigin- manns míns, fööur, tengdafööur og afa, STEFÁNS ÞÓRHALLS STEFÁNSSONAR, Álftamýri 50. UnnurT. Hjaltalfn, börn, tengdabörn og barnabörn. hjá Elísabetu og Marteini Bartels, sem margir núlifandi íslendingar munu muna eftir, sakir einstakrar hjálpsemi við margan íslendinginn þar í borg, en þau merkilegu og góðu hjón eru nú bæði látin. Einnig heklaði Filippía mikið af fallegum húfum, sem voru sannkölluð lista- verk, enda mikil hannyrðakona, eins og hún átti kyn til. Filippía bjó um árabil í eigin íbúð í Eskihlíð 6A og átti þar ákaflega fallegt og smekklegt heimili. Hún var höfðingi heim að sækja og á ég og fjölskylda mín margar góðar endurminningar frá þeim skemmti- legu heimboðum. Filippía var á margan hátt á undan samtíð sinni með margt s.s. húsbúnað og innan- hússtilhögun. Hún lét gera glervegg á eldhúsið til að fá inn meiri birtu, ásamt ýmsum öðrum breytingum, sem þá þóttu nýmæli. Hún var elskuleg en ákveðin og því misskilin af mörgum, sem þekktu lítið til, vegna þess að fæstir gerðu sér grein fyrir, hversu mikil vinna og harka lá að baki að reka slíka búð með þeim glæsibrag, sem hún gerði. Filippía ól upp frænda sinn frá fermingaraldri, Ólaf Kristjánsson, verzlunarmann, sem kvæntur er Auði Eyjólfsdóttur, bankagjaldkera og eiga þau 3 böm. Að uppeldi hans stóð hún af sömu kostgæfni, sem einkenndi öll hennar störf og bar fjölskyldu hans og böm mjög fyrir bijósti. Ég og fjölskylda mín þakkar Filippíu allar yndislegar samverustundir alla tíð. Fóstursyni hennar og fjölskyldu hans vottum við innilega samúð. Blessuð sé minning Filippíu Blöndal. Elín K. Thorarensen Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin IGróðrarstöð við Hagkaup, sími 82895.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.