Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1986
19
Dagrir Biblíunnar
er á sunnudaginn
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi frá Biskupi
Islands, herra Pétri Sigurgeirs-
syni:
„Enn fer að höndum árlegur
dagur Biblíunnar. Hann er 2.
sunnudagur í níuvikna föstu, 2.
febrúar nk. Verðugt verkefni
kirkjunnar er að vekja athygli á
hlutverki Biblíunnar í trúar- og
menningarlífí íslendinga. Heilög
Ritning er sú bók, sem fært hefur
íslensku þjóðinni mesta blessun.
Margir hafa látið uppi skoðanir
sínar á gildi hinnar helgu bókar
fyrir mannlífið allt. Immanuel
Kant er einn þeirra: „Tilvera Ritn-
ingarinnar sem alþýðubókar er
mesta blessun, sem mannkyninu
hefur nokkum tíma hlotnast."
Biblian er okkur jafn ömgg til
huggunar og ögunar, því að
„Drottinn agar þann sem hann
elskar." (Hebr. 12:6) Við emm í
mikilli þörf fyrir þá handleiðslu
bæði sem þjóð og einstaklingar.
Tilefni Biblíudagsins er og að
vekja athygli á starfsemi Hins
íslenska Biblíufélags, sem hefur
það fyrst og síðast á dagskrá
sinni, „að vinna að útgáfu, út-
breiðslu og notkun Heilagrar
Ritningar meðal landsmanna."
Við guðsþjónustur nefndan dag
er ætlast til þess að tekið verði á
móti gjöfum til félagsins til þess
að styðja hina þýðingarmiklu
starfsemi.
Hið íslenska Biblíufélag, sem
hefur aðsetur sitt í Guðbrands-
stofu í Hallgrímskirkju í Reykja-
vík, vinnur markvisst að verkefn-
um sínum. Hin nýja útgáfa Bibl-
íunnar frá 1981 hefur dreifst_ í
stómm upplögum um landið. Ár
Biblíunnar 1984 vakti verðuga
athygli á Guðbrandsbiblíu, er þá
átti 400 ára afmæli.
Ætti það að vera í fersku minni
hvílík blessun það var fyrir þjóð
okkar að fá Guðs orð á móðurmál-
inu. Þá kom það álit skýrt í ljós,
að hefði þeirrar bókar ekki notið
við, væri óvíst að við töluðum ís-
lensku í dag. Svo mikil áhrif hafði
þessi bók á íslenskt þjóðlíf jafnt
að því er varðaði trúna sem tung-
una. í fyrra átti Hið íslenska
Biblíufélag 170 ára afmæli. Þá
var og Ár æskunnar. í tilefni af
því ákvað stjóm Biblíufélagsins í
samvinnu við Gideonmenn að efna
til ritgerðar- og myndasamkeppni
meðal 10 ára skólabama. Við-
fangsefnin vom ákveðin persóna
Nýja testamentisins og frásögn
bæði í myndum og máli. Bestu
úrlausnir verða kynntar og verð-
laun veitt á Biblíudaginn.
Dreift hefur vérið lesefni til
leiðbeiningar við daglegan lestur
Biblíunnar til stúdenta og fram-
haldsskólanema. Unnið er að þvf,
að hvert fermingarbam geti við
upphaf undirbúnings eignast sína
eigin Biblíu, og félagið vill vinna
að því að skólamir geti eignast í
hentugum bókakössum sett af
Biblíum, sem hægt er að nota í
heiium bekk við kristnifræði-
kennsluna. Þegar er farið að
hugsa fyrir sérstakri útgáfu Bibl-
íunnar á 1000 ára afmæli kristni-
tökunnar.
Islendingar eiga þakkarskuld
að gjalda fyrir að hafa svo lengi
notið Ritningarinnar á móðurmál-
inu. HÍB vill styrkja þýðingarstarf
Sameinuðu Biblíufélaganna (Un-
ited Bible Societies), sem okkar
félag er aðili að, til þess að þeir,
sem enn bíða eftir Guðs orði á
móðurmáli sínu þurfi ekki að bíða
öllu lengur eftir þeim gæðum, sem
við höfum svo lengi búið við og
ríkulega notið. Hver kristinn söfn-
uður á íslandi ætti að leggja eitt-
hvað af mörkum til þess að styðja
framkvæmdir þeirra verkefna,
sem Biblíufélagið vinnur að.
Bróðurlegast,
Pétur Sigurgeirsson
Ski-doo Skandic 377 R meöafturábakgír. Langmest
seldi sleðinn til björgunarsveita og þeirra sem þurfa að
ferðast af öryggi. Traustur, éttur, lipur og sparneytinn.
Verð f. björgunarsveitir 128.000, aðrir 268.000.
Aktiv Panther. Langur, er meiriháttar sleði, e.t.v. það
fullkomnasta á markaönum: 500 cc. Rotax-motor. Beltið
16“, lengd 397 sm, 2 glrar, áfram (hár og lágur) og 1
afturábak. Verö til björgunarsveita 186.000, aðrir 368.000
með rafstarti.
Einmg fyrirliggjandi aftansleðar og not-
aðir sleðar og mikið af varahlutum.
Gisli Jónsson & co. hf
Sundaborg 11, smi 686644
Ski-doo Formula MX. Ovenju skemmtilegur alhliöa sleöi.
Þýður, kraftmikill. Verð ca. 315.000.
Ski-doo Tundra. Traustur, léttur, lipur, sparneytinn,
með löngu belti og farangursgrind. Verð ca. 175.000.
Leiðbeinandi:
Páll Gestsson,
starfsmaður
Skrifstofuvéla hf.
MULTIPLAN
Multiplan er áætlanagerðarkerfi (töflureiknir), sem öll fyrirtæki
geta notfært sér við útreikninga. Við áætlanagerð getur Multi-
plan sýnt ótal valkosti, eftirlíkingar og gert tölulega úrvinnslu.
Markmið námskeiðsins er að veita þeim, er starfa við áætl-
anagerð og flókna útreikninga, innsýn í hvernig nýta megi
Multiplan-áætlanagerðarkerfið í starfi.
Efni: Uppbygging Multiplan - (töflureikna) • Helstu skipanir
Uppbygging líkana • Meðferð búnaðar.
Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja
sem nota eða ætla að nota Multiplan (töflureikna).
Tími og staður kl. 13.30-17.30 3-5. febrúar Ánanaustum 15
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
Stjórnundrfélag
islands