Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986 Alvarlegt vinnu- slys á Akureyri Akureyri, 27. janúar. ALVARLEGT vinnuslys varð í gær, sunnudag, um borð í Eld- vík RE, sem lá við Togara- Sjálfkjörinn formaður Fulltrúaráðs SVEINN Skúlason, fram- kvæmdastjóri, var sjálfkjörinn formaður Fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík á aðal- fundi þess í gærkvöldi. Guð- mundur H. Garðarsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs en stakk upp á Sveini í sinn stað. Stjóm Fulltrúaráðsins var einnig sjálfkjörin á fundinum, en hana skipa: Jóna Gróa Sigurðardóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ema Hauksdóttir, Jón Magnússon, Kjartan Gunnarsson og Gunnar Jóhann Birgisson. Auk þeirra, sem kjömir vora á aðalfundinum, sitja fulltrúar sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í stjóm Fulltrúaráðsins. bryggjuna. Verið var að landa salti úr skipinu er krabbi, sem notaður var við verkið, slóst í lestarlúgu á mOlidekki, með þeim afleiðingum, að lúgan féll niður í lestina og lenti á einum skipveija. Maðurinn slasaðist mikið og var fluttur á slysadeild og síðan með flugvél til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð. Lúgan sem datt ofan á hann er talin vera um 1800 kíló að þyngd. Annað vinnuslys varð hér í gær — um klukkan hálf níu í gær- kvöldi, er maður lenti með hönd í ptjónavél í fataverksmiðrjunni Heklu. Hann gekkst undir aðgerð á slysadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins, en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Veðrið í dag í DAG er gert ráð fyrir norðan- og norðaustanátt á landinu, víðast kalda eða stinningskalda. É1 verða við norður- og austurströndina, víða úrkomulaust annars staðar. Létt- skýjað verður að mestu sunnan- lands, frost þrjú til fjögur stig. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta: Skorar á ráðherra að hafa samráð við stúdenta EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á stjórnarfundi í Vöku fls. í gærkvöldi, 28. janúar. Stjóm Vöku fls. skorar á Sverri Hermannsson menntamálaráðherra að sjá til þess að í væntanlegu framvarpi um Lánasjóð íslenskra námsmanna verði námsmönnum, þeim er lánsrétt eiga tryggð eðlileg framfærsla og þannig verði staðið við grundvallarforsendur núverandi laga. Stjóm Vöku fls. telur ekki nema sjálfsagt að námslán séu greidd til baka en hafnar öllum hugmyndum um vexti. Jafnframt minnir s^'ómin á að stúdentar í Háskóla Islands taka yfírleítt ekki það há lán að þau fymist. Það er því ekki rétt að námsmenn almennt nái ekki að greiða lánin upp sam- kvæmt núverandi lögum. Stefna Vöku fls. er að námslán eigi að virka vinnuhvetjandi á námsmenn og fagnar því að tekju- umreikningur verði felldur burt. Jafnframt fagnar stjóm Vöku fls. þeirri yfirlýsingu menntamálaráð- herra að skuldabréfalán verði veitt til fyrsta árs nema samkvæmt því framvarpi sem nú liggur fyrir. Stjóm Vöku fls. skorar á mennta- málaráðherra að hafa samráð við námsmenn um gerð nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Verðlaunahafar á dansleik Ungmennafélags Reykdæla. Frá vinstri Hjálmar Sigurvaldason, Hlín Helga Guðlaugsdóttir og Unnar Þorsteinn Bjartmarsson. Furðufatadansleikur hjá Reykdælingum Kleppjárnsreylgum, 24. janúar. UnglingadeUd Ungmennafé- lags Reykdæla efndi til furðu- fatadansleiks fyrir skömmu. Eins og nafnið bendir til var klæðnaður þátttakenda og farði með all óliku en skemmti- legu yfirbragði. Verðlaun voru veitt fyrir bestu búningana og fékk þau Hjálmar Sigurvalda- son sem var í gervi olíufursta. Önnur verðlaun hlaut Hlín Helga Guðlaugsdóttir og þriðju verðlaun Unnar Þorsteinn Bjartmarsson. — Bernhard Hörð barátta í forvali Alþýðubandalagsins: Stuðningsyfirlýsingar sendar og nýju fólki „smalað“ í flokkinn Helstu verkalýðs- Tryggvi Þór Aðal- foringjar Alþýðu- steinsson sækist. bandalagsins styðja einnig eftir 3. sæt- Guðmund Þ. Jóns- inu____ son í 3. sætið. ... og Skúli Thor- oddsen biður um stuðning í 3.—1. sætið. V erkalýðsforystan slæst um 3. sætið BARÁTTA frambjóðenda f forvali Alþýðubandalagsins fyrir borgarstjórnarkosning- amar á vori komanda stendur nú sem hæst, en forvalið fer fram á föstudag og laugardag. Sameiginleg kynning á fram- bjóðendum hefur farið fram á fundum. Þeir sem beijast um efstu sætin og stuðningsmenn þeirra hafa auk þess samband við flokksfólk, bréflega og/eða símleiðis, og falast eftir stuðn- ingi þeirra og síðan er töluvert um það að nýtt fólk sé skrifað inn í flokkinn, eða „smalað“, eins og stuðningsmaður eins frambjóðandans orðaði það. Töluvert er unnið á bak við tjöldin í forvalsbaráttunni, þó misjafnt sé hvað menn hafa sig í frammi, enda er ekki nema hluti af fólkinu í raunveralegri baráttu um efstu sætin. „Allt er þó innan leyfilegra leikreglna," sagði einn frambjóðandi í forvalinu sem blaðamaður ræddi við í gær. Stuðningsmaður sagði: „í bróð- erni vega þeir hver annan." Tölu- vert á annað hundrað manns hafa verið skrifaðir inn í fiokkinn í forvalsbaráttunni, mest ungt fólk. Æskulýðsfylkingin vinnur að því að ná samstöðu um Önnu Hildi Hildibrandsdóttur í 4. sætið og virðist hafa til þess nokkum stuðning. Þó virðast það einkum vera baráttumenn um efstu sætin helst standa fyrir „smöluninni". Frambjóðandi sem rætt var við sagði að óvenjumikið væri af inntökubeiðnum þessa dagana jafnvel þó litið væri til þess að nú stæði forval fyrir dyram. Þá væra áberandi margir titlaðir nemar. Fjögur stuðnings- bréf í gangi og mikið hringt í gær höfðu flokksmönnum verið send 4 bréf með beiðnum um stuðning við ákveðna fram- bjóðendur. Fjórir af helstu for- ystumönnum verkalýðshreyfing- arinnar, Ásmundur Stefánsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Guðjón Jónsson og Grétar Þor- steinsson, sendu út stuðningsyfir- lýsingu við Guðmund Þ. Jónsson formann Landssambands iðn- verkafólks í 3. sætið. Átta ein- staklingar, forystufólk úr verka- lýðshreyfíngunni og fleiri m.a. Baldur Óskarsson, Gils Guð- mundsson og Helgi Guðmunds- son, lýsa yfír stuðningi við Tryggva Þór Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóra MFA í 3. sætið og Jóhannes Gunnarsson formann Neytendasamtakanna í 6. sætið. Adda Bára Sigfúsdóttir skorar á fjokksfólk að kjósa Guðrúnu Ágústsdóttur borgarfulltrúa í 2. sætið og Skúli Thoroddsen lög- maður biður fólk að kjósa sig í 3.-4. sæti. Skarast þessar bréflegu óskir um stuðning einkum í 3. sætinu, en Guðmundur Þ., Tryggvi Þór og Skúli tengjast allir verkalýðs- hreyfingunni á einn eða annan hátt. Þá vekur athygli að í bréfun- um era ekki nefndir á nafn aðrir frambjóðendur úr verkalýðsarmi flokksins, m.a. Siguijón Péturs- son, oddviti Alþýðubandalagsins í borgarstjóm. Þá nefnir Adda Bára ekki aðra kvenframbjóðend- ur en Guðrúnu í bréfí sínu, en Kristín Á. Ólafsdóttir, varafor- maður flokksins, er í framboði eins og kunnugt er. Baráttan um tvö efstu sætin hefur það sem af er ekki verið háð með bréfasend- ingum. „Vil fá Guðrúnu í mitt sæti“ „Ég hef mjög mikið álit á Guðrúnu og það myndi gleðja mig mjög mikið að sjá hana koma í minn stað og í það sæti sem ég var í,“ sagði Adda Bára Sigfús- dóttir, sem skipaði 2. sætið á framboðslista Alþýðubandalags- ins fyrir síðustu borgarstjómar- kosningar en gefur ekki kost á sér nú, þegar hún var spurð um skriflega stuðningsyfirlýsingu hennar við Guðrúnu Agústsdótt- ur. — Nú era fleiri konur í fram- boði, m.a. Kristín Á. Ólafsdóttir, ber að skilja bréf þitt svo að þú styðjir hana ekki? „Það ber bara að túlka þetta eins og í bréfinu stendur að ég vilji fá Guðrúnu í minn stað. Ég gef engar aðrar yfirlýsingar um það hveija ég kýs, en vil láta það koma fram að ég hef fyllsta traust á þeim félögum mínum sem ég hef unnið með í borgarstjóm." Verkalýðsforingj- arnir styðja Guðmund Þ. í 3. sætið Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði, þegar hann var spurð- ur að því hvort líta mætti á stuðn- ing hans við Guðmund Þ. sem vantraust á aðra frambjóðendur sem tengst hafa verkalýðshreyf- ingunni, m.a. Siguijón Pétursson sem ekki er nefndur á nafn í bréfi þeirra félaga, og Tryggva Þór Aðalsteinsson framkvæmdastjóra MFA sem sækist eftir 3. sætinu eins og Guðmundur: „Þó að við lýsum yfir stuðningi við Guðmund Þ. í 3. sætið er ekki þar með sagt að við getum ekki fundið stað fyrir ýmsa af hinum í öðram sætum, það er önnur saga, og eram við ekki á nokkum hátt að veitast að félögum okkar. Ég mun kjósa Siguijón í 1. sætið og tel hann sjálfsagðan í það, Guðrúnu í 2. og Guðmund Þ. í 3. sætið. Ég þekki Tryggva Þór mjög vel að góðum vinnubrögðum, og ber fyllsta traust til hans. Ég verð hins vegar að gera það upp við mig hvem ég styð í 3. sætið og valdi Guðmund Þ. Varðandi þetta bréf vil ég taka fram að við höfum áður gefið út svipaðar stuðnings- yfirlýsingar, til dæmis fyrir síð- ustu alþingiskosningar þegar við lýstum yfír stuðningi við Guð- mund J. Guðmundsson í 2. sætið og ég held að enginn hafi túlkað það sem vantraust á Svavar Gestsson í fyrsta sætið." „ Vil sjá Tryg-gva Þór í öruggu sæti“ Sölvi Ólafsson bókagerðarmað- ur er einn áttmenninganna sem sendu út bréf til stuðnings Tryggva Þór Aðalsteinssyni í 3. sætið og Jóhannesi Gunnarssyni í 6. sætið. Hann sagðist hafa starfað með Tryggva Þór og vildi sjá hann í öraggu sæti á fram- boðslistanum. Bréfinu væri á engan hátt stefnt gegn Guðmundi Þ. Jónssyni. — Nú er slagur á milli þeirra um 3. sætið og einhver verður að víkja til að Tryggvi Þór komist að? „Jú, auðvitað getur þetta litið þannig út, en ég reikna með að margir muni kjósa þá báða í efstu sætin,“ sagði Sölvi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.